Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Qupperneq 14
14 Menning Angurværð, eftirsjá og tregi Hjörtur Pálsson. Hallgeröur Gísladóttir. Njöröur P. Njarövík. Skammstöfunin MENOR stendur fyrir Menningarsamtök Norðlendinga sem voru stofnuð 1982 og hafa unnið að framgangi menningar og lista á Norðurlandi. Á árunum 1989 til 2001 stóðu samtökin fyrir árlegri ljóða- og smásagnasamkeppni í samvinnu við blaðið Dag, og í tilefni tuttugu ára afmælis þeirra á síðasta ári var bæði haldin vegleg af- mælishátíð í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit og gefin út ljóð þau og sögur sem höfðu hlotið MENOR-verðlaunin. Afmælisritið her heitið Slóðir mannanna og þar eru birtar fimmtán smásögur og fimmtán ljóð eftir alls 24 höfunda, auk afmæl- isgreinar eftir núverandi formann MENORS, séra Ólaf Þ. Hallgrímsson. Sumir verðlauna- höfundarnir eru landsþekktir fyrir ritverk sín og má þar nefna Hjört Pálsson, Erling Sig- urðarson, Njörð P. Njarðvík, Eystein Björns- son, Ágúst Borgþór Sverrisson, Valgeir Skag- Qörð og Sigmund Emi Rúnarsson. Aðrir eru kunnir á öðrum vettvangi, til dæmis Aðal- steinn Svanur Sigfússon myndlistarmaður og Hallgerður Gísladóttir þjóðfræðingur. Bókmenntir Það er sterkur heildarsvipur yfir þessum norðlenska verðlaunaskáldskap - svipur ang- urværðar, eftirsjár, trega og jafnvel sorgar. Eins og oft er þegar menn semja eina og eina smásögu eru það átakanleg atvik sem leita á. Manneskja snýr aftur í mannlaust hús og minnist í „Sanctus“ Sigurðar Ingólfssonar og „Orðin í rykinu" eftir Rósu Jóhannsdóttur, minningar um einelti er söguefni Valgeirs Skagfiörð í „Grámanni" og Eysteins Bjöms- sonar í „Húsinu“, sjálfsvíg er söguefni Svav- ars Þórs Guðmundssonar, Skúla Björns Gunn- arssonar og ef til vill líka Snæfriðar Ingadótt- ur, missir er efni Hjörvars Péturssonar í „Gretti", móðurmissir í „Bænheyrður" eftir Ágúst Borgþór Sverrisson, morð í „Krossi“ Þórunnar Sólveigar Ólafsdóttur og hræðilegt slys í áhrifamikilli sögu Bjöms Ingólfssonar, „Að jörðu“. Bjartara er yfir „Endurfundum" Hilmars Trausta Harðarsonar sem segir frá endurnýj- uðum kynnum pörupilts og nomarinnar í göt- unni þegar hún er orðin sjúklingur á stofnun- inni þar sem hann er sjúkraliði. Tónninn er frekar napur en dapur í „Stefnumótun" Hjart- ar Pálssonar sem segir frá hálfvelgju sfiórn- málamanna þegar kemur að menningarmál- um. Ein lengsta sagan er „Bjargið" eftir Ey- stein Bjömsson sem tekur á elli (og dauða) á óvæntan hátt, og skáldskaparlistin er við- fangsefni Ólafs Þórðarsonar í sögunni „Verk- færi“. Flugbeitt keöjusög Ljóð eiga stundum bágt þegar þau þurfa að standa stök, klippt frá félögum sínum sem þau standa hjá I ljóðabókum. Það lánast ekki alltaf að láta eitt ljóð bera fulla mynd og merkingu sem situr í lesanda, en það tekst Aðalsteini Svani í „Brýnt“ sem hlaut verðlaun 1991 í óhefðbundnum hluta keppninnar. Myndin er óhugnanlega sterk og skýr og felur í sér ilm, birtustig, lit, hljóð og hreyfingu: Af hrímuöu barri leggur daufan ilm. í Ijósaskiptum morgunsins er skógurinn blár og þögull uns ég strýk þjölinni yfir stáliö - í rílunum sindrar á svarfiö. Vió hverja stroku styttist tönnin og þegar ég stend upp er ég reiðubúinn: Keöjusögin mín, keðjusögin mín rauða er flugbeitt. Teygi á þögninni stutta stund áður en ég kippi í gang og splundra morgninum. Toppar hœstu trjánna bœrast í gusti frá svörtum vœng. Yfirleitt bera verð- launaljóðin sama trega- svipinn og sögumar og má til dæmis nefna Ijóðið „Mynd“ eftir Björn Ing- ólfsson sem lýsir vetrar- nótt og endar á þessum hendingum: „Út í auðnina hvíta / er eins manns slóð, / engin til baka.