Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Síða 21
20 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsíngar, smáauglýsingar, blaðaafgreiósla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, siml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Krafa um lœgra vöruverð Verö á matarkörfu DV hefur lækkað um 9% að meðaltali frá því á sama tíma í fyrra. Þetta er viðsnúningur frá því i jan- úar 2002, þegar matarkarfan hækkaði um 17,5% á tæpu ári, eða frá febrúar 2001. Verð matarkörfunnar nú er hins vegar 7% hærra en var í febr- úarkönnuninni 2001. Þess skal getið að ekkert kjöt er í matar- körfu DV en verð á kjöti hefur lækkað mikið síðustu mánuði. Neytendum er það fagnaðarefni þegar vöruverð lækkar en miðað við aðstæður nú hlýtur sú spurning að vakna hvort það ætti ekki að hafa lækkað meira. Verðbólga er mjög lág; mælist 1,4% á ársgrundvelli nú í janúar. Þá hefur gengi Bandaríkjadoll- ars lækkað um tæp 30% frá því það var hæst í nóvember 2001. Hin mikla lækkun á gengi dollarans hefur gefið tilefni til að lækka verö á vörum sem keyptar eru inn í dollurum. Þar má nefna fjölmargar matvörur, t.d. morgunkorn, ýmsar heimilis- vörur, t.d. bleiur, bíómyndir og vélar af ýmsu tagi. Um 11% af heildarinnflutningi vara eru frá Bandaríkjunum og dollarinn aðalgjaldmiðill í þeim viðskiptum. í innflutningi frá Evrópu eru það hins vegar evran og danska krónan sem eru áberandi. Dollarinn kemur hins vegar mikið við sögu í þjónustuviðskipt- um, einnig við Evrópulönd. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir menn eiga tvímælalaust að spyrja hvort styrk- ing krónunnar gagnvart dollar gefi ekki tilefni til verðlækk- ana á vörum sem keyptar eru fyrir dollara. Misjafnt er hvort verð á vörum, sem fluttar eru inn frá Bandaríkjunum, hefur fylgt gengisþróun undanfarna mánuði. Sumar vörur hafa lækkaö í takt við gengi dollars en verð annarra hefur lítt eða ekki breyst í þá átt. í því sambandi má nefna að bleiur hafa lækkað í verði en verð bíómiða staðið í stað þótt kvikmyndir, sem flestar koma frá Bandaríkjunum, hafi augljóslega lækkað i innkaupsverði. í nóvember 2001, þegar gengi doflars hafði hækkaö um ríflega 20% á einu ári, var bíómiðinn kominn í 800 krónur. Bíómiðinn kostar enn 800 krónur þótt gengi dollars hafi lækkað um 30% á þessu tímabili. Samkeppnin er augljóslega meiri í bleiusölu en á fákeppnismarkaði kvikmyndahúsanna. Vöruverð á að lækka þegar erlendir gjaldmiðlar eru ódýrir. Þegar gengi erlendra gjaldmiðla hækkar er það notað sem skjól og skýring verðhækkana. Hægar gengur að lækka þegar þróun- in er á hinn veginn. Neytendur eiga að njóta lækkunar vöru- verðs vegna hagstæðrar gengisþróunar ekki síður en taka á sig hækkanir þegar hún er óhagstæð. Því er krafa formanns Neyt- endasamtakanna réttmæt um að þeir sem ekki hafa lækkað vöruverð vegna þessa geri það snarlega. Stöðug aðgœsla Frá janúar og fram í miðjan október í fyrra urðu 29 banaslys í umferðinni og horfði illa. Aldrei höföu orðið jafnmörg banaslys þegar ekki var lengra liðið af ári. Eðlflega höfðu menn áhyggjur af þróuninni og vöruðu við. Þau gleðilegu umskipti hafa orðið að síðan 13. október hefur ekki orðið banaslys í umferöinni hér á landi, í meira en þrjá og hálfan mánuð. Það er óvanalegt þótt ekki sé það einsdæmi. