Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 Helcfctrbloö 13 "V 51 Atta ára vitni myrt Samkvæmt opinberum skýrslum og töl- fræði meðaltalsins er barn myrt fimmtu hverja klukkustund íBNA. Það er erfitt að kgngja þessum tölum ílandi frelsis og réttlætis en staðreyndum er ekki mót- milli félaganna Sneads og Peelers vegna 90 dollara sem þeir deildu harkalega um. Hvorugur vildi láta sinn hlut og heiftin og hótanimar voru orðnar svo magnað- ar að upphæðin sem upphaflega var deilt um varð al- gjört aukaatriði, enda smáaurar í flkniefnaviðskiptum. Það sem byrjaði með auvirðilegu rifrildi varð að valda- baráttu milli manna i undirheimunum og höfðu báðir heiður að verja og það hver ætti að ráða götusölunni í bænum. Morðinginn sem stóð við þá hótun sína að drepa barn til að koma í veg fyrir að það bæri vitiii Valdabaráttan harðnar Fyrst átti að gera endanlega út um málin fóstudag- inn 2. sept. 1997. Þá tók Snead Leroy og einn vina hans með sér í bæinn til að gera helgarinnkaupin. Að þeim loknum óku þeir heimleiðis í Toyotabíl Sneads. Þá sá keppinauturinn Peeler til þeirra og veitti þeim eftirför í bíl sínum. Þegar stansað var á rauðu ljósi ók hinn síð- amefndi upp að hlið Toyotunnar og tók upp skamm- byssu og hóf skothríö á Snead þegar hann beygði sig fram til að kveikja á stereogræjunum. Kúlan þaut rétt við höfuð mannsins og á eftir var skotið tvisvar á bíl- inn. Snead ók hratt frá hinum bílnum og var ekki veitt eftirfór. Karen hvatti sambýlismann sinn til að kæra árásina. Hann gerði það og dró enga dul á að hann þekkti árás- armanninn. Drengurinn Leroy kannaðist líka við kauða. Enginn særðist alvarlega í árásinni, lögreglan taldi að átökin milli keppinautanna myndu magnast en eng- an grunaði þá hvemig mál myndu þróast. Eftir þessa lífsreynslu breyttist framkoma piltsins Leroy. Hann varð dulur og innhverfur og þegar um- sjónarmaður æskulýðsseturs bæjarins reyndi að fá bamið til að opna hug sinn sagði Leroy honum aö mamma sín væri í tygjum við mann sem ætti í útistöð- um og pabbi sinn væri farinn eitthvað annað og skipti sér ekki af þeim. Peeler var handtekinn og ákærður fyrir morðtil- raun. Honum var sleppt gegn 250 þúsund dollara trygg- ingu. Síðar bám Karen og ástmaður hennar að Peeler hefði hótað að drepa Snead ef hann tæki kæruna ekki til baka. Eitt sinn ók Peeler fram hjá húsi Karenar og stopp- aði til að tilkynna henni að ef kærasti hennar sæi ekki að sér mundi hann hljóta verra af. En þau neituðu að falla frá ákærunni á hendur honum hvemig sem hann hótaði. En Snead lifði ekki nógu lengi til að bera vitni fyrir rétti. í maí 1998 beiö hann á rakarastofu eftir að röðin kæmi að sér. Hann stóð við glugga sem sneri út að göt- unni. Skyndilega kváðu við átta skothvellir og Snead féll á gólfið og aðrir sem vora í rakarastofunni köstuðu sér niður til að leita skjóls. Einn þeirra heyrði deyjandi manninn segja: „Þetta var Russel.