Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Blaðsíða 52
56
Helqarblað H>"V
LAUGARDAGUR 29. MARS 2003
!
Formaður BDSM á íslandi ræðir hispurs-
laust um þarfir tiltekins hóps í samfélaginu:
Drottnun
eða und-
irgefni í
| kvnlífinu
* „BDSM er samheiti yfir alla þá möguleika sem
geta falist ísadómasókisma, munalosta, leð-
urlífsstíl, bindi- og valda- og skgnjunarbregt-
ingarleikjum.“Svo segir á vef félagsins sem er
„stuðnings- og fræðslufélag fólks sem hefur
áhuga á BDSM.“ Það hafur nú verið starfrækt
I
í
t .
í fimm ár. Geir Guðmundsson, formaður fé-
lagsins, kvaðst reiðubúinn til að útskgra fgrir
lesendum DV um hvað BDSM snerist
ístórum dráttum
„Hópurinn samanstendur af fóLki sem skilgreinir sig
sem drottnandi eða undirgefið í kynlífmu en einnig er al-
gengt aö fólk skiptist á að vera drottnandi eða undirgef-
ið. Flestir hafa áhuga á einhvers konar hlutverkaleikjum
þar sem vald er lykilatriði og hvers konar fjötrar og
bindileikir eru einnig mjög algengir. Flengingar og aðr-
ar refsingar vekja ömm hjá mörgum og svo er ákveðinn
hópur sem örvast kynferðislega við sársauka eða að veita
öðrum sársauka. Það er þó ekki sama hvemig sársauka
um er aö ræða. Innan félagsins er líka stór hluti fólks
sem hefur munalosta en það fær kynferðislega örvun af
hlutum eins og t.d. ákveðinni tegund fatnaðar og er þar
leður, latex eða plast algengast en getur í raun verið hvað
sem er.“
Breytileg áhugasvið
„Kynlíf er í rauninni mjög fjölbreytt, miklu íjölbreytt-
ara heldur en gefið er í skyn í kennslubókum í skólum,
fjölmiðlum o.s.frv. Smekkur fólks er mjög fjölbreyttur og
hver og einn í reynd einstakur. Þannig er það útbreidd-
ur misskilningur að einstaklingur þurfi að hafa áhuga á
öllu sem flokkast undir BDSM. Einstaklingur getur haft
mikinn áhuga á fjötrum og bindileikjum en vill ekki
koma nálægt sársauka eða munalosta. Annar einstak-
lingur getur hins vegar bara haft áhuga á flengingum og
munalosta fyrir regngöllum. Félagið nær yfir flest sem al-
menningur telur óvenjulegt kynlíf í einhveijum skiln-
ingi. Markmið okkar er að innleiða það viðhorf í þjóðfé-
laginu að óvenjulegt kynlíf sé í fínu lagi svo framarlega
sem það er öruggt, meðvitað og umfram allt samþykkt af
öllum sem taka þátt í því. Fólk á ekki að þurfa að bæla
niöur tilfinningar sínar eða fara í felur með þær gagn-
vart maka.
Ákveðin þörf
- En af hveiju félag?
„Félagið er að svara ákveðinni þörf sem er til staðar í
samfélaginu og félög af þessu tagi eru í flestum stærri
borgum hins vestræna heims og hafa mörg starfað um
áratugaskeið. Tilgangur þess er að gefa fólki tækifæri til
að hitta aðra með sömu eða svipaðar þarfir, þannig að
það sjái að þeir eru jafnvenjulegir borgarar og það sjálft.
Fólk er oft í ákveðinni krísu, því þetta er tabú. Það þor-
ir ekki að ræða um þetta því það óttast viðbrögðin, for-
dómana og heldur jafnvel að þaö fréttist að það hafi
áhuga á þessu. Sumir eru í mörg ár að telja í sig kjarkinn
að koma í heimsókn til okkar og sjá að við erum venju-
legt fólk, úr öllum stéttum þjóðfélagsins, á öllum aldri, af
báðum kynjum. Þaö verður þá sáttara við sjálft sig eftir
,Vel útbúin dýflissa á góðum stað í Reykjavík. Kyndiklefi, St. Johns kross, pyntingabekkur, flengihestur,
keðjuveggur, bönd, leðurólar og hellingur af öðru dóti. Pantaðu tínia og fáðu staðsetningar."
að hafa hitt aðra. Tilgangurinn er einnig að beijast gegn
fordómum um BDSM í þjóðfélaginu og ekki síður meðal
þeirra sem hafa sjálfir áhuga á BDSM. Annar tilgangur
félagsins er að standa að fræðslu um BDSM eins og t.d.
hvemig má sttmda öruggt BDSM. Þó að BDSM sé í sjálfu
sér hættulítið er mögulegt að skaöa sjálfan sig og aðra ef
menn eru ekki meðvitaðir og upplýstir um hvað þeir eru
að gera.“
- Hvað eru margir í félaginu?