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu segir að lykillinn að velgengni í umferðinni sé að fólk sé stöðugt á verði. Hraða þarf að halda niðri, ekki síst á stofnbrautum í þéttbýli og á þjóðveg- um. Langflest banaslys í umferðinni verða á þjóðvegum lands- ins. Miðað við mjög aukinn fjölda ökutækja undanfarna tvo áratugi hefur sá árangur náðst að banaslysum miðaö við fjölda ökutækja í umferð hefur fækkað. Eitt banaslys er einu of mikið. Það er undir vegfarendum sjálfum komið hvemig til tekst. Aðgæsla, akstur miöað við að- stæður, rétt notkun öryggisbúnaðar og löglegur hraði skiptir sköpum. Jónas Haraldsson FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 21 C DV Skoðun Hvaðan kom aftur húnvetnska hassið? Bólstaður í Svartárdal. - „Bólstaður þessi er í Svartár- dal, og þar er komið húsið hvar upptœkar voru gerðar kannabisplöntur, skotvopn og fleira. “ 1 W Kolbeinsson fx Bólstaöarhlíö w Kjallari Einu sinni sagði maður við mig, „þú skalt aldrei yrkja þegar þú ert reiður". Þetta fannst mér skynsamlegt og þar af leiðandi skrifa ég þessa grein í dag en ekki á þriðjudaginn var. Ég get ekki neitaö því aö þá var ég reiðari en ég hef verið í mjög langan tíma, en nú er mér að mestu runnin reiðin og eftir sitja sár, sem þó munu efalaust gróa. Ástæðan er sú aö á blaðsíðu 2 í DV, þriðjudaginn 28. jan- úar sl., er mynd af heimili mínu, Ból- staðarhlíð í Austur-Húnavatassýslu. Undir stendur fyrirsögnin, „Á gamla prestssetrinu var kannabis ræktað á nóttunni". Fyrirsögnin sjáif kórónar reyndar vitleysuna sem einkennir fréttina alla, því hver ræktar plöntur einung- is á nóttunni. Þess utan hefur ekki búið prestur í Bólstaðarhlíð síðan 1825, er séra Bjöm Jónsson lést, og forfeður mínir settust hér að. Nágrönnum blandað í málið Nú gæti einhver haldið að blaða- menn hafi ruglast lítillega á myndum, og þvi óþarfi að stökkva upp á nef sér. Svo mun þó ekki vera, enda er bæjar- nafniö Bólstaðarhlíð nefnt a.m.k. 4 sinnum í tengslum við fréttina. Enn ein rangfærslan, tOtölulega saklaus þó, er að bærinn er sagður standa í Langadal, sem gefur gamansömum vini mínum Loka, tilefni til að taka málið til umfjöllunar. Þannig er góð- um og gegnum nágrönnum mínum Langdælingum blandað í málið. Til að bíta höfuðið endanlega af skömminni er í myndatexta talað um unga fólkið sem hófst handa við kannabisræktun. Nú vill svo til að í Bólstaðarhlíð er tvíbýlt, annars veg- ar bý ég ásamt konu minni og tveim- ur bömum, en hins vegar foreldrar mínir og bróðir, og þar af leiðir að við erum í huga fólks, „unga fólkið í fflíð“. Á þessu stigi málsins er rétt að taka fram, að fólkið sem festi á síð- asta ári kaup á prestbústaðnum Ból- stað, sem stendur sunnan Hlíðarár og því alllangt frá heimili mínu, er á sextugsaldri. Bólstaður þessi er í Svartárdal, og þar er komið húsið hvar upptækar voru gerðar kanna- bisplöntur, skotvopn og fleira. Penninn er beittur Ég hef ekki af því áhyggjur að þeir sem vel þekkja til bendli mig, og mitt fólk, við brot á flkniefnalögum eða alvarleg misferli af öðru tagi. En hvað með þá sem af mér eða mínum hafa haft lítillega viðkynningu og vita hvar við búum? Hugsa þeir, „voru það þau?“ Hvað með fólk sem fer hér um á sumri komanda og lítar hingað heim. Segir þá ferðamaður við konu sína, „er þetta ekki þar sem þeir voru að rækta hassið?