Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Blaðsíða 18
Helga rblað 1!)V LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 Guð er ekki í tölvupóst- sambandi Séra Jón Aðalsteinn Baldvinsson hefur síðustu tuttugu árin starfað íLundúnum sem sendiráðsprestur. I vikunni var til- kgnnt að hann grði vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal. íviðtali við Helgarblað DV ræð- irséra Jón um löngu leiðina heim, stríðið, trúna og Guð. Hvernig er aö koma aftur heim? „Þaö er afskaplega gaman og spennandi,“ seg- ir séra Jón. „Ég hef verið í námsleyfi hér heima frá því í haust og þaö hefur verið mjög þægileg reynsla. Reykjavík hefur breyst mjög til batnaö- ar frá því ég bjó hér fyrir nær þrjátíu árum. Þá gekk maður ekki út á kvöldin og keypti Sunday Times og fékk sér kaffi á Súfistanum eins og hægt er núna. Þaö er heimsborgarbragur yfir þessum bæ og því voru það engin viðbrigði að koma hingað frá Lundúnum. Menningarlífið er líka öflugt í Reykjavík og ég kemst ekki yfir helminginn af því sem mig langar að gera.“ Varstu lengi á leiðinni heim? „Árið 1994 keypti ég bíl með stýrinu „íslands- megin“ og var ákveðinn í því að þennan bíl flytti ég með mér heim. Ég seldi hann síðan og keypti mér annan bíl með stýrinu vinstra megin. Ég hef þó aldrei gert alvarlega atrennu að heimkom- unni fyrr en ég sótti um Dómkirkjuna í hitti- fyrra og beið lægri hlut fyrir séra Hjálmari Jóns- syni.“ Sérmenntaður á sviði sálgæslu Jón er kvæntur Margréti Sigtryggsdóttur og eiga þau tvær dætur, Sigrúnu, kirkjuorganista og kórstjóra í Stykkishólmi, og Róshildi, íþrótta- fræðing. Fyrir hjónaband átti Jón soninn Ragn- ar Þór, tryggingafulltrúa á Húsavík. Barnabörn Jóns eru orðin sex. Þú ert Þingeyingur. „Já. Ég fæddist á Ófeigsstöðum í Kinn í Suður- Þingeyjarsýslu og ólst upp á Rangá sem stendur á hlaði Ófeigsstaða. Ég er stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri og guöfræðingur frá Há- skóla íslands. Eftir að ég lauk kandidatsprófi árið 1974 fór ég heim í mína heimasveit þar sem ég var í fjögur ár prestur á Staðarfelli. Þá fékk ég styrk frá Alkirkjuráðinu til náms í Edinborg í sálgæslu með sérstakri áherslu á sjúkrahúsþjón- ustu. Að því loknu sneri ég aftur að Staðarfelli þar sem ég var þar til ég fór árið 1983 til Lund- úna til að annast íslenska sjúklinga sem á þeim árum fóru fjölmargir að leita sér lækninga í Bretlandi. Fáir, ef nokkrir, höfðu þá aflað sér sérmenntunar á sviði sálgæslu og sjúkrahúsþjón- ustu þannig að ég var beðinn að fara til reynslu í sex mánuði. Að verkefninu stóðu kirkjan, heil- brigðis- og tryggingaráðuneytið og utanríkis- ráðuneytið. Ég var með bækistöð í sendiráðinu og annaðist sjúklinga og aðstoðaði þá og aðstand- endur eftir fremsta megni við fjölbreyttustu at- riði. Úr því að íslenskur prestur var kominn til Lundúna var stofnaður söfnuður íslendinga sem var eins og deild innan íslendingafélagsins. Fljótlega þróuðust mál svo að ég varð prestur ís- lendinga í Lundúnum, Grimsby og Hull og fljót- lega varð meginlandið einnig á minni könnu.“ Frálivarfsárin Hvernig kynntistu Guði og hvenær? „Ég kynntist honum sem barn í vöggu. Ég var alinn upp af trúuðu fólki og hef kunnað bænir síðan ég man eftir mér. Ég drakk í mig trúna með móðurmjólkinni. Móðir mín var sérstaklega trúrækin og faðir minn mikill kirkjunnar mað- ur. Það var því sjálfsagður hlutur að sofna með bæn á vörum og rækja kirkju. Móðir mín var þekkt söngkona og driffjööur í kórstarfinu. Pabbi var líka söngmaður og við systkinin tókum þátt um leið og við gátum sungið. Ég átti hins vegar mín fráhvarfsár sem ung- lingur. Ég fór ekki í Menntaskólann til að verða prestur og ég er ekki viss um að ég hafi farið í Háskólann til að verða prestur. Ég var hvorki viss um að ég gæti það né vildi þótt undir niðri blundaði mikil trúarþörf. Trúin hefur verið sterkur undirliggjandi þáttur í öllu mínu lífi þótt ég hafi ekki alltaf viljað kannast við það. Frá blautu barnsbeini hafði ég einnig mikinn áhuga á náttúrunni og sérstaklega fuglum. Ég átti það til að týnast á varptímanum þegar ég ráfaði út um holt og móa og fylgdist með fuglalífinu. Mig langaði lengi að læra náttúrufræði eða fugla- fræði og um tíma vildi ég hella mér út í stjórn- mál. Ég fékk síðan háffgerða skömm á stjórnmál- um og taldi mig geta gert meira gagn með því að fara í guðfræði. Þegar í Háskólann kom staðfest- ist ég í því að ganga í þjónustu kirkjunnar. Ég hef aldrei séð eftir því.