Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 DV Fréttir Jarðboranir hagnast: Fá aukin verkefni á Azoreyjum Jarðboranir og dótturfélög skil- uðu um 136,2 milljóna króna hagn- aði i fyrra miðað við 15,4 miiljónir árið á undan. Fyrirtækið vann við boranir víða um land og rekur fyr- irtæki á Azoreyjum. Þar liggja nú fyrir samningar um ný verkefni fyrir bæjarfélög og aðra aðila fyrir um 100 milljónir króna og unnið er að samningagerð við orkufyrirtæk- ið GeoTerceira um rannsóknarbor- anir á háhitasvæði á eyjunum. Bent Einarsson, framkvæmda- stjóri Jarðborana, segir að góður árangur hafi náðst í verkefnum fyrirtækisins, ágætur vöxtur hafl verið í starfseminni og speglast aukin umsvif félagsins í veltuaukn- ingu sem nemur yfir 20% milli ára. Að sögn Bents sýna stærstu orkufyrirtæki landsins vaxandi áhuga á að framleiða rafmagn með jarðvarmaorku. Sýnt þyki aö þær breytingar sem nú eigi sér stað innan og utan orkumarkaðarins muni skapa Jarðborunum mjög áhugaverða möguleika á komandi árum. -JBP Opinberir aðilar fá slæma einkunn í nýrri könnun SA: í vanskilum og neita að greiða dráttarvexti - óverjandi framkoma við fyrirtæki, að mati SA Opinberir aðilar hafa verið í van- skilum við rúm 19% fyrirtækja, þar af oft við um 5% þeirra. í 61% tilfella hafa opinberir aðilar neitað að greiða dráttarvexti. Er Samtökum at- vinnulífsins kunnugt um dæmi þess að opinberir aðilar hóti að rifta við- skiptum við fyrirtæki krefjist þau réttmætra dráttarvaxta vegna van- skila. Þetta kemur fram í könnun sem Samtök atvinnulífsins létu gera í janúar og náði til 1350 fyrirtækja. í könnuninni kemur fram að um helmingur fyrirtækjanna í úrtakinu er ekki í teljandi viðskiptum við op- inbera aðila. Því megi gera að því skóna að þegar um veruleg við- skipti er að ræða séu opinberir aðil- ar í vanskiium í um 40-50% tilvika. Skiptingin er nokkuð jöfn milli rík- isvaldsins og stofnana þess annars vegar og sveitarfélaga og stofnana þeirra hins vegar. Þó virðast van- skil eilítið algengari hjá ríkinu. Um næstu áramót á að taka gildi hér á landi tilskipun Evrópusam- bandsins, 2000/35/EB, um baráttu gegn greiðsludrætti í viðskiptum. Rökin fyrir tilskipun um þetta efni eru m.a. þau að fjórðung gjaldþrota hjá fyrirtækjum innan ESB má rekja til greiðsludráttar af hálfu annarra fyrirtækja og opinberra að- ila. í kynningarriti framkvæmda- stjórnar ESB er sérstaklega vísað til slælegrar frammistöðu opinberra aðila. Tilskipun þessi mun ekki hafa teljandi áhrif hér á landi þar sem íslensk lög hafa þegar að geyma ákvæði um greiðslu dráttarvaxta vegna vanskila. Segir í frétt á vef Samtaka atvinnulífsins að ótvírætt sé að opinberir aðilar njóti þar engra undanþága og framkoma þessi sé þvi algerlega óverjandi. Svör bárust frá 650 fyrirtækjum í könnininni sem þýðir að svarhlut- fallið er 48 prósent. „Það er náttúrlega óverjandi að opinberir aðilar séu að greiða reikn- inga seint og illa og hóta því að borga ekki dráttarvexti eins og aðrir þurfa að gera. Það er ekki hægt að afsaka slíka framkomu á nokkurn hátt,“ sgði Vilhjálmur Þ. Vilhjáims- son, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, um könnunina þegar DV ræddi við hann í morgun. Vilhjálmur sagði vanskil hafa viljað loða við heilbrigðisþjónust- una en hann sat í stjórn Borgarspít- alans í mörg ár. Hann segist hafa haldið að slík háttsemi tilheyrði lið- inni tíð. Hann segist hins vegar ekki hafa heyrt um vanskil fyrir- tækja á vegum borgarinnar. „Ég dreg niðurstöður könmnun- arinnar ekki i efa og það hlýtur að vera sérstakt viðfangsefni hjá opin- berum aðilum að þeir hagi sér eins og almennilegt fólk,“ sgði Vilhjálm- ur -hlh — DV-MYND ÞORSTEINN G. KRISTJÁNSSON Bíófrumsýning í Keflavík Barna- og fjölskyldumyndin Didda og dauöi kötturinn var frumsýnd í Kefla- vík í gærkvöld og var fullt hús. Fögn- uðu frumsýningargestir í lokin. Fyrir miöri mynd er áðalleikkonan, Kristín Ósk Gísladóttir. Meö henni á mynd- inni eru meöal annarra leikararnir Helga Braga Jónsdóttir og Steinn Ár- mann Magnússon. Dómsmálaráðuneyti endurskoðar reglur: Hertar reglur um meðferð vórslufjár - í kjölfar Holtsmálsins og nýrrar kæru Í Netsmellur - alltaf ódýrast á Netinu I Verð á mann frá 19.800* kr. { þegar bókað er á WWW.ÍCelandaÍr.