Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 H&tgarblacf 33'V" 55 Það vantar þetta létta Árið 1946 keyptu þeir bræður fyrsta traktorinn sem þeir eignuðust. Hann var af Mc Cormick gerð, 27 hestöfl, en vinna þurfti mikið land til ræktunar á Hrísum. Þennan traktor á Hermann enn þá og hann lítur vel út enda er breitt yfir hann inni í vélageymslu sem hann á. Hann kom á jámhjólum, eins og títt var með landbúnaðartæki í þá daga en skömmu eftir að þeir fengu hann settu þeir hann á gúmmí- dekk og er hann á sömu dekkjum. Hermann hafði, eins og Þorgils bróðir hans, mikinn áhuga á alls konar söfn- un. „Ég hef ailtaf haft áhuga á þessu létta,“ segir Hermann. „Ég hef svo gaman af skemmtiþátt- um úr bæði útvarpi og sjónvarpi. Mér finnst vanta meira skemmtiefni í út- varpið. Ég sakna revíuflutningsins. Það má líka vera meira af þessu létta í sjónvarpinu." Hermann á mikið safn skemmti- þátta úr bæði þýska, austurríska og svissneska sjónvarpinu og það efni þekur alveg heilan vegg í herberginu hjá Hermanni. „Það er svo fallegur söngur í þessum þáttum og fallegir búningar," segir Hermann og lætur eina spólu í videótækið því til sönnun- ar. Sveinn Ólafsson mágur hans hefur tekið þetta efiii upp af gervihnatta- diski og sent honum. Þá hefur hann safhað bæöi íslenskum og mið-evr- ópskum þjóðlögum. Hermann hefur gaman af því að ferðast þó hann geri samt ekki mikið af því. „Ég fór m.a. til Mallorca þegar ég var fimmtugur og eins fór ég til Þýskalands fyrir nokkrum árum með mági mínum og systur og það var mjög gaman,“ segir Hermann. Sér óorðna liluti fyrir „Ég gifti mig aldrei. Það var svo mikið að gera hjá mér og ég hafði bara ekki áhuga á því,“ segir Hermann og hlær. „Ég hef samt alltaf haft gaman af að vera með skemmtilegu fólki og ég fæ mér stundum rauðvínsglas." Auk þess að stunda búskapinn í sveitinni vann Hermann á vertíðum hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur. Keyrði hann þá á milli á traktornum en þeir voru ekki yfirbyggðir þá eins og nú. „Það var oft mikið að gera hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur og mér lík- aði vel við verkstjórann Helga Krist- jánsson sem þá var,“ segir Hermann. Hermann segist vera berdreyminn og sjá oft ýmsa óorðna hluti fyrir. Hann segist oft sjá þetta á gangi tunglsins og þegar það minnkar líður lengra á milli atburða. „Ég sagði t.d. Þorgilsi nákvæmlega hvað við myndum þéna á vertíðinni í Hafnarfirði forðum. Eins var með nýja veginn hérna í sveitinni sem lagður var fyrir stuttu. Þá sá ég einnig fyrir mér nýju brúna á Tunguá og stórvirku tækin sem þar voru notuð,“ segir Hermann. „Þá hefur fólk haft samband við mig og spurt mig um hluti sem það skilur ekki og það er afskaplega þakk- látt fyrir. Maður er ánægður ef maður getur hjálpað og fær það margborgað bara með ánægjunni," segir Hermann. Þeir bræður Hermann og Þorgils voru mjög samrýndir í sínum búskap og foreldrar þeirra bjuggu hjá þeim allt til dauðadags á Hrísum. Hermann er núna með 120 kindur og 3 hesta. Hann fer allra sinna ferða á Land Rover sem hann á, módel 1973, og ber númerið A 5180. Una aðstoðar bróður sinn á allan hátt við búskapinn og munar ekki um aö keyra inn að Hrís- um á fólksbílnum sínum. Una á reyndar gamlan Willys-jeppa frá 1962 sem bar númeriö P 308 en hann er núna geymdur á sama stað og Mac Cormick-vélin hans Hermanns. Her- mann hefúr alltaf gaman af því þegar gesti ber að garði og tekur vel á móti þeim. Hann er ræðinn og hefur gaman af að segja frá. Það fer vel á því að hafa lokaorðin á þessu spjalli við Her- mann setningu sem hann sagði við mig á einum stað í viðtalinu. „Ég þekki bara gott og skemmtilegt fólk.“ -PSJ Una við Willys-jeppann sinn frá 1962 sem hún geymir hjá Herinanni bróður sínuin. Hermann við Mac Cormick-dráttarvélina góðu frá 1947 og var hún önn- ur í röðinni af þessari gerð sem kom til landsins. Subaru Legacy Outback, árg. 1996, ek. 65 þús., ssk., ailt rafdr., ABS, airbag, CD, kastarar, þjónustubók, þakbogar, nýtt í bremsum og bíll nýryðvarinn. Ásett verð ca. 1390 Verð 1090 þús. Toyota Corolla Xli H/B 1, 3, árg. 8/91, ek. 118 þús., ssk., samlæsingar, útvarp, nýtt I bremsum og nýir demparar að aftan. Vel með farinn og vel þjónustaður bíll. Verð22oþús. Subaru Legacy GL stw, árg. 1/98, ek. 91 þús., ssk., rúður og speglar rafdr., samlæsingar, krókur, þakbogar, þjónustubók, nýtímareim. Verð 1250 þús. Bjóðum ailt að 100% fjármognun MIKLATORCl • SÍMI 551 7171 • FAX 5 5 1 7225 • www.abs.is ■ Aðalbílasalan - fyrstir í notuðum! Góð og traust þjónusta við viðskiptavini Aðalbílasölunnar hefur verið lykilforsenda fyrir velgengi henna síðastliðin 48 ár. Viljir þú kaupa eða selja bíl þá getur þú treyst á þjónustu okkar. gpflLBÍLflSIi ijJH P f HJARTA BORCARINNAR Honda CRV Rvsi, árg. 1998, ek. 94 þús., ssk., abs, airbag, rúður og speglar rafdr., topplúga. Verð 1390 þús. Verð 1570 þús. Saab 95 SE, árg. 1/99, ek. 38 þús., ssk., álfelgur, rúður og speglar rafdr., ABS, CD, airbag, spólvörn, einn hlaðinn búnaði. Verð 2190 þús. Toyota Corolla Terra L/B i, 6, árg. 3/2001, ek. 46 þús. 5 gíra, ABS, airbag, CD, rúður og speglar rafdr., samlæsingar. Verð 1290 þús. Subaru Forester, árg. 9/99, ek. 40 þús. ssk., abs, airbag, álfelgur, fjarstýrðar samlæs., þjófavörn og fjarstart, rúður og speglar rafdr., sumar- og vetrardekk. Peugeot 206 CC 2.0, árg. 3/02, ek. 16 þús., 5 gíra, hardtop, leðuráklæði, álfelgur, airbag, ABS, CD, loftkæling, rafm í rúður og speglar rafdr., kastarar, digitalmiðstöð. Verð 2250 þús. < ■tr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.