Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 27 DV Sport Þorlákur Árnason: Rmum pressuna Þorlákur Ámason, þjálfari Vals, var rólegur og yfirvegaður í leiks- lok þegar hann ræddi við DV- Sport og sagði að það væri farið að gæta væntinga og eftirvæntingar meðal stuðningsmanna liðsins eft- ir góða byrjun liðsins. „Mér fannst minir menn vera stressaðir í byrjun og ég er ekki í vafa um að fjölmiðlaumfjöllun síð- ustu viku hefur haft þau áhrif á strákana. Þeir fóru að velta fyrir sér hvort að þeir væru svona góð- ir eða hvort sigurinn gegn Grinda- vík hefði bara verið heppni. Knatt- spyman er þannig að það þýðir lít- ið að vera að velta sér upp úr slík- um hlutum og um leið og mesti skrekkurinn var farinn úr þeim og hugurinn kominn á völlinn spU- uðu þeir vel. Því er hins vegar ekki að leyna að við finnum fyrir pressunni sem hefur myndast í velgengninni en hún á ekki að trufla okkur,“ sagði Þorlákur. Spurður sagðist Þorlákur vera ánægðastur með að liðið væri bú- ið að skora sex mörk í fyrstu tveimur leikjunum og spUa skemmtUegan sóknarbolta. „Það er gott fyrir lið sem sagt var um fyrir mót að væri ekki með nægUega góða framherja og myndi skora lítið,“ sagði Þorlákur og glotti. -ósk Sigurbjörn Hreiöarsson: Höldum okkur f ■■■ att ■ ■ a joröinm „Við getum spUað betur en við gerðum í dag en ég er samt sem áð- ur mjög sáttur við stigin þrjú,“ sagöi Sigurbjöm Hreiðarsson, fyr- irliði Valsmanna, í samtali við DV-Sport eftir sigurleikinn gegn ÍBV á laugardaginn. „Það er ljúft að fara inn í Evró- visjón-kvöldið á toppi deUdarinnar en við höldum okkur samt á jörð- inni því að við vitum það af eigin reynslu frá 2001 að það er stutt á miUi hláturs og gráts. Þá vorum við með 17 stig eftir tíu umferðir, í þrælgóðum málum, en enduðum með 19 stig og féUum. Við erum að safna okkur stigum. Það gengm- ágætlega eins og er og vonandi verður framhald á því. Við eigum erfiðan útileik gegn FH næst og reynum að halda áfram að spUa vel og vinna." -ósk Valsmennirnir Háifdán Gfslason, Matthías Guðmundsson, Sigurður Sæberg Þorsteinsson og Stefán Helgi Jónsson fagna hér Jóhanni Hreiöarssyni (nr. 9) eftir að hann hafði skorað fyrsta mark Vals úr vftaspyrnu á laugardaginn. DV-mynd Tobbi Valsmenn komnir á topp Landsbankadeildarinnar eftir sigur gegn ÍBV: Engin tilviljun - Valsmenn sýndu á laugardaginn aö sigurinn gegn Grindavík í fyrstu umferð var ekki heppni Valsmenn tyUtu sér á topp Lands- bankadeildarinnar í knattspymu þegar þeir unnu auðveldan sigur á ÍBV, 4-1, á Hlíðarenda. Valsarar sýndu í leiknum að þeir verða ekki auðunnir í sumar. Þeir voru mun sterkari en slakir Eyja- menn og verðskulduðu sigurinn fyUUega. Byijunin var reyndar ekki sér- lega sannfærandi. Bæði lið virkuðu Skil ekkert í þessu bulli - sagöi Eyjamaöurinn Gunnar Heiöar Þorvaldsson Sóknarmaðurinn Gunnar Heiöar Þorvaldsson var ekki upplitsdjarfur þegar DV-Sport ræddi við hann eft- ir leikinn gegn Val á laug- ardaginn. „Ég er ekki s’áttur við frammistöðu liðsins i þessum leik - það er al- veg ljóst. Ég skU ekkert í þessu buUi. Við fórum yf- ir vamarleikinn og færsl- ur í vöminni aUa síðustu viku og síðan kemur þessi frammistaða. Menn gerðu sig seka um ein- beitingarleysi og mér fannst vera ákveðið andleysi i liðinu. Það vant- aöi hina þekktu baráttu í liðið en án hennar eram við ekki góðir, svo Gunnar Heiðar Þorvaidsson einfalt er það,“ sagði Gunnar Heið- ar. Spurður sagði Gunnar Heiðar að hann væri ekki farinn að örvænta þrátt fyrir að liðið væri stigalaust í fyrstu tveimur umferðunum. „Það er nóg eftir af mót- inu og við fórum ekkert á taugum yfir byrjuninni. Við spiluðum vel úti í Eyj- um gegn KA í fyrsta leik en það sýndi sig í dag að við megum illa við því að missa Bjamólf [Lárusson] af miðjunni. Við verðum hins vegar að vera bjartsýnir, reyna að keyra upp liðið og vona að þetta batni.