Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 x>v Tíska Uortískan Tískuvikan í París þótti takast með ágætum. Þar kynntu allir helstu tískukóngar heims það helsta í vor- og sumartískunni fyrir konur. Belgíski tiskuhönn- uðurinn Libertin Louison vakti töluverða athygli og sömu sögu er að segja af Fred Sathal. Einnig voru tískusýningar í Brasilíu og Róm á Ítalíu. Tomaso Steffanelli er skrefi á undan koll- egunum í París en hann sýndi haust- og vetrartískuna i kven- fatnaði. Karlpeningurinn var ekki und- anskilinn dýrðinni í París en þar var haust- og vetrarlínan fyrir þetta ár kynnt. Sýning Jean Paul Gaultiers var meðal þeirra sem vöktu mikla athygli - enda langt um liðið síðan tískuhönnuðurinn hefur lagt karlalínu fyrir áhorf- endur. Thierry Mugler kynnti vetrar- línuna en óstaðfestar heimildir herma að tískuhúsi hans verði lokað síðar á þessu ári. ( ( Flegiö fyrir sumarið Belgíski hönnuöurinn, Libertin Louison, vakti töluveröa athygli á tískuvikunni í París. Sumarkjólar Louison eru í meira iagi flegnir og geta konur gleymt því aö kiæöast brjóstahöldum undir þessum flíkum. Fyrírsæturnar voru frjáislegar í fasi þegar þær sýndu vor- og sumarlínu Louisons. Fyrirsætan til hægri er hins vegar kappklædd. Glæsilegur strandfatnaður Franski hönnuöurinn Fred Sathal sló á nýja strengi meö sumarlínu sinni sem kynnt var í París á dögunum. Kjóllinn hér til htiöar er dæmigeröur fyrír sumarlínuna og þótti hreinasta listaverk. Léttlelkinn allsráðandi Gagnsætt og þunnt er eitt af aöalsmerkjum ítalska hönnuöarins Tomaso Stefanelli. Flönnuöurinn sýndi hátískuna í Róm á dögunum. Kjólarnir hér aö ofan eru dæmigeröir fyrir sumarlínu hönnuöarins; flegnir, þunnir og léttir. Svart haust Haustiína brasilíska hönnuöarins Lorenzo Merlino er frekar drungaleg. Svarti liturinn er ráðandi eins og sést hér til hliöar. Leöur og silfur leika einnig stórt hlutverk - pilsiö sett saman úr ieöuróium. Fyrirsætan hér aö neöan er einnig íklædd fatnaöi Meríinos en þar er svart silkiö í aöalhlutverki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.