Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 Skoðun !>!/• Spurning dagsins Hin pólitíska hönd DV Áttu þér einhverja fyrirmynd? Bjarki Rúnar Sigurðsson neml: Brad Pitt, hann er góöur leikari og á fatiega konu. Atli Hjaltested nemi: Zinedine Zidane. Gunnlaugur J. Emilsson nemi: Kurt Cobain, hann var góöur gítarleikari. Óskar Haligrímsson neml: Mamma mín, hún er góö og skemmtileg kona. Andrea Björg BJörgvinsdóttir nemi: Tiger Woods, góöur golfleikari, mig langar aö veröa góö í golfi. Þuríður Sóley Sigurðardóttir nemi: Christina Aquilera og Birgitta Haukdal. Fyrir skömmu ákvað Ellert Schram, fyrrver- andi alþingismað- ur fyrir Sjálfstæð- isflokkinn, að bjóða sig fram fyrir Samfylking- una. Það virðist hafa valdið titr- ingi á DV þvi í kjölfarið birtist mikil úttekt í blaðinu um menn sem höfðu fært sig milli flokka. Greinin, sem Ólafur Teitur Guðnason blaðamaður er skrifaður fyrir, er satt að segja alveg ótrúleg- ur samsetningur, morandi í villum og rangfærslum, skrifuð með heið- bláum gleraugum og augljóslega uppgjör sjálfstæðismannanna á blaðinu við Ellert Schram. Yfirskriftin á baksíðu DV er „flokkaflækingar" og inni í blaðinu er fyrirsögnin yfir þvera síðu: „flokkaflakkarar". Það leynir sér ekki andúðin hjá blaðinu á Ellert og öðrum sem hafa skipt um flokk og hnykkt á því með að segja að „sennilegt er þó að iliindi og frama- pot hafi ráðið fór að minnsta kosti jafnoft og hreinn hugmyndafræði- legur ágreiningur". Það er merkilegt að blað sem stærir sig af því að vera frjálst og óháð skuli ekki geta haldið pólitísk- um viðhorfum blaðamannsins frá umfjöllun um þetta viðfangsefni og menn kallaðir flækingar og flakkar- ar. Síðan er klykkt út með því að halda fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé laus við þetta og því væntanlega betri en aðrir flokkar, en á baksíðu blaðsins segir að engin dæmi séu um að maður sem gegnt hafi þing- mennsku fyrir Sjáifstæðisflokkinn hafi sest á þing fyrir einhvem hinna rótgrónu flokka og jafnframt að enginn hafi „flakkað í Sjálfstæð- isflokkinn eftir þingmennsku fyrir annan flokk“. í og úr Sjálfstæðisflokknum Ekki eru þessar fullyrðingar ná- kvæmar svo ekki sé fastar að orði kveðið. Ingi Bjöm Albertsson og Hreggviður Jónsson vom kosnir á þing fyrir Borgaraflokkinn 1987 og gengu báðir í þingflokk Sjálfstæðis- flokksins árið 1990. Ingi Bjöm var svo kosinn á þing fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í kosningunum 1991. Krist- ín S. Kvaran náði kjöri sem þing- maður fyrir Bandalag jafnaðar- manna í kosningunum 1983 og gekk í þingflokk Sjálfstæðisflokksins fyr- ir lok kjörtímabilsins. Þarna eru 3 dæmi um þingmenn sem farið hafa í Sjálfstæðisflokkinn eftir þing- mennsku fyrir annan flokk. Blaðamaðurinn skilgreinir flakk milli flokka þannig að þeir teljist ekki hafa flakkað sem ekki áttu þess Kristinn H. Gunnarsson alþingismaöur. skrifar: kost að bjóða sig fram aftur fyrir sinn flokk, þar sem flokkurinn hætti að vera til. Borgaraflokkurinn bauð fram í öllum kjördæmum 1991 og það því rangt að „enginn hafi flakkað í Sjálfstæðisflokkinn eftir þingmennsku fyrir annan flokk", jafnvel þótt beitt sé framangreindri skilgreiningu. Fleiri hafa farið úr Sjálfstæðis- flokknum og stoðar lltt að reyna að fela það með því að þeir hafl ekki sest á þing „fyrir einhvern hinna rótgrónu flokka“. Sverrir Her- mannsson, Guðjón Amar Kristjáns- son og Albert Guðmundsson náðu kjöri fyrir aðra flokka og Eggert Haukdal fór í sérframboð, náði kjöri og gekk síðar aftur í þingflokk sjálf- stæðismanna. Þá fóru Jón Sólnes og Sigurlaug Bjarnadóttir í sérfram- boð, en bæði höfðu setið á þingi fyr- ir flokkinn. Sigfús L. Jónsson tók sæti sem varamaður fyrir Sjálfstæð- isflokkinn árin 1996 og 1997, en var í framboði fyrir Frjálslynda flokk- inn í