“. Það þarf varla að fjölyrða um það hvemig al- menningur lítur á fólk sem uppvíst verður að framleiðslu og sölu fíkni- efna. Ég get sagt fyrir mig, að við slíkt fólk vil ég ekki skipta á einn eða ann- an hátt. Það ætti ekki heldur að þurfa aö nefna það að heimilið er helgasti staður hvers manns, og þar geymum við allt sem okkur er kær- ast. Á heimili mitt og fjölskyldu minnar hefur að algerri ósekju verið settur svartur blettar sem ekki er hægt að mála yfir með lítilli leiðrétt- ingarklausu sem óvist er hverjir sjá og hverjir muna. Eitt er vist að „stóra fréttin" sem áöur var birt er mun líklegri til að lifa í hugskoti fólks en lítt spennandi afturköllun. Fólk hefur meðvitað og ómeðvitað tengt ákveðna mynd við tiltekinn atburð, og slíkt verður aldrei fullkomlega leiðrétt. Penninn er beittur, og það hlýtur að vera lágmarkskrafa að þeir sem skrifa fréttir fyrir alþjóð gætu a.m.k. talist hálfdrættingar í ritlistinni, og gæti þess í hvívetna að valda ekki blásaklausu fólki skaða og sárindum með skrifum sínum. Þeir sem ekki uppfylla þær kröfur ættu að sjá sóma sinn í að finna sér starfsvett- vang sem betur hentar hæfileikum þeirra. Athugasemd Röng mynd og bæjamafn fylgdu frétt á þriðjudag vegna meintrar kannabisræktunar í Húnaþingi. Lögregla á Blönduósi réðst til inn- göngu í bæinn Bólstað í Svartárdal en ekki Bólstaðarhlíð. Þessi mistök harmar blaðið og hefur þegar beðið Einar Kolbeinsson, bónda í Bólstað- arhlið, persónulega afsökunar, sem og opinberlega í grein á miðviku- dag. Þar var hvorki um litla leiðrétt- ingarklausu að ræða né litt spenn- andi afturköllun heldur grein með áberandi fyrirsögn á sama stað og fréttin birtist, auk myndar af rétt- um stað, þ.e. Bólstað. -ritstj. Tekjumar í styrkjunum Margir hér á landi hafa lengi kvartaö yfir styrkj- um til landbúnaðar og öðrum niðurgreiðslum til ýmissa verkefna. Hafa menn gjarnan nefnt sem rök gegn þessum niður- greiðslum að þær kosti þjóðfélagið mikið, séu ósanngjarnar og óhag- kvæmar og til þess falln- ar að skekkja alla sam- keppnisstöðu. Það hefur auðvitað verið full ástæða til að taka undir það sjónar- mið að niðurgreiðslur og hvers kon- ar opinberir styrkir í viðskiptalífinu séu almennt ekki til þess fallnir að renna styrkari stoðum undir efna- hagslifið. Það er jú eðli niður- greiðslna að greiða fyrir óhag- kvæmri starfsemi, óhagkvæmri í þeirri merkingu að fjárhagslegur ábati af starfseminni er enginn. Um leið verður æskileg uppbygging arð- bærrar starfsemi minni fyrir vikið. Það er svo annað mál að ýmsum tekst að telja sjálfum sér, og ein- hverjum öðrum, trú um gildi tiltek- inna niðurgreiðslna. Það er þá gert með vísan til stjómmálaviðhorfa eða jafnvel siðferðishugmynda en fáir reyna í dag að réttlæta niður- greiðslur með hagfræðilegum rök- um. Ósamkvæmni gagnrýnenda Þeir eru hins vegar margir sem telja það ekki eftir sér að vera á móti niöurgreiðslum á einu sviði en lofa og prisa niðurgreiðslur á öðrum sviðum. Þannig hefur það lengi verið í tísku að bölsótast út í land- búnaðarkerfið. Sumir hafa í einu orðinu út- hrópað bændur sem afætur skattgreiðenda en lofa svo og prísa í hinu orðinu aðrar nið- urgreiðslur sem jafnvel kosta skattgreiðendur miklum mun meira, s.s. niðurgreiðslur til námsmanna, foreldra og húseigenda. Ástæða þessa getar verið sú að menn átti sig hreinlega ekki á að um niðurgreiöslur er að ræða í t.d. tilfelli námsmanns sem fær milljónir króna í lán frá LÍN eða foreldra sem greiða aðeins lít- inn hluta af kostnaði við daggæslu barna sinna. Mönnum hefur orðið tamt að líta á slíkt sem „sjálfsögð réttindi" og jafnvel sem hluta af tekjum sínum, án þess þó að menn skilgreini nokkuð vinnuframlag þar á móti. Auðvitað hvílir þó þessi kostnaður á