Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Qupperneq 35
FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003
35
I>V
Sport
Haukan—Stjarnan 23-1G
1-0, 1-2, &-2, 8-4, 9-6, (12-6). 18-6, 14-9,15-12,
18-14, 21-15, 23-16.
Haukar:
Mörk/viti (skot/viti): Nína K. Bjömsdóttir
8 (17/8), Harpa Melsted 4/1 (9/2), Brynja
Dögg Steinsen 3 (6), Ema HaUdórsdóttir 2
(2), Sonja Jónsdóttir 2 (4), Hanna G. Stefáns-
dóttir 2/1 (7/3), Inga Fríöa Tryggvadóttir 1
(1), Ema Þráinsdóttir 1 (1), Ingibjörg Karls-
dóttir (1).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 2 ( Ema H.
Brynja)
Vitanýting: Skoraö úr 2 af 5.
Fiskuö vitU Harpa 2, Sonja, Hanna, Ingi-
björg.
Varin skot/viti (skot á sig): Luyresija Bac-
an 10 (21, hélt 4,49%), Bryndís Jónsdóttir 2/1
(7/3, hélt 1).
Brottvisanir: 12 mínútur.
Dómarar (1-10):
Bjarni Viggósson
og Valgeir
Ómarsson (6)
GϚi leiks
(1-10): 4
Áhorfendur: 230
Best á vellinum:
Nína K. Björnsdóttir, Haukum
Stjaman:
Mörk/viti (skot/víti): Amela Hegic 9/2
(19/4), Hind Hannesdóttir 4 (10), Margrét Vil-
hjálmsdóttir 1 (2), Anna Einarsdóttir 1 (2),
Dögg Bragadóttir 1 (3), Sólveig Kæmested
(1), Jóna M. Ragnarsdóttir (2), Elísabet
Gunnarsdóttir (3)
Mörk úr hraöaupphlaupum: 3, Hegic,
Hind, Anna.
Vitanýting: Skoraö úr 2 af 4.
Fiskuö víti: Elísabet 3, Júlíana Þóröardóttir.
Varin skot/víti (skot á sig): Jelena
Jovanovic 19/2 (42/4, eitt víti I stöng, hélt, 6,
46%)
Brottvisanir: 4 mínútur.
Haukan-Stjannan 1-0
ÍBV-Valun 27-17
1-0, 3-3, 6-4, 9-0, (11-8). 12-8, 15-11, 21-12,
25-15, 27-17.
ÍBV:
Mörk/viti (skot/viti): Alla Gorkorian 11/1
(16/1), Anna Yakova 9/1 (15/1), Brgit Engl 2
(3), Ingibjörg Jónsdóttir 2 (4), Edda Eggerts-
dóttir 1 (2), Björg Ó. Helgadóttir 1 (2), Sylvia
Strass 1 (3), Ana Perez (1).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 8 (Yakova 3,
Ingibjörg 2, Engl 2, Gorkorian).
Vitanýting: Skorað úr 2 af 2.
Fiskuö víti: Yakova, Ingibjörg.
Varin skot/viti (skot á sig): Vigdís Sig-
uröardóttir 18/1 (34/5, hélt 11, 53%, eitt víti
fram hjá.
Brottvísanir: 10 mínútur.
Dómarar (1-10):
Guöjón L. Sig-
urðsson og Ólaf-
ur Haraldsson (6)
GϚi leiks
(1-10): 7
Áhorfendur: 564
Best á
Alla Gorkorian, ÍBV
Valur:
Mörk/viti (skot/víti): Ama Grímsdóttir 5
(7), Díana Guðjónsdóttir 4/4 (6/5), Kolbrún
Franklín 2 (8), Drífa Skúladóttir 2 (13/1),
Anna Guðmundsdóttir 1 (1), Svanhildur
Þorbjömsdóttir 1 (1), Hafrún Kristjánsdótt-
ir 1 (1), Elfa Hreggviösdóttir 1 (3), Sigurlaug
Rúnarsdóttir (6).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 7 (Arna 4,
Anna, Hafrún, Elfa).
Vitanýting: Skoraö úr 4 af 6.
