Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Qupperneq 12
12 Útlönd FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 DV Wolfgang Clement. Lækkuð hag- vaxtarspá Wolfgang Clement, efnahags- málaráðherra Þýskalands, tilkynnti i gær um 0,5% lækkun hagvaxtar- spár fyrir Þýskaland á yfirstand- andi ári. Verður hagvöxtur sam- kvæmt þvi um 1% á árinu. Lækk- unina má einkum rekja til nei- kvæðra áhrifa aukinnar skatt- heimtu á efnahagslif landsins, auk þess sem órói vegna íraksdeilunnar er farinn að setja mark sitt á neysluhneigð og fjárfestingu. Ríkis- stjórn Þýskalands hefur endurskoð- að hagvaxtaráætlunina tvisvar sinnum á undanfomum þremur mánuðum og er það til marks um þann mikla vanda sem steðjar að efnahagslifi í Evrópu. Hagvöxtur í Þýskalandi á síðasta ári var sá minnsti í næstum áratug og at- vinnuleysi náði 40 ára hámarki. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- ______um sem hér segir:_____ Melgerði 11, þingl. eig. Hjálmfríður Lilja Nikulásdóttir og Ari Harðarson, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður, Lánasjóður íslenskra námsmanna, Ríkisútvarpið, Sparisjóður Kópavogs og Sparisjóður Rvíkur og nágr., útib, þriðjudaginn 4. febrúar 2003 kl. 15.45. Vesturvör 27, 0106, þingl. eig. Sig- mundur H. Valdimarsson, gerðarbeið- endur Sparisjóður Hafnarfjarðar og Vátryggingafélag íslands hf., þriðju- daginn 4. febrúar 2003 kl. 15.15. Vesturvör 27, 0201, þingl. eig. Brynjólfur Erlingsson, gerðarbeiðandi Sparisjóður vélstjóra, þriðjudaginn 4. febrúar 2003 kl. 15.00. SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- _______um sem hér segir:_______ Hamraberg 30,0101, Reykjavík, þingl. eig. Karl Magnús Gunnarsson, gerðar- beiðandi Lögsókn ehf., þriðjudaginn 4. febrúar 2003 kl. 15.30. Hringbraut 46, 0101, 4ra herb. íbúð á 1. hæð, Reykjavík, þingl. eig. Herdís L. Storgaard, gerðarbeiðandi Tollstjóra- embættið, þriðjudaginn 4. febrúar 2003 kl. 10.00. Kambasel 28, 0203, Reykjavík, þingl. eig. Guðbjörg íris Pálmadóttir, gerðar- beiðandi Tollstjóraembættið, þriðju- daginn 4. febrúar 2003 kl. 13.30. Sólvallagata 52, 0101,3ja herb. íbúð á 1. hæð, Reykjavík, þingl. eig. Sigrún Kjartansdóttir, gerðarbeiðandi Toll- stjóraembættið, þriðjudaginn 4. febr- úar 2003 kl. 10.30.____________ Teigasel 11, 0203, Reykjavík, þingl. eig. Jón Árni Einarsson og Auður Frið- riksdóttir, gerðarbeiðendur íbúða- lánasjóður, Sjóvá-Almennar trygging- ar hf. og Tollstjóraembættið, þriðju- daginn 4. febrúar 2003 kl. 14.00. SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK Uppboð til slita á sameign Framhald uppboðs til slita á sam- eign á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Dalsel 16, Reykjavík, þingl. eig. Guð- ný Aðalbjörg Kristjánsdóttir og Þor- grímur Guðmundsson, gerðarbeiðandi Þorgrímur Guðmundsson, þriðjudag- inn 4. febrúar 2003 kl. 15.