Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 Menning_________________________________________________________________________________________________________________________Ð'W Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir silja@dv.is Glerið verður að eðalsteinum "Tjarnarlandslagiö" kallast á viö hvíta Tjörnina fyrir utan gluggann. DV-MYNDIR E.ÓL. veðrun. Ég náði í vikurinn í þetta verk núna við Heklurætur en strax og komið er upp í Þjórsárdal er Heklu- vikurinn orðinn miklu rúnnaðri." Ragna hefur unnið fleiri verk en hún getur í fljótu bragði rifjað upp úr náttúruefnum, því áður en hún fór að vinna með vikur og gler bjó hún til verk úr grágrýtissteinum sem hún lét skera fyrir sig í vissa stærð. íslenskt grjót hefur lengi höfðað til hennar. “Það hefur allt í sér,“ segir hún. „Sagan og tilfinningin fyrir landinu er í sjálfu efninu, ekki sist þegar ég er að vinna með efni úr Heklu. Það er allt innbyggt og ég þarf ekkert að út- skýra.“ Grágrýtisverkin halda áfram að vera til i upprunalegri mynd, en það sérkennilega við vikurverkin er að fá þeirra lifa á sköpunarstaðnum. Hún býr þau til inn í rými á söfnum og í sýningarsölum og þegar sýningu lýk- ur eru þau skafm burt. Finnst henni það ekki óbærilegt - eftir alla þessa vinnu? “Nei, það finnst mér ekki,“ segir hún sannfærandi. „Auðvitað væri gaman að leyfa þeim að standa en þau þurfa mikið pláss. Ég læt alltaf taka góðar myndir af þeim.“ Sem betur fer hefur hún selt mörg- um einkaaðilum verk af þessu tagi, bæði fyrir heimili hér heima og er- Sagan er í efninu - segir Ragna Róbertsdóttir sem skapar voldug myndverk úr gjósku og glersalla Ragna Róbertsdóttir hefur einu sinni séð Heklu gjósa; þaö var áriö 1970 og sú sýn hafði mikil áhrif á hana. Þó tengir hún þá upplifun ekki beint viö listsköp- un sína undanfarin ár, en hún er nú þekkt víöa í Evrópu og Bandaríkjunum fyrir voldug og sterk veggverk sín úr vikri eða gjósku. Þennan vikur sækir hún meðal annars að Heklurótum. Fer með staf og mal, jafnvel tjald og svefnpoka, og situr lengi við gjóskupollana og velur sér efni í listaverk sín. „Ég þarf ekki mikið - og ekki sér högg á vatni þegar ég fer burtu aftur,“ segir hún, „en ég passa líka að taka ekki meira en ég nota. Ég sía vandlega frá komin sem eru annaðhvort of lítil eða of stór því það eru bara kom af mjög ákveðinni stærð sem ég nota. Svo sprauta ég á þau vatni til að ná úr þeim rykinu." ís og eldur Þegar blaðamann og ljósmyndara ber að Listasafni íslands um miðja þessa viku er Ragna í óða önn að skapa stór og mikil myndverk á lausa veggi í efsta sal Listasafnsins fyrir sýningu sem verður opnuð á morgun. Hún rikir ein í þessum fallega sal sem snýr út að isi lagðri Tjöminni, og hvít tjörnin endur- speglast í „Tjamarlandslaginu" á þeirri hlið lausa veggjarins sem snýr að glugg- anum. Sá hluti innsetningarinnar er úr glitrandi gleri með daufum blágrænum ísbjarma, en hinum megin á veggnum blasir við „Hraunlandslag" úr svörtum vikri. ís og eldur, náttúra íslands í hnotskurn. Sýning Rögnu er einn hluti af þrem- ur á sýningunni. Þeir sem fá að sýna með henni eru Bandaríkjamaðurinn Mike Bidlo, sem víðfrægur er fyrir að endurmála frægustu verk 20. aldar, og Frakkinn Claude Rutault sem hefur verk sin einlit og i sama lit og veggur- inn sem þau hanga á. Yfirskrift sýning- anna