“ Mörg Ijóðanna - kannski öll - eru einkar fallega og haglega ort og mætti hér taka mörg dæmi. Til dæmis yrkir Hjalti Finnsson afar vel um Kristján Fjallaskáld í kvæði sem hlaut fyrstu verðlaun í hefðbundnum hluta fyrstu ljóða- samkeppninnar 1991 og mynd Hallgerðar Gísladóttur frá 2001 af leiði afa í páskasnjó er undurfogur. Engin samkeppni var í fyrra vegna afmælis- hátíðahalda en í ár verður smásagnasam- keppni á vegum MENORS og tímaritsins Heima er best. Skilafrestur er til 1. maí og á að senda handrit til Heima er best, Suður- landsbraut 14, Reykjavík. Öllum er heimil þátttaka. Silja Aðalsteinsdóttir Slóðir mannanna. Menningarsamtök Norölendinga tutt- ugu ára, afmælisrit. Bókaútgáfan Hólar 2002. Tónlist Atli Ingólfsson. Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson. Jón Ásgeirsson. Jónas Tómasson, Hljómsveitin sem sást ekki Sinfóníuhljómsveit íslands tók þátt í Myrk- um músíkdögum með því að frumflytja fiórar tónsmíðar í Háskólabíói 1 gærkvöld. Stjórn- andi var Bemharður Wilkinson og fyrsta verkið á dagskrá var Orchestra B eftir Atla Ingólfsson. Það heitir þessu nafni vegna ann- arrar hljómsveitar sem áheyrandinn átti að ímynda sér, „hljómsveit A“ er hvorki sást né heyrðist í. Hún var samt að spila á sama tíma, og í tónleikaskránni spurði Atli: „Hvaða áhrif hefur þetta á það sem við heyrum í raun? Við hættum til dæmis að leita uppi „aðalatriði“ og „aukaatriði", stef, rytma og ýmislegt það sem gerir heildina „þekkjanlega" ..." Hugmyndin er góð en það fer auðvitað eftir hverjum og einum hvort hún breytti ein- hverju á tónleikunum. Óneitanlega var tón- listin svo sérkennileg að ímyndaða hljóm- sveitin háifpartinn gleymdist; maður hrökk við strax í byrjun er órólegar barsmíðar heyrðust úr slagverkinu. Þráhyggjukennt hvískur strengjanna upp og niður tónstigann um leið skapaði óhugnanlega stemningu og auðvelt var að sjá fyrir sér atriði úr einhverri B mynd, t.d. uppvakning að berja sér leið út úr líkkistu á meðan geðsjúklingar moka yfir hana með matskeiðum ... Hver man eftir ósýnilegri hljómsveit þá? I heild er Órchestra B snyrtilega samin tón- smíð og hefur tónskáldinu tekist að koma meginhugmyndum sínum til skila. Framvinda verksins er auðheyrileg, formbyggingin skýr og hljómsveitarraddsetningin sannfærandi. Mér fannst líka rödd hinnar hljómsveitarinn- ar frábær! Öllu hefðbundnari var tónsmíð Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar, sem bar einfaldlega heitið Sinfónía, hvorki A, B eða annað. Þetta er vel unnin tónlist með rökréttu ferli, og maður fékk á tilfinninguna að allt mögulegt hefði verið að gerast í hugarheimi tónskálds- ins þegar hann samdi hana. Að vísu fannst mér grunnhugmyndir verksins ekki sérlega bitastæðar og því hætti það fljótlega að koma mér við, þó það væri prýðilega leikiö af hljóm- sveitinni. En þetta er persónulegt mat; ég hitti fólk í hléinu á eftir sem var mér ekki sam- mála. Trompetkonsert Jóns Ásgeirssonar, sem var fyrsta atriöið eftir hlé, kom meira á óvart. Síð- rómantískur Hollywood-stíll tónlistarinnar var svo fullkomlega blygðunarlaus að maður varð alveg gáttaður og má dást að Jóni fyrir að þora þetta. En rétt er að benda á að það skiptir ekki máli hvaða tungumál tónsmiður- inn notar ef það skilst, alltént ef hann er að segja eitthvað merkilegt. Ef ekki, þá verður tónlistin að vera skemmtileg og vissulega var trompetkonsert Jóns áheyrilegur, allir hlutar verksins samsvöruðu sér ágætlega og hægi kaflinn var hugljúft popplag. Kannski hefði mátt vera meiri flugeldasýning í lokakaflan- um en það er hið eina sem má setja út á ann- ars vandaðan og tæran einleik Ásgeirs Stein- grímssonar. Síðasta atriði tónleikanna var Sinfonietta I eftir Jónas Tómasson, átakamikil og blæ- brigðarík náttúruhugleiðing sem minnti óneitanlega á Jón Leifs. Hún var glæsilega spiluð af hljómsveitinni og var þetta frískleg- ur endir á áhugaverðum og metnaðarfullum tónleikum." Jónas Sen Sinfóníuhljómsvelt íslands lék á Myrkum músíkdögum í Háskólabíól 6.feb.: Orchestra B eftir Atla Ingólfsson, Sinfónía eftir Hróömar Inga Sigurbjörnsson, Trompet- konsert eftir Jón