skattgreiðendum, alveg eins og kostnaðurinn við landbúnað- arkerfið og um leið verða þessir pen- ingar ekki notaðir í það sem menn hefðu kannski frekar kosið. Pláss fyrir frekari styrki Ætla mætti að áhugamenn um niðurgreiðslur hefðu af nógu að taka hér á landi eins og staðan er í dag. Einhverra hluta vegna virðist þó sem sumir óski þess einskis heitar en að fá að koma þjóðinni undir nið- urgreiðslur ESB. Menn sem hafa í mörg ár, jafnvel áratugi, talað með vanþóknun um landbúnaðarstyrki nota nú sem mælikvarða á kostnað íslands við aðild að ESB að þaðan streymi digrir sjóðir í formi styrkja. Engu virðist nú skipta þótt þessir styrkir eigi að fara í margumtalaðan landbúnað. Einhver borgar Jafnvel þótt menn skipti um skoð- „Sú fjárhœð sem kemur inn í landið sem niður- greiðsla er auðvitað ekki tekjur heldur kostnaður sem lagður hefur verið á skattgreiðendur. Styrkj- um ESB mun eins og öðr- um niðurgreiðslum verða úthlutað í misvitlaus verkefni sem munu skila því einu að skekkja stöð- una á markaðinum. “ un á gagnsemi almennra niður- greiðslna og telji nú afar hagkvæmt að niðurgreiða sem mest menn mega, er það af og frá að kostnaður- inn minnki. í nýlegum skýrslum um hugsanlegan kostnað íslands af inn- göngu í ESB eru niðurgreiðslur ESB til íslands dregnar frá þeirri fjárhæð sem telja má víst að ísland þurfi að greiða fyrir inngöngu. Deloitte & Touche komst t.d. að þeirri niðurstöðu að kostnaður ís- lands til ESB við hugsanlega aðild verði um 8,2 milljarðar króna á ári. Á móti megi gera ráð fyrir að 4,2 milljarðar króna skili sér aftur í formi styrkja og stuðnings, einkum við landbúnað og byggðaverkefni. Það er í besta falli ónákvæmni að ætla að leiða af þessu aö kostnaður við aðild sé ekki nema 4 milljarðar. Sú fjárhæð sem kemur inn í landið sem niðurgreiösla er auðvitað ekki tekjur, heldur kostnaður sem lagður hefur verið á skattgreiðendur. Styrkjum ESB mun eins og öörum niðurgreiðslum verða úthlutað í misvitlaus verkefni sem munu skila því einu að skekkja stöðuna á mark- aðinum. Eini munurinn á slíkum niður- greiðslum og þeim sem við nú búum við er sá að íslenskir skattgreiðend- ur eða kjósendur munu ekki hafa neitt að segja um þær greiðslur sem ESB skammtar, hvorki til né frá, en sé ísland utan ESB er í það minnsta sá möguleiki fyrir hendi að niður- greiðslur til t.d. landbúnaðar verði felldar niður. Sandkom sandkorn@dv.is Mikil framsóknarkona Vigdis Hauksdóttir, varaþingmaður Fram- sóknarflokksins í Reykjavík, er heldur betur ósátt við að vera ekki á framboðs- lista og hefur látið hafa eftir sér í fleiri en einum fjöl- miðli að hún sé „meiri framsóknar- maður en allir þeir til samans sem sitja á listanum“. Það hlýtur að telj- ast magnað að svo mikil framsókn- armennska geti búið í einni mann- eskju að það slái út tuttugu og tvo aðra til samans! Þegar framsóknar- genin eru orðin svo ofboðslega ríkj- andi og yfirgnæfandi mætti gera ráð fyrir að það brytist hreinlega út í líkamlegum einkennum. Nærtæk- ast er auðvitað að giska á að við- komandi yrði grænleitur á hörund - en hinir á listanum myndu auð- vitað ekki samþykkja það sem sönnun fyrir fullyrðingu Vigdísar heldur til marks um sannleiksgildi orðalagsins „grænn af öfund" ... TJndir smásjánni Bí heiðurssæti á þessum „lítt fram- sóknarlega" lista er Haraldur Ólafsson, fyrrverandi alþingis- maður. Hafa menn ekki til þessa þóst hafa ástæðu til að efast um heilindi hans sem framsóknarmanns. í ljósi ummæla Vigdísar fer hins vegar allt undir smásjána. Og viti menn! Þá kemur upp úr dúmum að Har- aldur var blaðamaður við Alþýðu- blaðið 1958-61. Obb-o-bobb ... Ummæli Djúpt „Kyn er áhrifarík póli- tísk breyta, þótt erfitt geti verið að höndla hana og færa sönnur á hana.