þriggja er „Á mörkum málverks- ins“. I verki Rögnu er veggurinn hluti af verkinu þannig að það verður á mörkum þess að vera „málverk" og skúlptúr - auk þess sem „málningin“ sem hún notar er óhefðbundin. Ragna er hæstánægð með að fá að sýna með góðum erlendum listamönn- um; það er einmitt staða sem hún og eiginmaður hennar, Pétur Arason, vildu stuðla að með því að afhenda Reykjavikurborg ríkulegt safn sitt af er- lendum og innlendum samtímalista- verkum fyrr í þessari viku. Þeim finnst íslenskir myndlistarmenn of sjaldan fá að njóta sín í samanburði við það sem best gerist meðal annarra þjóða. Það lendis og opinbera staði, til dæmis blasir eitt við gestum veitingastaðarins La Primavera við Austurstræti í Reykjavík. En hvað gerist þegar söfn kaupa verk eftir hana, hvemig eru þau geymd? “Kjarvalsstaðir keyptu til dæmis Kötlu eftir sýninguna 2000, þá fengu þeir efnið og vottorð með nákvæmri lýsingu á verkinu þannig að það sé hægt að búa það til aftur. Ég veit nákvæmlega hve mikið af vikri fer í hvert verk og mæli það út, þvi ekki er hægt að nota sama vikurinn, það verður of mikið eftir af lími á honum þegar hann er skafinn af. Auðvitað vil ég helst setja verkin upp sjálf meðan mín nýtur við,“ segir hún og brosir út í annað, „annars verð- ur að fara eftir myndum. Og það er til- tölulega auðvelt með Kötlu, það verk er svo jafnt. Núna er ég farin að „teikna" meira í vikurinn og þá verður verkið auðvitað aldrei alveg eins aftur.“ A5 ná gosinu Ragna hélt stóra og glæsilega sýningu i Danmörku í fyrra og þessa dagana er að ljúka sýningu í Þýskalandi á „Heklu“. Þar þakti Ragna alla veggi á stórum sal með áteiknuðum vikri - verkið umlukti beinlínis gesti sýningar- innar, þeir voru inni i fjallinu - þó bara við venjulegan stofuhita. Á myndunum sést greinilega munstur í vikrinum. Hvaða aðferð notar hún til að ná þess- um áhrifum? “Ég límber vegginn og fleygi síðan vikrinum á hann,“ útskýrir Ragna. „Það gerir maður hratt meðan límið er blautt og útkoman verður auðvitað til- viljunum háð, en siðan laga ég myndina með svipuðum aðferðum og málari beit- ir við striga. Ég horfi á verkið og fer eft- ir tilfinningunni hvar ég beiti sköfunni til að fá gosið í myndina. Þessi eftir- vinnsla hefur aukist hjá mér á undan- fórnum árum þannig að tjáningin er orðin meiri í verkunum mínum. Og af því ég vinn alltaf inn í rými þá verða verkin aldrei eins þótt sömu efnum og aðferðum sé beitt. Þess vegna gæti ég vel haldið áfram á þessari braut til dauðadags!" - Heldurðu að þú gerir það? “Það veit ég ekki,“ segir hún og hlær. „Ég hugsa aldrei lengra en tvo daga fram í timann." Sá sem horfir á veggverk Rögnu fer fljótlega að sjá form og myndir í þeim - sjá vikurinn hrynja eins og foss, sjá hann hvirflast langar leiðir, sjá jafnvel svipi vætta og óvætta. Gestir Listasafns íslands eiga eftir að gleyma sér við þau næstu vikur. Sýningin „Á mörkum málverksins“ stendur til 16. mars. Á sunnudaginn kl. 15 verður „Samtal við listaverk“ þar sem Ragna ræðir um sýninguna sína. má segja að óskir þeirra beggja rætist núna, og það í sömu vikunni. Allt er innbyggt Ragna fékk Menningarverðlaun DV í myndlist árið 2000 fyrir verk sitt „Kötlu" sem hún vann úr efniviði frá Mýrdalssandi. Ætli sé munur á vikri úr Kötlu og Heklu? - Já, geysimikill rnunur," segir Ragna. „Litur- inn er