Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 Fréttir I>V Mikil átök hjá Verkalýðsfélagi Akraness: Eg hef ekkert að fela - segir Hervar Gunnarsson eftir harðar deilur fyrir dómstólum Hervar Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrrum varaforseti ASÍ, hefur staðið í eldlín- unni vegna málaferla og ásakana á hendur honum og félaginu fyrir meinta vanrækslu, auk ýmissa annarra saka. Meðal annars hefur verið tekist á um upplýsingaskyldu gagnvart stjómar- manni sem ekki fékk aögang að gögn- um félagsins. Þar féll héraðsdómur stjómarmanninum í vil og hann var í raun staðfestur með frávisun á áfrýjun málsins fyrir Hæstarétti á dögunum. Blaðamaöur DV heimsótti Hervar á skrifstofu VLFA á Akranesi á fimmtu- dag. Hann var fyrst spurður af hveiju hann hreinsaði málið ekki út af borð- inu og legði fram gögn sem afsönnuðu ásakanir sem bomar em á hann og stjóm félagsins. Engin ástæða til að grúska í gömlum gögnum „Ég gegni því hlutverki að vera for- maður í þessu félagi og hef enga heim- ild til aö gera annað en stjóm félagsins heimilar mér að gera. Stjóm félagsins lítur svo á að hún beri samkvæmt 16. og 19. grein laga félagsins sameiginlega ábyrgð á fjárreiðum þess. Þar sé um samábyrgö en ekki ábyrgð einstakra stjómarmanna að ræða. Þeirra valdsviði ljúki um leið og stjómarfund- um lýkur. Það hefur verið afstaða sfjómarinnar að það sé engin ástæða til þess að grúska í gömlum gögnum. Eftir þessu her mér að vinna. Ég hef því enga heimild til að taka ákvörðun um það einn og sér að rífa upp pappíra til skoðunar eða hleypa einhveijum í þau gögn.“ - En hafa stjómarmenn ekki óskor- aða heimild til að skoða gögn félagsins? „Um það er deilt í þessu máli. Eink- um og sér í lagi vegna þess að umrædd- ur stjómarmaður var að krefjast gagna frá því fyrir sina stjómartíð. Nú fer það væntanlega eftir því hvemig lög eða samþykktir viðkomandi félags eða fyrirtækis eru. Þar sem ég þekki til gildir sú regla ef maður vill fá einhveij- ar upplýsingar úr bókhaldi getur mað- ur fengið þær með því að biðja um þær á stjómarfundi og eru þær þá líka lagð- ar fram á stjómarfundi." - Nú hefur Vilhjálmur einmitt beðið um gögn á stjómarfundi, hvers vegna var það ekki gert? „Stjóm félagsins tók þá ákvörðun að haflia því. Síðan em kjömir félagslegir skoðunarmenn sem eru í raun eftirlits- aðilar með gjörðum stjómar. Það er hins vegar löggiltur endurskoðandi sem skoðar bókhaldið og fer yfir að þar sé allt eins og það á að vera. Eftir niðurstöðu Hæstaréttar stend- ur auðvitað dómur héraösdóms. Menn deila í sjálfú sér ekkert við dómarann þótt þeim fmnist niðurstaðan vitlaus." Mun opna bókhaldið - Muntu þá opna bókhaldið fyrir Vil- hjálmi? „Ég get ekki séð annað en að ég geri það. Mér ber að hlíta dómnum og ég hef ekkert að fela í þessu tilliti. Hann hefúr þó ekki enn komið og óskað eftir því.“ - Nú hefur verið ýjað aö ýmsum óút- skýrðum reikningum, hvað með þá? „Sjálfsagt er hægt að fmna eitthvað sem hægt er að þyrla upp moldviðri út af. Eða eitthvað sem hefði kannski ver- iö betra að hafa með öðrum hætti. Hins vegar uppástend ég það að þama sé ekkert að fmna sem ekki er í samræmi við stjómarsamþykktir. Ég var bara að framfylgja samþykkt stjómar sem for- maður.“ - Hvað með ákvörðun stjómar- og trúnaðarráðs félagsins um að hlita hér- aðsdómsúrskurði. Hefði ekki verið rétt að staldra þar við? „Hæstiréttur kemst að þeirri niður- stöðu að það hafi haft vald til þess. Það er þvert á þá túlkun sem ég hafði á hlutverki trúnaðarráðs. Og í raun þvert á túlkun þeirra sem ég leitaði til um þetta atriði. Ég vil leiðrétta það sem fram hefur komið um að ég hafi DV-myndir HK Hervar Gunnarsson Formaður Verkalýösfélags Akraness stendur í hörðum átökum sem snúast um stjórnunarhætti félagsins og sameigin- legs félags í eigu stéttarfélaganna á Akranesi. Hús Verkalýðsfélags Akraness VLFA keypti nýtt húsnæöi að Sunnubraut 13 og flutti þangað af Kirkjubraut 40. Þetta hefur verið gagnrýnt, m.a. vegna meints mikils kostnaðar viö end- urbætur á húsinu sem fariö hafi úr böndum. tilkynnt trúnaðarráði að ekki bæri að fara eftir samþykkt þess. Ég áskOdi mér rétt til að kanna lögmæti þess og fullyrti ekkert í þessa veru.