Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Blaðsíða 20
20 FTMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 M agasm Bíómolar Þýskir kvikmyndahúsa- gestir oánægðir Kvik- myndaunn- endur í Þýskalandi íhuga að snið- ganga kvik- myndahús þar í landi vegna óánægju með fjölda aug- lýsinga sem sýndar eru á undan myndunum. Dæmi eru um að auglýsingar séu sýndar í 50 mín- útur áður en sýnishom úr vænt- anlegum kvikmyndum eru sýnd. Þannig lentu margir illa í því þegar þeir fóru að sjá Harry Potter í kvikmyndahúsi í Berlin sem átti að hefjast kl. 22.15 en vegna auglýsinga var henni ekki lokið fyrr en kl. 1.30, þegar al- menningssamgöngum var hætt þann daginn. Eigendur kvik- myndahúsanna segja hins vegar að auglýsingar séu nauðsynlegar til að halda miðaverði í sídkkan- legu hófi. Berry og Cruz saman í mynd Leikkon- urnar Halle Berry og Penelope Cruz munu leika aðal- hlutverkin i ofumáttúr- legu spennu- myndinni Gothika sem áætlað er að komi út í haust. Berry leikur sálfræð- ing sem skyndilega vaknar á geðveikrahæli fyrir glæpamenn þar sem hún kemst að því að hún er kærö fyrir morð sem hún man ekki eftir að hafa framið. Craz leikur Chloe, samfanga hennar á hælinu. Það er Joel Sil- ver sem framleiðir myndina. Tom Cruise í vanda hjó Maórum Tom Cru- ise er um þessar mundir að leika í mynd- inni The Last Samurai og hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig að taka myndina í-sátt og samlyndi við nærstadda. Þrátt fyrir að hún gerist að mestum hluta í Japan er hún aöallega tekin á Nýja-Sjá- landi. Þar hafa Maórar, fram- byggjar landsins, mótmælt því harðlega að illa hefur verið geng- iö um heilaga staði og að hið heilaga Taranaki-fjall verði sýnt í henni. Margir þeirra halda fram að þeim hafl veriö lofað að Qallið verði ekki notað en krefj- ast nú hluta tekna myndarinnar vegna þessa. Nicole Kidman fær stjörnu Nicole Kidman af- hjúpaði í vikunni stjömuna sina á Walk of Fame-göt- unni í Hollywood þar sem helstu kvikmyndastjörnur sög- unnar eru heiðraðar með stjömu í steypunni. Hún var yfir sig ánægð með heiðurinn og sagði við athöfnina að hún hefði aldrei verið jafn spennt yflr því að fólk mundi ganga yfir hana um alla framtíð. Kidman sló allhressilega i gegn á síðasta ári í söngva- og dansmyndinni Moulin Rouge og er nú tilnefnd til Golden Globe- verðlauna fyrir hlutverk sitt í The Hours þar sem hún leikur rithöfundinn Virginiu Woolf. Kím Basinger leikur móður Eminem í 8 Mile sem er frumsýnd um helgina: Ýmist í ökkla eða eyra hjá Basinger Um helgina verður frumsýnd 8 Mile, með rapparanum Eminem í aöalhlutverki.- Sagan -sem sögð er þár er ekki ólík uppvexti rapparans sjálfs í Detroit þar sem hann barðist fyrir því að sjá draum sinn rætast að gera tónlistina að ævistarfi sínu. Móðir Jimmys Smiths yngri, sem Eminem leikur, heitir Stephanie og er leikin af óskarsverölaunahafan- um Kim Basinger. Sú hefur verið viðloðandi glamúrlifið í Bandaríkj- unum frá unga aldri þó svo að á ýmsu hafi gengið. Þær eru ófáar fyrirsætumar sem dreymir um að gerast heimsfrægar leikkonur í hinni stóru Hollywood og einnig þær sem hafa reynt að stíga skrefið til fulls. Sem dæmi má