síðustu kosningum, og nú er Ellert Schram kominn í framboð fyrir Samfylkinguna. Satt best að segja hefur verið ótrúlega mikill ' órói kringum Sjálfstæðisflokkinn síðasta aldarfjórðunginn og það er önnur mynd en DV vill draga upp. Rangfærslur Ekki eru tök á að leiðrétta allar villumar sem finnast í greininni og læt ég nægja að leiðrétta rangfærsl- ur gagnvart tveimur mönnum, Kar- vel Pálmasyni og mér. Varðandi Karvel er fullyrt að hann hafi setið á þingi eitt kjörtímabil fyrir Samtök frjálslyndra og vinstrimanna og fyr- ir Alþýðuflokkinn bæði fyrir og eft- ir þaö. Hið rétta er að Karvel náði DV-MYND GVA kjöri fyrir Samtökin 1971 og aftur 1974. Hann sat sem sé tvö kjörtíma- bil fyrir þann flokk. í kosningunum 1978 bauð hann sig fram utan flokka en náði ekki kjöri þótt litlu munaði. Ári síðar gekk hann í Alþýðuflokk- inn og sat á þingi fyrir hann 1979-1991. Rangt er að Karvel hafi setið á þingi fyrir Alþýðuflokkinn fyrir 1971. í ljósi þess að Samtökin buðu ekki fram eftir 1978 þá fellur Karvel ekki undir flokkaflakkarahugtakið miðað við skilgreiningu blaðsins og því farið með rangt mál í greininni. Varðandi mig þá er ranglega fullyrt að ég hafi verið þingflokksformaður Alþýðuhandalagsins; hins vegar var ég varaformaður þingflokksins um tíma. Sem kunnugt er hætti flokkur- inn pólitískri starfsemi fyrir kosn- ingamar 1999. Það á því hvorki við mig né aðra fyrrverandi þingmenn Alþýðubandalagsins nafnbótin flokkaflakkari sem ég er sæmdur í greininni. Flokksblaðið DV Mikil breyting hefur orðið á DV síðustu misseri. Eftir að Óli Bjöm Kárason varð ráðandi á blaðinu hef- ur blaðið orðið eindreginn málsvari Sjálfstæðisflokksins og hörðustu einkavæðingarsjónarmiða. Það er ekki lengur frjálst og óháð eins og áður var og líkist meir gömlu flokks- blöðunum, enda búið að losa sig við Jónas Kristjánsson. Þessi úttekt um svonefnt flokkaflakk er bara ein af mörgum af sama toga. Nýleg um- fjöllun um þrjú mál, bjórmálið á Al- þingi, útvarpsrekstur og EES-samn- inginn, er með sama marki brennd og þessi. Eignarhald á fjölmiðum skiptir greinilega máli. Jæja, Saddam Ekki er einfalt að gera upp hug sinn gagnvart þessu fyrirhugaða stríðsbrölti í írak. Nú skal hugsað upphátt: Með Garri hefur tilhneigingu til þess að efast um samsæriskenningar sem ganga út á að Banda- ríkjamenn séu blóðþyrstir og leiðtogum þeirra flnnist líklegt til vinsælda að steypa þjóð sinni út i stríð. Þannig að rökum Bandaríkjamanna fyrir nauðsyn þess að láta til skarar skríða verð- ur ekki mótmælt við Garra á þeim nótum. Saddam Hussein hefur verið óróaseggur allan sinn feril og er til alls líklegur. Ákvörðun hans um að ráðast inn í Kúveit fyrir rúmum áratug bar auk þess vott um brjálæði. Draumastaða hans er væntanlega að koma sér upp kjamorku- vopnum og geta í kjölfarið hótað því að sprengja Bandaríkin í loft upp án þess að eiga á hættu að fá mjög bágt fyrir, rétt eins og Norður-Kóreu- menn eru byrjaðir að gera og sitja vafalaust skríkjandi af kæti og geta varla fengið sér vatns- sopa fyrir hlátri. Mannkynið hefur sem sagt ekki fyrr varpað öndinni léttar eftir kalda stríðið en það stendur frammi fyrir nýjum vanda: að koma í veg fyrir að sprengjumar stóru komist í hendur brjálæð- inga. Ætli þeir sem stefndu flugvélum á tumana tvo í New York hefðu hugsað sig tvisvar um ef þeir hefðu átt þann kost að ýta í staðinn á hnapp og senda sprengjur af stað? Ætli það. og á móti Garri hefur tilhneigingu til að finnast vont vera jafnvont þótt bent sé á annað jafnvont eða verra. Árás á írak verður því ekki mótmælt við Garra með þeim rökum að Bandaríkjamenn hefðu nú frekar átt að ráðast á einhvern annan einræðisherra annars staðar í heiminum á öðr- um tíma - og ekki sé hægt að réttlæta aðgerðir nú fyrst það hafi ekki verið gert. Nei: Efasemdir Garra