Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 DV Fréttir Lágmarksframfærslukostnaður á íslandi: Eru niutíu þúsund krónur nóg? Pétur H. Blöndal alþingismaður sagði á Alþingi í gær að nokkrir ein- staklingar hefðu haft samband við sig og sagst lifa af níutíu þúsund krónum á mánuði og jafnvel minna og kæmust þokkalega af. Níutíu þús- und krónur er einmitt um það bil það sem almannatryggingakerfið tryggir þeim sem býr einn og hefur engar tekjur annars staðar og á eng- in réttindi í iífeyrissjóði, að sögn Pét- urs. En svo vill til að ekki hafa verið gerðar nýlega kannanir á því hvað dugir í raun. Viðmið LÍN Hjá Lánasjóði íslenskra náms- manna fengust þær upplýsingar að þar á bæ væri miðað við tölur úr neyslukönnun Hagstofunnar frá 1995. Tölumar eru því raunveruleg meðal- talsneysla þeirra sem héldu stíft og nákvæmt bókhald í könnuninni. Þær hafa vitanlega verið uppfærðar með tilliti til verðbólgu. Samkvæmt þessu miðar Lánasjóður- inn við að framfærsla einstaklings sé rúmar 75 þúsund krónur á mánuði að öllu meðtöldu. í tilviki hjóna eða sam- býlisfólks með eitt bam hækkar fram- færslan í rúmar 94 þúsund krónur á hvom fullorðinn einstakling. Einstætt foreldri þarf tæpar 110 þúsund krónur á mánuði til að framfleyta sér og bami sínu. í öilum tilvikum er gengið út frá því að engu breyti hvort búið er í leigu- húsnæði eða eigin húsnæði. Hagstofan gerði neyslukannanir á fimm ára fresti þar til 1995 en hefur ekk- ert birt síðan. Nú stendur til að birta nýjar tölur árlega og miða við þriggja ára meðaltal. Fyrstu tölur samkvæmt nýju verklagi birtast væntanlega á næsta ári. Ráðgjafarstofan Ráðgjafarstofa um fiármál heimil- anna miðar við könnun sem hagfræð- ingur Neytendasamtakanna gerði 1993. Hún er gerólík neyslukönnun Hagstof- unnar því að í henni er miðað við að fólk kaupi eingöngu brýnustu nauðsynj- ar, enda er verið að hjálpa fólki í fiár- hagsvanda. Þetta er því ekki meðaltals- framfærsla heldur lágmarksframfærsla. Og ekki er síður mikilvægt að hafa í huga að í tölum Ráðgjafarstofunnar er húsnæðiskostnaður ekki talinn með, en hann skiptir sem kunnugt er tugum þúsunda. En tölumar eru raunhæfar því að fólk komst í raun og veru af með þær fiárhæðir sem nefndar em. Og samkvæmt þessari könnun kemst einstaklingur af með ríflega 58 þúsund krónur á mánuði. Hjón komast af með tæpar 82 þúsund kónur á mánuði en hafi þau bam á framfæri sínu hækkar lágmarksframfærslan í ríflega 100 þús- und krónur - auk húsnæðis eins og fyrr er getið. Hvað er nauðsyn? Pétur H. Blöndal segir mikilvægt að menn sættist á einhverja viðmiðun um hvað þurfi til framfærslu en að umræða Hvaö kostar aö lifa? - iágmarks vtómió Raigjafarstofu um fiármái hermilanna - án hú — snæðís Einstaklingur Hjón Hjón með 1 barn Hjón með 2 börn Matur og hreinlætisvörur 26.900 41.800 53.000 63.000 Rekstur bifreiðar 23.700 23.700 23.700 23.700 Fatakaup 2.700 5.500 8.000 10.500 Lækniskostnaður 2.500 5.000 7.600 10.100 Tómstundir 1.400 2.800 4.200 5.600 Ýmislegt 1.400 2.800 4.200 5.600 Samtals 58.600 81.600 100.700 118500 Miðaö er við könnun sem Neytendasamtökin gerðu fyrir tæpum áratug. í tölunum eru ekki upplýsingar um húsnæðiskostnað, síma, áskriftir, fasteignagjöld, tryggingar, dagheimilisgjöld. um fátækt hljóti ávallt að enda í ágrein- ingi um hvað teljist nauðþurftir og hvað ekki. „Ef einhver þingmaður fer að líta svo á að það sem hann þarf sjálfur séu nauð- þurftir þá er það alveg út í hött. Að það sé nauðsynlegt að eiga vélsleða eða fara reglulega til útlanda," segir Pétur. Sumir telja að með vaxandi velmegun hljóti fátæktarviðmið að hækka. Spurt er hvort ekki megi til dæmis telja eðli- legt viðmið að fólk hafi ráð á að kosta böm sín til íþróttaiðkunar hafi þau áhuga á því, jafnvel þótt slíkt hafi þótt óþarfi eða munaður fyrir nokkrum árum eða áratugum. Pétur segist ekki geta samþykkt þetta viðmið: „Sé þetta samþykkt verður annaðhvort að banna að böm æfi hjá íþróttafélagi eða láta þau öll gera það. Ég held að fólk eigi að reyna að færa bömum sínum einhverja sjálfsvirðingu og hún felst ekki endilega í að veita þeim jafnmikla neyslu og öðr- um bömum.“ Hvert er meiniö? Pétur segist hafa leitað að götum í velferðarkerfmu og þá einkum staldrað við stöðu forsjárlausra feðra sem verða atvinnulausir. „Þeir fá um 74 þúsund krónur í atvinnuleysisbætur og með tveimur bömum fá þeir auk þess nokk- ur þúsund krónur í dagpeninga. En þeir borga 30 þúsund krónur í meðlag, þannig að þeir hafa um 50 þúsund eftir. En borgi þeir með þremur bömum verð- ur dæmið eiginlega alveg óviðráðan- legt,“ segir Pétur og bætir við að mikil- vægast í umræðu um fátækt sé, að kom- ast að raunverulegri rót meinsins, sem sé uppáskriftir og ýmiss konar fikn sem steypi fólki í fátækt, óháð tekjum þess. Fasteignir - sumarbústaðir - atvinna Miðvikudagar eru fasteigna- og atvinnudagar hjá DV 950 kr. Auglýstu sumarbústað, fasteign eða atvinnu fyrir 950 kr. með mynd á miðvikudögum MT |Srnáau Auglýsingin þín birtist frítt á www.smaauglysingar.is í viku

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.