nefna Cindy Crawford og Elle MacP- herson og þrátt fyrir heiðarlegar til- raunir verður seint sagt að þær telj- ist til mest áberandi leikkvenna Bandaríkjanna. Epliö og eikin Kim er fædd í suðurríkjum Banda- ríkjanna, í Athens í Georgiu, og er miðjubam, með tvo eldri bræður og tvær yngri systur. Faðir hennar var djasstónlistarmaður og móðir þekkt sundkona og fyrirsæta. Það þarf því ekki að koma á óvart að Kim lýsti því snemma yfir að hún ætlaði einn daginn að verða stórfengleg leik- kona. Þrátt fyrir það var hún gífur- lega feimin sem barn, svo mjög að foreldrar hennar létu sérfræðinga at- huga hvort hún væri einhverf. Þegar hún hóf nám í miðskóla fet- aði hún í fótspor móður sinnar og varð keppnismanneskja í dýfingum og reyndi fyrir sér í dansi. 16 ára tók hún þátt í Junior Miss Georgia feguröarsamkeppninni þar sem hún bar sigur úr býtum og öðlaðist þar með þátttökurétt í lokakeppninni í New York. Þar hitti hún eitt stærsta nafnið í tískubransanum, Eileen Ford, sem bauð henni þegar í stað samning við Ford fyrirsætustofuna. Hún neitaði í fyrstu, þar sem hún vildi láta reyna á feril í söng- eða leiklist en lét þó segjast á endanum og flutti ung að aldri til New York. Hótt launuö fyrirsæta Hún komst fljótt að því að stór- borgarlifið í New York var mjög frá- brugðið því sem hún hafði átt að venjast, enda alist upp í litlum smá- bæ í vernduðu umhverfi. Greinilegt var að hún átti ekki heima í þessum hópi, félagslega séð. Hvað vinnuna varðaði, var hún greinilega í essinu sínu. Hún birtist á forsíðu fjölda timarita snemma á 8. áratugnum og í hundraðum auglýsinga. Hún gafst þó aldrei upp á gamla draumnum, leiklistinni, og gaf sér tíma til þess að sækja leiklistartíma og koma fram í smáklúbbum á Manhattan i New York, þar sem hún kom fram sem söngkonan Chelsea. Þegar hún varð orðin þreytt á fyr- irsætubransanum ákvað hún, 23 ára gömul, að flytja til Los Angeles til að reyna að gangsetja leikaraferil- inn fyrir fullt og allt. Þá var hún meðal hæst launuðu fyrirsæta í heimi, með þúsund dali í laun á dag. Eftir 6 mánaða dvöl í kvikmynda- borginni tókst Kim loks að koma sér á framfæri með gestahlutverk- um í vinsælum sjónvarpsþáttaröð- um eins og Charlie’s Angels og The Six Million Dollar Man, árið 1977, og landaði hún meira að segja aðal- hlutverki í sjónvarpsþættinum Cat and Dog. Sá lifði reyndar afar stutt. Hún hélt áfram að leika í sjón- varpi og tók meðal annars þátt í endurgerð sjónvarpsverksins From Here to Eternity árið 1980 og ári síð- ar kom fyrsta kvikmyndahlutverk- ið, þar sem hún lék eitt aðahlut- verkanna í Hard Country. Árið 1983 reyndist svo vera vendi- punktur á hennar leiklistarferli. Hún var reyndar ekkert svo sátt við þá athygli sem hún fékk á þeim tíma, eða skort á henni öllu heldur, og ákvað að fækka fótum fyrir karlatimaritið Playboy. Þó svo að það hafi vissulega vakið athygli átti það ekki beinan þátt í velgengni hennar það árið. Það var fyrst og fremst frammistaða hennar sem Bond-stúlkan Domino í Never Say Never með Sean Connery og í The Man Who Loved Women með Burt Reynolds sem jók hróður hennar hvaö mest. Með þessum hlutverkum var hún