Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 HelQorblaö XXXT 25 DV-mynd Sigurður Jökull Ólafsson Tanja Sif Árnadóttir sushi- gerðarinaður sker niður bleikju til að leggja ofan á hrísgrjónakodda, nigiri. Japönsku hrísgrjónin eru færð úr suðupottinum yfir í trédall þar sem ediksblönd- unni er hellt yfir þau og hrært í til að forðast að grjónin klessist. Sushi samanstendur af rnörg- um niismunandi smáréttum og hér raðar Tanja þeim listi- lega á trébretti. Alta Vista frá Argentínu og hið franska JP Chenet - er val Steinþórs Einarssonar hjá Rafkóp-Samvirki Matur á japanska vísu hefur átt vaxandi vinsæld- um að fagna hér á landi enda mikið lostæti. í vetur kynntum við til sögunnar hvítvín, Alta Vista Tor- rontés Premium, og fylgdi þá sögunni að þetta vín gengi mjög vel með allri austurlenskri matreiðslu. Góð vísa er aldrei of oft kveðin og sama má segja um vín. Gott vín aldrei of oft drukkið. Alta Vista víngerðin í Argentínu á sér langa sögu en hefur ekki hafist til vegs og virðingar fyrr en á allra síðustu árum. Á 60 hekturum á besta stað í Mendoza héraðinu, Lujan de Cuyo, i yfir 850 m hæð yfir sjávarmáli hefur franska víngerðarfyrirtækið Gam Audy komið sér fyrir með Jean-Michel Arcaute í broddi fylkingar. Gam Audy vínfyrirtækið á rætur að rekja til Bordeaux í Frakklandi og hefur meistar- inn sjálfur verið valinn víngerðarmaður ársins í Frakklandi í tvígang. í Alta Vista vínunum upphefja frönsk víngerðarlist og frábær ræktunarskilyrði í Argentínu hvort annað í æðra veldi. Alta Vista Torrontés Premium er hreint torrentés vín. Af því leggur mikinn og góðan blómailm með vott af rósum. Vínið er bjart og ferskt með krydd- keim. Alta Vista Torrentés gengur mjög vel með austurlenskri matreiðslu og fuision-matreiðslu og hentar einnig vel með reyktum mat, bæði kjöti og fiski. Einnig humri. Alta Vista Torrontés Premium fæst í sérvöruverslunum ÁTVR í Kringlunni og Heiðrúnu og kostar flaskan 1310 krónur. Frá Argentínu til Frakklands. Frá Petersbach, norður af Vosges fjallgarðinum í Alsace í Frakk- landi, kemur JP-Chenet Chardonnay Reserva. Það er framleitt af Les Grand Chais de France (LGCF) fyr- irtækinu sem stofnað var 1979 af Joseph Helfrich með það fyrir augum að framleiða ódýr og að- gengileg vín fyrir alþjóðamarkað. Er fyrirtækið nú orðið stærsti útflytjandi á frönskum vínum í heiminum.Framleiðendur JP-Chenet eru þekktir fyrir stöðuga og góða framleiðslu. JP Chenet vínin þykja koma á óvart mið- að við verð og útlitið er sannarlega minnisstætt en sveigður háls flöskunn- ar er hluti af ímynd JP-Chenet og vekur jafnan athygli. JP-Chenet Chardonnay Reserva er eins og nafnið bendir til, unnið úr einni vinsæl- ustu hvítvínsþrúgunni, Chardonnay. Vínið er ljósgyllt að lit, tæplega meðalopið með frísklegum keim af eplum, sítrónum, möndlumassa og hunangi. Það er meðal- bragðmikið með góða endingu, þurrt en með sætan ávöxt. JP-Chenet Chardonnay Reserva þykir passa einstaklega vel með fiskréttum eða ljósu kjöti en er einnig gott eitt og sér. JP-Chenet Chardonnay Reserva fæst i sérvöruverslunum ÁTVR í Heiðrúnu og Kringlunni og kostar flaskan 1150 krón- ur. Umsjón Huukur Lárus Hauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.