“ Gunnar Hersveinn í viöhorfs- grein í Morgunblaðinu. Nefnd um afvopnun „Mín ráð til [Samfylkingarinnar] núna eru aö taka ekki þátt í þessari nefnd og skerpa þannig sérstöðu sína í Evrópumálunum sem eirii flokkurinn sem þorir að horfast i augu við tækifærin sem felast í ESB-aðild. Um leið og Samfylkingin skipar í þessa „sáttanefnd" Davíðs hefur hún afhent honum eitt af sin- um sterkustu vopnum. Það er engin von til þess að sátt náist meðal allra flokka um stöðu íslands gagnvart ESB - til þess em sjónarmið og lífs- skoðanir of ólíkar." Hreinn Hreinsson á Kreml.is. Sparnað á opinbert fé „Ingibjörg sat á þingi fyrir áratug þegar ríkisstjómin vildi leggja af skylduspamað ungs fólks. Þá var við- horf hennar til spamaðar að neyða fólk til að spara eigið fé. Þegar hún fer með fjármuni þessa sama fólks þarf hins vegar ekki að spara ...“ Vetþjóöviljinn á Andríki.is. Takk fyrir það „Ef liöiö hættir að skjóta á mark- ið er ekki nema von að við töpum.“ Niko Markovic, þjálfari pólska lands- liðsins í handþolta, í samtali vib Morgunblaöiö. Heilsuspillandi skortur á tragedíu Saga hungurverkfalla og sjáifsmorða til að vekja athygli á málstað er ekki löng en hún er mögnuð. Gandhi fór í hungurverkfall þegar hann horfði uppá þjóð sína standa í innri hjaðningavígjum af svo hrylli- legri stærðargráðu að talið er að yfir milljón manns hafi látist. Gandhi var tilbúinn til að fóma lífi sínu í von um að stöðva þessi tilgangs- lausu dráp. Átakanlegt er hungurverkfall IRA-mannanna þriggja sem sveltu sig til dauða til að mótmæla vald- níðslu meirihlutans á Norður-ír- landi sem kúgaði kaþólikka til bágra lífsskilyrða og saklaust fólk var myrt fyrir það eitt að mótmæla kúg- uninni. Tékkinn Jan Palach kveikti í sjálfum sér til að mótmæla innrás Sovétmanna og dó kvalafullum dauða. Alls staðar í heiminum setti menn hljóða, því það var hægt að skilja örvæntingu þessa fólks, hægt að skilja að það var tilbúið að fóma lífi sínu í von um að stöðva vald- níðsluna, stöðva hryllilegt ofbeldið. Valdníösla litla mannsins En saga slíkra mótmæla á sér líka önnur dæmi þarsem valdníöslunni hefur verið snúið við. Eitt sinn er ég sleit nokkurra mánaða Sambandi við stúlku eina hótaði hún að fremja sjálfsmorð. Auðvitað er slík hótun á vissan hátt brandari, hvemig nokk- urra mánaða samband við dela einsog mig geti verið ástæða sjálfs- morðs hjá fallegri og gáfaðri stúlku sem getur lifað hundrað hamingju- söm ár. Og því fleiri án mín, því hamingjusamari. Það var engin valdníðsla fólgin í þvi að ég tjáði hreinskilnislega að ég vildi ekki vera í sambandi við hana að ég bæri enga ástartilfinningu til hennar. Það var hreinskilnislega sagt og það er réttur hverrar manneskju að segja það sem henni finnst og fara úr sam- böndum sem það vill ekki vera í. En þótt líkumar væru litlar á því að hún léti verða af hótun sinni þá voru þær samt til staðar. Og tilhugs- unin um að hafa líf hennar á sam- viskunni alla mína ævi var náttúru- lega óbærileg og þvingaði mig til að gera hluti sem ég vildi ekki gera, byrja aftur með henni. Valdníðslan var hennar. Þetta var bara ofdekruð stelpa sem vantaði tilfinnanlega ein- hverja tragedíu í líf sitt, þarsem ekk- ert