Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 Rafpóstur: dvsport@dv.is steigupp og KR-ingar lögöu Stólana, 102-92, í DHL-Höllinni og gefa ekkert eftir KR-ingar rifu sig upp eftir stórt tap gegn Snæfelli í síðustu umferð með því að sigra Tindastól á heimavelli í gærkvöld, 102-92. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, var mátulega sáttur við leikinn sem slíkan en fagnaði stigunum tveimur. „Mér fannst leikurinn vera sveiflu- kenndur. Við misstum Darrell Flake, erlenda leikmanninn okkuar, út af um miðjan fyrri hálfleik og þá kom bakslag í þetta hjá okkur eftir að hafa haft nokkuð góð tök á leiknum fram að því. Mönnum leið of vel á vellinum í byijun og fóru síðan að slaka á en það má bara ekki. Menn fóru að taka misgóð skot og fengu síðan hraðaupp- hlaup í andlitið í kjölfarið. Við fórum yfir þetta í hálfleik og töluðum um að fá meira frá bakvörðunum. Herbert steig upp þegar okkur vantaði hjálp fyrir utan. Við breyttum síðan um áherslur í vörninni þegar við lentum níu stigum undir í byrjun seinni hálf- leiks. Ég lét Magna taka Clifton Cook og mér fannst það vera vendipunktur- inn í leiknum þegar við breyttum um áherslur í vöminni. Næsti leikur mikilvægur Næsti leikur er gríðarlega mikil- vægur fyrir okkur ef við ætlum að eiga möguleika á að komast aftur í efsta sætið. Við fórum upp í Borgames og verðum án Flake á meðan Grinda- vík og Keflavík leika innbyrðis. En við erum bjartsýnir á framhaldið og njót- um þess að spila,“ sagði Ingi. KR byrj- aði leikinn í gærkvöld mun betur og komst í 17-6 og Stólarnir voru ekki að finna sig í DHL-höllinni. KR komst síðan í 33-20 í byrjun annars leikhluta en þá meiddist Darrell Flake hjá KR og í kjölfarið tvíefldust. Stólamir og fóru með tveggja stiga forskot í hálf- leik, 43-A5. Flake spilaði síðan seinni hálfleikinn og var haltur allan tímann en það kom þó ekki í veg fyrir að hann skoraði 20 stig í hálfleiknum. Stólam- ir komust níu stigum yfir í byrjun seinni hálfleiks, 49-58, en þá bitu KR- ingar á jaxlinn og Herbert Arnarson tók sig til og skoraði þrjár 3ja stiga körfur með stuttu millibili og Flake jafnaði síðan leikinn, 63-63. Jafhræði var síðan með liðunum þar til um miðjan fiórða leikhluta þegar heima- menn sigu fram úr og unnu 10 stiga sigur. Leikurinn ætlaði aldrei að taka enda þar sem Stólamir voru duglegir að brjóta í lokin og voru heimamenn þá mikið á vítalinunni. Á annarri löppinni Hjá KR var Flake ótrúlega seigur þrátt fyrir að leika seinni hálfleikinn á annari löppinni og leika nánast ekkert í öðram leikhluta. Hann náði þrátt fyr- ir það að skora 33 stig og taka 16 frá- köst. Herbert kom sínum mönnum aft- ur inn í leikinn og raðaði 3ja stiga körfum um tíma og skoraði öll 23 stig sín í seinni hálfleik. Baldur Ólafsson lék eins og engill til að byrja með og Jóhannes Árnason skoraði tvær mikil- vægar 3ja stiga körfur. Þá stóð Magni Hafsteinsson sig vel í vöminni en fann sig ekki sóknarlega. Hjá Tindastóli var Clifton Cook bestur og Kristinn Friðriksson var góður. Machail Andropov og Helgi Viggósson voru í villuvandræðum og komust ekki almennilega í takt við leikinn. -Ben deldhni Darreli Flake og Michail Antropov berjast hér um eitt af 95 fróköstum sem voru f boöi f gær. Flake tók 16 fráköst og Antropov 11. DV-mynd E. Ól. Matteo hættur hjá Skotum Skoska landsliðið í knattspymu varð fyrir miklu áfalli í gær þegar varnarmaðurinn Dominic Matteo, fyrirliði Leeds, ákvað að hætta að spila með landsliðinu. Matteo hefur verið mikið meiddur að undanfórnu og sagði við fiölmiðla