Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Page 33
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003
33
DV
HAHDBQLTlJ Mi
cam fl
Ágúst Jóhannsson metur íslenska liðið
- leikurinn gegn Spánverjum og framhaldið
„Spánverjarnir breyttu í
6-0 varnarleik í síðari
hálfleik og náðu að loka
á Ólaf og því miður
náðu aðrir lykilmenn
sér ekki á strik hjá okk-
ur. Það er einfaldlega of
dýrt gegn eins sterku
liði og Spánverjarnir eru
með.“
Ólympíusætið
er ekki horfið
- varnarleikurinn varð íslenska liðinu að falli gegn Spánverjum
Eftir tapið gegn Spánverjum er
ljóst að íslendingar koma til með aö
mæta Rússum í leik um hvort liðið
keppir um fimmta til sjötta sætið.
Tapliðið leikur hins vegar um sjö-
unda og áttunda sætið en efstu sjö
sætin gefa þátttökurétt á næstu
Ólympíuleikum og því mikið í húfi
fyrir íslenska liðið um heigina. DV-
Sport fékk Ágúst Jóhannsson, þjálf-
ara Gróttu/KR, til þess að leggja
mat á leikinn gegn Spánverjum sem
og á leikina sem fram undan eru.
6-0 vörnin gekk ekki
„Strax i upphafi leiksins var ljóst
að 6-0 vörnin hjá okkur var engan
veginn aö ganga upp og Spáverjam-
ir fengu að klára skotin sín aUt of
fljótt í fyrsta lagi. Við vorum hálf-
partinn í vandræðum sóknarlega og
sóknimar frekar langar og svo þeg-
ar við komum til baka var okkur
refsað innan þrjátíu sekúndna.
Þannig að við náðum engan veginn
að komast í snertingu við þá og
brjóta á þeim. Vörnin var allt of flöt
og allt of aftarlega þannig að þeir
fengu auðveld skotfæri og fyrir vik-
ið var markvarslan mjög lítil í fyrri
hálfleik. Reyndar lagaðist þetta
nokkuð eftir að við fórum í 5-1 vöm
og Roland kom í markið. Sama með
sóknarleikinn en hann gekk alveg
ágætlega. Þrátt fyrir að sóknirnar
hafi verið fuUIangar þá vorum við
samt að fá færi og Ólafur var virki-
lega hættulegur. Sigfús var einnig
sterkur á línunni. Einnig nýtti Ein-
ar sin færi mjög vel.“
Roland bjargaöi miklu
„í seinni hálfleik er vamarleikur-
inn engan veginn nægilega góður,
því miður, og Spánverjamir héldu
áfram að fá auöveld skotfæri en
samt var Roland að standa sig vel
og hann var að verja virkilega erf-
iða bolta. Ef hann hefði ekki verið
að verja þessi erfiðu skot þá hefði
leikurinn verið tapaður mun fyrr.
Strákamir sýndu mikinn karakter
þegar við vorum tveimur færri og
við unnum þann kafla tvö núll. í
stöðunni 25-25 emm við síðan bún-
ir að jafna leikinn og erum einum
fleiri þá má kannski segja að verði
vendipunktur því við töpum þeim
kafla tvö núll og í staðinn fyrir að
vinna þann kafla með einu marki ef
ekki tveimur sem þykir frekar éðli-
legt þá vorum við í vandræðum ein-
um fleiri og það vó frekar þungt.“
Lykilmenn klikkuðu
„Spánverjarnir breyttu í 6-0
varnarleik í síðari hálfleik og náðu
að loka á Ólaf og því miður náðu
aðrir lykilmenn sér ekki á strik hjá
okkur. Það er einfaldlega allt of dýrt
gegn eins sterku liði og Spán-
verjamir eru með.“
Vörnin fellir okkur
„Það sem verður okkur að falli er
vamarleikurinn og það verður að
segjast eins og er að hann hefur
ekki verið nægjanlega sannfærandi
í þessari keppni. Þar af leiðandi er-
um við ekki að fá nógu mikið af
mörkum úr hraðaupphlaupum. Svo
erum við ekki heldur að klára nógu
vel þá stöðu þegar við erum einum
leikmanni fleiri. Mörk utan af velli
eru einnig allt of fá og flest mörk
þaðan era í gegnum Ólaf og Sigurð.
