Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 48
52 // e l c) u rfo l ci c) DV LAUGARDAGUR ll. JANÚAR 2003 Reynsluakstur nr. 732 Reynsluakstur Njáll Gunnlaugsson © Takkinn fyrir sætisupphitun bílstjóra er of nálægt sæti og hverfur því sjónuin bílstjórans. © í stýri er þægilegur takki fyrir stjórnun á hljóintækjum sera var ekki í bílnum með 2,7 lítra vélinni. © Innrétting er einföld og frekar gamaldags en allt vel staðsett. © Þriggja lítra vélin er öflug og kemur vel út í Terrano II. © Farangursrými er með besta rnóti en Terrano II er seldur með þriðju sætaröðinni. Með öfíugrí vél sem tryggir tor- færugetuna Kostir: Kraftmikil vél, geta í torfœrum Gallar: Aftursœti, hóvœr vél Nissan Terrano hefur sannað sig á íslenskum jeppa- markaði sem einn vinsælasti jeppi landans. Hann hef- ur hingað til verið vinsælastur með 2,7 lítra dísilvélinni en hefur verið boðinn síðan í haust með þriggja lítra einbunu dísilvél, þeirri sömu og boðin er í Nissan Patrol. Sú vél er mun öflugri en gamla vélin og því þótti rétt að grípa aðeins aftur í bílinn. Óbreyttur aö innan Með nýrri vél var sama og eng- in breyting á útliti, búnaði eða innréttingu bílsins, fyrir utan það að komin er fjarstýring á hljóm- tæki í stýri. Allt er sem áður var - mjúk sætin og frekar gamaldags yfirbragð á innréttingu og í efn- isvali. Vel fer um farþega í fram- sætum og ekkert út á uppsetningu mælaborðs að setja, fyrir utan staðsetningu á takka fyrir sætis- upphitun ökumanns, en hann sér hann ekki fyrir sínu eigin sæti. Ekki er þó hætta á að hann gleymi henni í gangi því að ylurinn er mikill og góður. Þótt mjög vel fari um tvo í miöjusætaröðinni er þriðja farþeganum þar ekki vel búinn kosturinn. Þriðja höfuðpúðann vantar og bilið á milli 50/50 skiptingar sætanna er mikið og seta þar frekar óþægileg. Þegar kemur að öftustu sætaröðinni er rými þar ágætt enda farangursrými gott þótt aðgengi að öftustu sætaröðinni mætti vera betra. Öflug vél en hávær Ekki verður kvartað yfir vöntun á afli með nýju vél- inni. Þyngdaraukningin með henni er meiri en búast mátti við, eða 55 kíló, en þess verður ekki vart í afli eða aksturseiginleikum. Vélin býður upp á mikið tog og ætti því enn betur að henta þeim sem vilja öflugan bíl á fjöllum. Vélin er hávær og hið alkunna dísilglam- ur fer ekki fram hjá manni, sérstaklega þegar bíllinn er kaldur. Miðstöð er frekar lengi að hitna og mætti vel hugsa sér aukamiðstöð í bílinn. í akstri virkar Terrano II nokkuð vel á mann þótt jeppahreyfingarnar séu auðfmnanlegar. Stýrið er mátulega létt í akstri og hann er stöðugur á vegi. Fjöðrun er frekar mjúk að framan sem kemur sér vel i torfærum. Hins vegar leggst hann nokkuð á framhornið ef farið er snöggt í krappa beygju, en svoleiðis á heldur ekki að keyra jeppa. Gott verð Verðið á þriggja lítra Terrano II er 3.789.000 kr. sem er nokkuð gott verð. Helsti keppinautur hans er án efa nýr Toyota Land Cruiser 90 en LX-útgáfa hans kostar 3.990.000 kr. Terrano stenst honum að vísu ekki lengur snúning í búnaði eða frágangi en gerir það vel í afli og verði. Aðrir hugsanlegir keppinautar eru Mitsubishi Pajero 3,2, sem kostar 4.560.000 kr., og Land Rover Discovery, en ódýrari útgáfa hans kostar 3.990.000 kr. -NG NISSAN TERRANO II 3,0 Vél: 3ja lítra, einbunu dísilvél. Rúmtak: 2953 rúmsentímetrar. Ventlar: Þjöppun: 17,9:1. Gírkassi: 4ra þrepa, sjálfskiptur. UNDIRVAGN: Fjöðrun framan:___________Sjálfstæð tvöföld snerilfjöðrun. Fjöðrun aftan:5 liða hásinq, qormar með jafnvæqisstönq. Bremsur: Loftkældir diskar/skálar, ABS. j Dekkjastærð: 235/70 R16. YTRI TOLUR: Lenqd/breidd/hæð: 4240/1755/1805 mm. Hjólahaf/veqhæð: 2450/210 mm. Beyqjuradíus: 10,8 metrar. INNRI TOLUR: Farþeqar m. ökumanni: Fjöldi höfuðpúða/öryqqispúða: Faranqursrymi: 335-1650 lítrar. HAGKVÆMNI: Eyðsla á 100 km: 9,8 lítrar. Eldsneytisqeymir: 72 lítrar. Ábyrqð/ryðvörn: 3/7 ár. Grunnverð: 3.789.000 kr. Umboð: Inqvar Helqason hf. j Staðalbúnaður: 4 öryggispúðar, útvarp/geislaspilari með 6 hátölurum, álfelgur, upphituð framsæti, rafdrifnar rúð- ur og speglar, tvívirk rafdrifin topplúga, loftkæling, stig- bretti, þokuljós, fjarstyrðar samlæsinqar.____________________: SAMANBURÐARTOLUR: Hestöfl/sn.: 154/3600. : Snúninqsvæqi/sn.: 304 Nm/1600. Hröðun 0-100 km: 13,6 sek. i Hámarkshraði: 166 km/klst. Eiqin þynqd: 1870 kq. Heildarþynqd: 2580 kq.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.