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Bush og Blair hitt- ast í Camp David - írakar bjóða Hans Blix aftur til viðræðna í Bagdad George W. Bush Bandaríkjaforseti mun í dag hitta sinn helsta banda- mann, Tony Blair forsætisráðherra Bretlands, í forsetabústaðnum í Camp David í Maryland-ríki. Þar munu þeir vitanlega ræða íraksdeil- una sem hefur klofið leiðtoga Evr- ópuríkjanna í afstöðu sinni til máls- ins. írakar sögðu í gær að þeir tækju hótanir Bush um innrás alvarlega og þeir eru reiðubúnir að taka á móti hverjum sem er með miklu valdi. Á sama tíma buðu þeir Hans Blix, for- manni vopnaeftirlitsnefndar SÞ, að koma til Bagdad áður en hann skil- aði næstu skýrslu til Öryggisráðs SÞ, í miöum febrúar næstkomandi. Blix sagði i gær að ekkert bæri á frekari samvinnufýsi íraka við vopnaeftirlitsmennina í landinu eins og þeir hefðu lofað eftir að Blix flutti harðorða skýrslu til Öryggis- ráðs SÞ fyrr í vikunni. Bush hitti í gær forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, og Blair fór REUTERS Forsætisráöherrar Jose Aznar og Tony Blair hittust á Spáni í gær til aö ræöa um írak. til Spánar til að hitta Jose Maria Azn- ar að máli þar. Bæði Berlusconi og Aznar voru meðal 8 Evrópuleiðtoga sem skrifuðu undir opinbert bréf sem studdi afstöðu Bandaríkjamanna í íraksdeilunni. Bush sagði á fund sín- um við Berlusconi að hann vonaðist til að þrýstingur „hins frjálsa heims“ yrði til þess að Saddam gæfi sjálfvilj- ugur frá sér völd en bætti því við að hann hefði einungis nokkurra vikna, ekki mánaða, frest til að leysa málið með friðsamlegum hætti. Þrátt fyrir klofning Evrópuleiðtoga um málið virðist sem svo að almenn- ingur sé þeirrar skoðunar að einhliða hemaðaraðgerðir séu óréttlætanlegar. Þannig eru 84% Breta mótfallin slík- um aðgerðum. Ef öryggisráð SÞ fellst hins vegar á að sannanir Bandaríkj- anna, sem Colin Powell mun kynna á fundi með ráðinu í næstu viku, séu góðar og gildar, yrði það án efa mikill ávinningur fyrir innrásarsinna enda klárt brot á ályktun 1441 um írak. REUTERS Þyrstur kóalabjörn Eftir um 11 mánaöa þurrk í Ástralíu eru kóalabirnir farnir aö yfirgefa ósjálfbjarga börn sín til aö halda til manna- byggöa í leit aö vatni. Þessi litli björn fékk nóg aö drekka hjá mannfólkinu og hann kvartaöi sjálfsagt ekki heldur und- an þeirri léttu sturtu sem hann fékk til aö halda sér svölum í þeim mikla hita sem er í landinu um þessar mundir. Skelfilegt umhverfisástand í stríðshrjáðu Afganistan Samkvæmt skýrslu Umhverfis- stofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur stanslaus tveggja áratuga ófriður í Afganistan skaðað umhverfið svo illa að nauðsynlegri endurreisn þess er stofnað í hættu. Vinnuhópur stofnunarinnar, sem starfaði með fulltrúum afganskra um- hverfisyfirvalda að rannsókn málsins, komst til dæmis að því að meira en helmingur af vatnsbirgðum höfuð- borgarinnar Kabúl fer til spillis og að helmingi alls skóglendis í þremur hér- uðum hefur verið gjörsamlega eytt á síöustu 25 árum. Vinnuhópurinn, sem vann að rann- sókninni og skipaður var um tuttugu sérfræðingum og aðstoðarmönnum þeirra, skoðaði fjölda svæða í ná- grenni fjögurra borga auk afskekktari byggða og komst að þeirri niðurstöðu að langvarandi ófriður hefði leitt til algjörs stjórnleysis varðandi um- Eymdln blaslr alls staðar við. gengni við umhverfið, eytt öllu innra skipulagi, lagt svo aö segja alla land- búnaöarframleiðslu í rúst og neytt fólkið til þess að flytja búferlum til borganna þar sem ástandið var þegar orðið skelfilegt. Þá segir í skýrslunni að þriggja til fjögurra ára þurrkar hafi haft