Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Blaðsíða 25
25 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 DV Tilvera Norman Mailer 80 ára Einn frægasti samtímarit- höfundur Bandarikjanna, Norman Mailer, á stórafínæli í dag. Hann var 25 ára gamall þegar hann sendi frá sér stríösádeiluna, The Naked and the Dead, sem hann byggði á reynslu sinni i seinni heimsstyrjöldinni. Er sú skáldsaga enn þann dag í dag talin ein besta sagan úr seinni heimsstyrjöld- inni. Mailer starfaði einnig sem blaðamað- ur og hefúr unnið til margra verðlauna á þeim vettvangi. Mailer hefur alla tíð látið pólitik sig miklu máh skipta og sent eitr- aðar örvar til þeirra sem honum hkar ekki við. Mailer á aö baki sex hjónabönd og á níu böm með eiginkonum sínum. Gildir fyrir laugardaginn 1. febrúar Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.t: 1 k Áhugi þinn á einhverju ” máli eykst og þú tekur meiri þátt í félagslíii í dag en undanfarið. Þú getur kynnst skemmtilegu fólki en þú verður að stilla eyðslunni í hóf. Fiskarnir (19. febr.-20. marsl: Það verður auðvelt að fá fólk til að taka þátt í breytingum á vissum sviðum. Vertu þolinmóður þó ekki gangi allt strax upp. Hrúturinn 121 . mars-19. anrill: . Vertu á verði gagnvart 'kjaftasögum. Ekki trúa öllu sem þú heyrir því fólk þarf ekki endilega að vera areiðanlegt þó að svo virðist vera við fyrstu sýn. Nautið 120. anríl-20. mai>: Heppnin verður með þér fyrri hluta dagsins og þú færð tækifæri sem þú hefur beðið eftir lengi. Það verður mikið um að vera í félagslífinu í kvöld. Tvíburarnir (21. maí-21. iúní): V Þú ættir að forðast smámunasemi í dag. — / / Ekki gagnrýna fólk að óþörfu þó að þú sért ekki sammála því að öllu leyti. Happatölur þínar eru 7, 29 og 35. Krabbinn (22. iúní-22. iúiii: Þú ert í góðu jafnvægi i í dag. Þér gengur vel ' að vinna úr því sem þú hefur og ert ftjótur að vinna verkefni sem þú tekur þér fyrir hendur. Liónið (23. iúlí- 22. áeúsú: . Vinir þinir koma þér á óvart á einhvem hátt og þú hefur í nógu að snúast í sambandi við félagslíf fyrri hluta dagsins. Happatölur þínar eru 11, 23 og 24. Mevian (23. áeúst-22. sept.l: Dagurinn verður fremur viðburða- snauöur og þú eyðir ^ f honum í ró og næði. Fjölskyldan kemur við sögu seinni hlutá dags. Vogjn (23. sept.-23. okt.i: j/ Þú ættir að sýna aðgát í samskiptum við aðra. V f Fullkomin hreinskilni r f borgar sig ekki aUtaf. Kvöldið verður ánægjulegt. Happatölur þínar eru 8,12 og 25. Spofðdrekinn (24. okt.-2i. nðv.): |Þú kynnist nýju fólki sem vekur áhuga þinn. pHugsaðu þig vel um | áður en þú tekur mikUvægar ákvaröanir. Happatölur þínar eru 1, 3 og 9. Bogmaðurinn (22. nðv.-?i. des.i: »Þú þarft að beita sann- “ ^^færingarkrafti tU að fá fólk í Uð með þér. ■9V ■I ’ \ Einbeittu þér að smáatriðum og vertu vandvirkur. Happatölur þínar em 4, 5 og 31. Steingeitin (22. des.-19. ian.l: Þú ættir að hugleiða breytingu í stárfi þínu. Vinur þinn á í ein- hverjum erfiðleikum. Þú verður að sýna tiUitssemi og nærgætni ef leitað er tU þín. Allir íþráttaviáburáir í beinni á risaskjám. Pool. Góáur matseáill. Tökum aá akkur hápa, starfsmannafélög. Stórt ag gatt dansgálf. Bæjarlind 4 • 201 Kópavogur • Sími 544 5514 Mikil óreiða á orku- flæði jarðarinnar - segir indíáninn Dhyani Ywahoo sem er stödd hér á landi til aö halda dans- og hugleiðslunámskeiö „Ég var köhuð hingað af litla fólk- inu,“ segir Cherokee-indíáninn Dhyani Ywahoo sem er stödd hér á landi til að halda dans- og hugleiðslunámskeið og kynna lífsspeki indíána. Dhyani Ywa- hoo fæddist í New York en býr í Vermont þar sem hún er höfðingi yflr þrjú hundruð manna ættbálki indíána sem heitir Ani Yunwiwa. Gjöf lífsins Dhyani segir að nafn sitt þýði gjöf lífsins á máli nútíma Cherokee- indíána. „Ywahoo kemur aftur á móti úr eldra tungumáli sem var sameigin- legt mörgum ættbálkum skógarindiána og þýðfr stóri leyndardómur. Það má segja að starf mitt felist í því að minna fólk á og hjálpa því að tengj- ast frumkröftunum, jörð, vindi, eldi, lofti og vatni. Við erum öll tengd þess- um öflum og með því að fmna frið í hjartanu og fyrirgefa sjálfúm okkur og öðrum mistök í lífmu getum við stuðl- að að betra mannlifl.