í gær að hann teldi sig einfaldlega ekki hafa heilsu til að spila bæði með félagsliði og landsliði og það heiðarlegasta sem hann gæti gert fyrir Berti Vogts, þjálfara liðsins, og aðra leikmenn landsliðsins væri að hætta. „Ég hef ráðfært mig við sérfræðinga og þeir hafa ráðlagt mér að minnka fiölda leikja sem ég spila. -ósk 1 K A R L A R 5 DGúiMiá Staöan Grindavík 16 14 2 1480-1303 28 KR 16 13 3 1432-1292 26 Keflavík 16 12 4 1607-1324 24 Haukar 16 10 6 1445-1374 20 Njarðvlk 16 9 7 1316-1339 18 ÍR 16 9 7 1396-1413 18 Tindastóll 16 8 8 1432-1422 16 Snæfell 16 7 9 1297-1293 14 Breiðablik 16 6 10 1449-1499 12 Hamar 16 4 12 1479-1650 8 Skallagr. 16 2 14 1296-1467 4 Valur 16 2 14 1238-1486 4 Næstu leikir Tindastóll - Breiðabl. 13. feb. kl. 19.15 Snæfell - Njarðvík . 13. feb. kl. 19.15 Valur - Hamar .... 13. feb. kl. 19.15 SkaUagrímur - KR .14. feb. kl. 19.15 Grindavík - Keflavík 14. feb. kl. 19.15 iR - Haukar .......14. feb. kl. 19.15 Hamar - ÍR.........16. feb. kl. 19.15 KR - Grindavík .... 16. feb. kl. 19.15 Breiðabl. - Skallagr. 16. feb. kl. 19.15 Haukar - Snæfell . . 17. feb. kl. 19.15 Keflavík - Valur ... 17. feb. kl. 19.15 Njarðvík - Tindastóll 17. feb. kl. 19.15 KR - Keflavík......20. feb. kl. 19.15 Tindastóll - Haukar 20. feb. kl. 19.15 Snæfell - Hamar ... 20. feb. kl. 19.15 SkaUagr. - Njarðvík 21. feb. kl. 19.15 Grindavík - Breiðabl. 21. feb. kl. 19.15 ÍR - Valur ....... 21. feb. kl. 19.15 KR-Tindastóll 102-92 2-0, 7-2, 17-6, 17-14, 20-14, 24-16, (27-20), 33-20, 38-26, 41-31, 41-37, 43-37, (43^5), 43-47, 45-51, 49-51, 49-58, 55-58, 58-59, 65-63, (67-65), 67-68, 69-72, 73-74, 76-76, 80-76, 80-81, 86-81, 93-84, 99-86, 102-92. Stig KR: Darrell Flake 33, Herbert Am- arson 23, Baldur Ólafsson 18, Skarphéð- inn Ingason 8, Jóhamjes Ámason 6, Am- ar Kárason 5, Óðinn Asgeirsson 5, Magn- ús Helgason 2, Magni Hafsteinsson 2. Stig Tindastóls: Clifton Cook 31, Krist- inn Friðriksson 18, Michail Antropov 13, Axel Kárason 10, Óli Barðdal 7, Helgi Rafn Viggósson 6, S igurður Sigurðsson 5, Gunnar Þór Andrésson 2. Dómarar (1-10): Kristinn Óskars- son og Björgvin Rúnarsson (8). Gœði leiks (1-10): 5. Áhorfendur: 105. Maöur leiksins: Herbert Arnarson, KR •«r Staðaní Fráköst: KR 50 (19 í sókn, 31 í vörn, Flake 16, Baldur 13), Tindastóll 45 (18 í sókn, 27 1 vöm, Antropov 11, Cook 10). Stoösendingar: KR 26 (Amar 8), Tindastóil 12 (Cook 4). Stolnir boltar: KR 8 (Amar 3), TindastóU 10 (Axel 4). Tapaöir boltar: KR 15, Tindastóll 12. Varin skot: KR 11 (Magni 5, Óöinn 3), TindastóU 4 (Antropov 3). 3ja stiga: KR 20/8, (40%, 12/6 í þriðja), TindastóU 19/6, (32%). Víti: KR 25/20, (80%), Tindastóll 27/18, (67%). - segir Eyjólfur Guðlaugsson, þjálfari Grindavíkur, um leik Keflavíkur og ÍS Ikarlar j—oN Bikarúrslitaleikir karla fóra fyrst fram árið 1966 og sigraði þá Ármann. Þetta er í 37. sinn sem leikið er til úr- slita í bikarkeppninni. Fyrstu 4 árin sendu liðin 1. flokk til keppni en frá 1970 hefur bikarkeppnin verið keppni þeirra bestu. KR hefur sigraö oftast, alls lt sinn- um, Njarðvik hefur unnið sjö sinnum og Keflavík, Grindavík, Haukar, Valur og Ármann hafa sigrað þrisvar. Keflavik og Snœfell hafa einu sinni mæst í bikarúrslitaleik (1993) og er þaö jafnframt í eina skiptið sem Snæfell hefur leikið til úrslita. Keflavík sigraði næsta örugglega með 115 stigum gegn 76. Þá var Ivar Ásgrímsson, núverandi þjálfari kvennaliðs ÍS, þjálfari og leikmaður með Snæfelli og stigahæsti leikmaður Snæfellinga 1 leiknum var Báröur Eyþórsson, núverandi þjálfari liðsins. Keflavik og Snœfell hafa mæst einu sinni i Intersportdeildinni í vetur og sigraði Keflavík í Stykkishólmi, 95-97, eftir að hafa unnið upp forskot Snæfellinga í leiknum. Siguröur Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, hefur leikið fjóra bikarúr- slitaleiki (1990, 1991, 1993 og 1994) og stýrt liði 4 sinnum til sigurs í bikar- keppninni sem þjálfari (3 kvennatitlar og 1 karlatitill). Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæfefls, hefur leikið í tveim bikarúrslitaleikjum (1987 og 1993), í hvoragt skiptið sigrað og aldrei stýrt liði í bikarúrslitaleik áöur sem þjálfari. Keflvikingar hafa unnið 3 bikarmeist- aratitla, árin 1993, 1994 og 1997. Liðiö hefur alls komist 6 sinnum í bikarúr- slitaleikinn. Fyrsti sigurinn kom fyrir 10 árum er liðið lagði einmitt Snæfefl í úrslitaleik. Það er í eina skiptið sem Snæfell hefur komist í úrslitaleikinn. Félag utan Stór-Reykjavíkursvœöis- ins og Reykjaness hefur aldrei orðið bikarmeistari. Keflavík hefur hvorki oröið íslands- né bikarmeistari í meist- araflokki karla án þess að Guðjón Skúlason hafi verið i liðinu. „Keflavík er með besta liðið á landinu í dag í kvennaflokki og ég hallast að sigri þeirra í leiknum á morgim en þær munu þurfa að hafa fyrir sigrinum því að ÍS-liðið hefur verið að koma mjög mikið til eftir áramót. Ólík staða liðanna í deild- inni segir hálfa söguna og ég tel það Jjóst að það er ekki eins mikill getu- munur á liðinum og menn gætu haldið þegar efsta lið deildarinnar mætir því neðsta,“ sagði Eyjólfur Guðlaugsson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur, um bikarúrslitaleik- inn á milli Keflavík og ÍS í Laugar- dalshöllinni á morgun. Mikil reynsla í Keflavík „Keflavíkurliðið býr yfir mikilli reynslu og langri sigurhefð. Það hefur verið að vinna flesta sína leiki með stórum mun í vetur en þó sýnt veikleikamerki í þeim tveimur leikjum sem liðið hefur tapað. Þegar mjótt hefur verið á mununum eins og var í þeim leikjum þá hefur liðið farið á taugum og ekki vitað hvem- ig það ætti að bregðast við. Það er nokkuð sem ÍS-liðið gæti nýtt og lykilatriði fyrir það að missa Kefla- vikurliðið ekki of langt frá sér. Vömin hjá Keflavík er mjög sterk og sömuleiðis hefur liðum reynst erfitt að ráða við Erlu Þorsteinsdótt- ur, Soniu Ortegu og Önnu Maríu Sveinsdóttur inni í teig. ÍS-stúlkur verða að ná að loka á sendingar inn í teiginn ef þær ætla sér að eiga möguleika." Baráttuglaöar ÍS-stúlkur „ÍS-liðið er gott, miklu betra held- ur en staða liðsins í deildinni gefur til kynna. Það er með mjög góðar skyttur og það er lykilatriði fyrir liðið að leikmennimir hitti vel úr skotum sínum fyrir utan. Að auki verða þær að passa vel upp á bolt- ann. Margir leikmanna Keflavíkur- liðsins eru mjög góðir að stela bolt- anum og skora auðveldar körfur í framhaldinu og það er nokkuð sem ÍS verður að passa. ÍS-liðið er skemmtilegt, það er mjög baráttu- glatt og leikmenn liðsins elta hvem einasta lausa bolta sem dettur. Liðið hefur bætt sig leik frá leik að undanfömu og það er alveg ljóst að Keflavík á erfitt verkefni fyrir höndum. Það getur ekki leyft sér neitt vanmat því að það mun koma aftan að því. ÍS-liðið þarf að ná topp- leik til að bera sigur úr býtum í leiknum og það myndi gefa því byr undir báöa vængi í framhaldinu ef það tækist en Keflavíkurliðið er það sterkt og reynslumikið að ég hallast að sigri þess,“ sagði Eyjólfur Guð- laugsson, þjálfari Grindvíkinga, um bikarúrslitaleik Keflavíkur og ÍSi kvennaflokki. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.