Ásgeirsson og Sinfonietta I eftir Jónas Tómasson. Einleikari: Ásgeir Steingrímsson. Stjórn- andi: Bernharöur Wilkinson. FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 ________________________i>v Umsjón: Silja Aöalsteínsdóttir Hljómeyki á Myrkum Sönghópurinn Hljómeyki heldur tón- leika í tónlistarhúsinu Ými við Skógar- hlíð á Myrkum músíkdögum kl. 20 á sunnudagskvöldið. Þá frumflytur kórinn Jubilate Deo eftir Oliver Kentish, verk sem bað tónskáldið beinlínis um að semja sig. Þar að auki frumflytur hópur- inn í Reykjavík verkið Namárie eftir Jónas Tómasson við texta úr Hringa- dróttinssögu og Fimm vísur um nóttina eftir Stefán Arason við ljóð eftir Sigurð Óskar. Enn fremur verða flutt verkin Canite tuba eftir Hildigunni Rúnarsdótt- ur, Iustorum Animæ eftir John A. Speight, 145. Davíðssálmur eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Trú mín er aðeins týra eftir Jón Nordal. Að teikna hugarheima Á morgun kl. 15 verður opnuð sýning á frönskum og belgískum teiknimyndum í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni. Sýningin ber yfirskriftina Að teikna hugarheima og spannar þau tvö hundr- uð ár sem teiknimyndir hafa verið gefn- ar út. Sýningin er fiór- skipt. Fyrsti hlutinn fiallar um sögu teiknimyndanna í máli og myndum, annar hlutinn er um teiknimyndir sem byggja á vísindaskáld- skap, sá þriðji fiallar um framtíðarsýn tiu samtímateiknara og fiórði hlutinn er sýning á verkum eins athyglisverðasta teiknara Frakka í nú- tímanum, Nicolas de Crecy, sem verður sérstakur gestur við opnunina. Teiknimyndir urðu til i Frakklandi og Belgíu í upphafi nítjándu aldarinnar og eru nú með vinsælasta lesefni millj- óna fólks úti um allan heim. í Frakk- landi einu voru 2000 nýir titlar gefhir út á síðasta ári og milljónir eintaka seldar. Nútímateiknimyndir spanna afar vítt svið, allt frá Tinna, Ástríki og félögum til hápólitískra neðanjarðarmynda og lesendahópurinn er fólk á öllum aldri. Sýningin er samvinnuverkefhi Gerð- arsafns, Sendiráðs Frakklands á íslandi og Alliance Frangaise og stendur til 23. febrúar. Norsk bókmenntakynning Gro Tove Sandsmark, sendikennari í norsku við Háskóla íslands, mun kynna norskar bækur nýútkomnar og strauma í norskum bókmenntum í Norræna hús- inu á morgun kl. 16. Þar mun rithöfund- urinn og stríðsfréttaritarinn Ásne Seier- stad líka kynna höfundarverk sitt. Ásne Seierstad (f. 1970) hefur mikla reynslu af fréttastörfum á átakasvæðum eins og Kosovo og Afganistan. Hún var með fyrstu vestrænu fréttamönnunum sem komu til Kabúl, höfuðborgar Afganistans, eftir flótta talibana haustið 2001. Vorið 2002 fékk hún að búa hjá fiölskyldu þar í borg sem hún lýsir í bókinni Bokhandleren i Kabul - et familiedrama. Bókin hefur verið á met- sölulistum allt frá útgáfudegi i haust. Ásne hefur einnig gefið út bókina Med ryggen mot verden. Portretter fra Serbia. Páll Thayer fyrirles Á mánudaginn kl. 12.30 flytur Páll Thayer myndlistarmaður fyrirlestur i Listaháskóla íslands í Laugarnesi, stofu 024. Erindið nefnist „Efniviður inter- netsins sem listrænn miðill". Páll bjó í Bandaríkjunum í nokkur ár og sótti tíma í myndlist og heimspeki en vann jafnframt við prentun og tölvu- umbrot. Árið 1999 útskrifaðist hann frá Fjöltæknideild MHÍ og hafði þá einnig stundað nám sem gestanemandi við Listaakademíuna í Helsinki. Páll hefur líka starfað í ýmsum hljómsveitum og eru hljóð og tónlist stór þáttur í verkum hans. í fyrirlestrinum fiallar Páll um til- raunir sínar og hugmyndir varðandi efnivið á intemetinu sem nota má til listrænnar sköpunar. Er intemetiö að- eins nýr vettvangur til listbirtingar eða er það nýr sjálfstæður miðill? Ef það er sjálfstæður miðill, hver er efniviður þess og áhöld? Er mögulegt að svo staf- rænn og tæknivæddur miðill geti búið yfir sveiganleika á borð við leir og olíu- liti?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.