“ Við rannsókn kom í ljós að kúlumar sem voru í skrokki Sneads voru úr sömu byssu og þær sem áður vora í bíl eftir að skotið var á hann. Peeler var handtekinn og ákærður fyrir morð. Lög- fræðingur hans sagði honum að pilturinn Leroy yrði eitt af höfuðvitnum gegn honum. Peeler var laus vegna tryggingar og þegar hann var ákærður fýrir morð var aftur krafist hálfrar milljónar dollara tryggingar. Vinir hins ákærða greiddu tíunda hluta upphæðarinnar í reiðufé og Peeler var aftur lát- inn laus og var frjáls maður samkvæmt lögum Conn- ecticut-ríkis þar til dómur félli. Tvær vikur liðu frá því að upplýst var að Leroy átti að vera höfuðvitni í morðmálinu þar til Peeler og yngri bróðir hans, Adrian, og vinkona hans, Josephine Lee, lögðu á ráðin hvemig ætti að koma í veg fýrir vitnis- burðinn. Stúlkan sem bjó skammt frá húsi Karenar og Leroy átti að láta bræðuma vita þegar þau kæmu heim úr verslunarferð. Aftökumar Síðdegis hinn 7. janúar 1999 ruddist Peeler inn um aðaldyr hússins. Karen og sonur hennar vissu að nú vora vandræði á ferðum og flúðu upp á loft og innrás- Karen átti sér elskliuga sem var í vondum félags- skap og fvrir það galt hún með Iífi sínu. drýgja tekjumar. Hann undi löngum í vafasöm- um félagsskap í þeim hluta bæjarins sem hafði hvað verst orð á sér. Meðal félaga hans þar var Russel Peeler sem var milliliður í fíkniefnaviðskiptunum. Misklíð kom upp á mælt. Meðal þessa ótrúlega fjölda var átta ára gamall piltur, Leroy Brou/n, sem var, eins og önnur myrt börn, saklaust fórnar- lamb. Hann gerði ekkert af sér en varsvo óheppinn að vera vitni að atburði og varð þvíað ryðja honun úr vegi. Móðir drengs- ins var myrt íleiðinni. Leroy bjó með móður sinni og sambýlismanni henn- ar í bænum Bridgeport í Connecticut. Hann var dugleg- ur strákur sem gekk vel í skóla og hafði gaman af hafnabolta, sundi og að vafra um skóginn í námunda við heimilið og safhaði þar kanínum og snákum. Hann var skotinn tU bana ásamt móður sinni á heimili þeirra og var lögreglan viss um strax eftir morðin að þau vora framin til að koma í veg fyrir að bamið bæri vitni í morðmáli og móðir hans lét lífið vegna þess að hún var líka vitni að morði, það er að segja hún var viðstödd þegar sonur hennar var tekinn af lífi. Aðkoman var eins og mæðginin hefðu verið elt eins og dýr og síðan tekin af lífi. Þau voru bæði með skotsár á baki og höfði. Þau lágu skammt frá hvort öðra þegar að var kom- ið og sagði lögreglan að því væri líkast að aftaka hefði farið fram. Morð- inginn hafði ekki annað upp úr krafsinu en nokkra dollara og heið- ur sem hann hélt sig þurfa að vemda. Karen var þrítug að aldri þegar hún var myrt ásamt syni sínum. Þau vora þá nýflutt í sæmilega gott hverfi í Bridgeport og var annt um að halda góðu áliti meðal nágrannanna. Karen átti sér ástmann eða sambýlismann, Rodolph Snead að nafni. Hann var laus í rásinni og þegar Karen vann úti og annaðist uppeldi son- ar síns, var hann í stop- ulli vinnu og stundaði fíkniefnasölu til að gegn honum. Ilúsið sem ódæðin voru framin í. Leroy var aðeins átta ára gamall þegar hann varð vitni að morðtilraun. Hann var tekinn af lífi til að koma í veg fyrir að hann segði frá reynslu sinni í réttarsal. armaðurinn á eftir og skaut mörgum skotum út í loft- ið. Þá hlupu mæðginin niður og ætluðu aö freista þess að komast út úr húsinu en komust aldrei nema niöur í stofuna. Skothríðin dundi á eftir þeim. Karen féll og sonur hennar hljóp til og kraup við hlið hennar. Þar var hann skotinn í