orðin, loksins, „al- vöru“leikkona. Djarft hlutverk Hún á þó sjálfsagt aldrei eftir aö leika í jafn áberandi hlutverki og hún gerði árið 1986 þegar hún ásamt Mickey Rourke lét allt flakka í 9 1/2 Weeks, mynd sem þrátt fyrir að hafa fengið aðeins sæmilega dóma, gerði allt vitlaust í miðasölunni. Greinilegt var að Kim var eftirsótt hjá kvik- myndahúsgestum, hvort sem var heima fyrir eða á alþjóðlegum vett- vangi. Meðal annarra kvikmynda sem komu í kjölfarið má nefna Blind Date, My Stepmother Is an Alien og vitaskuld Batman þar sem hún lék ljósmyndarann Vicki Vale. Á hátindi ferilsins, árið 1989, leiddi hún hóp fjárfesta sem keyptu hreinlega smábæinn Braselton í heimafylkinu Georgia og mun hún hafa eytt 20 milljónum dala í það verkefni. Átti það eftir að koma henni allverulega í koll þar sem næstu sjö myndir sem hún lék í fengu litla sem enga athygli kvik- myndahúsgesta. Fjórum árum eftir Batman og Braselton-ævintýrið kom mikið reiðarslag fyrir hana. Hún hafði nefnilega lofað að leika aðalhlut- verkið í mynd að nafni Boxing Hel- ena og þegar hún neitaði fóru fram- leiðendur myndarinnar í mál og dómari úrskurðaði að hún þyrfti að greiða þeim 8,1 milljón dala í skaða- bætur fyrir loforðssvikin. Kim varð í kjölfarið að lýsa sig gjaldþrota en náði svo að leysa málið með sátt eft- ir að hafa áfrýjað dómnum. Stórfengleg endurkoma í miðri hringiðunni myndaði hún samband við leikarann Alec Bald- win og giftust þau árið 1994 og eign- uðust stúlkubarn ári síðar. Hún ákvað þá að taka sér hlé frá öllu saman og vera heima með barnið. Endurkoma hennar var þó með þeim mest áberandi sem um getur þegar hún gaf þeim Kevin Spacey og Danny DeVito ekkert eftir með frammistöðu sinni I LA Confidenti- al. Hún sópaði að sér verðlaunun- um, þeirra á meðal sjálfum óskam- um, og virtist allt leika í lyndi á ný. Hún leikur þvi á ný undir leik- stjóm Curtis Hanson i 8 Mile, en hann leikstýrði einnig LA Con- fidential fyrir rúmum 5 árum. -esá Dómar LOTR: The Two Towers **** „The Two Towers stendur ekki að baki fyrsta hlutanum hvaó varóar mikilfengleik. “ -HK Stella í framboði „Edda Björgvinsdóttir er bara betri og glœsilegri en síöast." -SG Die Another Day ★** „Þrátt fyrir aö vera of löng er hún miklu betri en síðasta Bond-mynd og sýnir aö á nýju árþúsundi er enn pláss fyrir ofurnjósnara hennar hátignar. “ -SG Harry Potter og leyniklefinn *★★ „Önnur myndin um galdrastrákinn knáa, Harry Potter, er betri en sú fyrsta." -SG Treasure Planet *** „Handritshöfundar og teiknarar Disn- ey hafa búió til eigiö œvintýri sem er nokkuð vel heppnaö." -HK The Transporter ** „Myndin ber.þaó meó sér að vera gerð af mátulegu kœruleysi gagnvart vió- fangsefninu." -HK Analyze That „Þar sem fyrri myndin vann út frá ansi skemmtilegri hugmynd þá hrjáir hugmyndaleysi Analyze That." -SG Væntanlegt 17. ianúar 8 Mile .... Eminem / Kim Basinger Juwanna Man.........Vivica A. Fox 24. ianúar Half Past Dead......Steven Seagal Jackass: The Movie.........Ýmsir Once Upon a Time... . Robert Carlyle The Banger Sisters . . Goldie Hawn / Susan Sarandon Kim Basinger og Eminem leika feðgin í 8 Miie.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.