Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 DV Fréttir Ólafur Grétar Guðmundsson augnlæknir um bráðaofnæmí vegna lyfja: Geta verið allt aö briú Mwk á árt „Þetta er ekki algengur sjúkdóm- ur, en ég gæti trúaö því aö á þeim 20 árum sem ég hef veriö við augn- lækningar hér á íslandi hafi ég séö hátt í tíu tilfelli. Þannig að ég held að það geti verið 1-3 tilvik á ári,“ sagði Ólafur Grétar Guðmundsson augnlæknir um bráðaofnæmi vegna lyfjanotkunar. DV sagði sjúkrasögu Margrétar Gísladóttur innanhússarkitekts og ljósmyndara í gær. Hún fékk bráðaofnæmi, TEN, vegna notkun- ar flogaveikilyfs og lá milli heims og helju á sjúkrahúsi í Bandaríkj- unum í sex vikur. Hún berst enn við afleiöingar sjúkdómsins. Sama máli gegnir um íslenskan dreng í Danmörku, Þorleif Kristín- arson. Hann fékk heiftarlegt bráða- ofnæmi af völdum parkódíns og skaðaðist á húð og í augum. Þrír lyfjaflokkar Ólafur Grétar hefur annast Mar- gréti og fleiri sem hafa fengið slíkt ofnæmi. Hann þekkir því vel til sjúkdómsins, sem leggst ekki síst á augun og getur valdið sjóndepru eða hreinlega blindu. „Þessi sjúkdómur er mjög mis- jafn,“ sagði Ólafur Grétar. „Hann getur verið allt frá því aö birtast í fremur vægu formi og upp í að vera hrikalega alvarlegur, þar sem fólkið er við dauðans dyr eins og Margrét og drengurinn. Fólk getur þurft að vera á gjörgæslu vikum og mánuðum saman." Ólafur sagði að fyrst og fremst væru það þrír lyfjaílokkar sem heföu verið tengdir við sjúkdóm- inn. Þó væri oft mjög erfítt að átta sig á því hver orsökin væri. Fyrst og fremst væru þó tengslin talin viö verkjalyf, s.s. parasetamol, súlfalyf og flogaveikUyf. Notkun súlfalyfja hefði minnkaö á síðari árum. „Þetta ofnæmi leggst á allar slímhimnur í líkamanum og húð- ina einnig," sagði Ólafur Grétar. „Síðan fylgir alls konar hætta varðandi sýkingar. Einnig er mikil hætta á varanlegum skemmdum á slímhimnunum og örmyndun, svo sem í augunum. Þá er aðalhættan sú að útfærslugöngin frá tárakirtl- unum eyðUeggist og augun þorni upp.“ Dæmi um alveg ónýt augu Aðspurður um möguleika á bata sagði Ólafur Grétar að þeir væru afar einstaklingsbundnir. „Margir ná fuUum bata og verða ekki fyrir varanlegum skaða. Sem betur fer held ég að meirihluti þeirra tilvika sem ég hef séð hérna heima hafi verið fremur vægur, þannig að það hefur tekist að lækna sjúklingana og koma þeim til fuUs bata án varanlegs skaða. Svo er ef til vUl þriðjungur af þessum tilvikum sem eru miklu al- varlegri og verri. Hvað viðkemur mínu sviði þá eru þess dæmi að augun í fólki eyðUeggist hreinlega alveg, þau missi alla tárafram- leiðslu og endi með því að viðkom- andi verði blindir. Þá getur verið mjög erfitt að varðveita í þeim sjónina eða að gefa þeim sjón. Ég sá í námi mínu erlendis slík tilfeUi og veit um eitt tU tvö tilvik hér á landi. Þeir sjúklingar voru sendir til útlanda í mjög háþróaðar, sér- hæfðar aðgerðir til að reyna að gefa þeim sjón.“ Ólafur Grétar sagðist enn frem- ur vUja undirstrika að þarna væri um aö ræða fremur sjaldgæfa aukaverkun af lyfjum, sem væru geysimikið notuð í þjóðfélaginu, s.s. verkjalyfjmn og flogaveikilyfj- um. „Læknar passa sig á því að gefa þessi lyf í eins litlum skömmtum og mögulegt er. Fólk á að reyna að nota ekki verkjalyf í óhófi.