Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Qupperneq 14
14 ______________________________________________MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 Menning______________________________________________________________________________________________________________________py Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir silja@dv.is Bókmenntir Af dönskum lúserum Danski rithöfundurinn Jan Sonnergaard Gegnumlýsir samtíöina miskunnarlaust. sagnanna, sem er æöi skrautlegt; allt frá nöt- urlegu raunsæi sagna eins og upphafssögimn- ar „William" yfir í klassíska draugasögu í anda Edgars AUans Poe með dularfullum endi, draugagangi og tilheyrandi. Sonnergaard hef- ur flest tilbrigöi smásögunnar á valdi sínu og beitir þeim óspart og blandar þeim saman fremur en að reyna að búa til einlivers konar Rétt eins og hér heima er eitthvaö að gerjast í dönskum bókmenntum. Ungir höfundar ryðjast nú loks fram á ritvöllinn með bækur sem gegn- umlýsa samtíðina miskunnarlaust eftir marga ára naflaskoð- un og minimalisma. Einna fremstur af yngri dönskum höfundum er Jan Sonnergaard sem nýlega lauk við trílógíu af smásagnasöfnum sem lýsa dönsku samfélagi, einni stétt í hverju bindi. Radiator eða Ristavél, eins og bókin nefnist í íslenskri þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar, er fyrsta bind- ið. Þetta er fyrsta Neon-bókin sem þýdd er úr norrænu máli og það er sérstakt fagnaðarefni. Neon hefur ver- ið með puttann á púlsinum og það væri kærkomið ef meira af nýjustu norrænum bókmenntum rataði sömu leið. Bm Ristavél er sérkennilegt smásagna- safn, sundurleitt og samstætt í senn. Það sem heldur því saman er annars vegar umhverfið, Kaupmannahöfn nú- tímans, og hins vegar bakgrunnur per- sónanna. Þetta eru sögur af lúserum, flestar sagðar af þeim sjálfum. Fólkið sem við kynnumst í þessum sögum er flest nálægt botni dansks samfélags, alkóhólistar, langtímaatvinnuleysingj- ar sem lentir eru i vítahring aðgerða- leysis og fátæktar, misheppnaðir há- skólanemar og gjaldþrota smáatvinnu- rekendur. Eymdin er mikil en verst þó líklega hvað hún er viðvarandi og ör- ugg. í norrænu velferðarsamfélagi sveltur enginn alveg eða verður úti heldur er líftórunni haldið í fólki löngu eftir að það hefur glataö sjálfsvirðingunni eins og kemur átakanlega fram í sögimni „Nettó og Fakta“. Persónurnar eiga margar sameiginleg- ar rætur í pönktímabilinu og níunda áratugn- um sem sumar þeirra sjá í hillingum sem tíma hamingjuríks stjórnleysis. Sundurleitni bókarinnar birtist í formi Jan Sonnergaard: Ristavél. Hjalti Rögnvaldsson þýddi. Bjartur 2003. heildarsvip á safnið. Útkoman er eins konar fagurfræðilegt an- arkí sem kemur lesandanum sí- fellt á óvart. Stíllinn er ná- kvæmur og hraður og sjónar- hom persónanna, misallsgáð en oftast hatursfullt út í heiminn, er algert lykilatriði. Roskið málfar Þýðing Hjalta Rögnvaldsson- ar er misjöfn. Honum tekst of sjaldan að ná hraðanum og keyrslunni sem einkennir stíl Sonnergaards. Margir sögu- manna hans eru eftirlegukindur frá pönktímabilinu og það er miklu meira pönk í frumtextan- um en Hjalta tekst að ná fram. Líka er galli á þýðingunni að það er oft fremur roskinn brag- ur yfir