„Frá upphafi hafa verið rúmlega hundrað félagar en að
jafnaði eru um 40 manns virkir á hveijum tíma. Milli tvö
og þijú hundruö manns hafa samt tekið þátt í félaginu
með einum eða öðrum hætti og yfir 1500 manns verið á
póstlista félagsins. Þetta er gegnumstreymisfélag. Fólk
kemur og er kannski í tvö ár en hættir svo. Það er þá
búið að fá þessari þörf fullnægt sem félagið veitir. Nýtt
fólk kemur í staðinn. Svo er ákveðinn kjami sem er alltaf
til staðar."
Meiri þátttaka hér
Miðað við nágrannalöndin er þátttakan hér hlutfalls-
lega örlítið meiri. Ef við heimfærum erlendar rannsókn-
ir á áhuga á BDSM yfir á ísland gæti ég trúað að hér á
landi séu um 20 þúsund manns sem hafa einhvem tíma
stundað eitthvað slíkt í sínu kynlífi, stundum, oft eða
reglulega. Ég held að fólki með þessar þarfir hafi ekki
fjölgað heldur hefur afstaðan breyst, opnast. Það er ein-
ungis lítið brot af því sem kemur inn í félagið til okkar.
Megintilgangur hjá okkur er að láta fólk vita að þetta sé
til, að það sé ekki eitt í heiminum. Þá líður því betur.
Vísindalegar rannsóknir erlendis sína að áhuginn á
BDSM er í kringum 5-10%. BDSM er mjög vítt skilgreint
og fjöldinn fer vitaskuld eftir því hvar mörkin era dreg-
in. Sé hins vegar sleppt að nota orðið BDSM eða SM í
rannsóknum og svarendur spurðir um áhuga á að nota
fjötra í kynlífi þá hafa sést niðurstöður eins og 50% áhugi
meðal karla og 35% meðal kvenna. Margir skilgreina sig
ekki sem BDSM-fólk, enda hafa orðin sadisti og ma-
sókisti mjög neikvæða merkingu. Margir segja: „Jú, ég
hef gaman af að krydda kynlífiö með saklausum bindi-
leik með maka mínum en ég er ekkert í blóði, svita og
tárum eins og þið „hardcore“-liðið,“ og á þá við fólk í
BDSM á íslandi. Þetta er misskilningur því flestir félags-
menn falla einmitt í fyrmefnda hópinn. Það era margir
sem halda að við séum hópur með sérmenningu, keyrum
um á mótorhjólum og í leðurgöflum, hlustum á þung-
arokk, tökum inn eiturlyf og séum að beija hvert annað
til blóðs. Þetta er þessi sterotýpa sem fólk hefur tekið upp
í gegnum bíómyndir, fjölmiðla og klámiðnaðinn. Þetta
gefur ranga hugmynd af raunveruleikanum. Við erum að
reyna að leiðrétta að þetta sé svona. En starfið er allt
unnið í sjálfboðavinnu þannig að við höfúm ekki getað
gert þetta eins vel og við viljum. En á þessum fimm
starfsárum félagsins hefur hugtakið náð fótfestu og er
betur þekkt hér á landi heldur en áður. Áður fyrr var
sagt að masókistar væru sjúkir á geði, haldnir sjálfspín-
ingarhvöt en sadisti væri einhver sem væri voðalega
vond persóna. En það er ekki tilfellið, þetta er allt ágæt-
isfólk og góðir og gegnir borgarar sem era oftast ekki í
neinum sálarkrísum vegna þessara tilfinninga sinna.“
Meðfætt eða áunnið
- Er þetta meðfætt hjá fólki sem hefur þörf fyrir þetta?
„Það er ekki vitaö. Það gæti verið gen eða eitthvað sem
er lært, eða sambland af hvoratveggja. Sálfræöingar hafa
ekki fundið neitt samhengi milli þessa og einhvers sem
hafi átt að koma fyrir fólk á lífsleiöinni. Ég var einhverju
sinni spurður, þegar ég var á stórri samkomu erlendis,
hvort það væri rétt að íslensk erfðagreining væri að
rannsaka þetta, hvort verið væri að leita að þessu BDSM-
geni. Ég sagði viðkomandi aö það væri margt annað sem
væri meira áríðandi að finna. Flestir reyna að leita ein-
hverra skýringa á þessu en ég sé ekki að þess þurfi. Þetta
er nákvæmlega eins og með samkynhneigð, það veit eng-
inn af hveiju hún stafar.“
- Er einhver munur á konum og körlum í þessu tilliti?,,
Almennt er ekki mikifl munur á kynjunum. Karlmenn
era oft mjög meðvitaðir um þetta og segjast hafa fundið
þessar tilfinningar strax í bemsku. Algengara er hins