hnakkann. Fíknieftiasalinn ók á brott i bíl sínum ásamt bróð- urnum en Josephine gekk heim til sín. í apríl vora bræðumir ákærðir fyrir meinsæri, morð og fleiri alvarlega glæpi, svo sem að stjóma fíkniefna- hring sem gaf þeim 15 þúsund dollara á viku fyrir sölu á krakki og fleiri sem komu þar við sögu voru einnig ákærðir. Það vakti þegar athygli að Karen og sonur hennar vora myrt þrátt fyrir að lögreglan ætti að gæta þeirra. En Karen sem var innflytjandi frá Jamaíka var mikið í mun að halda mannorði sínu hreinu í augum ná- grannanna í hverfinu góða. Hún neitaði því að hafa lögreglumenn á vakt við heimili sitt og bað þess að lít- ið væri látið á vemdinni bera. Yfirvöldin urðu við bón hennar og var vemdin ekki önnur en sú að lögreglubíll ók fram hjá húsinu annað slagið á nætumar, þrátt fyr- ir morðhótanimar. Hins vegar tók að minnsta kosti einn nágranninn eft- ir því að sami maður i sama bíl ók iöulega um götuna og fór hægt fram hjá húsi Karenar. Þar var Peeler á ferð og var að minna á sig og hótanimar. Morðin vöktu mikla athygli og blöðið spurðu hvers vegna bamið og móðirin hefðu ekki fengið trygga vernd lögreglunnar eftir að búið var aö ákveða að Leroy skyldi vitna í réttarhöldunum yfir harösnúnum eitur- lyfjasala og morðingja ástmanns móður sinnar. Annar öldungadeildarþingmaður ríkisins lét í ljósi þá skoðun að vitnið hefði átt að njóta fullkominnar lögregluvernd- ar og ekki hefði átt að taka tillit til óska Karenar um að lögreglan léti ekki sjá sig í námunda við hús hennar. Rifjað var upp að á níunda áratugnum gekk mikil glæpaalda yfir bæinn þegar fíkniefnasalar börðust um markaðinn og var öllum ráðum beitt í þeim slag. Því þótti það mikill ábyrgðarhluti þegar lögreglan varð við ósk móðurinnar um að láta ekki sjá sig við heimili hennar og sonarins, jafhvel eftir að morðhótanir fóra að berast. Afsökunin var sú, að sögn lögreglunnar, að Karen taldi að ekkert mark væri takandi á hótunum Peelers og glæpagengis hans því þeir væru meiri í kjaftinum en til raunverulegra aðgerða. Þar hafði hún illa rangt fyrir sér. Dóniar Josephine sagði lögreglunni að hún hefði aldrei vit- að að bræðumir ætluðu að myrða mæðginin og haldið að þeir ætluðu aðeins að láta hótanir duga. Hún samdi um að bera vitni gegn þeim gegn því að hún fengi ekki nema í hæsta lagi sjö ára fangelsisdóm. Russel Peeler var að lokum dæmdur í 105 ára fang- elsi fyrir hótanir og fyrir að hafa myrt mæðginin. Nokkru síðar hlaut hann lífstíðardóm til viðbótar fyr- ir að hafa stjórnað eiturlyfjafyrirtæki i tvö ár. Verjandi hans gerði tilraun til að gera vitnisburð Josephine ómerkan á þeim grandvelli að hún væri ragluð vegna fikniefnaneyslu og ekki sjálfráð ,gerða sinna og orða. Peeler hélt því fram að hann’hejði ver- ið heima hjá sér á þeim tíma sem morðin voto'&aajin. En sönnunárgögnin hrúgðust upp gegn honumijgjiafm hlaut að hlíta dómi og verður varla frjáls maðará ný í þessari jarðvist. Bróðir hans, Adrian Peeler, var fundinn sekur um hafa aðstoðað við aftöku mæðginanna og hlaut fyrir það 35 ára fangelsisdóm og síðan var hann dæmdur í 20 ára fangelsi til viðbótar fyrir að hafa tekið þátt í dreifingu ólöglegra fikniefna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.