málfarinu. Þetta á eink- um við þegar kemur að partí- höldum og drykkjuskap. Þar er málfarið stundum einum tutt- ugu árum eldra en persónumar. Svo eitt dæmi sé tekið þá er danska orðið „fest“ oftar en einu sinni þýtt með „veisla", sem er alveg rétt þegar setið er til borðs og borðað þriréttað, en þær veislur sem fara fram í sög- um Sonnergaards hljóta að heita partí á íslensku eða bara djamm. Þá er of mikið af hrein- um misskilningi og villum í þýðingunni. Það er þarft verk að gefa út höfund eins og Jan Sonnergaard á íslensku, ekki bara vegna þess að hann er frábær sagnasmiður, heldur líka vegna þess að það gefur okkur tækifæri til að setja íslenska höfunda sem eru á svipuðum slóöum i samhengi, en til þess að það sé hægt verður hann helst að vera jafnoki þeirra í stíl á íslensku, hann er það svo sann- arlega á frummálinu. Jón Yngvi Jóhannsson Af hverju? Bókin meö svörunum er komin út Á fimmtudaginn var forseta íslands afhent fyrsta eintakið af bókinni Af hverju er himinninn blár? þar sem birt er úrval af spumingum og svörum af Vísindavefnum. Vefnum var hleypt af stokkunum þann sæla dag 29. janúar árið 2000 þegar menningaráriö mikla hófst og hefur not- ið fádæma vinsælda æ síöan. í bókinni birtist fjöldi spuminga um allt milli himins og jarðar frá fólki á öllum aldri, jafnt um hversdagsleg sem fræðileg efni: Hver var fyrsta lífveran á jörðinni? Af hverju eru ljóskur taldar heimskar? Hvað er afstæðiskenningin? Hvers vegna álíta sumir að Guð sé kona? Efni er raðað aðgengilega upp og snertir flestar megingreinar vísinda og fræða þannig að bókin er eins konar alfræðibók fyrir allar kynslóð- ir. Hún er ríkulega myndskreytt og sá Anna Cynthia Leplar um hönn- unina. Ritstjórar verksins em Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í vísinda- sögu og eðlisfræði við Háskóla íslands, og Jón Gunnar Þorsteinsson, bókmenntafræðingur og aðstoðarritstjóri Vísindavefsins. Útgefandi er Heimskringla, há- skólaforlag Máls og menningar. Alit sem þú vlldir vlta... Þorsteinn Vilhjálmsson og Ólafur Ragnar Grímsson á útgáfudegi. mannsgaman Að smakka á víni Sátum tveir í aldagömlum kastala. Þorpið franskt. Óhemju franskt og einhvern veginn laust við tíma og víddir. Okkur var boöið að smakka á uppskerunni og við gátum ekki ann- að en þegið vel og lengi þar sem við sátum á velgdum kollunum og kyngdum meiru en góðu hófu gegndi. Tungan var orðin stöm af beiskju berjanna. Og gómurinn allur aö innan eins og öldruð eikar- tunna. Sálin á svigi. Við vissum sem var að þama vænun við lentir í því, eða öllu heldur dottnir í það. Hver flaskan af annarri opnuö og ógrynni orða á sveimi sem lýstu lífi og lipurð vínsins. Stamt, já vissulega, vel spennt í endann - eins og vel þvælt leður... Við hlustuðum og drukkum. Drukkum og þögðum. Sá var reyndar munurinn á víngerðarmannin- um og okkur að hann skyrpti á meðan við kyngd- um. Enda ólíkri menningu saman að jafna. Engu hent heima á íslandi, allt notað og helst ofnotað. Frakkar hins vegar smáir í sniðum, einkum í mat og drykk, raða munnfylli á stóran disk og teyga vínið vandlega og lengi. Og glasið kannski óhreyft í eina stund. Heima á íslandi stillir ekki í glösum og þau eru til þess fyllt að tæma þau. Og