Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 11 Skoðun Glaðvakandi gata Jónas Haraldsson aðstoðarritstjóri Laugardagspistill Það er hollt og gott að sofa við op- inn glugga. Það vita flestir íslend- ingar og geta leyft sér þann munað því tiltölulega ódýrt er að kynda hí- býli hér á landi, þökk sé heita vatn- inu. Nágrannar okkar, annars stað- ar á norrænum slóðum, búa ekki við þann munað að hieypa hita hússins út um opna glugga. Þeir kynda aðallega með olíu, sem er dýr, ekki síst á viðsjárverðum tím- um. Þeir loka því kirfiiega. Víst sofa menn betur leiki um þá hreint loft. Það vissi meistari Þór- bergur enda mælti hann með því, ef rétt er munað, að menn svæfu við opinn glugga. Það hressti kroppinn og sálina, ekki síður en Múllersæf- ingamar sem hann stundaði í íjör- unni við Ægisíðuna, ber og blygð- unarlaus. Ég kann því vel að sofa við opinn glugga þótt önugt kunni að reynast í hörðustu vetrarveðrum. Standi hann upp á gluggann úr suðaustri lemst gardínan þann veginn að svefn raskast. Þá staulast ég nauð- beygður fram úr og loka til þess að hemja tjöldin. Slík veður eru þó undantekning. Þegar vora tekur, líkt og nú, er hrein unun að vakna við fuglasöng, stanslausan ástar- söng þrasta þar sem karlfuglar gleðja kerlur sínar með dáfögru blístri svo betur gangi við hreiður- gerðina. Gallalaus maður - ekki bíll En það eru fleiri hljóð í umhverf- inu en fuglasöngur og fráleitt eins ljúf. Fátítt er þó að maður vakni við þau, nema eitthvað sérstakt sé. Við slíka sérstöðu bý ég nú eftir að ung- ur atgervis- og prýðismaður flutti í götuna. Um þann góða mann verður ekkert slæmt sagt, nema síður sé, en hið sama á ekki við um bílinn hans. Sá er gamall og lúinn og löngu afskrifaður samkvæmt öllum venju- legum formúlum. Frómt frá sagt ætti sá vagn að hvíla í friði í bíla- kirkjugarði þótt í upphafi hafi hann eflaust verið stoit eigenda sinna. Vandinn er sá að i augum eigand- ans er skrjóður þessi ekki afskrifað- ur og harm snýst enn, þótt með harmkvælum sé. Ungi maðurinn, sem heldur þennan vagn, fer snemma til vinnu, ekki seinna en klukkan sex hvem morgun. Ég veit ekki hvað hann gerir, enda er hann nýfluttur í hverfið, en ég gef mér að hann sé á dagróðrabáti. Þá ályktun dreg ég af því hve snemma maður- inn heldur til starfa og hve sterk- lega hann er byggður. Skrifstofu- blækur eru ekki svo vasklegar. Þess utan er hann gæfulegur og bjart yflr honum. í huga mínum era sjómenn þannig, hetjur hafsins sem draga björg í bú, leggja á sig erfiði og hættur fyrir okkur hin sem lifum hvert á öðru. Maðurinn er að sjá gallalaus. Það er bíllinn hans ekki. Andarteppa og sog Öldruð bifreiðin fer ekki í gang á fyrsta starti og raunar ekki öðru heldur. Gangsetningin er langvar- andi, bland vonar og ótta, festu og uppgjafar. Það er eins og gamli bíll- inn finni til þegar ungi maðurinn reynir að koma honum í gang. Bíll- inn veit það sem eigandinn ungi veit ekki, að dagarnir eru taldir. Jafnaldra bilar eru horfnir af götun- um þótt þá megi eflaust finna i bíl- skúrum fornbílamanna. Startið hefst sem væl sem breytist í andarteppu, sog og veiklulegt isk- ur. Loks þegar bíllinn hrekkur í gang er sá gangur ótraustur og lík- legt að aðeins einn eða í mesta lagi tveir strokkar af fjórum hafi tekið við sér. Hinir sofa enn, láta sem ekkert sé. Bílstjórinn pumpar bens- ínið sem óður sé um leið og hann heyrir strokkinn taka við sér. Hljóð- ið kafnar nánast uns kraftaverkið gerist, afgangurinn af strokkunum lifnar við. Bílstjórinn þeytir vélina sem mest hann má. Það ískrar, hvæsir og hvissar í hinni öldnu bíl- vél. Þeir fáu nágrannar unga mannsins sem ekki voru vaknaðir rjúka upp með andfælum. Gangsetningin er langvarandi, bland vonar og ótta, festu og uppgjaf- ar. Það er eins og gamli bíllinn finni til þegar ungi maðurinn reynir að koma honum í gang. Bíll- inn