“ Dhyani segist hafa verið kölluð til starfa fyrir rúmlega þrjátíu árum og nú ferðast hún viða og heldur fyrirlestra og námskeið. „Skyldur mínar sem höfðingi eru fyrst og fremst við ætt- bálkinn en ég reyni að koma til móts við fólk sem biður mig að halda fyrir- lestra og námskeið. Til að byija með kenndi ég bara índíánum en árið 1969 var mér sagt að stækka áheyrendahóp- inn og kenna öllum sem vildu meðtaka það sem ég hef að segja.“ Að sögn Dhyani hafa móttökurnar verið ótrúlega góðar. „Fyrstu árin kom fólk í stórum hópum að heimili mínu til að tala við mig og ég þurfti að fela mig í kjallaranum til að fá frið tU að ala upp börnin. Þetta gat stundum verið mjög erfitt en eftir að bömin uxu úr grasi hef ég haft meiri tíma til að sinna starfinu." Baráttan fyrir rétti innfæddra „Ég hef haldið mörg námskeið í Bandarikjunum en þó fúrðulegt megi virðast var Tyrkland fyrsta landið utan þeirra þar sem ég hélt námskeið og það kom mér á óvart hvað gömul tyrknesk menning og menning índíána eiga margt sameiginlegt. Ég hef einnig hald- ið mörg námskeið í Evrópu og fyrir indíána í Mið-Ameríku.“ Dhyani segist hafa komið einu sinni áður til íslands. „Mig minnir að það hafi verið árið 1981 en þá var ég í hópi með frumbyggjum frá Ameríku á leið til Genfar. Við stoppuðum hér til að kynna baráttu okkar og leita eftir stuðningi í baráttunni fyrir rétti inn- fæddra um allan heim.“ Ójafnvægi í hraunflæði „Ég var kölluð til íslands af litla fólk- inu sem býr í landinu," segir Dhyani, „til að aðstoða það við að koma reglu á orkustöðvamar. Litla fólkið hafði sam- band við mig í gegnum orkulínur jarð- arinnar og bað mig að aðstoða sig vegna mikillar óreglu í orkuflæði landsins. Að þess sögn er ójafnvægi á hraunflæðinu inni í jörðinni vegna þess að mennimir em að tapa hlýjunni úr hjarta sínu. Það em sterk tengsl milli meðvitundarinnar og frumkrafta jarðar og kraftar eldsins fara úr jafn- vægi þegar fólk hættir að sýna hvað öðru hlýju og væntumþykju." Að sögn Dhyani er tilgangurinn með komu hennar til landsins að hjálpa litla fólkinu að koma á jafnvægi í orkuflæði jarðar með því að kenna fólki jákvæða hugleiðslu. „Ég hef ekki hugmynd um hversu margir mæta á námskeiðið en vona að það verði sem flestir. Því fleiri sem mæta og taka þátt í hugleiðslúnni því betra.“ Orkulínurnar rofnar Dhyani segist vera skyggn og sjá litla fólkið víða. „Það þarf enginn að ef- ast um tilveru þess en það heldur sig mest þar sem lítið er um vélar og ekki Gjöf lífsins og stóri leyndardómur Að sögn Cherokee-indíánans Dhyani Ywahoo eru.aiiir tengdir frumkröftum jarðarinnar og meö því aö finna friö í hjart- anu og fyrirgefa sjálfum okkur og öörum mistök í lífmu getum viö stuölað aö betra mannlífi. búið að rjúfa orkulínur jarðarinnar. Með því að grafa djúp i jörðina er skor- ið á línumar og orkuflæðið rofið. Jörð- inni blæðir þá alveg eins og þegar fólk sker sig og því blæðir." Að sögn Dhyani fmnur litla fólkið til þegar linumar rofna og á það til að hefna sín illilega þegar gert er á þess hlut (alveg eins og huldufólkið í ís- lenskri þjóðtrú). Dhyani segir að í sínum huga sé Is- land mjög sérstakt. „Hitinn í jörðinni er góður leiðari þannig að bænir okkur ná djúpt. Það er einnig athyglisvert hversu margir íslendingar eru skyggnir og trúin á huldufólk er almenn. Að mínu mati þýðar það að fólk á íslandi er að gera eitthvað rétt og býr yfir andlegri ábyrgð og viljanum til að breyta rétt.“ Námskeið Dhyani Ywahoo verður haldið 1. og 2. febrúar í Lífssýnarsaln- um, Bolholti 4 í Reykjavík. Allar nán- ari upplýsingar em veittar í símum 487-8527 og 8684500. -Kip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.