Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Qupperneq 29
FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 29 * Jóna Margrét Ragnarsdóttir og félagar hennar í Stjörnunni komust lítiö áleiöis gegn Birgit Engl eöa öörum Eyjastúlkum í undanúrslitaleik liöanna í Eyjum í gær. DV-mynd PÖK . . v ■ ‘ » ■ ■ A 1 M ■ / ** t,! v Island og Bandaríkin mætast í kvennalandsleik: Sterkur hópur hjá Bandaríkjamönnum - fyrir leikinn gegn íslendingum ytra April Heinrichs, þjáifari banda- ríska kvennalandsliðsins í knatt- spyrnu, hefur valið 24 manna hóp fyrir landsleikinn gegn íslandi en hann fer fram 16. febrúar á Black- baud-leikvanginum í Charleston í Suður-Karólínu. Hópurinn er gífurlega sterkur og í honum er meðal annars þrír leikreyndustu leikmenn liðsins, þær Mia Hamm, Kristine Liily og Julie Foudy en þær voru ekki í hópnum þegar bandariska liðið rúllaði yfir Mexíkó, 7-0, 7. janúar síðastliðinn. Nokkrir reynslubolt- ar eru þó fjarverandi og má þar nefna framherjann Tiffany Mil- brett. Bandaríska liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir Algarve Cup þar sem flest sterkustu landslið heims mun etja kappi saman dag- ana 14.-20. mars. ísland og Bandaríkin hafa fjór- um sinnum mæst áður. Bandarík- in hafa unnið þrívegis en einn leikur, 8. apríl 2000, endaði með markalausu jafntefli þar sem Þóra Helgadóttir, markvörður íslands, fór á kostum. Bandaríski hópurinn er skipað- ur eftirtöldum leikmönnum: Markverðir: Briana Scurry, Siri Muflinix, Hope Solo, LaKeysia Beene. Vamarmenn: Christie Pearce, Nandi Pryce, Brandi Chastain, Kate Sobrero, Jenny Benson, Thori Bryan, Heather Mitts. Miðjumenn: Lori Chalupny, Tiffany Roberts, Jena Kluegel, Aly Wagner, Julie Foudy, Kristine Lifly, Angela Hucles, Lindsay Tar- pley, Dewyn Hawkins. Framherjar: Heather O’Reilly, Mia Hamm, Cindy Parlow, Abby Warmbach. -ósk - þegar Eyjastúikur tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleik kvenna með 25-17 sigri á Stjörnunni ÍBV tók á móti Stjörnunni i undan- úrslitum í Eyjum í gærkvöldi en leiknum hafði verið frestað frá því kvöldið áður. Liðin höfðu fyrir leik- inn leikið þrívegis í vetur og voru leikirnir aflir mjög spennandi þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Það voru því flestir á þvi að leikur- inn í gærkvöldi hefði alla burði til þess að verða spennandi enda er Stjarnan eina liðið sem hafði tekið stig frá Eyjum. En annað kom á dag- inn því Eyjastúlkur hreinlega völt- uðu yfir andstæðinga sína úr Garða- bænum og tryggðu sér sæti í úrslit- um bikarkeppninnar þriðja árið í röð. Það var augljóst að taugar leik- manna og forráðamanna voru þand- ar til hins ýtrasta í gærkvöldi enda var byrjunin á leiknum frekar glopp- ótt. Heimaliðið hafði reynsluna fram yfir gestina og þó að þær hafi gert mörg mistök í upphafí náðu þær strax undirtökunum. Gestirnir úr Garðabænum náðu hins vegar ekki að ógna Eyjavörn- inni enda skoruðu Stjörnustúlkur að- eins eitt mark fyrstu íjórtán mínút- urnar. Varnir beggja liða voru reynd- ar sterkar en um miðjan hálfleikinn tóku Eyjastúlkur góða rispu, skoruðu sex mörk gegn aðeins tveimur mörk- um gestanna og breyttu stöðunni úr 3-2 í 9-4. Þarna lögðu Eyjastúlkur