Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Side 13
FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003
DV
12
Utlönd
Sláturtíö ríkjandi í stríðinu í Kongó:
Það telst vart til tíðinda lengur að
verið sé að berjast í lýðveldinu
Kongó. Þar tekur hver stríðsherrann
við af öðrum og satt best að segja er
oft erfitt að átta sig á hver fer með
stjórn landsins og hverjir eru upp-
reisnarmenn. Stríðið stendur yfir-
leitt fremur á milli þjóðflokka og
íbúa einstakra héraða en að um hug-
myndafræðilegan ágreining sé að
ræða. Og hersveitirnar sverja sig
fremur í ætt ræningjaflokka og
hermdarverkamanna en um skipu-
lagðan og þjálfaðan her sé að ræða.
Franskur blaðamaður var nýlega á
ferð í afskekktu héraði i suðaustur-
hluta landsins og náði þar sambandi
við fólk af kynþætti pygmya, sem eru
smáir vexti og lifa í frumskógum um
miðbik álfunnar. Að þeim er sótt
með vopnum og eyðingu skógarins
og virðist „alþjóðasamfélagið" kæra
sig kollótt hvað um þessa sjaldséðu
manngerð verður. Að minnsta kosti
herja uppreisnarmenn í kongóska
frelsishernum á þetta fólk og vinna á
því fáheyrð grimmdarverk án þess
að mannréttindahetjur norðurálfu
kæri sig um að vita hvað fram fer.
Neyddir til mannáts
Þar hafði einn af ættarhöfðingj-
um pygmya þá sögu að segja að
uppreisnarliðið hafi herjað lönd
þeirra síðan í september sl. Þeir
ræna og rupla öllu sem því sem hef-
ur eitthvert verðgildi, hýða fólk
með svipum og ræna stúlkum. Þeir
skera niður veiðinetin og banna
innfæddum allar bjargir. Dverg-
vöxnu íbúamir eru því á flótta og
reyna að felast í frumskóginum,
sem óðum fer minnkandi vegna
skógarhöggs og slæmrar umgengni.
Ekki tekst öllum að forða sér á
flótta þegar liðssveitir uppreisnar-
manna storma um þorpin. Kona
sem bjó í þorpi nærri bænum
Mambasa segir þá sögu, að þegar
maöur hennar kom heim frá veið-
um hafl hann orðið vitni að því að
hermennimir bútuðu niður líkama
móður hans, bróður og systur og
tvö börn voru höggvin í spaö. Lykt-
ina lagði um þorpið þegar mat-
reiðslan átti sér stað. Það sem ekki
var étið á staðnum þurrkuðu níð-
ingamir og höfðu á brott með sér.
Það er trú þeirra að pygmyaát og
að drekka blóð þeirra gefi þeim
sem nærast á þessum matvælum
sérstakan mátt og líkamsstyrk.
Einn leiðtoga þeirra segir
að þótt þeir séu frumbyggj-
ar landsins hafi þeir verið
fyrirlitnir og ofsóttir af
öðrum þjóðflokkum og
ástæðan fyrir því að þeim
hefur verið slátrað og þeir
étnir sé að litið sé á þá sem
skepnur en ekki menn.
Eftir öðmm pygmya er haft að
hann hafi farið út á bersvæði við
þriðja mann til að höggva kjarr-
við. Þar náðu hermenn þeim og
neituðu um grið þegar þess var
beðið. Einn félaganna var afhöfð-
aður á staðnum og var matreiddur
þegar í stað og sest var að snæð-
ingi. Félagar þess myrta voru
neyddir til að taka þátt í máltíð-
inni og fengu að fara ferða sinna
að henni lokinni. Sögumaður seg-
ist enn vera veikur af viðbjóði þeg-
ar hann hugsar til afdrifa félaga
síns.
Leyndist í kúahjörö
Bærinn Mambasa er á mótum
nokkurra skógarslóða. Hann er nú
verptur illgresi og flest hús eru
hurðalaus því hermenn uppreisn-
arherjanna gengu hús út húsi í
leit að gulli og eðalsteinum eða
hvaða verðmætum sem þar gætu
falist. Bærinn var hertekinn í des-
ember sl. og er á ný yflrgefinn því
fyrrum íbúar eru ýmist látnir eða
hafa bjargað sér á flótta.
Nokkrir hópar uppreisnar-
manna hafa sett upp búðir á svæð-
inu og halda uppi njósnum um
íbúana sem enn eru eftir og hafa
enda ekki til neinna að leita.
Nauðganir, þjófnaður og morð
eru daglegt brauð á þessum dreifð-
byggöu slóðum og er lítið um
varnir af hálfu friðsamra íbúa.
Hermennirnir tóku bæinn
Mambasa 12. október sl. Þyrla var
send eftir því þýfl sem þeim tókst
að Fmna í leirkofum hinna inn-
fæddu. Þeir grófu upp lík þeirra
sem nýlega voru jarðaðir til að
leita að skartgripum og öðum
munum sem grafnir voru meö
þeim látnu. Konur í hópi upp-
reisnarmanna fóru skipulega um
híbýlin og hirtu búsáhöld og
sængurfot og yflrleitt hvaðeina
sem gat komið að gagni.