varan- legar afleiðngar þar sem vatnsborð og grunnvatnsstaða hafi lækkað veru- lega, votlendi þurrkast upp, skógar eyðst og annar gróður skrælnað auk þess sem stór skörð hafi verið höggv- in í villta dýrastofna. Ofan á alla eymdina hafi svo hundr- uð þúsunda afganskra flóttamanna snúið heim aftur frá útlöndum og hafi fjöldi þeirra á síðasta ári farið i um tvær milljónir og von sé á einni og hálfri milljón til viðbótar á þessu ári, fjöldi sem stórskaðað umhverfið þoli engan veginn. Doktor Klaus Töpfer, framkvæmda- stjóri Umhverfisstofnunar SÞ, segir að skýrslan sanni að uppbygging um- hverfisþáttanna verði að vera for- gangsverkefhi alþjóðasamfélagsins í enduruppbyggingu Afganistans ef ekki eigi illa að fara, öðruvísi verði ekki hægt aö tryggja fólkinu nauðsyn- leg lífsskilyrði í landinu. Stuttar fréttir Norður-Kórea ævareið Utanríkisráðu- neyti N-Kóreu sendi frá sér yfir- lýsingu sem sendi- herra landsins í Peking las á blaða- mannafundi þar sem ummæli Bush um kjarnorkudeilu N-Kóreu voru fordæmd. Ræðan var sögð vera „ótvíræð yfirlýsing um árásarhneigð landsins". Umgangur í kjarnorkuveri Bandarískar gervihnattamyndir hafa myndað það sem virðist vera umgang um kjarnorkuver í N- Kóreu. Svo virðist sem vörubilar séu að flytja tóm keyri fyrir kjamakleyft efni inn í verið. Komu í veg fyrir árás Lögreglan í Ástralíu segir að hand- tökur í kjölfar sprengjuárásarinnar á Balí í október sl. hafi komiö í veg fyrir aðra meiri háttar árás sem ís- lamska Jemaah-hreyfmgin hafði þeg- ar skipulagt í lok síðasta árs. Vinaþjóðir vinna að lausn Fulltrúar hóps 6 landa sem kalla sig vinaþjóðir Venesúela, þar sem verkfall hefur staðiö yfir á 7. tug daga, komu til Caracas í gær til að miðla málum og kynna sáttatillögu sem gerir ráð fyrir nýjum forseta- kosningum. Sprenging í Afganistan Öflug sprenging hefur orðið minnst 16 manns að bana í Kanda- har í suðurhluta Afganistan. Brú eyðOagðist í sprengingunni og fór- ust þeir sem voru um borö í rútu sem var á brúnni. Al-Qaeda-samtök- unum er kennt um verknaðinn. Sjálfsmynd af Rembrandt Komift.íram lega af einum nemenda hans, og málað yfir andlit hans til að líkjast andliti rússnesks aðalsmanns. Ekki þótti óalgengt að myndir væru end- urnýttar ef þær seldust ekki. Kambódía biðst afsökunar Kambódísk stjónvöld hafa beðið Taílendinga afsökunar vegna óeirð- anna sem brutust út í vikunni. Yf- irvöld kenna „öfgasinnum" um skemmdimar sem voru unnar á taílenska sendiráðinu í Phnom Penh. Reid í lífstíðarfangelsi Richard Reid, betur þekktur sem skósprengjumaðurinn, var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að reyna að sprengja farþegaþotu í loft upp yfir Atlantshafinu. Kjarnorkuvopn Al-Qaeda Breska ríkisstjórnin birti í gær sannanir þess efnis að hryðju- verkasamtökin al-Qaeda hefðu reynt seint á síðasta áratug að búa til kjarnorkusprengju. Ár geitarinnar í Kina Á morgun gengur í garð ár geitar- innar í Kína. Það þykir ekki gott að eignast böm á þessu ári, þar sem slæm lukka mun fylgja þeim böm- um. Óvenju margar fæðingar hafa átt sér stað í landinu undanfama daga, en böm fædd á ári hestsins, sem nú er að ljúka, munu eiga velgengni að fagna í sinni framtíð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.