álíka en Hekluvikurinn er oddhvass, Kötluvikurinn rúnnaðri. Ég er ekki mikill jarð- fræðingur, en Kötluvikurinn er auðvitað miklu eldri og sjálfsagt stafar þetta líka af misjafnri Eftirvinnsla á vlkurverklnu Hver vikurmoli er sérvalinn og þveginn áöur en hann fær sinn staö í listaverkinu. Macbeth Eins og ekki hefur dulist óperuunn- endum þessa lánds verður óperan Macbeth eftir Giuseppe Verdi við texta Francesco Maria Piave frumsýnd kl. 19 annað kvöld í íslensku óperunni. Macbeth er eitt viðamesta verkefni sem íslenska óperan hefur ráðist í. Alls starfa um 150 manns að sýningunni og mun meira er lagt í búninga og sviðs- mynd en oft áður. Macbeth er ópera í fjórum þáttum samin eftir sjónleik Williams Shakespe- ares. Hún var frumsýnd í Pergola-leik- húsinu í Flórens 14. mars 1847 en endur- skoðuð útgáfa hennar var frumsýnd í Théátre-Lyrique í París 21. apríl 1865.1 henni eru áherslur nokkuð aðrar en í leikriti Shakespeares, einkum er gert meira úr þætti lafði Macbeth í grimm- úðlegri atburðarás verksins og áhrifum hennar á Macbeth. Auk þess leika norn- irnar mikilvægt hlutverk i gegnum allt verkið. Hljómsveitarstjóri er Petri Sakari sem er íslendingum að góðu kunnur og leikstjóri er Jamie Hayes sem leikstýrði eftirminnilegri uppfærslu á La Bohéme fyrir tveimur árum. Með helstu hlut- verk fara söngvararnir Ólafur Kjartan Sigurðarson (Macbeth), Elín Ósk Ósk- arsdóttir (Lafði Macbeth), Guðjón Ósk- arsson (Banco), Jóhann Friðgeir Valdi- marsson (MacdufE), Hulda Björk Garð- arsdóttir (hirðmær lafði Macbeth) og Snorri Wium (Malcolm). Konsertmeist- ari Hljómsveitar íslensku óperunnar er Sigrún Eðvaldsdóttir og stjómandi Kórs íslensku óperunnar er Garðar Cortes. Myrkir músíkdagar Fyrstu tónleikar Myrkra músíkdaga í ár verða í Listasafni ís- lands á sunnudags- kvöldið kl. 20. Þar leik- ur Kammersveit Reykjavíkur fjögur verk: The Unanswered Question (1906), eins konar harmljóð á þremur ólíkum plönum eftir Charles Ives, Concordanza (1971) eftir Sofiu Gubaidulina, Luce di Transizione (1995) eða „Ljós umbreytinganna" eftir Úlfar Inga Haraldsson og Næturgalann (1988) eftir John Speight. Einleikarar í siðasta verkinu eru Sigurður Bjarki Gunnars- son, selló (Keisarinn) og Daði Kolbeins- son, óbó (Næturgalinn). Næturgalinn er samið eftir sam- nefndu ævintýri H.C. Andersens og um það segir höfundurinn: „Þetta verk var skrifað á 10 mánuðum, frá ágúst 1987 til aprfl 1988, og var upphaflega hugsað sem ballett, en einnig er hægt að líta á það sem konsertverk fyrir óbó, selló og kammerhljómsveit. Á þessu tímabili var ég mjög upptekinn af rannsóknum Olivi- ers Messiaens á fuglasöng og fannst sag- an um Næturgalann gefa mér tækifæri tfl að koma þessum hugrenningum á framfæri. í flóknum tónvefum verksins má heyra fuglasöngslínur vefiast sam- an.“ Dönsk bókmennta- kynning Lise Hvarregaard og Jens Lohfert Jorgensen, sendikennarar í dönsku við Háskóla íslands, munu kynna danskar nýútkomnar bækur og nýja strauma í dönskum bókmenntum í Norræna hús- inu á morgun kl. 16. Einnig les rithöf- undurinn Christina Hesselholdt úr verk- um sínum. Opna galleríið Við minnum á Opna galleríið sem verður á Laugavegi 51 á morgun. Lista- merrn komi með verk sín kl. 13 og kl. 14 verður galleríið opnað gestum. Allir velkomnir!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.