Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Síða 13
13 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003____________________________________________________________________________________________ I>V Útlönd ísraelsmenn hófu aftur aðgerðir í gær eftir þingkosningar: Réðust inn í Hebron og fyrirskipuðu útgöngubann AP Rolf Eriksen Stjórnarformaöur H&M tilkynnir árs- uppgjör fyrirtækisins. Methagnaður hjá Hennes & Mauritz Hagnaður Hennes & Mauritz, einnar stærstu fataverslanakeðju í Evrópu, var 3,4 milljarðar sænskra króna fyrir skatta á þriggja mán- aða tímabili til 30. nóvember 2002. Árshagnaður reyndist 8,6 milljarð- ar sænskar fyrir skatta og jókst hann um 50% frá árinu á undan. Sölutekjur jukust umtalsvert, eöa um 15%, en um 14% sé miðað við fast gengi. Vörulinur fyrirtækisins hafa ver- ið afar vel heppnaðar síðustu miss- erin og skýrir það, ásamt hagræð- ingu í innkaupum og dreifingu, aukinn hagnað. Þá hefur fram- leiðsla fyrirtækisins verið löguð í auknum mæli að árstíðasveiflum sem minnkað hefur hlutfall vam- ings sem seldur er á útsölum. Fyr- irtækið hefur vaxið mikið á síð- ustu árum og eru H&M-verslanir nú víðs vegar um heiminn. Á þessu ári áætlar fyrirtækið að opna um 110 nýjar verslanir, m.a. í Pól- landi, Tékklandi og Portúgal, þar sem það hefur ekki verið með verslanir áður. Þá munu fimm nýj- ar verslanir verða opnaðar í Toronto i Kanada á næsta ári. Hvattur til að nota smokkinn Tveggja mánaða gamall norskur drengur, Even Andreas, fékk á dög- unum bréf frá sjúkrahúsi í Finn- mörku þar sem hann er hvattur til þess að nota smokkinn við kynmök. í bréfmu kom einnig fram að hann hefði ekki reynst sýktur af klamidíu, eins og óttast var, og hefðu sýnin sem tekin voru úr honum í fýrri viku sem betur fer reynst neikvæð. Foreldrum Evens brá auðvitað í brún við að lesa bréfið en þau hjónin höfðu einmitt farið með drenginn á umrætt sjúkrahús í fyrri viku vegna sýkingar í augum. Þegar að var gáð kom í ljós að ungur piltur hafði kom- ið á sjúkrahúsið sama dag og kvartað yflr óþægindum á ákveðnum stað og höfðu niðurstööur þeirrar rannsókn- ar óvart lent á sjúkraskýrslu Evens. Að sögn foður Evens sýna kannan- ir að ungt fólk í Finnmörku byrjar kynlífið mun fyrr en annars staðar i Noregi en að byrja tveggja mánaða sé nokkuð snemmt. „Þetta voru aug- ljós mistök," sagði faðirinn. Minnst níu fórust í lestarslysi í Sydney Farþegalest fór út af sporinu á há- annatíma í útjaðri Sydney í Ástral- íu i nótt. Minnst 9 eru látnir og 15 slösuðust alvarlega i mesta lestar- slysi landsins í 26 ár. Þar sem enginn vegur lá að slysa- svæðinu þurftu björgunarmenn aö hlaupa 1,5 km á ógreiðfæru landi til að komast að slysstaðnum. Þegar þangað var komið blasti við ófogur sjón en fómarlömb, bæði lífs og lið- in, lágu víðs vegar um svæðið. 16 voru enn fastir í lestinni og tók það björgunarmenn 3 tíma að losa þann síðasta. Notast þurfti við grjót til að brjóta sér leið inn í tvo vagnanna. Orsök slyssins er enn ókunn en svo virðist sem lestin hafi skyndilega aukið hraðann til muna skömmu fyr- ir slysið. „Það lítur út fyrir að þá hafi hún komið að krappri beygju," sagði einn farþeganna. „Það varð mikill skellur og við fórum á hliðma." Lestarslys í Ástralíu Þaö tók björgunarmenn 3 tíma aö bjarga öllum úr lestarflakinu. ísraelskar hersveitir réðust í gær inn í bæinn Hebron á Vesturbakkan- um og fyrirskipuðu útgöngubann í fyrstu stóraðgerðum sínum eftir þing- kosningarnar á þriðjudaginn. Hermenn gengu hús úr húsi í leit að grunuðum hryðjuverkamönnum og voru að minnsta kosti fimm hand- teknir á meðan jarðýtur hersins eyðilögðu fjölda íbúðabygginga, auk þess sem þær lögðu aðalmarkaðstorg bæjarins í rúst. Að sögn talsmanns ísraelska hers- ins