Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 18
34 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 Sport Orninn broOendir Gunnar Ásgeirsson var búinn að breyta Eminum nokkuð fyrir þetta keppnistímabil og var megintilgang- urinn með breytingunum að minnka beygjuradíus jeppans og styrkja drifbúnaðinn sem hefur ver- ið að hrekkja Gunnar með brotum undanfarin keppnistímabil. Gunn- ari rétt tókst að gera Öminn kláran fyrir þessa keppni sem reyndist Gunnari erfið. í fimmtu brautinni fór hann helst til geyst í mikinn hliðarhalla sem endaði með því að Gunnar velti Eminum og er það ekki í fyrst skipti sem svo fer. -JAK naougt nja Haraiui Haraldur Pétursson á Musso-num átti frekar náðugan dag og þurfti ekki aö taka neinar áhættu. Það sýndi sig enn og aftur hversu mikill yfirburðabíll Musso-inn er og ekki skemmdi það fyrir hversu lipur ökumaöur Haraldur er. Haraldur hefði þó ekki átt svona náðugan dag ef Gísli G. Jónsson og Björn Ingi Jóhannsson hefðu mætt í keppnina. Haraldur var alveg laus við bilanir í þessari keppni að öðru leyti en því að hann braut tvær felgur. Fyrsta umferð íslandsmeistara- mótsins i torfæruakstri var ekin í malargryfjunum í Bolöldum i mynni Jósefsdals. Þátttakan var minni en búist var við. 15 keppendur höfðu lát- ið skrá sig en einungis níu mættu. Nokkrir lentu í bilunum þegar þeir voru að prufa bílana fyrir keppnina og alvarlegust var sjálfsagt bilunin hjá Birni Inga Jóhannssyni en vélar- blokkin i Fríðu Grace sprakk og er ónýt. Björn Ingi þarf því að kosta töluveru til við að útvega sér aðra vél. Gísli Gunnar Jónsson mætti ekki heldur en honum tókst ekki að græja Arctic Tracks Toyotuna fyrir keppn- ina. Gísli er jafnvel að íhuga að taka sér hvíld frá torfærukeppni í sumar. Stóö vel að vígi Strax í fyrstu braut varð ljóst að Haraldur Pétursson á Musso hafði töluverða yfirburði. Hann tók strax forystuna og jók við hana jafnt og þétt alla keppnina. „Ég hefði nú vilj- að hafa meiri keppni hér i dag þótt það sé gott að hafa forskot," sagði Haraldur eftir keppnina. „Maður get- ur þó alltaf lent í því að bíllinn bilar og þá tapast forskot fljótt niður. Menn voru að koma hér undan vetri með mikið breytta bíla, auk þess sem Gísla G. Jónsson og Björn Inga Jó- hannesson vantaði. Ég stóð því nokk- uð vel að vígi þar sem ég mætti með óbreyttan bíl. Ég er einungis búinn að yfirfara hann og laga það sem fór úrskeiðis í síðustu keppninni i fyrra. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef ekki staðið í stórbreytingum og ég nýt þess að gjörþekkja Musso-inn. Brautirnar hér í dag vora flsetar ágætar en þó fannst mér önnur brautin vera hálfgerð vitleysa, aiveg ófær, og það var búið að segja keppn- isstjóminni það. Svo var sú áttunda alltof auðveld. Það er ailtaf gaman að vinna og með þessum sigri tek ég for- ystuna í Islandsmeistaramótinu. Það stefnir bara í gott sumar enég hef nú trú á því að ég þurfi að taka dálítið meira á því í næstu keppni á Blöndu- ósi,“ sagði Haraldur að endingu. Ekki ósáttur Sigurður Þór Jónsson mætti með nýjan bil í þessa keppni og lenti í erf- iðleikum með hann. „Ég er ekkert ósáttur við að enda í 4. sæti í heildina þar sem ég missti af fyrstu brautinni," sagði Sigurður Þór. „Við þurftum að skipta um skiptingu sem bilaði þegar ég var að koma mér af stað í fyrstu brautina. Okkur tókst að skipta og komast í aðra brautina en þá var ég svo skapillur að ég lét bara vaða í það sem fyrir varð og átti svo sem alveg eins von á því að koma fljúgandi nið- ur. Sú varð líka raunin þvi ég velti Toshiba-tröllinu niður stálið. Ef það hefði ekki gerst hefði ég staðið í bar- áttu við Harald Pétursson um fyrsta sætið í keppninni. Ég átti von á að síðasta brautin í keppninni yrði erf- iðari og að þar yrði möguleiki á að bæta stöðu sína en hún var bara eins og malbik. Ég fór fyrstur og raddi brautina svo að leiðin var greiöfær eftir það. Ég er mjög ánægður með nýja bílinn. Hann er ailur miklu létt- ari og skemmtilegri en sá gamli. Fjöðrunarkerfið er mun betra og virðist þar muna um þessi kíló sem bíllinn er léttari að framan. Ég finn greinilegan mun á því þegar bíilinn stekkur og lendir harkalega niður að framan," sagði Sigurður Þór sem ætl- ar sér stóra hluti í torfærunni í sum- ar. Góð keppni Gunnar Gunnarsson sigraði í götu- bílaflokkinum með nokkru forskoti. „Þetta var góð keppni hjá mér í dag,“ sagði Gunnar. Ég lenti þó í vandræð- um í fyrstu brautinni. Þar var ég fyrstur en hafði haldið að ég ætti að vera fjórði. Ég hafði ekki skoðað brautina neitt rosalega vel fyrir keppnina og kom því dálítið af fjöll- um þegar ég lenti fyrstur í henni. Brautin var mjög erfið fyrir fýrsta bíl. Trúðurinn var ailtaf við það að velta en síðan keyrðist brautin til og hinir keppendumir græddu á því. Það voru þrjár aðrar þrautir sem vora alveg vonlausar, fannst mér, því þær vora svo erfiðar. Það háði einnig mönnum hér í dag hversu lítið þeir vora búnir að æfa sig. Ég hef t.d. ein- - Haraldur Pétursson þarf að verja íslandsmeistaratitilinn og Heimsl 1. umferð Islandsmeistaramótsins í torfæru fór fram í Vildi meiri ke

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.