Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Qupperneq 40
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003
vioorogo uusiais
Bjarnasonar sýna von-
brigði íslensku lands-
liðsmannanna eftir
tap gegn Spánverjum.
Þeir dansa stríðsdans
eftir eins marks sigur.
vonorigoi ianas-
manna lýsa sér í því
að hópferð til Lissa-
bon hefur verið aflýst.
LANDSLEIKURINN
DV-SPORT BLS. 32-37
Óásættanlegt farartæki að mati föður þriggja barna í Foldaskóla:
ÓSKODUÐ RÚTA FLUTTINEMENDUR
„Þetta er óásættanlegt," sagöi
Halldór J. Theódórsson, faðir
þriggja barna í Foldaskóla um atvik
þegar óskoðuð rúta var notuð til að
flytja nemendur 7. bekkjar í skólan-
um norður í Hrútafjörð í síðustu
__ viku. Að sögn Halldórs voru hjól-
barðar á afturhásingu sömu rútu
með litla mynsturdýpt og varla
fallnir til aksturs í utanbæjarófærð
eins og veðurspáin var fyrir Norð-
urland á þessum tiltekna tíma.
Hann hafði samband við Fræðslu-
miðstöð Reykjavíkurborgar sem
hefur umsjón með útboði aksturs á
vegum skólanna. Einnig hafði hann
'■Mt samband við stjóm foreldrafélags
Foldaskola, svo og skólastjóra,
vegna málsins. Það er nú til með-
ferðar hjá ofangreindum aðilum.
Halldór sagði, að af fyrri reynslu
hefði hann haft það fyrir sið að hafa
auga með rútum þeim sem hefðu
flutt börn í skólanum, hvort sem um
styttri eða lengri vegalengdir hefði
verið að ræða. Þennan tiltekna
mánudag, þegar nemendur lögðu
upp til flmm daga dvalar að Reykj-
um í Hrútafirði, hefði hann komið
auga á lélega hjólbarða annarrar
rútunnar. Hann skrifaði hjá sér
númer hennar og komst þá að því
að umrædd rúta hafði ekki verið
færð til lögboðinnar skoðunar síðan
10. apríl 2001, eða í næstum tvö ár.
Rútan var skráð fyrir 69 manns, að
sögn Halldórs. Hann gerði Fræðslu-
miðstöðinni þegar viðvart með til-
mælum þess efnis að óskoðaðir bíl-
ar á lélegum hjólbörðum yrðu ekki
sendir eftir börnunum þegar dvöl
þeirra fyrir norðan lyki. Einnig
óskaði hann eftir upplýsingum um
samning fræðsluyfirvalda við fyrir-
tækið og eftirlit með ökutækjum og
ökumönnum þeirra.
Ekki náðist í framkvæmdastjóra
Hópferðamiðstöðvarinnar i morg-
un, en umrædd rúta var á vegum
þess fyrirtækis að sögn Halldórs.
-JSS
Krafa Jóns Geralds:
GAUMUR GREIDI
ALLAN LÖGFRÆÐI-
K0STNAÐ
Jón Gerald Sul-
lenberger og fyrir-
tæki hans, New
Viking Inc., hefur
gert kröfu á hend-
ur Gaumi ehf. og
lögfræðingum
þess fyrir rétti í
Dade-sýslu á Flór-
ida um að fyrir-
tækið greiði ailan
kostnað vegna
máiflutnings í kyrrsetningarmáli
sem vísað var frá réttinum fyrir
skömmu.
Byggir krafan á því að Gaumur
hafi á röngum forsendum krafist
kyrrsetningar á bátnum Thee Viking
þann 20. nóvember 2002. Rétta átti í
málinu 23. desember sl„ en lögmenn
sækjanda, Gaums, óskuðu þá eftir
fresti til að undirbúa málið betur og
var málinu haldið áfram 13. janúar.
Þar mætti Jóhannes Jónsson til að
rökstyðja kyrrsetningarkröfuna sem
byggist m.a. á þvi að Gaumur ætti
tilkall í hlut i bátnum. Sem kunnugt
er vísaði dómari málinu frá vegna
ófuilnægjandi rökstuðnings. Telja
lögmenn Jóns Geralds að Gaumur sé
ekki aðili að málinu og málflutning-
ur Jóhannesar fyrir réttinum flokkist
undir meinsæri og hefur verið höfð-
að mál gegn Jóhannesi Jónssyni
vegna þess. -HKr.
Össur um úrskurð Jóns:
Varnarsigur
„Auðvitað verða einhver umhverf-
isspillandi áhrif
af þessu nýja
veitulóni en það
skiptir höfuðmáli
að þau eru öll aft-
urkræf,“ segir
Össur Skarphéð-
insson, formaður
Samfylkingarinn-
ar, um úrskurð
setts umhverfis-
ráðherra um
Norðlingaölduveitu.
Össur segist sammála náttúru-
vemdarsinnum um að niðurstaðan
sé varnarsigur. Mikilvægt sé að
Ramsar-samningurinn sé virtur og
eins að ekkert verði farið inn á
friðlandið í Þjórsárveram.
„En hvers konar vinnubrögð iðkar
Landsvirkjun?" spyr Össur. „Hvernig
stendur á að hún heldur því fram að
ekki sé hægt að fá nægilega mikla
orku út úr svæðinu án þess að
skemma það, en svo kemur í ljós að
85% orkunnar er hægt að fá fyrir
kostnað sem er minni en sem nemur
einum Barnaspítala." -ÓTG
■ SJÁ FRÉTT Á BLS. 2
EINN EINN TVEIR
NEYÐARLÍNAN
^ LÖGREGLA SLÓKKVILIÐ SJÚKRALIÐ j
Össur
Skarphéðinsson.