“ Hvernig eru samskipti þín við Guð? „Hann er nú ekki í tölvupóstsambandi," segir séra Jón og hlær. „Bænir eru sjáffsagður hluti af lífi mínu og þær eru ekki bara bundnar við at- hafnir í kirkju eða við koddann á kvöldin heldur biðst ég einnig fyrir í daglegu amstri. Samtöl við Guð eru mér jafn eðlileg og það að fá mér kaffi- bolla. Samskipti mín við Guð eru stöðug sam- ræða.“ „að sjá fólk rísa upp frá dauðum“ Var starfið í Lundúnum ekki erfitt? „Það var erfitt en mjög þakklátt því í langflest- um tilvikum gekk allt vel. Það er þakklátt að vera til aðstoðar og ánægjulegt að sjá fólk rísa upp frá dauðum í orðsins fyllstu merkingu. Hin tiffellin voru þó mörg; fólk dó. Og það hlutskipti er erfitt að sætta sig við þótt dauðinn sé hluti af lffinu. Presturinn verður aö takast á við áþreff- anlega staðreynd dauðans og ganga inn í það hlutskipti með fólki. Mitt hlutverk var að ganga í gegnum þá þraut og létta fólki lffið eins og hægt var.“ Tekur það ekki mikið á þig? „Jú, oft tekur þetta mjög á. Ég er viðkvæmur að eðlisfari. Ég held að maður þurfi að vera þaö til að vera góður sálgæslumaður. Til að gera gagn verður maður að finna til með fólki. Það versta sem hægt er að gera er að setja upp „pro- fessionaT grímu. Slíkir menn gera ekki mikið gagn þeim sem syrgja, óttast eða bíða eftir því hvernig alvarlegar aðgeröir fari. Meðlíðanin er lykillinn að góðri sálgæslu. Engu að síður verð- ur maður að halda ákveðnum styrk þannig að fólk finni að það sé á einhverju að byggja. Og þar kemur trúin inn sem sterkur grunnur. Það er ákaflega misjafnt hversu næmt fólk er eða já- kvætt gagnvart trúnni. Ég varð þó aldrei var við það í starfi mínu aö aðstoð mín væri ekki vel þegin og aö fólk setti fyrir sig trúarafstöðu mína. Maður verður að fara varlega í þeim efnum og þröngva ekki upp á fólk trú sem það vill ekki. En nærvera prestsins er mörgu fólki styrkur.“ eins og aðrir dauðlegir menn“ Prestar eru ein stétt af fáum sem fólk lítur upp til og sumir ætlast til móralskra yfirburða hjá prestum. „Það eru ranghugmyndir ef fólk heldur að prestar séu öðruvísi en annað fólk. Við erum dauðlegir menn þótt góður prestur reyni að aga sig sem mest hann má. Við getum aldrei orðið fullkomnir, við misstígum okkur eins og aðrir dauðlegir menn. Við reynum auðvitað að vinna okkur út úr því á jákvæðan hátt í anda trúar okkar. Setji prestar sig á móralskan háhest verða þeir fjarlægir venjulegu fólki og þá gera þeir lítið gagn. Það ætti enginn að gerast prestur nema eiga sér trúarsannfæringu. En trúin er þó alltaf bar- átta og prestar, eins og allir sannir trúmenn, eiga sínar efasemdarstundir. Ég hef litla trú á því þegar fólk „frelsast" eða „fæðist aftur í trúnni" á einu augabragði og efast aldrei eftir það, en margir hafa slíkar hugmyndir um trúna, jafnvel George W. Bush. Peter Ustinov sagði í viðtali við Sunday Times að hann skildi núna af hverju Bush væri svona óþroskaður. Það væri vegna þess að hann hefði „fæðst“ fyrir fimmtán árum!“ Aukinn trúaráhugi Finnst þér margt hafa breyst í trúarlífi íslend- inga á þeim tuttugu árum sem þú varst í Lund- únum? „Ég held að fólk sé að mörgu leyti opnara fyr- ir trúmálum nú en fyrir tuttugu árum. Hins veg- ar ber meira á einstaklingshyggju, bæði í stjórn- málum og trúarefnum; fólk vill hafa trúna út af fyrir sig. Ég held að forsendurnar fyrir kirkju- sókn fólks hafi breyst. Fólk vill iðka sína trú á eigin hátt og því hafa margvíslegir sértrúarsöfn- uðir orðið til. Margir vilja hins vegar iðka trú sína í einrúmi. Trúaráhugi er meiri nú en fyrir tuttugu árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.