Fiskuö vitU Sigurlaug 2, Hafrún 2, Drífa,
Hafdís Guöjónsdóttir.
Varin skot/víti (skot á sig): Berglind
Hansdóttir 16 (43/2, hélt 8, 37%).
Brottvísanir: 6 mínútur.
ÍBV-Valur 1-0
]mf\z i*TTT
.»i gSi11r i 1 rj f J
1 ImiTÍ | fi 11
Harpa Melsted brýst fram hjá Hind Hannesdóttur og skorar eitt fjögurra marka sinna gegn Stjörnunni á Ásvöllum í gærkvöld.
DV-mynd Sigurour Jökull
- þar sem Haukar sigruðu Stjörnuna með sjö marka mun
Haukar sigruðu Stjömuna í
fyrsta leik liðanna í undanúrslitum
Esso-deildar kvenna í handknatt-
leik sem spilaður var á Ásvöllum í
gærkvöld. Lokatölur urðu 23-16 í
leik sem var mjög bragðdaufur og
þar sem lítil tilþrif vom sjmd og
var erfitt að trúa því í ljósi mikil-
vægis leiksins, þar sem barist er
um sæti í úrslitunum.
Leikurinn réðst á fyrstu tíu mín-
útunum þar sem Haukastúlkur
náðu yfirburðastöðu, þökk sé leik-
mönnum Stjömuliðsins. Þær léku
langt undir getu, sýndu engan bar-
áttuvilja, og þar sem ekkert gekk
upp hjá liðinu vom þær fljótar að
gefast upp. Þegar flautað var til
hálfleiks var staðan 12-6, heima-
mönnum í vil og sigurinn í ömgg-
um höndum.
Haukastúlkur gáfu samt eftir og
hleyptu gestunum inn í leikinn en
eftir að Elisabet Gunnarsdóttir
hafði misnotað hraðaupphlaup fyr-
ir Stjömuna í stöðunni 14-11 tókst
Haukastúlkum að flnna taktinn á
ný og eftirleikurinn varð þeim auð-
veldur. Þær unnu ömggan sigur
og eru því 1-0 yfir í einvígi liðanna
og geta tryggt sér farseðilinn í úr-
slitin með sigri í Garðabænum á
laugardaginn.
Leikmenn Hauka léku einnig
langt undir getu og þrátt fyrir
nokkur ágætistilþrif náðu þær sér
aldrei almennilega á strik í sóknar-
leiknum á meðan varnarleikurinn
var í finu lagi. Harpa Melsted átti
þó sæmilegasta dag og Hanna G.
Stefánsdóttir átti finan fymi hálf-
leik en slakan síðari hálfleik.
Nína K. Björnsdóttir sýndi góð
tilþrif þegar á þurfti að halda og
með mörkum á mikilvægum
augnablikum í síðari hálfleik hélt
hún sinu liði við efnið. Hjá Stjörn-
unni varði Jelena Jovanovic mjög
vel í markinu en aðrir leikmenn
liðsins brugðust. Það var helst
Amela Hegic sem sýndi einhveija
baráttu og hún skoraði helminginn
af mörkum liðsins. Einnig kom Sól-
veig Lára Kærnested sterk inn í
síðari hálfleik og færði aukinn
þunga í sóknina.
Hættum að spila
„Við lögðum grunninn að þessu í
fyrri hálfleik með góðum varncU--
leik og vorum með ágætisnýtingu
þá. Hins vegar fannst mér botninn
detta úr þessu í síðari hálfleik og
við hættum að spila en fundum
taktinn aftur og unnum stærri sig-
ur en menn áttu von á," sagði Gúst-
af Adólf Björnsson, þjálfari Hauka.
Eltingarleikur allan tímann
„Við komum í þennan leik eins
og við hefðum ekki trú á því sem
við vorum að gera og lentum svona
mikið undir. Þess vegna vorum við
í eltingarleik allan tímann. Við
vorum að saxa á þetta í síðari hálf-
leik og það er erfitt og orkufrekt og
svo þegar reyndi á þetta aftur virt-
ist trúna vanta á ný," sagði Matthí-
as Matthíasson, þjálfari Stjörnunn-
ar, að leik loknum.