slæmt hafði nokkurn tímann hent hana og hún var vön að fá sitt fram með einum eða öðrum hætti. Þetta reynsludæmi endaði vel, með góðum sambandsslitum og stúlkan orðin efnileg leikkona sem höndlar vel hlutverk kvenpersóna einsog Önnu Karenínu og Frú Bovary. Hungurverkfall Ástæða þess að ég minntist þessa atviks úr lífi minu er að mér flaug það í hug þegar ég heyrði af hungur- verkfalli Hildar Rúnu Hauksdóttur. Ástæða hungurverkfallsins var sú að menn fyrir austan fiall æfia aö stinga niður skóflu. Ekki einsog það sé í óþökk stjórnvalda, þvert á móti með samþykki stjómvalda sem hafa til þess skýlausan rétt að leyfa þessu fólki að bretta upp ermarnar og byggja. Til að mótmæla þessu er far- ið í hungurverkfall. Manni verður hugsað til Gandhi sem gerði hið sama til að mótmæla fiöldamorðum á þúsundum manna, saklausu fólki, konum og bömum sem voru brytjuð niður. Þá verður manni allt í einu ljóst að það gerist aldrei neitt á íslandi. Það hefur aldrei verið neitt til að berjast fyr- ir. Þessa þjóð vantar tilfinnanlega einhveija tragedíu í líf sitt. „Kúgar- ar“ okkar, Danir, gengu lengst í grimmdarverkum sínum þegar þeir seldu okkur maðkað mjöl. Maðkað mjöl minnir íslendinga á hatur þeirra á Dönum einsog Dublin- aftökumar minna íra á hatur sitt til Breta og Gdansk þýðir fyrir pólska sjálfstæðisbaráttu gagnvart Þjóðverjum. „Mjölið sem þið selduð okkur var maðkað!" getum við sagt með ásök- unartón við Danina. Það er sorglegt að eiga enga sorg. Grimmdarverkin flokkast undir venjuleg vörusvik og heiftin verður hláleg. Rétt einsog heiftin og offorsið í andstæðingum Kárahnjúkavirkjunar er hláleg. Að vera á móti, tragedíulaust Auðvitað eru fæstir heiftúðugir í málinu. Flestir sem sifia á rassgat- inu í Reykjavík eiga auðvelt með að „Hugmyndasnauðu klambri var reddað með einhverjum jón- iskum súlum í von um að gefa klúðrinu einhverja tign. Og þetta fallega landsvœði var horfið. Sokkið undir heimsku ís- lenskra arkitekta. Sem er dýpra og skelfilegra lón en það sem á að gera á Kárahnjúkum. “ vera á móti virkjun án þess að láta það trufla líf sitt. Það er svo auðvelt að vera á móti þvi. Jafn auðvelt og það er fyrir mann sem situr á rassgatinu í Rotterdam eða Seattle að vera á móti hval- veiðum. Þar sem hann situr í stofunni og er að lesa úr sögunni Selurinn Snorri fyrir krakkanna og þarf að ákveða hvort hann er með eða á móti því að sjómenn norður undir Grænlandsjökli drepi seli og hvali, þá er hann eðlilega á móti. Það er auðskilið val. Jafnvel þótt fiölskyldan hafi verið að sporðrenna kjöti af fiski eða nauti. Það er líka auðskilið val að Reykvíkingurinn sem hef- ur notiö náttúrunnar útum bíl- rúðuna á sumrin sé á móti því að byggja í henni. Þegar foreldrar mínir byggðu í norðurhluta Amameslands var það nánast óbyggt. Það var að sjálfsögðu sorglegt að sjá þá sem á eftir komu byggja yfir þetta fal- lega landsvæði með aðstoð skelfi- legra arkitekta. Hugmynda- snauðu klambri var reddað með einhverjum jóniskum súlum í von um að gefa klúðrinu ein- hverja tign. Og þetta fallega land- svæði var horfið. Sokkið undir heimsku íslenskra arkitekta. Sem er dýpra og skelfilegra lón en það sem á að gera á Kárahnjúkum. En engum í fiölskyldunni datt til hugar að mótmæla því. Hvað þá að fara í hungurverkfall. Hugsan- lega var nóg af tragedíum innan fiölskyldunnar þannig að ónauð- synlegt var að búa til eina úr engu. -fe C ■L ■S* O

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.