um innrás eða árás eða hvaö það nú heitir, þær eiga sér ekki rætur í vangaveltum um réttlæti heldur ósköp einfaldrar eiginhagsmunagæslu. Gangi menn út frá því að Saddam eigi ljót vopn og líklegt sé að hann beiti þeim einhvem tímann í framtíðinni verði ekki stuggað við honum, hvað ætli megi þá búast við að hann geri á meðan verið er að stugga við honum? Skyldi hann lyppast niður átakalaust? Ætli það. Hvorki né Niðurstaðan er hvorki né. Eins og maðurinn auglýsti í útvarpi Matthildi: „Þótt ég hafi nú ver- ið í fríi sem múrari um nokkurt skeið er ekki þar með sagt að ég sé frímúrari." En ekki útilok- að, eða hvað? Garri ér því fyrst og fremst þakklátur fyrir að vera ekki einn af fulltrúunum í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna sem þurfti að rýna í hlerunar- upptökurnar frá Irak sem Powell spilaði fyrir þá eða ráða í njósnamyndirnar dularfullu. Skyldu þeir blessaðir hafa haft nokkra hugmynd um hvað þessi miklu sönnunargögn þýddu í raun? Ætli það. Csjkrri í undankeppni söngvakeppninnar Ástæöa til aö fylgjast meö. Á réttri leið Jens Guð skrifar: Ég hef aldrei horft á söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Hvorki undankeppnina hér heima né úr- slitakeppni í útlöndum. Með einni undantekningu; þegar ég var gest- komandi í heimahúsi í Færeyjum. Þar var skemmtilegt að fylgjast með viðbrögðum Færeyinga. Þeir héldu af ákafa með íslenska laginu. Keppn- in sjálf var dapurlega hallærisleg. Ekki síst íslenska lagið. Nú bregður svo við að ástæða er til að fylgjast með undankeppninni hér heima. Meðal flytjenda eru nokkrir áhuga- verðir: Besta og fallegasta söngkona heims, Eivör Pálsdóttir, Botnleðja, Heiða næturvörður, Rúni Júl og (e.t.v.) fleiri. Með þáttttöku þeirra hefur keppnin fengið nýja vídd og sveigt inn á spennandi braut. Á næsta ári verða kannski Hilmar Öm, Steindór Andersen og Erpur með. Eða Mínus, I Adapt og Björk. ESB-væðing hræðir Lárus Jónsson skrifar: Ég er farinn að hræðast hvernig sumir menn láta í fjölmiðlum og kastljósum út af ESB. Jafnvel ungir og metnaðarfulli drengir í stjórnmál- um segjast vilja gefa fullveldi okkar upp á bátinn, en það hljóta þeir að meina með stuðningi sínum og ákafa að gerast ríki í Evrópusambandinu. Þessi ESB-væð- ing hræðir mann og hryggir. Það er átakanlegt að hlusta á íslendinga sem vilja fórna okkur á blóði drifnu altari hinnar stríðshrjáðu, gömlu Evrópu. Ófullkomna skýrslan Jón Þorsteinsson skrifar: Ósköp ætlar þetta Geirfinnsmál að vinda upp á sig. Nú síðast skipaður sér- stakur saksóknari til að gera skýrslu um meintan þátt eins ákveðins aðila að hvarfi Geirfinns. Ég get ekki séð að neitt sérstakt hafi komið í Ijós með rannsókninni, hvorki til né frá. Lög- regla Reykjavíkur og Keflavíkur stendur hrein og bein eftir og eng- inn verður saksóttur héðan af. Því er manni spurn: Er heil brú í því að kosta sérstakan lögmann í rúmlega eitt ár til að komast að engu? Ég spái því hins vegar að mál þetta verði enn þá til umræðu. Og hver veit hver fer næst fram á „sérstaka rannsókn" og enn verði ráðherra að skipa saksóknara til skýrslugerðar? Borgarstjóri svari Baldvin hringdi: Ég treysti því að nýr borgarstjóri verði krafinn svara um hvenær hann ætli að láta kanna eða öllu heldur gera úttekt á skuldastöðu Reykjavíkurborgar. En skuldastaðan er orðin hrikaleg, vel yfir 10 millj- arða fram úr fjárhagsáætlun. Maður verður að ætla að hinn nýi stjóm- andi Reykjavíkur vilji koma þessum málum í traustan farveg. Því er ekki til setunnar boðið fyrir borgarstjór- ann að hefjast handa og taka upp þráðinn þar sem fyrrv. borgarstjóri sleppti taumunum. Og um það era flestir sammála að taumarnir hafi verið frekar lausir í höndum frúar- innar, Ingibjargar Sólrúnar. Magnús Leópoldsson. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.