veit það sem eigand- inn ungi veit ekki, að dagarnir eru taldir. Næstu sekúndur eru sem eilífð. Bílstjórinn slakar á bensíngjöfinni og það er ekki að sökum að spyrja. Köfnunar- og kokhljóð taka við. Ná- grannar allir halda niðri i sér and- anum í þeirri von að ætlunarverk unga dagróðramannsins heppnist, að halda bílnum gangandi og helst að koma honum burt. Ekki það að menn sofni aftur, það er borin von, heldur af hreinni umhyggju fyrir unga manninum. Menn telja sig vita að hann sé, sem sjómaður, einn af burðarásum samfélagins og sennilegt að hann striti við að koma sér upp íbúð í úthverfi fyrir sig og sina og leigi þess vegna litla íbúð í þessu gróna og mannvæna hverfi. Loks bendir hljóðið til þess að þrautseigja hins bjartleita manns ætli að skila árangri. Það smádreg- ur úr freti þreyttu bílvélarinnar og þar kemur að eigandinn áræðir að hreyfa vagninn. Það tekur nokkra stund en að lokum leynir sér ekki að billinn þjónar sínu hlutverki. BUstjórinn stýrir honum á braut. Óhljóðin, sogið og blístrin fiarlægj- ast uns þau hverfa alveg. Eftir situr þögnin og glaðvakandi gata. Ungi maðurinn kemst enn einn daginn í róður. Því fagna grannarnir. Þeir vUdu að sönnu sofa svolítið lengur en fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Fiskurinn þarf að berast í land. Aflinn er undirstaða þess að grannamir eru aUir á betri og hljóð- látari bUum en ungi sjómaðurinn. Stolt hins þýska verkamanns Tillitssemi við nágranna sem gegna mikUvægum störfum er sjálf- sögð, líka þá sem eiga háværa bUa. Slík tillitssemi var ekki fundin upp í götunni minni. Ég minnist þess að sendibUstjóri nokkur í næsta húsi við foreldrahús mín átti svo hávær- an bU að með ólíkindum var. Sendi- bUstjórinn fór líka snemma í vinn- una og vakti áUa í þeirri götu. Eng- inn gerði athugasemd við það. Mað- urinn þurfti að sjá fyrir sér og sín- um. Þau óhljóð voru þó tímabundin af þeirri einfóldu ástæðu að sendi- bUl mannsins dugði stutt. Þó var hann nýr. Á þeim haftaárum lentu menn stundum í því böli að verða að kaupa drasl þótt þeir vUdu það ekki. Annað var ekki á boðstólum. Svo var með sendibU hins góða granna. SendibUlinn var austur-þýskur af Garant-gerð. BUlinn var með dísU- vél, sem var tUtölulega sjaldgjæft á þeim árum. DeUa mátti um annað austur-þýskt farartæki þessara ára, Möve-reiðhjólið, sem Þórarinn Eld- jám gerði ódauðlegt í kvæði sínu. Vera kann að það hafi verið stolt hins þýska verkamanns en vinur minn sem reið slíku daglega sagði það hreint og klárt drasl. Hann vUdi Hopper eða DBS eins og við hinir. Það þurfti hins vegar ekki að deUa um Garantinn. Hann var skelfUeg tík, ónýtur bíll þótt nýr væri. Vélin var svo hávær, þann stutta tíma sem hún entist, að með ólíkindum var. Skilningur góðra granna Garantarair austur-þýsku end- uðu því allir á sama stað og það fljótlega, á öskuhaugunum í Gufu- nesi. SnjaU áróðursmaður hins sós- íalíska hagkerfis tók hins vegar mynd af þeim þar sem þeir stóðu á haugunum, andvana hlið við hlið, með fagurt íslenskt landslag í bak- sýn. Esjan trónaði hæst. Sú mynd vakti gleði í Austur-Þýskalandi. Hún þótti sýna að púlsklárar þessir, stolt þýskra verkamanna, færu viöa og gerðu gagn. Garantinn var gagnslítiU en há- vær. Því var hins vegar tekið með þolinmæði og skilningi að fiöl- skyldufaðir, í miðri haftatíð, reyndi að brúka það arma farartæki tU þess að eiga fyrir salti í grautinn. Þá datt engum í hug að loka glugga þótt fuU vissa væri fyrir því að reynt yrði að gangsetja þann austur- þýska árla næsta morgun. Hið sama gUdir í dag. Hreina loft- ið er hoUt og því er sjálfsagt að veita sér þann munað að sofa við opinn glugga. Hávaða er hægt að umbera. Mestu skiptir að dagróðramaðurinn og hagsmunir hans hafa forgang og mæta skUningi góðra granna. Það er líka hoUt að vakna snemma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.