Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Page 23
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003
DV
_______23 t
Tilvera
í f iö
I ! !í V I N N II
•Leikhús
Tattú hiá Nemendaleikhúsinu
Nemendaleikhúsiö frumsýnir leikritiö Tattú
ettir Sigurö Pálsson. Þetta er annað verkefni
leikhópsins I vetur en í haust sýndu þau leik-
ritiö Skýfall eftir Sergi Belbel. Tattú er nýtt leik-
rit sem Sigurður Pálsson samdi sérstaklega
fýrir leikhópinn. í verkinu skarast fortíö, nútíð
og framtíö í gömlu bakhúsi viö Hlemm. Þar
sem áöur var Café Henríetta er nú starfrækt
tattústofa. En þótt nýir tímar og nýtt fólk hafi
tekið við, virðist sem fýrri íbúar hússins hafi
ekki farið langt, jafnvel þótt sumir þeirra seu
löngu komnir undir græna torfu. Leikstjóri
verksins er Rúnar Guðbrandsson.
Aðgangseyrir er 1000 kall. Miðapantanir í
síma 5521971,
• T ónleikar
BÖrkuml og Sta herdeildin á
Grand Rokk
Hljómsveitirnar Örkuml og 5ta herdeildln leika
á tónleikum á Grand Rokk í kvöld. Tónleikarn-
ir heflast á miðnætti.
•Fundir og
fyrirlestrar
Tétlunarrannsóknir
Milli kl. 12 og 13 flytur Hanna Björg Sigurjóns-
dóttlr erindið Sjðnarhorn og reynsla stuön-
ingsaöila seinfærra/þroskaheftra foreldra..
Fyrirlesturinn er í stofu 101 í Odda, Háskóla
íslands og er öllum opinn. Fyririesturinn fjallar
um reynslu og sjónarhorn starfsfólks/fagfólks
sem veitir seinfærum/þroskaheftum foreldr-
um og börnum þeirra stuðning og þjónustu.
Seinfærir foreldrar eru nýr hópur notenda fé-
lagslegrar þjónustu og það starfsfólk sem
vinnur í félags-, heilbrigðis- og fötlunarþjón-
ustu eru brautryðjendur á þessu sviði. Erindið
byggist á doktorsrannsókn sem hófst haustið
1999 og er áætlað að Ijúki síðsumars 2004.
Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt. Annars
vegar að kortleggja þann fjölskyldustuðning
sem í boði er, hversu vel þjónustan mætir
þörfum fólks, skilgreina hvers konar stuðning-
ur nýtist best og hvaöa þættir þurfa að vera til
staðar til að stuðningur sé árangursríkur. Hitt
markmiöið er að skilgreina hvað það er f fari,
menntun, reynslu og viðhorfum fagfólks sem
hafa áhrif á gæði stuðningsins. Notaðar eru
eigindlegar rannsóknaraðferðir og gagna er
aflað með viðtölum, þátttökuathugunum og
rýnihópaviðtölum. Fyrirlesturinn er hluti af fýrir-
lestrarröð um fötlunarrannsóknir sem uppeld-
is- og menntunarfræðiskor við Félagsvísinda-
deild Háskóla Islands gengst fýrir I vetur f
samstarfi við Lanndssamtökin Þroskahjálp og
Öryrkjabandalag íslands
BSamkvnhneigdir á vinnumarkaði
Samtökin 78 og Mannréttindaskrifstofa ís-
lands bjóöa til málþings um atvinnumál í Nor-
ræna húsinu kl. 15-17 og nefnist það Sam-
kynhneigðir á vinnumarkaöi. Frummælendur
eru Rannveig Traustadóttir, dósent við Há-
skóla íslands; Atli Gislason hæstaréttarlög-
maður; Páll Hreinsson, prófessor við Háskóia
íslands og formaður stjórnar Persónuverndar;
Bergþóra Ingólfsdðttir, fulltrúi á lögmanns-
stofu; Árelía E. Guðmundsdóttir, lektor við Há-
skólann I Reykjavik, og Halldór Guðmundsson
útgefandi. Fundarstjóri er Ragnar Aðalsteins-
son hæstaréttarlögmaður. í stuttum framsögu-
erindum er fjallað um íslenska löggjöf eins og
hún snýr aö samkynhneigðum á vinnumark-
aöi. Rætt er um persónuvernd, einkalíf og sið-
ferði f starfsmannaráðningum og starfs-
mannahaldi og tekin nýleg fslensk dæmi af
slíku hvað samkynhneigða varðar. Nauðsyn
fjölbreytileika og jafnréttisákvæða í starfs-
mannastefnu sem tekur af öll tvfmæli f af-
stöðu til samkynhneigðra og annarra minni-
hlutahópa og tekin dæmi af viðhorfsbreyting-
um á vinnustað. Einnig er greint frá erlendum
rannsóknum á reynslu samkynhneigðra af
kúgun á vinnustað. Að framsöguerindunum
loknum verða almennar umræður og fyrir-
spurnum svarað. Málþingið er öllum opið meö-
an húsrúm leyfir.
Krossgáta
Lárétt: 1 skilningarvit,
4 kringla, 7 mastur,
8 vegur, 10 hryðjan,
12 sár, 13 snjór, 14 gauð,
15 svip, 16 eirðarlaus,
18 glápa, 21 skrokkur,
22 kona, 23 tröll.