ítalskur prestur hafði stundað
trúboð á þessum slóðum í þrjá
áratugi. Þegar hermennirnir
komu freistaði hann þess að leyn-
ast í kúahjörð. En uppreisnar-
mennirnir skutu á búsmalann úr
vélbyssum og var guðsmaðurinn
DV MYNDIR REUTERS
Níu hundruð manna Qöldagröf fannst fyrir skömmu
900 manna fjöldagröf fannst fyrir nokkrum vikum í Kongó. Var allt fólkiö deytt
á skömmum tíma. En álitiö er aö þrjár milljónir aö minnsta kosti hafi látiö lífiö í
átökunum í landinu.
handsamaður. Hann var neyddur
til að afhenda hermönnunum alla
sjóði og verðmæti sem í trúboðs-
stöðinni voru að sleppt aö því
loknu, en þó ekki fyrr en búið var
að tuska hann duglega til.
En þá tók ekki betra við.
Skipulagslítil hermdarverk
Uppreisnarmenn voru hraktir frá
Mambasa af herflokkum stjórnarliðs-
ins, ef hægt er að kalla það svo, aðal-
lega vegna þrýstings erlendis frá, því
tekið var mark á orðum föður Sil-
vano Ruaro. En þrem vikum síðar
sneru þeir til baka og tóku bæinn á
ný. Þá voru flestir íbúanna flúnir og
freistuðu að ná til Beni, sem er
stærsta borgin á svæöinu og er um
130 km suður af yfirgefna bænum.
Uppreisnarmenn hvíldust um tíma í
yfirgefna bænum og fóru þá í humátt
á eftir flóttafólkinu á leið til Beni.
Vitni að atburðum bar, að fáheyrð
grimmdarverk hafi verið unnin. For-
ingi liðsins, sem kailaði sig Zorro,
grobbaði af því að éta mannakjöt og
að skella undan þeim sem hann áleit
óvini sína, þurrka limina og gefa
undirforingjum sínum.
Fjöldi flóttamannanna hvarf í
skógunum, börn voru tröðkuð niður
og konur fæddu við vegaslóðana.
Tugir þúsunda söfnuöust saman við
úthverfi borgarinnar Beni og upp-
reisnarmenn fylgdu eftir og tóku
borgina herskildi. En nú voru full-
trúar „alþjóöasamfélagsins" farnir
Hermaður í Kongö
Herir eru illa skipulagöir og illt aö greina á milli stjórnarhers og uppreisnar-
manna, sem eru dreifðir og minnir stríöiö oft meira á ættbálkaerjur en átök
milli stjórnmálaafla.
að fylgjast með hryllingnum og voru
hersveitir glæpamannanna neyddir
til að yfirgefa borgina. En þeir skildu
eftir sig slóð limlestra líka og
tvístraðra fjölskyldna.
Þótt margir hafi farið illa út úr
áralöngum átökum í Kongó er ljóst
að pygmyarnir hafa mátt þola mestar
þjáningar og jafnvel útrýmingar.
Þeir hafa neyðst til að yfirgefa frum-
skóginn sem þeir hafa búið í um ald-
ir þar sem mjög gengur á gróðurinn
og skógurinn minnkar. Þá verða þeir
auðveld bráð stríðsóðra herflokka
sem engu eira.
Það þykir ljóst að stríðsherrar og
þeirra menn noti líkama hinna smá-
vöxnu Pygmya sem sigurtákn. Þeir
komu frá vígvöllum með þurrrkuð
höfuö um hálsinn og þurrkaða getn-
aðarlimi sem verndargripi og gort-
uðu af því að hafa étið kjöt af þeim til
aö öðlast mátt.
Gagnrýnt hefur verið að „alþjóða-
samfélagið“ einbeitti sér að því að
friða dýrategundir í útrýmingar-
hættu, svo sem okapa, nashyrninga
og fjallagórillur, en létu sig litlu
varða þótt manngerðir eins og pyg-
myar hyrfu af yfirborði jarðar.
Fjöldagröf fannst
Þegar skýrslur bárust um aðfar-
irnar í Mambasa og Beni, sem
byggðust á vitnisburði Ruaro
prests, fór stjórn landsins að gera
ráðstafanir. Send var nefnd í nafni
SÞ til svæðisins og skyldi hún
safna gögnum sem jafnvel stóð til
að senda til stríðsglæpadómstóls-
ins í Haag. Einum af foringjum
stríðsmannanna var lofað sakar-
uppgjöf ef hann vitnaði um glæpi
hermanna sinna. Safnað var gögn-
um um glæpi 27 manna og var
settur sérstakur málamyndadóm-
stóll á staðnum og voru nokkrir
dæmdir í allt að þriggja ára fang-
elsi. Sakargiftirnar voru heldur
lítilmótlegar. Morðingjarnir voru
dæmdir fyrir að eyða skotfærum
að þarflausu eða að óhlýðnast fyr-
irskipunum. Foringi fékk 43 mán-
aða dóm fyrir að láta hjá líða að
aðstoða fólk í neyð.
Fyrir nokkrum vikum fundust
900 lík í fjöldagröf og var álitið að
því fólki hafi verið slátrað á örfá-
um dögum. Þar var um ættbálka-
erjur að ræða fremur en átök
stríðandi herja. Að hve miklu
leyti óöldin í Kongó stafar af erj-
um milli ólíkra ættbálka eða átök-
um um pólitísk völd er ekki með
öllu ljóst. En sjálfsagt blandast
þetta hvað inn í annað en alþjóöa-
samtök verða að gera sér að góðu
að eiga samskipti við og semja við
þær herforingjastjórnir sem sigur-
sælastar eru hverju sinni.
(Helsta heimild Le Monde)
Leigan í þínu hverfi
0.5 Itr Coca-Cola
og grilluð samloka