grunninn að sigrinum en staðan í hálfleik var 11-5. Fjör í seinni hálfleik Seinni hálfleikur var svo fjörugur í meira lagi. Fyrstu fimmtán minút- urnar fóru heimastúlkur hreinlega hamfórum og héldu handboltasýn- ingu þar sem hvert glæsimarkið rak annað. Þegar munurinn var kominn í eflefu mörk tóku gestirnir leikhlé og réðu ráðum sínum. Eftir það voru þær Alla Gorkorian og Anna Yakova teknar úr umferð og virtist það ætla að bera tilætlaðan ár- angur. Stjarnan skoraði næstu sex mörkin og munurinn var kominn niður í fimm mörk. Þá lék Unnur Sigmarsdóttir sama leik og kollegi hennar hjá Stjörnunni, tók leikhlé og eftir það náðu leikmenn ÍBV aftur tökum á leiknum. Undir lokin leystist leikurinn upp enda tóku gestirnir þrjá leikmenn ÍBV úr umferð en engu að síður breikkaði bilið á mifli liðanna aftur og endaði í átta marka mun, 25-17. Þar með er ÍBV komið í úrslitaleik- inn þriðja árið í röð en liðið hefur orðið bikarmeistari síðustu tvö ár og hefur því titil að verja. Loksins spiluö góö vörn Ingibjörg Jónsdóttir, fyrirliði ÍBV, var að vonum kát í leikslok með sig- urinn. „Það kom loksins að því að við spiluðum góða vörn og sókn í heilan leik. Við reyndar hikstuðum aðeins í sókninni í byrjun og svo þeg- ar þær tóku tvær úr umferð en vor- um fljótar að leysa það. Það aö fá að- eins á sig fimm mörk í hálfleik gegn jafnsterku liði og Stjörnunni hlýtur að teljast gott. Leikir liðanna hafa alltaf verið spennandi en eftir síðasta deildarleik, þar sem við jöfnuðum þegar leiktíminn var búinn, fórum við aðeins yfir málin. Það hefur einkennt okkur gegn Stjörnunni að við höfum verið að spila illa en það kom ekki til greina að gera það fyrir fullu húsi. Ég lofa því líka að ef við spilum svona vel í úrslitum þá töpum við þeim leik ekki.“ Jóna Margrét ekki súr Jóna M. Ragnarsdóttir, hægri skytta Stjömunnar, var þrátt fyrir tapið ekki mjög súr. „Við erum ekki með eins reynt lið og ÍBV og ég held að það hafi komið okkur í koll í byrj- un. Þær eru með reynda leikmenn í Góð vörn skilaði sigri Unnur Sigmarsdóttir, þjálfari ÍBV, er að þjálfa meistaraflokkslið í fyrsta sinn og árangurinn er glæsilegur, efsta sæti í deildinni og liðið komið í úrslit bikarkeppninnar. Unnur sagði í samtali við DV eftir leikinn að það hafi fyrst og fremst verið góður varnarleikur sem skilaði sigrinum. „Við fáum bara á okkur fimm mörk í fyrri hálfleik og greinilegt að við vorum betur undirbúnar andlega fyrir leikinn. í okkar liði er mikil reynsla í bikarkeppninni og við undirbjuggum útlendingana vel fyrir leikinn. Það var auðvitað taugaveiklun í byrjun enda fullt hús og mikið í húfi en þaö var bara spurning um að komast yfir þetta.“ Það hefur ekkert veriö farið að fara um þig þegar Stjaman minnkaði muninn niður í fimm mörk í síðari hálfleik? „Nei, ég tók bara leikhlé til að róa stelpumar aðeins niður. Við vorum á þessum kafla að klúðra dauðafærum þannig að það þurfti bara aðeins að fá einbeitinguna aftur í lag. Með frábærum stuöningi áhorfenda náðum við svo aö tryggja okkur sigurinn." -jgi öllum stöðum á meðan við erum með 2-3 sem hafa svipaða reynslu en við hinar erum enn ungar. Svona leikir leggjast bara inn á reikning í reynslubankanum og nýtast okkur seinna. Það koma aðrir bikarleikir eftir þennan leik og þá verðum við tilbún- ar í slaginn. Ég vil bara þakka stuðn- ingsmönnum okkur sem stóðu sig eins og hetjur í kvöld.