ÍS I *lnnifalið: Flug og flugvallarskattar ICELANDAIR jfm Dómsmálaráðuneytið vinnur nú að endurskoð- un reglugerðar um fast- eignaviðskipti. Einnig fyrirhugar ráðuneytið endurskoðun laga sem gilda þar um. Málefni eins fasteignasala eru nú til rannsóknar hjá lög- reglunni í Reykjavík. Lagðar hafa verið fram þrjár kær- ur af mismunandi toga á hendur honum. „Við reynum að fylgjast með málum af þessu tagi, ef þau koma upp, og aðstoða eftir bestu getu,“ sagði Magnús Einarsson, fram- kvæmdastjóri Félags fasteigna- sala. Hann sagði dapurlegt þegar slíkt kæmi upp, fyrst sl. haust vegna fasteignasölunnar Holts i Kópavogi og svo aftur núna. „Nú er verið að athuga reglu- gerðina, sem grunduð er á lögum um fasteigna - og skipasölu frá 1997 og jafnframt er stefnt að laga- breytingu. Sú vinna er í gangi hjá dómsmálaráðuneytinu með ráð- gjöf frá Félagi fasteignasala. Magnús sagði hugmynd- ir að breytingum á reglu- gerðinni ekki fullmótaðar, en þær yrðu væntanlega tilbúnar eftir viku til hálf- an mánuð. Endurskoðun sjálfra laganna frá 1997 væri síðan á döfínni. „Ég er að vona að það felist einhver réttarbót í þessu,“ sagði Magnús. „Það er ófremdarástand að svona slys skuli geta gerst. Þau hafa ýtt þess- ari endurskoðun á reglugerð og lögum af stað. „ Magnús sagði að endurskoðun- in myndi taka á atriðum um með- ferð vörslufjár sem fasteignasalar hefðu í fórum sínum. „Það verða hertar reglur varðandi að þeir geti ekki valsað með þessa pen- inga,“ sagði hann. „Ég á ekki von á að þetta verði beinlínis tekið úr höndum fasteignasala, enda eru flestir þeirra famir að láta fjár- vörslufyrirtæki, svo sem banka og verðbréfasjóðina, sjá um upp- gjör fyrir sig.“ -JSS Stuttar fréttir EB styrkir rannsókn Evrópusamband- ið hefur ákveðið að styrkja alþjóðlegt rannsóknarverkefhi um Suðurlands- skjálftana sumarið 2000 um rúma 1,1 milljón evra, eða rúmar 90 milljónir króna. Er þetta meö stærstu rann- sóknarverkefnum sem íslendingar hafa leitt á sviði jarðeðlisvísinda. Fyrsti fundur verkefnisins verður í Reykjavík 24.-26. febrúar. Ragnar Stefánsson er verkefnisstjóri. Mbl. greindi frá. Undirritun í mars Fyrir stjómarfundi Landsvirkjun- ar í dag liggur tillaga um að sam- þykktur verði samningur við ítalska verktakafyrirtækið Impreg- ilo um gerð stíflu og aðrennslis- ganga Kárahnjúkavirkjunar. Undir- ritun samnings við Impregilo fer hins vegar ekki fram fyrr en skrifað hefur verið undir orkusamning við Alcoa vegna álversins i Reyðarflrði. Samkvæmt Mbl. er stefnt að því fyrri hluta mars. ÍA til sölu Stefnt er að því að 40% hlutur ríkissjóðs í Islenskum aðalverktök- um verði auglýstur til sölu í næsta mánuði og að hlutabréfin verði seld fyrir vorið. Súrmatur til Köben Sendiráð Islands í Kaupmanna- höfn ætlar að flytja inn 2-300 kíló af þorramat til Danmerkur. Deilt um skuldir Hart var deilt um íjárhagsstöðu Reykjavikurborgar á borgarstjóm- arfundi í gærkvöld og um hvort eðli- legt sé að skoða skuldastöðu borgar- sjóðs eingöngu eða aflan samstæðu- reikning borgarinn- ar, þ.e. stöðu borg- arsjóðs og fyrir- tækja í eigu borgarinnar. Bjöm Bjamason gagnrýndi að Þórólfur Ámason borgarstjóri hefði aðeins rætt við borgarfulltrúa R-listans i undirbúningi fyrir starf sitt og ekki svarað skriflegum spumingum sjálf- stæðismanna. Svaraði Þórólfur að hann réði því hverjum hann byði heim til sín en bætti við að hann mundi svara spumingum sjálfstæð- ismanna í borgarráði. Mbl. greindi frá. -hlh j m'x +Æ helgarblaö Lausir endar í Helgarblaði DV á morgun verður rýnt í skýrslu Lára V. Júlíusdóttur saksóknara og fjallað um þá lausu enda sem þar eru raktir í Geirfinns- málinu og ríkissaksóknara hefur verið falið að fjalla um. í blaðinu er einnig viðtal við Kolbrúnu Hálfdán- ardóttur, tengda- móður Atla Helga- sonar lögfræðings, sem tjáir sig um eft- irmál atburðanna í Öskjuhlíð í nóvem- ber 2000. í blaðinu er rætt við Gísla J. Ást- þórsson, blaðamann og teiknara, sem nú leggur frá sér pennann eftir 65 ára feril. Blaðið talar einnig viö Jón Krist- jánsson, settan umhverfisráðherra, sem nú er almennt kallaður Salómon eftir úrskurðinn um Þjórsárver. DV ræðir ítarlega við Sigurð Páis- son leikskáld og Halldóru Geirharðs- dóttur leikkonu og fer á kraftaverka- samkomu í Smáralind og fylgist með Charles Ndifon lækna geðklofa og krabbamein með handayfirlagningu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.