“ Meiri tími - betri skilningur Þegar kemur að upplýsinga- flæði til sjúklinganna sjálfra þá hefur það breyst afar mikið með tilkomu Netsins. Nú er hægt að fá gífurlega mikið magn upplýsinga þar. Þetta er aUt önnur staða held- ur en áður fyrr. Þá þurfti að gefa fólki ljósrit úr textabókum og slíku. Nú getur fólk flett þessu upp á Netinu. Sjálfsagt má alltaf gera betur í upplýsingaflæði til fólks, en ég held að það hafi breyst mjög tU batnaðar í heilbrigðisþjónustunni á síðari áratugum, að læknar og hjúkrunarfólk gefi sér meiri tíma og hafi betri skilning á upplýsinga- þörfinni. Þessir sjúk- lingar eru mjög oft Ula staddir og þurfa mikla aðstoð. Það er kannski aldrei nógu vel gert. Við getum aUtaf staðið okkur betur og alltaf gæti þjóðfélagið stutt betur við bakið á þessu fólki. Fólk verður óvinnufært, lendir í ýmiss konar íjárhagsþreng- ingum og jafnvel þarf ýmiss konar aðstoð í sínu dag- lega lífi. Það er engin spumig, að þarf að vinna að því eins og mögu- legt er, eins og við erum raunar að reyna að gera, að auka þjónustu og bæta eins og hægt er. En það gengur hægt og þessum sjúk- lingum sem fá svona sjaldgæfa sjúkdóma finnst ef tU viU að skilningur sé kannski ekki nógu mikUl, því fólk þekkir ekki þeirra vandamál. En ég tel, miðað við það sem er að gerast í nágrannalöndunum, að við stöndum alveg jafnfætis því sem gerist einna best þar.“ -JSS íslensk heimasíða um húðsjúkdóma: Huðin „losnar af' likamanum ff Á heimasíðu Bárðar Sigurgeirs- sonar, sérfræðings í húðsjúkdóm- um, www.cutis.is er að finna ýms- ar upplýsingar um ofnæmi og húð- vandamál af ýmsum toga. Þar á meðal er fjallað um panódíl-of- næmi eftir að DV birti frétt af ís- lenskum dreng, búsettum í Dan- mörku, sem fékk slíkt ofnæmi. Hann lá lengi mUli heims og helju á spítala ytra og þarf nú að lifa við afleiðingar sjúkdómsins sem eru m.a. blinda á öðru auga og ofurvið- kvæm örótt húð. Lesendum tU upplýsmgar birt- um við með leyfi Bárðar umfjöUun um þetta Ulvíga bráðaofnæmi sem upp getur komið vegna notkunar lyfja. UmfjöUunina er að finna á heimasíðunni www.cutis.is „í Dagblaðinu 2.4.03 er sagt frá ungum dreng sem fékk heiftarlegt ofnæmi af PanodU (virkt efni Para- setamol). Einkennin sem drengur- inn fékk líkjast sjaldgæfum ofnæm- issjúkdómi sem kallast „Toxic ep- idermal necrolysis“ (TEN). Þessi sjúkdómur er mjög sjaldgæfur en einkennist af því að húðin „losnar af ‘ líkamanum við minnstu snert- ingu. Líkaminn er því óvarinn og einkenni aö mörgu leyti eins og við útbreiddan bruna. Algengast er að þessi sjúkdómur orsakist af svörun gegn lyfjum en sýkingar (af völdum sveppa, bakt- ería eða veira) geta einnig valdið sjúkdómnum. Þá getur sjúkdómur- inn einnig birst hjá krabbameins- sjúklingum og hjá þeim sem hafna líffærum eftir líffæraígræöslur. Þessi sjúkdómur er aUtaf alvar- legur og krefst meðhöndlunar á sjúkrahúsi. Engin sérhæfð meðferð er tU en sjúklingamir eru með- höndlaðir líkt og brunasjúklingar og lyf gefin eftir einkennum. Hann getur lagst á augun og leitt tU ör- myndunar í augum og einstaka sinnum blindu. Annar sjúkdómur sem er mun algengari getur gefið svipuð einkenni þegar hann er á hástigi. Nefnist sá sjúkdómur Stevens-Johnson syndrome." -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.