það bárum við með okkur þennan dag í frönsku þorpi að við værum langt að komnir og þyrstir. Sestir að á svolitlum stað sem var ekki einu sinni merktur á landakortinu. Sancerre. Man enn þá eftir kjallaratröppunum á uppleið- inni. Víst voru þær bjagaðar af aldri - en vísast hjálpuöum við sjálfir upp á að halda ekki jafn- væginu. -SER Salurinn á Netiö Langþráður draumur aðstandenda Salarins í Kópavogi er orðinn að veruleika: hann er kominn á Netið. Veffangið er www.salurinn.is og nú þegar má lesa þar væntanlega Tí- brárröð sem hefst að venju þann 7. september, á afmælisdegi Sigfúsar Halldórssonar, tónskálds og heiðurs- borgara Kópavogs. Meðal flytjenda næsta starfsár eru margir listamenn í fremstu röð, ís- lenskir og erlendir. Þeir sem hefja dagskrána eru hinir klassísku snill- ingar Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson með Kám- erljóðin op. 35 og Liederkreis op. 39 eftir Robert Schumann. Miðasala á alla tónleika í Tíbrá hefst í ágúst og verður nánar auglýst síðar. Salurinn í vor Ekki er tónleikahald alveg hætt í Salnum á þessu starfsári þótt Tíbrár- röðin sé tæmd að sinni. Meðal við- burða á næstunni má nefna endur- tekinn Óð til Ellyjar 28. maí kl. 21, þar sem Guðrún Gunnarsdóttir syng- ur vinsælustu lög Ellyjar Vilhjálms, flygladúett Ástvalds Traustasonar og Agnars Más Magnússonar 31. maí kl. 16, trúarlega ljóðasöngva með hinum heimsþekkta Andreas Schmidt 1. júní kl. 20, söngtónleika Kristjáns Þ. Halldórssonar 2. júní kl. 20 og tvær hljómsveitir frá Backnag í Þýska- landi ásamt Lúðrasveitinni Svanin- um 7. júní kl. 17. Leikrit Guömundar Steinssonar A næstunni kem- ur út hjá Orms- tungu heildarútgáfa á leikritum Guð- mundar Steinsson- ar. Verkið er í þremur bindum, alls eru leikritin 22 á um 1400 blaðsíðum með fjölmörgum ljósmyndum úr lífi og starfi Guðmundar. Úmsjón með útgáfunni hefur Jón Viðar Jónsson, fil. dr., og ritar hann jafnframt ítar- legan inngang. Guðmundur Steinsson (1925-1996) var eitt fremsta leikritaskáld íslands um sína daga og heildarútgáfa á leik- ritum hans er löngu tímabær. Leik- ritin Sólarferð og Stundarfriður urðu mjög vinsæl þegar þau voru frum- sýnd fyrir rúmum tveim áratugum á sviöi Þjóðleikhússins og Stimdarfrið- ur var síðan sýndur víða um lönd. Áhugamönnum og velunnurum ís- lenskrar bók- og leiklistarmenningar gefst þessa dagana kostur á að eign- ast þessa veglegu útgáfu á kynning- arverði og má fræðast meira um það hjá útgefanda eða á vefsíðu hans, www.ormshmga.is. íslandslitir JPV útgáfa hefur sent frá sér bókina ís- landslitir með gullfallegum ljósmyndum eftir Thorsten Henn. Sigur Rós skrifar formála. Thorsten Henn fæddist í Þýska- landi árið 1969. Hann lærði ljós- myndun í Þýskalandi og Austurríki. Thorsten kom fyrst til íslands árið 1985 og tók ári síðar þátt í alþjóðleg- um leiðangri sem fór fótgangandi þvert yfir ísland. Thorsten féll fyrir landi og þjóð og hefur veriö búsettur hér á landi um nokkurra ára skeið. Hann rekur ljósmyndastofu í Reykja- vík. Bókin kemur út á fjórum tungu- málum: íslensku, ensku, frönsku og þýsku. Þór Ingólfsson hannaöi hana en Oddi prentaði. GPS-staðarákvarð- anir fylgja hverri mynd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.