Það vantaði meiri breidd þar.“
Endum í 5. sæti
„Leikurinn viö Rússa verður
gríðarlega erfitt verkefni því Rúss-
ar eru með toppklassalið. Ég hef trú
á því að strákamir rifi sig upp. Þeir
börðust eins og ljón í dag og ætluðu
sér virkilega sigur. Ég held að menn
sýni karakter og snúi bökum saman
og að við klárum þessa tvo leiki og
endum í fimmta sæti á mótinu.
Þannig að markmið strákanna að
ná ólympíusæti er fjarri því að vera
búið þótt vissulega hafi menn ætlað
sér lengra í gær. Liðið hefur sýnt
það áður að það er mikill karakter í
því og ég hef fulla trú á því að við
klárum þessa tvo leiki með miklum
sóma.“
-HBG
<
-r
Hryllilega erfitt
að kyngja þessu
- sagði Sigfús Sigurðsson, vonsvikinn eftir leikinn
„Það er hryUilega erfiitt að
kyngja þessu því ég veit að við get-
um mun meira sóknar- og vamar-
lega séð allir sem einn. Við verðum
að sýna hvað í okkur býr um helg-
ina og það er næsta verkefni sem
bíður okkar. Ég held að ég segi sem
minnst um það hvað fór úrskeiðis í
leiknum. Við vomm ekki að leika
sem lið, það sáu allir, og því fór sem
fór. Við vomm að leika erfiða vöm
framan af þar sem reynir mikið á
fætuma. Það er ansi súrt í broti að
komast ekki í undanúrslitin fyrst
við vorum á annað borð komnir
þetta langt,“ sagði Sigfús Sigurðs-
son.
„Við áttum alla möguleika á að
vinna leikinn og sérstaklega þegar
að við vorum einum fleiri þegar
ekki var mikið eftir af leiknum. Það
var banabitinn í leiknum að mínu
mati. Nú verður hver og einn mað-
ur að líta í eigin barm og sjá hvað
fór úrsleiðis. Það er líf eftir dauð-
ann í handboltanum, það er það
góða við hann. Við ætlum okkur
ólympíusæti og við sjáum hvað set-
ur í þeim efnum,“ sagði Sigfús Sig-
urðsson. -JKS
Patrekur með tilboð
frá Grosswaldstadt
Patrekur Jóhannesson hefur und-
ir höndum tilboð frá þýska úrvals-
deildarliðinu Grosswaldstadt en
Patrekur staðfesti það við DV í gær-
kvöld. Hann sagðist lítið hafa heyrt
af málinu enda væri það alfarið í
höndum umboðsmanns síns.
Patrekur hefur undanfarin ár verið
á mála hjá Essen en samningur
hans við félagið rennur út í vor.
„Það gæti allt eins farið svo að ég
framlengi samning minn við Essen
en ég er ekki að hugsa þessi mál
núna heldur beini kröftum mínum
að landsliðinu hér á heimsmeistara-
mótinu. Þetta skýrist eftir mótið hér
í Portúgal,“ sagði Patrekur.
Hann sagðist enn fremur hafa
heyrt af áhuga liða á Spáni en vildi
að svo stöddu ekki ræða þessi mál
frekar. Eins og áður hefur komið
fram mun Snomi Steinn Guðjóns-
son, landsliðsmaður úr Val, að öll-
um líkindum ganga til liðs við
Grosswaldstadt að loknu þessu
tímabili. -JKS
Sigfús Sigurðsson, sem hefur átt við meiðsli að stríða en samt leikið, segir erfitt að kyngja því að komast ekki í
undanúrslit á HM í Portúgal. Hann er hér á harðri baráttu inná línunni gegn Spánverjum í gær. DV-mynd Hilmar Þór