“ Deilt um vinnumiðlun - Nú er líka deilt um sameiginlegan rekstur verkalýðsfélaganna um Stéttar- félögin-Vinnumiðlun. Þar er þér borið á brýn að hafa ekki haldið utan um bókhald félagsins um áraraðir. Félags- lega kjömir skoðunarmenn hafa líka gert um þetta athugasemd, hvað er þama á ferðinni? „Sagan er i stuttu máli sú að við hóf- um þennan rekstur 1991. Ætlunin var strax að starfsmenn þessa felags sæju um bókhaldsvinnuna. Um mitt ár 1994 kom i ljós að þetta var eitthvað sem þeir komust ekki yfir. Ég óskaði þá eft- ir því við Sveinafélag málmiðnaðar- manna að félögin stæðu saman að því að kaupa að þessa vinnu. Formaðurinn tók sér umhugsunarfrest og tilkynnti síðan að hann gæti ekki fallist á þetta þar sem þetta ætti að vera verkefni þeirra sem þama ynnu. Þessi mál voru síðan tekin upp að nýju. Það var farið í að gera þetta upp en þá kom upp deila um þann þátt sem sneri að atvinnuleysisbótunum.“ - Nú hefur Hermann Guðmundsson formaður Sveinafélagsins, haldið því fram að starfsmaður sameiginlega fé- lagsins hafi haft með höndum greiðslu atvinnuleysisbóta en ekki starfsmenn VLFA? „Það er einfaldlega rangt. Það var því ég sem leysti af þegar t.d. var um veikindi að ræða á Vinnumiðluninni. Það er því alrangt hjá honum að starfs- maður Stéttarfélaga-Vinnumiðlunar hafi séð um greiðslu atvinnubóta, vegna þess að það var í mínum hönd- um og í höndum annars starfsmanns VLFA sem nú er hættur hjá félaginu sökum aldurs." - Hvaða kostnaður er það sem þið eruð nú að rukka samstarfsfélögin um og hafið vísað til lögmanns VLFA? „Verkalýðsfélag Akraness tók að sér að greiða laun starfsmanna á Vinnu- miðluninni. Það var skipt i ársuppgjöri VLFA í hlutfalli við eign félaga i Stétt- arfélögunum-Vinnumiðlun. Þessi kostnaðarhlið kemur fram í ársreikn- ingum VFLA í gegnum tíðina og gjald- fært það sem Verkalýðsfélaginu bar og hitt var skuldfært á aðra aðila sam- starfsins." - Hvað með beiðni lögfræðings SMA og VA frá 11. apríl sl. um að Verkalýðs- félagið gerði grein fyrir meintum skuldum? „Lögfræðingurinn óskaði eftir upp- lýsingum um ákveðin atriði út úr þess- um reikningum. Ég sá ekki ástæðu til þess sérstaklega að upplýsa um það ef þau ætluðu ekki að halda áfram bók- haldsvinnunni. Þessi gögn hefðu hvort eð er komið upp i þeirri vinnu. Það er því engin ástæða til þess að mata aðila sem telja sér ekki skylt að klára málið á einhveijum gögnum." Reikningar í móppum - Nú er væntanlega búið að senda fé- lögunum þessa reikninga. Getur þú þá ekki sýnt mér þá svo ekkert fari á milli mála? „Jú, þeir eru bara inni í möppum fé- lagsins. Þeir eru bókfærðir þar og það kostar leit að finna þá. Ég þarf að skoða hreyfmgarlista til að frnna hvar þeir eru og númer hvaö fylgiskjölin eru.“ - Var þessi sameiginlegi rekstur á ábyrgð Verkalýðsfélagsins? „Nei, þetta var ekki á ábyrgð Verka- lýðsfélagsins. Það var í sameiginlegri ábyrgð þeirra félaga sem ráku það. í upphafi átti VLFA heiminginn og önn- ur félög helminginn á móti. Ég gat því ekki tekið einhliða ákvörðun um að klára bókhald félagsins nema gera það á kostnað VLFA.