“ -ósk taugaóstyrk, boltinn gekk illa manna á milli og hraðinn var litill. Ekki hjálpaði til að Eyjólfur Ólafs- son, dómari leiksins, flautaði mikið í fyrri hálfleik, oft og tíðum að óþörfu, og átti sinn þátt í að halda hraðanum niðri. Fyrsti hálftíminn var tíðindalaus en skömmu seinna fór að færast fjör í leikinn. Fyrst skoraði Jóhann Hreiðarsson úr vítaspymu fyrir Val en í næstu sókn fengu Eyjamenn vítaspyrnu þegar Guðni Rúnar Helgason braut á Ian Jeffs. Ólafur Þór Gunnarsson varði hins vegar spymu Gunnars Heiðars Þorvalds- sonar. Valsmenn voru sterkari aðil- inn i fyrri háifleik en náðu þó ekki aö skapa sér mikið af fæmm. Valsmenn vom einnig sterkari aðilinn í byrjun síðari hálfleiks og juku forystu sina í 2-0 en Eyjamenn minnkuðu muninn í 2-1 strax á næstu mínútu. Eyjamenn eygðu von um að komast inn í leikinn en Ár- mann Smári Bjömsson slökkti þær vonir með þriðja marki Vals eftir rúmlega klukkustundarleik. Eftir markið tóku Valsmenn öll völd á vellinum, Eyjamenn breyttu um leikaðferð og höfðu aðeins þrjá menn í vöminni en það skilaði engu fyrir þá nema aö vömin opnaðist enn meira en áður. Valsmenn þökk- uðu fyrir sig, bættu einu marki við áður en yfir lauk og hefðu auðveld- lega getað skorað fleiri mörk ef færanýtingin hefði verið betri. Valsmenn spila vel þessa dagana. Þeir em með sterka liðsheild, leik- mennimir virðast hafa gaman af því sem þeir eru að gera og þótt erfitt sé að taka einn mann út þá var gaman að sjá Matthías Guð- mundsson I framlínunni. Hann gerði silalegri vöm Eyjamanna lífið leitt allan leikinn og sýndi hvers hann er megnugur, nokkuð sem hann mætti gera miklu meira að. Eini löstur Valsmanna í leiknum var einbeitingarleysi í kjölfar marka sem liðið skoraði. Eitt víti og eitt mark gegn liðinu kom í kjölfar fyrsta og annars marks liðsins og það er nokkuð sem Þorlákur þjálf- ari þarf að huga að fyrir næsta leik. Um Eyjamenn er það að segja að ef spilamennska liðsins batnar ekki í næstu leikjum er hætt við að sum- ariö verði leiðinlegt og langt hjá Eyjamönnum. Langflestir leikmenn liðsins litu út eins og byrjendur á vellinum og virtust á köflum ekki eiga nokkurt erindi í leik i efstu deild. Andleysi liðsins var algjört og það jákvæða sem þeir geta tekið með sér úr leiknum er annars vegar innkoma ungu mannanna, Andra Ólafssonar og Bjama Rúnars Einarssonar, og hins vegar sú staðreynd að leikur liðsins getur ekki annað en legið upp á við - slík var hörmungin á laugardaginn. -ósk ValuMBV 4-1 (1-0) Valsvöllur 24. maí 2003 - 2. umferð 1- 0 Jóhann Hreiðarsson (32., víti, Tryggvi braut á Matthiasi). 2- 0 Jóhann Hreiðarsson (51., skot frá teig, sending frá Bjama Ólafi). 2- 1 Tom Betts (52., skalli úr teig eftir homspyrnu Atla). 3- 1 Ármann Smári Bjömsson (61., skot úr markteig eftir aukaspyrnu Bjarna Ólafs) 4- 1 Ian Jeffs (79., sjálfsmark, sending frá Matthíasi). Valur(4-4-2) Ólafur Þór Gunnarsson . Benedikt Bóas Hinriksson (69., Jóhann Möller .... Ármann Smári Bjömsson Guðni Rúnar Helgason . Bjami Ólafur Eiríksson . Jóhann Hreiðarsson .... Stefán Helgi Jónsson ... Sigurður S. Þorsteinsson (54., Baldvin HaUgrimsson Sigurbjöm Hreiðarsson Matthias Guðmundsson Hálfdán Gíslason.... (64., Ólafur Ingason ... .4 . 4 • 2) .4 . 4 . 4 . 4 .3 .3 • 3) .3 . 4 .3 .2) Dómari: Eyjólfur Ólafsson (3). Áhorfendur: 690. Gul spjöld: Valur: Hálfdán (59.) - ÍBV: Jeffs (21.), Unnar Hólm (57). Rauð spiöld: Engin. Skot (á mark): 19 (8) - 13 (6) Horn: 5-8 Aukaspyrnur: 24-18 Rangstöður: 5-5 Vörin skot: Ólafur Þór 5 - Birkir 4. IBV (4-4-2) Birkir Kristinsson.......3 Hjalti Jónsson...........1 (74., Bjami R. Einarsson .. -) Tryggvi Bjarnason........1 Tom Betts ................3 Hjalti Jóhannesson ......1 Unnar Hólm Ólafsson .... 2 (63., Andri Ólafsson.....3) Bjarni Geir Viðarsson .... 1 Atli Jóhannsson...........3 Ian Jeffs ...............1 (89., Pétur Runólfsson ....-) Gunnar H. Þorvaldsson ... 2 Steingrimur Jóhannesson . 1 Gæöl leiks: Maður leiksins hjá DV-Sporti: Matthías Guðmundsson, Val

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.