Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Blaðsíða 42
46 H&lqarb/acf 13 "V LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 Georqe W.Bush i/ar veikur alkóhólisti þeg- ar hann var fertugur og drgkkjutúrarnir voru farnir að nálgast heilar vikur. Það var Billg Graham prédikari sem hjálpaði honum að stíga fgrstu skrefin á leið sinni til Jesú Krists en ídag er Bush endurfædd- ur íKristi. Hann er talinn einn trúaðasti forseti Bandaríkjanna og undir hans stjórn íHvíta húsinu eru reqluleqar stund- ir fgrir biblíulestur og biblíukennslu. „Þaö var ótrúlegt að ég skyldi sigra. Ég átti í höggi viö friðsæld, hagsæld og sitjandi forseta.“ Svona lýsti George W. Bush naumum sigri sín- um í forsetakosningunum áriö 2000 fyrir Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, þegar hann hélt að búið væri að slökkva á myndavélunum. Georg W. Bush er eins og sjálfsagt margir vita sonur fyrrum forseta Bandaríkjanna. Hann er elstur bama Barböru og Georgs Bush eldri, fædd- ur 6. júlí 1946. Hann fæddist í New Haven í Conn- ecticut en fljótlega flutti fjölskyldan til Odessa í Texas og síðan til Midland sem er þar rétt hjá og í þessum olíuborgum á sléttunum í Texas er George yngri alinn upp. Hann átti systumar Robin og Dorothy og bræðurna Jeb, Neil og Mar- vin. Robin lést úr hvítblæði þegar George var sjö ára gamall og varð mikill harmur í fjölskyldunni vegna þess. Með hafnabolta á heilanum Þegar George var barn var hann mjög áhuga- samur um hafnabolta, skildi kylfuna aldrei við sig og vildi helst ekkert annað gera en að stunda þá vinsælu íþrótt en líklega er sanngjarnt að segja að hafnabolti sé þjóðaríþrótt. Æskuvinir Bush segja að hann hafi helst aldrei viljað gera nein heimaverkefni í skólanum og það eina sem hann vildi leggja á minni voru tölur tengdar hafna- bolta. Þegar George var 13 ára flutti fjölskyldan til Houston í Texas og æskuvinur hans, Doug Hannah, minnist þess að um það leyti æfði móðir hans lestur með honum í þrjá tíma á hverjum laugardegi. Það er ekki alveg Ijóst hvort George náði nokkurn tíma fullu valdi á því að lesa og telja menn líklegt að hann sé með lesblindu á vægu stigi. Hann sést aldrei skrifa neitt hjá sér og krefst munnlegra skýrslna frá aðstoðarmönnum sínum. Hann hefur sjálfur sagt hve illa honum féll að fá 0 fyrir fyrsta enskuverkefnið í gagnfræða- skólanum í Houston. Lesblinda er ekki merki um gáfnaskort en í 30% tilvika fylgir athyglisbrestur. Biblían á hveijum degi Áður en Bush varð forseti starfaði hann eink- um að ýmsum fjárfestingarverkefnum bæði í olíu- iðnaði og bankarekstri sem gengu misjafnlega vel en um tíma átti hann hafnaboltalið og sinnti því af sérstakri alúð, mætti á æfingar og sat löngum stundum með leikmönnunum og talaði um sport- ið. Bush vaknar mjög snemma á hverjum morgni og byrjar daginn oftast á því að lesa í bók eftir vinsælan prédikara, Oswald Chambers, sem heit- ir My Utmost for His Highest og eru prédikanir. Hann vill helst skipta vinnudegi sínum niður í 10-15 mínútna fundi með tveggja tíma hléi yflr miðjan daginn en það notar hann til að hvíla sig og spila tölvuleiki. Bænastundir og biblíukennsla eru fastir liðir og er ætlast til þátttöku alls starfs- fólks Hvíta hússins í þeim. Bush fer yfirleitt snemma að sofa eftir léttan kvöldverð. Hann skokkar og hleypur sér til heilsubótar og hefur gert nánast alla ævi. Trúin á Guð hefur mótað líf George Bush meira en ætla mætti og leikur stöðugt stærra hlutverk í lífl hans. Hann hefur talað um stríðið sem nú er haflð í írak sem krossferð og hefur í vaxandi mæli skilgreint sig sem stríðsmann Guðs sem sé útvalinn af honum til þess að berjast við ill öfl og segist tala við Guð. Þess sér víða merki í aðgerðum Bush að trúar- leg afstaða hefur áhrif á stjórnmálaskoðanir hans og þess vegna er fróðlegt að skoða aðeins nánar hvemig hinn trúaði forseti fann Jesú og gerði hann að lausnara lífs síns. David Frum sem hefur starfað sem ræðuritari Frelsaði forsetinn fyrir Bush hefur lýst því hvernig það er nánast skylda í nánasta starfsliði Bush að mæta á biblíufundina og taka þátt í bænastundum. Bush fetaði í fótspor foður síns og fór í Yale og var sæmilegur meðalnemandi, félagi í Delta Kappa Epsilon bræðrafélaginu og var þekktur svallari en bræðrafélögin í amerískum háskólum eru ekki fyrir neina engla. Bush var í Þjóðvarð- liði Bandaríkjanna eftir háskóla og komst þannig undan herþjónustu í Víetnam og hefur þar áreið- anlega notið föður síns. f skugga Baklíusar Bush giftist ekki fyrr en 1977 þegar hann kynnt- ist Lauru Welch sem var bókavörður og með þeim tókust góðar ástir. Einn skuggi var þó á sambúð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.