“ -jgi ÍBV-Stjarnan 25-17 l-O, a-2,8-3, (11-5), 12-5,15-8, 20-9, 20-15, 25-17. ÍBV: Mörk/víti (skot/víti): Anna Yakova 6 (10), Alla Gkorian 6/1 (11/1), Sylvia Strass 5 (6/1), Ingibjörg Jónsdóttir 3 (4), Edda Eggertsdóttir 2 (3), Ana Perez 2(3), Björg Ó. Helgadóttir 1(1), Birgit Engl (5), Anna Rós Hallgrímsdóttir (1). Mörk úr hradaupphlaupum: 5 (Sylvia 2, Ingi- björg, Anna Yakova, Edda). Vitanýting: Skorað úr 1 af 2. Fiskud viti: Ingibjörg, Edda. Varin skot/víti (skot á sig): Vigdís Sigurðar- dóttir 15/2 (32/7, hélt 8, 47%, eitt víti fram hjá og eitt víti í stöng) Brottvísanir: 8 mínútur. Dómarar (1-10) Guðjón L. Sigurðs son og Ólafur Har aldsson (7). Gœöi leiki (1-10): 7. Áhorfendur: 700 Best á vellinum: Ingibjörg Jónsdóttir, ÍBV Stiarnan: Mörk/víti (skot/viti): Jóna Margrét Ragnars- dóttir 7/5 (13/8), Sólveig Kjærnested 2 (2), Svan- hildur Þengilsdóttir 2 (2), Margrét Vilhjálms- dóttir 2 (3), Elísabet Gunnarsdóttir 1 (1), Krist- ín Clausen 1 (3), Hind Hannesdóttir 1 (5), Amela Hegic 1 (8/1), Ebba Brynjarsdóttir (1). Mörk úr hradaupphlaupum: 3 (Kristín, Hind, Svanhildur) Vitanýting: Skoraö úr 5 af 9. Fiskuö vítU Margrét 3, Amela 2, Elísabet 2, Svanhildur 2. Varin skot/víti (skot á sig): Jelena Jovanovic 17/1 (42/2, hélt 9, 40%). Brottvísanir: 2 mínútur. KORFUBOLT Ga b & U í|kl Úrslit í nótt: New York-LA Lakers . . . 109-114 Sprewell 24 (8 stoðs.), Eisley 16, Ward 15 (11 stoðs.), Harrtington 13 - Bryant 46 (6 frák.), O'Neal 33 (7 frák., 7 stoðs.), Fox 9 Milwaukee-Seattle...........97-91 Allen 27, Thomas 19 (7 frák.), Redd 15 (8 frák.) - Payton 27, Lewis 18 (7 frák., 5 stoðs.), Barry 13, James 12, Mason 12 (5 stoðs.) Denver-San Antonio..........74-83 Howard 23 (11 frák.), Hilario 14 (8 frák.), Whitney 8 (7 stoðs.), White 8 - Duncan 25 (8 frák.), Parker 23 (8 stoðs.), Rose 13 (10 frák.) -t Staðan: Austurdeildin Atlantshafsriðill New Jersey Nets..............34-15 Boston Celtics...............27-22 Philadelphia 76ers...........25-24 Washington Wizards...........24-25 Orlando Magic ...............24-26 New York Knicks..............21-27 Miami Heat ..................17-32 Miörióill Indiana Pacers...............34-15 Detroit Pistons..............32-15 New Orleans Homets...........26-24 Milwaukee Bucks ............ 25-23 Atlanta Hawks................19-30 Chicago Bulls................17-32 Toronto Raptors..............14-34 Cleveland Cavaliers ..........1040 Vesturdeildin Miðvesturrióill Dallas Mavericks ............38-10 San Antonio Spurs........ . . . 33-16 Utah Jazz ...................29-20 Minnesota Timberwolves .... 29-20 Houston Rockets..............26-22 Memphis Grizzlies ...........13-35 Denver Nuggets ..............12-37 Kyrrahafsrióill Sacramento Kings.............34-17 Portland Trailblazers .......32-16 Phoenix Suns.................29-21 Los Angeles Lakers...........24-23 Seattle Supersonics..........21-27 Golden State Warriors .......21-27 Los Angeles Clippers ........17-32 4,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.