Lóðrétt: 1 ánægð,
2 reyki, 3 eyöilegging,
4 óframfærinn, 5 kostur,
6 land, 9 fuglar,
11 byrstan, 16 mynnis,
17 hjjóðfæri, 19 gruni,
20 gremja.
Lausn neðst á síðunni.
Hvttur á leik!
Mikil spenna er hlaupin í Skák-
þing Reykjavíkur nú þegar aðeins
tvær umferðir eru eftir. A.m.k. sjö
skákmenn eiga möguleika á sigri og
loftið er lævi blandið á skákstað. Stef-
án Kristjánsson og Sigurbjöm J.
Bjömsson eru efstir með sjö vinninga
að loknum níu umferðum á Skák-
þingi Reykjavíkur. 1 3-7. sæti með 6Q
Umsjón: Sævar Bjarnason
vinning eru Jón Viktor Gunnarsson,
Magnús Örn, Bragi Þorfínnsson,
Bergsteinn Einarsson og Sævar
Bjamason. Bergsteinn Einarsson er
einn þeirra sem eru að heíja tafl-
mennsku aftur eftir nokkurra ára
hlé. Hann virðist litlu hafa gleymt
enda enn ungur að árum þrátt fyrir
fjarveruna sem að mestu fór i há-
skólanám.
Hvítt: Bergsteinn Einarsson
Svart: Haraldur Baldursson
Skákþing Reykjavikur 2003
(7), 24. 1. 2003
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. Rf3
Be7 5. Bg5 Rbd7 6.e3 c6 7. Bd3 0-0
8. 0-0 dxc4 9. Bxc4 b5 10. Bd3 Bb7
11. Hcl a6 12. Bxf6 Rxf6 13. Re4
Rd7 14. Dc2 f5 15. Rc5 Rxc5 16.
dxc5 Bf6 17. e4 g6 18. Db3 Kh8 19.
Hcdl De7 20. e5 Bg7 21. Bbl Had8
22. Hd6 Hfe8 23. Hfdl g5 24. De3
h6 (Stöðumyndin) 25. Rd4 Hxd6 26.
cxd6 Df7 27. Rb3 Hd8 28. Db6 Hg8
29. d7 1-0.
IIUB 06 'po 61 ‘oqo iT ‘sso 91
‘irenr 11 ‘Jttua 6 ‘0?I 9 ‘IBA 9 ‘jn3æjpajq \ Jojqjngiu g ‘iso z ‘I®s 1 :j)ajQOl
isu ez ‘lous zz ‘Jnioq iz ‘buo3 8i ‘jojjo 91
‘æjq 8i ‘bjoj n ‘jæus gi ‘pun zi ‘011? 01 ‘Oiai 8 ‘ei§?s í ‘jeAq ý ‘uofs 1 :moj?i
DV-MYND: JÚLÍA IMSLAND
Sólarupprás í Lóni.
Dagfari
Jörðin hún hlakk-
aði af hófadyn
Hestakvæðin rifjuðust upp
um helgina sem leið. Ljóðlínur
eins og ...“Sá drekkur hvern
gleðinnar dropa í grunn sem
dansar á fáksspori yfir grund“
og „... knapinn á hestbaki er
kóngur um stund, kórónulaus
á hann ríki og álfur“. Ég fór
nefnilega í útreiðartúr með
nokkrum starfsfélögum og
fleirum. (Tek samt setning-
unni „Maðurinn einn er ei
nema hálfur, með öðrum er
hann meiri en hann sjálfur“...
svo að átt sé við mig og hest-
inn en ekki mig og þá - þótt
það gæti svo sem líka passað.)
Myndasögur
Við fórum á vegum íshesta í
Hafnarfirði og fengum fínt
veður. Lögðum af stað undir
kvöld en ekki „í morgunljóm-
ann“ en allt logaði þó af dýrð,
svo vitt sem varð séð. Ég fékk
hryssu til reiðar sem gegndi
nafninu Freyja. Okkur samdi
ágætlega þótt ekki geti ég sagt
að höfuðið hafi lyfst „og hin
lifandi vél logað af fjöri undir
söðulsins þófum“.
Reiðstígarnir í nágrenni ís-
hestahallarinnar liggja um
hraun og kjarr, yndislegt
svæði og ósnortið, þrátt fyrir
náiægð álversins. Fyrst var
farið fetið en fljótlega á skjögt
og hraðinn aukinn lítillega
eftir því sem knapar og klárar
kynntust. Þó aldrei svo að
fylkingin væði „fram í þykk-
um moldarmekki, mylsnu
hrauns og dökku sandaróti".
Fátt bar til tíðinda nema hvað
tvær konur týndust. Þær skil-
uðu sér þó sem betur fór og
hefur ratvísi hestanna eflaust
átt sinn þátt í því. Sannaðist
þar að „klárnum á þjóðin að
launa sitt líf á leikvelli ís-
lenskra þrauta“!
Gunnarsdóttir
Slæmu fréttirnar
eru að breytingar
kosta aukalega.
Góðu fréttirnar eru að
þetta bjarnarskinn er á
útsölu.
Þesei sæapi mun aldrei
burfa að hafa áhyggjur af
hundaæði! f---
Jæja, þá er Arnaldur kominn til
Jýralæknis til að láta sprauta
sæapana...
Né nokkuð
annað!
tónlist!
Við verðum rennandi,
hérna er
£ ekkert skjól.
‘35
Jess! Þetta er
6kemmtilegi kaflinn
þar 6em mamma ýtir
mér alltaf hratt...
... akkúrat framhjá
iðnaðarsvasðinul
K: