Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 DV Fréttir Listamaður á lista VG í Norðausturkjördæmi: Skemmtilega róttækur Nafn: Hlynur Hallsson. Aldur: 34 ára. Heimili: Akureyri. Staða: Myndlistarmaður og frambjóðandi. Efni: Valinn í 3. sæti á framboðslista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Það myndi ekki hver sem er voga sér að efna til myndlistarsýningar í Texas-riki þar sem skrifað stæði stórum stöfum á veggina „George W. Bush is an idiot“. En þetta gerði Hlynur Hallsson, 34 ára „róttækur" myndlistarmaður frá Akureyri i sumar. Það má því líklega heita ljóst í megindráttum hver afstaða þessa nýja frambjóðanda fyrir Vinstri- hreyfinguna - grænt framboð er í utanríkismálum! Sveitungar Hlyns að norðan segja að Akureyringar hafi gjarnan klór- að sér í kollinum á sýningum hans þar. En íbúar Marfa-borgar í Texas gerðu gott betur; þeir helltu sér yfir borgarstjórann þangað til Hlynur samþykkti með semingi að breyta áletruninni í „George W. Bush is a good leader“. En meiningin komst líklega enn betur til skila fyrir vik- ið. Studdi Kvennalistann Þrátt fyrir að Hlynur teljist ungur frambjóðandi er hálfur annar ára- tugur liðinn frá því að hann var fyrst á framboðslista fyrir alþingis- kosningar. Hann var á lista Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandskjör- dæmi eystra 1987, þá aðeins 19 ára, og hefur því alla tíð verið rótttækur - en jafnframt farið eigin leiðir; Kristín Sigfúsdóttir (systir Stein- grims J.), sem kenndi Hlyni í MA, rifjar upp að hann hafi stutt Kvennalistann dyggilega á sínum tíma. Kristín segir að Hlynur sé „skemmtilega róttækur, eldíjörug- ur, áhugasamur, hreinskiptinn og góðviljaður.“ Öllum samferðamönn- um Hlyns sem DV ræddi við ber raunar nokkurn veginn saman um þessa lýsingu. Landamæraleysi Hlynur er sonur Halls Sigur- björnssonar fyrrverandi skattstjóra á Akureyri - sem talinn er til fram- sóknarmanna - og Aðalheiðar Gunnarsdóttur frá Reyðarfirði. Hann útskrifaðist af náttúru- fræðibraut MA og síðan úr Mynd- listarskóla Akureyrar. Árin 1993 til 2001 var hann í Þýskalandi við nám og störf. Hlynur hefur verið afkasta- mikill í list sinni, haldið fjölmargar sýningar víða um heim og hlotið bæði viðurkenningar og styrki. Hann vinnur meðal annars með ljósmyndir, texta og myndband og er því ekki „hefðbundinn" myndlist- armaður. Tumi Magnússon prófessor, sem kenndi Hlyni í myndlistarskólan- um, segir að hann sé orðinn talsvert þekktur í Þýskalandi og einnig vel þekktur í listaheiminum hér heima. „Ég myndi segja að alþjóðahyggja Nærmynd ______ Ólafur Teitur Guðnason blaðamaður eða landamæraleysi sé meðal þess sem einkenni list hans,“ segir Tumi. Til marks um þetta er að verkefnin sem Hlynur vinnur að hverju sinni, hvort sem það er gall- eri sem hann rekur, blað sem hann gefur út eða listaverk á sýningu, þessi verkefni hafa iðulega heiti á tveimur eða þremur tungumálum. Áletrunin í Texas var þannig bæði á ensku og spænsku. Draga verður í efa að þetta sé tO marks um að Hlynur sé hlynntur aðild íslands að Evrópusamband- inu! Drengurgóður „Hann sinnti störfum sínum vel, var skemmtilegur vinnufélagi og er drengur góður,“ segir Arnar Páll Hauksson fréttamaður sem var yfir- maður Hlyns þegar hann vann á sumrum hjá fréttastofu Útvarps á Akureyri. Hallgrímur Óskarsson, bekkjarfélagi hans úr MA, segir að Hlyni hafi alltaf fylgt einstök já- kvæðni, góðir straumar og vinsam- legheit. „Hann hefði getað náð langt á hvaða sviði sem var,“ segir Hall- grímur, en þeir Hlynur útskrifuðust af náttúrufræðibraut. „Hann er einlægur friðar- og jafn- réttissinni, róttækur en hefur jafn- framt þá góðu eiginleika að fara ekki fram með offorsi," segir Krist- in Sigfúsdóttir. Átökin fram undan Miðað við úrslit síðustu kosninga þurfa Vinstri-grænir að vinna nokk- uð á til þess að ná þriðja manni inn. En samkvæmt þeim úrslitum vill þannig til að bæði Framsóknar- flokkurinn og Vinstri-grænir njóta meira fylgis þama en í nokkru öðru kjördæmi. Óg í ljósi umdeildrar virkjunar og stóriðju má gera ráð fyrir að baráttan verði einmitt hörð- ust á milli þessara tveggja flokka. Það mætti því kalla skemmtilega til- viljun að Hlynur skuli tengjast Framsóknarflokknum í gegnum fóð- ur sinn og Reyðarfirði í gegnum móður sína. Hlynur er sem fyrr segir ekki þekktur fyrir hörku þrátt fyrir rót- tæknina, þótt hann geti verið ákveð- inn í málflutningi og hafi eindregn- ar skoðanir. Það á því eftir að koma í ljós hvernig honum reiðir af í þeim harkalegu átökum sem fyrir höndum eru. Margir munu eflaust brýna hann til að temja sér hörkuna - en telja má liklegra að í barátt- unni haldi Hlynur uppteknum hætti og fari sínar eigin leiðir. Miðvikudagar eru fasteignadagar hjá DV Auglýstu fasteignina þína fyrir kr. með mynd á miðvikudögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.