voru þeir handteknu allir liðs- menn Fatah-hreyfmgar Yassers Ara- fats. Auk þess hefðu nokkrir lögreglu- menn verið handteknir en þeim var sleppt strax aftur. Palestínskir unglingar köstuðu grjóti að ísraelsku hermönnunum og var þeim svarað með gúmmíkúlum en engar fréttir höfðu borist af mann- skaða. Ibúar Hebron í herkví. ísraelska ríkisútvarpið sagði í gær- kvöld að frekari aðgerðir í bænum myndu eflaust standa í nokkra daga en þær væru svar við sífelldum hryðjuverkum á svæðinu dagana fyr- ir kosningar og þar á meðal drápin á þremur ísraelskum hermönnum í síð- ustu viku. Alls átján ísraelskir borgarar hafa verið drepnir á Hebron-svæðinu síðan um miðjan nóvember í fyrra, en á svæðinu búa um 120 þúsund manns, þar á meðal um 600 ísraelskir land- nemar. í gærmorgun var einng ráðist inn í sjónvarps- og útvarpsstöðvar bæjar- ins og þeim lokað, auk þess sem helstu samgönguleiðum var lokað og einnig skrifstofum palestínskra stjórnvalda í bænum. í öðrum aðgerðum ísraelska hers- ins á Vesturbakkanum og Gaza-svæð- inu voru að minnsta kosti fimm grun- aðir hryðjuverkamenn skotnir til bana, þar á meðal foringi al-Aqsa- hreyfmgarinnar í bænum Tulkarem, en auk þess særðust átta aðrir í að- gerðum í bænum, þar af tvær ung- lingsstúlkur. í bænum Tamun, nálægt Jenin, særðust tuttugu manns og í Jenín og Nablus voru að minnsta kosti átján Palestinumenn handteknir. Bush með rautt trúösnef Ný tískulína stuttermabola eftir brasiiíska tískuhönnuöinn Vide Bula var kynnt í Sao Paulo i Brasilíu í gær og vakti bolur meö mynd af Bush Bandaríkjaforseta meö rautt trúösnef mesta athygli sýningargesta. Taliö er aö bolurinn veröi mjög vinsæll og vonast framleiðendur til þess aö hann muni slá í gegn í Bandarikjunum. Þingmaðurinn spilaði stríðsleik Norðmaðurinn Trond Helleland, þing- maður norska íhalds- flokksins, var staðinn að verki i fyrradag þar sem hann spilaði stríðs- leik í ferðatölvunni sinni í miðjum umræð- um í þingsal norska Stórþingsins. Það sem Helleland vissi ekki var að sjón- varpsvélum var beint að honum meðan heitar umræður um þátttöku norskra herþotna í loft- árásum í Afganistan fóru fram í þinginu. Að sögn hans sjálfs hafði hann að- eins ætlað að kíkja í dagbókina sína í tölvunni en ekki staðist það að taka eina lotu í stríðsleiknum Metalion, en sá leikur gerist úti f geimnum og gengur út á það að skjóta niður flaugar andstæðingsins með geisla- byssu. Þegar upptökumennimir sáu hvað Helleland aðhafðist stóðust þeir ekki freistinguna og mynduðu hann við iðju sína í heilar sjö mínútur, en upptakan var síðan sýnd i fréttatíma norska sjónvarpsins. Marit Nybakk, þing- maður Verkamanna- flokksins, hneykslaðist á Helleland og sagði það ekki gott til af- spurnar fyrir þingheim aö kjörnir fulltrúar væru að spila tölvu- stríðsleiki þegar svo al- varleg umræða sem stríðsátökin í Afganist- an væra færi fram í þinginu. Á meðan Helleland var niðursokkinn í leikinn var deilt um þátttöku norsku her- þotnanna í aðgerðum í suðurhluta Afganistans á mánudag- inn, en þá skutu þær sprengjuflaug- um að hellamannvirkjum sem stuðn- ingsmenn talibana höfðu komið sér fyrir í og var það í fyrsta skipti sið- an í seinni heimsstyrjöldinni sem Norðmenn taka beinan þátt i hernað- araðgerðum. Helleland varði sjálfan sig og sagð- ist hafa fylgst með flestu því sem fram fór í umræöunum á meðan hann spilaði. „En auðvitað var þetta vandræðalegt og hefði aldrei átt að gerast," sagði hann. Trond Helleland Helleland spilaöi tölvu- stríösleik undir heitum umræöum í þinginu. Faröu úr bænum á góðum bíl frá Avis - Helgarbíllinn þinn Hringdu i Avis simi 5914000 Knarrarvogur i - 104 Reykjavik - www.avis.is AV/S Viö gerum betur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.