Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Qupperneq 37
Fimmtudagur 10. apríl 2003 37 Sigur hja Stoke íslendingaliðið Stoke náði að vinna sig- ur á Rotherham í ensku 1. deildinni í gær- kvöld, 2-0. Það voru þeir Paul Warhurst og Andrew Cooke sem gerðu mörk Stoke í fyrri hálfleik. Sigurinn er afar mikil- vægur fyrir Stoke sem berst hatrammri baráttu fyrir sæti sínu í deildinni og er nú í fjórða neðsta sæti með 41 stig. Brynj- ar Bjöm Gunnarsson var með í gær en Bjami Guðjónsson var á bekknum -PS Rafpostur: dvsport@dv.is - keppni i hverju orði Armann sem- ur vlð Val Ármann Smári Björnsson hef- ur framlengt samning sinn við Símadeildarlið Vals í knatt- spymu og gildir nýi samningur- inn út keppnistímabilið árið 2005. Ármann gekk til liðs við Val árið 2001 en hefur í milli- tíðinni leikið erlendis, síðast með Brann í Noregi. -PS MEISTARADEILD Átta liöa úrslit, fyrri leikir Juventus-Barcelona............1-1 1-0 Montero (16.), 1-1 Saviola (78.), Juventus: Gianluigi Buffon, Lilian Thuram, Ciro Ferrera, Paolo Montero, Gianluca Zambrotta (Zalayeta 67.), Alessio Tacchinardi, Igor Tudor (Birindelli 60.), Mauro Camoranesi, Edgar Davdis. Alessandro Del Piero (Di Vaio 82.), Pavel Nedved. Barcelona: Roberto Bonano, Micheal Reiziger, Frank De Boer, Carles Puyol, Xavi Hemandes (Gerard 74.), Javier Saviola, Juan Riquelme (Mendieta 63.), Marc Overmars (Enrique 83.), Gabri Cargcia, Thiago Motta, Patrick Kluivert. Gul Spjöld: Kluivert (Barcelona 61.), Gabri (Barcelona 69.) Birindelli (Juventus 76.). Dómari: Michel Lubos, (Slóvakía). Inter-Valencia . . , 1-0 Vieri (14.) Inter: Francesco Toldo, Ivan Codoba, Javier Zanetti, Emre Belözoglu, Christian Zanetti, Sergio Conceicao (Okan Buruk 65.), Heman Crespo (Cannovaro 84.), Luigi Di Biagio, Marco Materazzi, Christian Vieri, Fransesco Coco (Pasquale 31.). Valencia: Santiago Canizares, Roberto Ayala, Anthony Réveillére, Carlos Marchena, Amedoe Carboni, Fransisco Rufete (Mista 79.), 'David Albelda, Ruben Baraja, Pablo Aimar, John Carew (Angulo 65.), Vicente Rodrique (Aurelio 85.). Gul spjöld: Rufete (Valencia 43.), Zanetti (Inter71.), Pasquale (Inter 90.) Aimar (Valencia 90.). Rauó spjöld: Albelda (Valencia 56.), Emre (Inter 56.). Áhorfendur: 57.623 Dómari: Markus Merk (Þýskaland). Stórslagir spænskra og ítalskra liöa í átta liöa úrslitum MeistarsK&íldarinnar í gærkvöld: Vænleg staöa Barcetona - ekki tapaö fimmtán leikjum í röö í Meistaradeildinni en töpuöu síöast fyrir Real Madrid Það var mikill slagur spænskra og ítalskra liða í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar þegar spænsku liðin Barcelona og Val- encia léku gegn Juventus og Inter. Úrslitin í gærkvöld hljóta að teljast ákjósanleg fyrir þau spænsku þrátt fyrir að Valencia tapaði gegn Inter. Hins vegar er staða Barcelona enn betri eftir jafntefli gegn Juventus. Juventus byrjaði betur á heima- velli sínum í Torino og eftir aðeins 16 minútur höfðu þeir komist yfir gegn Barcelona. Það var Paolo Montero sem gerði fyrsta mark leiksins með góðu mark. Hann hirti upp lausan bolta í teignum eftir að Del Piero hafði reynt hjólhesta- spyrnu sem Bonano varði. Mikilvægt mark Áður en yfir lauk náðu leikmenn Barcelona aö jafna leikinn og var þar að verki maður að nafni Saviola. Markið var heppnismark, en eftir frábæran undirbúning fé- laga hans. Með jafntefli þessu hefur Barcelona ekki tapað 15 leikjum í röð í meistaradeildinni, eða ekki síðan þeir töpuðu fyrir Real Madrid í undanúrslitum i fyrra. Allt bendir til þess að í undanúrslitum nú mæt- ist þessi lið að nýju. Mark Saviola er gríðarlega mikilvægt og það hlýt- ur að teljast þægilegt fyrir Barcelona að hafa jafna stöðu fyrir heimaleikinn og í ofanálag að hafa eitt mark á útivelli í farteskinu. Þjálfari Juventus, Marcello Lippi, var ekki á því að Barcelona hefði átt nokkuð skilið út úr leiknum í gær- kvöld. „Með fullri virðingu fyrir þeim voru þetta ekki sanngjörn úr- slit. Juventus bjó til miklu meira í leiknum og var miklu meira skap- andi og við áttum