“ Passað upp á ávöxtun - Nú er fleira nefnt sem dæmi um meinta óráðsíu VLFA. Þar er t.d. um að ræða ávöxtun á sjóðum félagsins langt undir eðlilegum vöxtum. „Það hefur verið passað upp á ávöxt- un fjármuna Verkalýðsfélags Akraness allar götur ef frá er talinn einn reikn- ingur og eitt ár, en það á sér skýringu. Það snertir persónulega einstakling og er í raun ekkert blaðamál. Þar var bara um athugunarleysi að ræða og það leið- rétti Landsbankinn. Þar var ekki um vísvitandi kæruleysi að ræða. Fram úr áætlun - VLFA keypti nýtt húsnæði að Sunnubraut 13 og flutti þangað af Kirkjubraut 40. Þetta hefúr m.a. verið gagnrýnt og mikill kostnaður talinn við endurbætur á nýjum skrifstofum? „Við keyptum þetta í desember 2001 á 6,7 milljónir króna. Þetta var nokkuð gamalt hús og ég veit ekki hvort kostn- aður hefur farið fram úr hófi. Hann hefúr farið fram úr áætlun sem var raunar aðeins miðuð við hluta húsneeð- isins. Það er verið að vinna í þessu uppgjöri, en það tilheyrir árinu 2002. Hvort það hefur farið fram úr öllu hófi verður bara að koma í ljós. Það verður að skoðast með hliðsjón af verðmæti hússins en almennt eru félagsmenn ánægðir með að við séum komnir í þetta hús.“ - Er rétt að kostnaðurinn hafi farið 6-7 milljónum fram úr áætlun? „Ég þori ekki að fara með þær tölur þar sem þetta er óskoðað," segir Her- var Gunnarsson sem segist enn ekki hafa ákveðið hvort hann gefur kost á sér í formannskosningum í vor. -HKr. Refsingar hertar Hámarksrefs- ing vegna kyn- ferðisbrota gegn börnum verður aukin um tvö ár ef frumvarp sem Sólveig Péturs- dóttir dómsmála- ráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær nær fram að ganga. Það má raunar telja líklegt þar sem þing- menn bæði stjórnar og stjórnarand- stöðu lýstu ánægju með frumvarpið við fyrstu umræðu um það. Samkvæmt frumvarpinu verður hámarksrefsing fyrir að hafa mök við eigið bam eða annan niðja þyngd úr 6 ára fangelsi í 8 og úr 10 ára fangelsi i 12 sé barnið yngra en 16 ára. Sama breyting verður á há- marksrefsingum fyrir að hafa mök við barn eða ungmenni yngra en 18 ára sem er kjöbarn, fósturbarn, stjúpbarn eða viðkomandi hefur verið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis; hámarksrefsing fer úr 6 ára fangelsi í 8 og úr 10 ára fangelsi í 12 sé barnið yngra en 16 ára. Ekki var farin sú leið aö hækka lág- marksrefsingar þar sem það hefur að mati dómsmálaráðuneytisins ekki gefist vel í öðrum löndum; það veröur því undir dómstólum komið hvort refsingar þyngjast í raun í kjölfarið. í þessu sama frumvarpi er einnig lagt til að mansal verði refsi- vert og varði allt að 8 ára fangelsi. Almannavarnir ekki blankar Sú óvenjulega staða er uppi að þrátt fyrir að í fjáriögum þessa árs sé gert ráð fyrir að yfir- stjórn almanna- varna sé komin til embættis Rík- islögreglustjóra hefur frumvarp dómsmálaráð- herra um þennan flutning ekki enn verið samþykkt á Alþingi. Lúðvík Bergvinsson þingmaður lýsti mikl- um áhyggjum af stöðu almanna- varna í landinu vegna þessa við upphaf þingfundar í gær, enda væru Almannavarnir ríkisins falln- ar út af fjárlögum og væru raunar aö „liðast í sundur" samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Sólveig Pétursdótt- ir dómsmálaráðherra svaraði þvi til að vissulega væri komin upp óvenjuleg staða, en að í viðræðum við fjármálaráðuneytið fyrir áramót heíði áframhaldandi og óbreytt fjár- mögnun almannavarna verið tryggð. Sólveig taldi fyrirspurn Lúðvíks afar furðulega þar sem hann sæti í allsherjarnefnd Alþing- is og væri fullkunnugt um stöðu mála. Bundinn til kosninga? Drýgstur tími á þingfúndi í gær fór í að ræða samkeppnisstöðu fyr- irtækja á landsbyggðinni. Tókust þar hvað harðast á þeir Össur Skarphéðinsson og Haildór Blöndal. Halldór krafði Össur um nákvæma útfærslu á hugmyndum hans um mismunandi háan þungaskatt eftir landsvæðum. Össur svaraði því til að Noregur væri fyrirmynd sín hvað þetta varðaði en hóf svarið á spádómi um myndun næstu ríkis- stjórnar: „Svo er Guði fyrir að þakka að það er ákaflega líklegt að sá flokkur sem háttvirtur þingmað- ur Halldór Blöndal er ennþá í muni ekki vera við landsstjórnina eftir þrjá mánuði." Halldóri þótti lítið tfl koma: „Venjan er sú að ef formaður stjórnmálaflokks gefur svo afdrátt- arlausa yfirlýsingu [...] að hann geri tilraun til að útfæra tillöguna." Það hefði össur ekki gert og því væri um yfirboð að ræða sem ekkert stæði á bak við. -ÓTG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.