Það er vonandi að liðin komi bet-
ur stemmd til næsta leiks og bjóöi
stuðningsmönnum sínum upp á
betri skemmtun en raun varð á í
gærkvöld. Bæöi liðin hafa sýnt það
í vetur og það er ekki seinna
vænna að sýna það aftur á laugar-
daginn. -ÞAÞ
Tíu marka sigur Eyjastwna
ÍBV tók á móti Valsstúlkum í
Eyjum í fyrsta leik liðanna í
undanúrslitum íslandsmótsins.
Bæði lið höfðu komist
hindrunarlaust í gegnum átta-
liðaúrslitin en í þremur
viðureignum liðanna í vetur
höfðu Eyjastúlkur ávallt sigrað.
Valsstúlkur reyndust lítil
hindrun fyrir hið feikisterka lið
ÍBV og urðu lokatölur 27-17.
Leikurinn var gífurlega
hraöur, sérstaklega fyrstu tíu
mínúturnar þegar bæði lið
reyndu að keyra stíft á
hraðaupphlaupum. Hraðinn var
hins vegar of mikill því
mistökin voru mörg hjá báðum
liðum og því ekkert sérstaklega
mikið skorað í hálfleiknum.
Eyjastúlkur komust tveimur
mörkum yfir strax í byrjun en
Valsstúlkur voru aldrei langt
undan og jöfnuðu 3-3.
Varnarleikur ÍBV varð öflugri
þegar líða tók á leikinn og
Ingibjörg Jónsdóttir fyrirliði gaf
tóninn þegar hún stal boltanum
í tvígang, skoraði úr
hraðaupphlaupi í kjölfarið og
kom ÍBV í 4-6 en staðan í
hálfleik var 11-8 fyrir ÍBV.
Hafi Valsstúlkur átt einhverja
von um sigur var sá neisti
slökktur strax i upphafi síðari
hálfleiks. ÍBV byrjaði á því að
auka forystuna í fjögur mörk en
i stöðunni 15-11 lokuðu
heimastúlkur hreinlega leiðinni
að markinu, fengu fyrir vikiö
hraðaupphlaup og skoruðu
næstu sex mörk leiksins. Þar
með voru úrslitin ráðin og þó að
Valsstúlkur tækju bæði Önnu
Yakovu og Sylviu Strass úr
umferð síöasta stundarfjórðung
leiksins breytti það litlu og
leikmenn ÍBV héldu tíu marka
forskoti til enda leiksins.
Af þessum leik að dæma er
erfitt að sjá hvernig Valsstúlkur
ætla sér að leggja ÍBV að velli á
Hlíðarenda. Styrkleikamunur-
inn á þessum tveimur liðum er
einfaldlega of mikill. Vals-
stúlkur héldu reyndar í við ÍBV
framan af en hver spyr að því í
leikslok. Eini leikmaður Vals í
sama klassa var Berglind
Hansdóttir í markinu en hún
varði oft og tíðum stórkostlega.
Hinum megin á vellinum var
Vigdís Sigurðardóttir í
banastuði í marki ÍBV en Alla
Gorkorian sýndi mátt sinn í
gærkvöld og gestirnir réðu
ekkert við hana.
Vigdís Sigurðardóttir sagði
eftir leikinn að samstaðan meðal
leikmanna ÍBV heföi haft mikiö
að segja í gærkvöld.
Þær komu dýróöar til leiks
„Þær komu dýróðar til leiks
enda vilja allir vinna ÍBV. Við
spiluðum ágætlega í fyrri
hálfleik, gerðum reyndar of
mikið af mistökum í sókninni,
en svo small þetta saman í
seinni hálfleik. Ég veit ekki
hvort þær voru einfaldlega
búnar í seinni hálfleik en þær
virtust detta alveg niður á
hælana í seinni hálfleik. Við
töluðum um það í hálfleik að
fækka mistökunum. Allir
lögðust svo á eitt og andinn í
hópnum var frábær. Seinni
leikurinn verður án efa erfiður
en við munum leggja okkur
allar fram og ætlum að klára
þetta í tveimur leikjum.
-jgi