skilið að vinna leikinn. Við áttum mjög færi í lok leiksins og ég er sannfærður um að við get- um ekki gert öllu betur en við gerð- um í kvöld," sagði Lippi. Þjálfari Barcelona, Radomir Ant- ic, var eðlilega afar sáttur við úrslit- in í Torino. „Þessi leikur var leik- inn með ítalska stílnum. Við lékum Saviola fagnar hér dýrmætu marki sínu fyrir Barcelona gegn Juventus í gærkvöld en hann náöi aö jafna metin tólf mínútum fyrir leikslok. Reuter ekki vel í fyrri hálfleik en ég er ánægður með hvernig leikmenn mínir brugðust við í síðari hálfleik. Reyndar fengu leikmenn Juve góð færi í lokin en þetta verður dálítið öðruvísi eftir hálfan mánuð í Barcelona. Vitiði til, þótt ekki væri nema vegna þess að þar höfum við 120 þúsund manns á bak við okkur,“ sagði Radomir Antic eftir leikinn. Sigurmark Vieris Christian Vieri kom Inter yfir á 14. mínútu með skallamarki eftir að Heman Crespo hafði fundið hann óvaldaðan fyrir framan mark Val- encia. Tveir leikmenn voru reknir af leikvelli, þeir Emre úr Inter og Al- belda úr Valencia, en þeir fengu að líta rauða spjaldið fyrir slagsmál á 56. mínútu leiksins. í kjölfarið urðu einhverjar óeirðir á áhorfenda- bekkjum en þaðan komu meðal ann- ars flöskur fljúgandi niður á völl- inn. Fram að þessu atviki höfðu Spán- verjamir haft hægt um sig en þeir sóttu allverulega í sig veðrið. Þeir gerðu oft harða hríð að marki Inter til að freista þess að skora mikil- vægt mark, en það var án árangurs. Toldo, markvörður Inter, náði oftar en einu sinni að bjarga sínum mönnum með góðri markvörslu. Góö endurkoma Crespos Maður leiksins, Christian Vieri, var þokkalega sáttur við sigurinn. „Þetta var mikilvægur sigur hjá okkur og við fengum ekki á okkur mark í kvöld. Það er gott. Við áttum mjög góðan fyrri hálfleik, en við átt- um úndir högg að sækja í þeim síð- ari. Þá komu leikmenn Valencia sterkir inn. Þar sem við bökkuðum dálítið í síðari hálfleik áttum við á hættu að fá á okkur mark. Við átt- um ekki að bakka svona og hleypa þeim svo nærri vítateig okkar. Nú forum við til Spánar þar sem við reynum að ná hagstæðum úrslitum. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að vera búnir að fá Crespo aftur í liðið. I kvöld vorum við þétt- ir fyrir og á morgun förum við að einbeita okkur að viðureigninni við AC Milan,“ sagði Christian Vieri. -PS Emre, leikmaöur Inter Milan, fær hér aö líta rauöa spjaldiö hjá Markusi Merk, dómaranum þýska, eftir viöureign sína viö Elbelda, leikmann Valencia. Sá sfðarnefndi þurfti einnig aö yfirgefa leikvöllinn meö rautt spjald. Canela-Cup knattspyrnumótiö á Spáni: Fylkismenn og KR leika til úrslíta Fylkismenn og KR-ingar leika til úrslita á Canela-Cup knattspyrnu- mótinu sem Úrval-Útsýn stendur fyrir í Canela á Suður-Spáni um þessar mundir, en alls taka átta lið þátt í mótinu. Fylkismenn unnu góðan sigur á Skagamönnum í gær í hörkuviður- eign.Það var Théodór Óskarsson sem gerði bæði mörk Fylkis- manna, það fyrra á 68. mínútu og það síðara sjö mínútum síðar. KR-ingar lögðu Grindvíkinga að velli, 1-0, og tryggðu sér þannig sæti í úrslitaleiknum. Það var Veigar Páll Gunnarsson sem gerði sigurmarkið í síðari hálfletk. ÍBV vann stórsigur á Aftureld- ingu, 3-0, og hefði sigurinn getað orðið mun stærri þar sem Eyja- menn óðu í dauðafærum. Það voru þeir Pétur Runólfsson, á 64. mín- útu, Gunnar H. Þorvaldsson, á 67. mínútu, og Bjami R. Eyjólfsson, á 88. mínútu, sem gerðu mörk Eyja- manna. Að lokum geröu FH-ingar 1-1 jafntefli við Úrvalsliö skipað leik- mönnum úr öllum hinum liðunum. Atli Viðar Bjömsson kom FH-ing- um yfir á 8. mínútu en KR-ingur- inn Amljótur Ástþórsson jafnaði fyrir Úrvalsliðið á 74. mínútu. FH- ingar stóðu hins vegar uppi sem sigurvegarar eftir vítakeppni. Eins og áöur sagði mætast Fylk- ismenn og KR-ingar í úrslitaleik á föstudag en Skagamenn og Grind- víkingar leika um þriðja sætið. Um fimmta sætið leika síðan lið ÍBV og FH en Afturelding og Úrvalsliöið leika um sjöunda sætið. -PS 4 í <7.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.