Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 19 Sport Handknattleiksmaðurinn Patrekur JóhannessonE Missti stjónn - gæti fengið allt að 6 mánaða leikbann fyrirí Mikil spenna er lokaumferð skosku knattspyrnunnar fór fram: Rangers meistari um yfir þessu öllu saman,“ sagði Patrekur Jóhannesson, landsliðs- maður í handknattleik, lauk giftu- ríkum ferli hjá þýska félaginu Essen á laugardaginn á fremur leið- inlegan hátt. Hann lenti í útistöðum við annan dómara leiksins eftir að- eins átta mínútna leik og í kjölfarið hrækti hann á gólflð og í átt að dóm- aranum sem umsvifalaust útilokaði hann frá frekari þátttöku í leiknum. Hrækti ekki á dómarann „Það sem gerðist var að það var brotið á mér og ég mótmælti. Ég viðurkenni það að ég missti mig þama í augnablik og spýtti á gólfið. Það fór í áttina að dómaranum. Ég viðurkenni það að hún flaug ansi langt en fór ekki á hann. Ég spurði dómarann út í málið eftir leikinn og hann játaði að hrákinn hefði ekki farið á hann heldur í áttina að hon- um og því hefði hann strax gefið mér útUokun,“ sagði Patrekur i samtali við DV-Sport í gærkvöld. Þessi hráki gæti dregið dilk á eft- ir sér fyrir Patrek því harðasta refs- ingin fyrir útilokun er sex mánaða leikbann. „Mitt mál verður örugglega tekið fyrir i þessari viku og ég hef ekki hugmynd um það á þessu stigi máls- ins hver niðurstaðan verður," sagði Patrekur sem var augljóslega mjög leiður yfir þessu öllu. Leiöinlegt aö enda svona „Ég hefði gjarnan viljað ljúka ferlinum með Essen á öðrum nót- um. Þetta gerðist og ég breyti því ekkert úr þessu. Þetta er ekki skemmtilegt," sagði Patrekur og hann leggur áherslu á það að hann hefði aldrei reynt að hrækja á dóm- arann. „Ég viðurkenni það að ég var mjög reiður en ég ætlaði mér ekki að spýta á dómarann. Ég ætlaði að spýta á gólfið. Ég hef oft gert það og það gera margir leikmenn. Ég talaði við leikmann í Flensburg og hann sagði að örugglega fimmtiu prósent leikmanna hræktu á gólfið og hann sagði að ég hefði verið óheppinn að dómarinn hefði verið að horfa í aug- un á mér á sama tíma og ég hrækti, sem og að hrákinn hefði lent við hliðina á honum. Ég hef heyrt að það sé talað um að ég hafi gengið að dómaranum og hrækt framan í hann en það er algjört kjaftæði," sagði Patrekur. Patrekur gerði á dögunum samn- ing við spænska félagið Bidasoa, sem Heiðmar Felixson leikur með, og ef allt færi á versta veg yrði hann í banni með félaginu til loka nóvem- bermánaðar. Ætli bannið hafi áhrif á stöðu hans hjá félaginu? „Umboðsmaðurinn minn mun tala við þá á morgun og ég veit ekki hvað þeir geta gert. Hvort þeir geta sagt upp samningnum eða hvað þeir gera. Ég hef hreinlega ekki hugmynd um það. Það verður bara að koma í ljós á morgun. Það má vel vera að þeir geti rift samningnum og þá er ég atvinnulaus í hálft ár. Þetta er vægast sagt hrikalegt ástand og óvissan mikil. Það er nógu slæmt að horfa fram á að fá leikbann en það er ívið verra að verða hugsanlega atvinnulaus í hálft ár,“ sagði Patrekur. Óvissa með landsliðiö íslenska landsliðið kemur saman á næstu dögum og er Patrekur í hópnum. Hann veit ekki enn hvort bannið hefur áhrif á þátttöku hans í landsliðinu. „Ég held það,'já. Ég er samt ekki með það á tæru. Sumir hafa sagt að ég megi ekki leika með landsliðinu meðan ég er í banni en aðrir segja manni öfugt þannig að maður veit ekki hvað maður á að halda. Ég var að tala við Guðmund landsliðsþjálf- ara áðan og hann ætlaði að fara í málið á morgun," sagði Patrekur sem fmnst það ansi hart ef hann fær sex mánaða bann fyrir þennan hráka. „Júgóslavneski landsliðsmaður- inn Jovanovich lenti í þvi héma fyr- ir nokkrum ámm að ráðast á tvo menn sem hann barði og rotaði. Hann fékk sex mánaða bann fyrir það og mér fmnst ansi hart ef ég fæ svo sama bann fyrir einn hráka sem lenti ekki einu sinni á dómaranum. Ég neita að trúa því að það gerist," sagði Patrekur að lokum. Guömundur sleginn Guðmundur Guðmundsson lands- liðsþjálfari var sleginn yfir tíðind- unum þegar DV-Sport leitaði eftir viðbrögðum hans í gærkvöld. „Ég verð að játa að mér þykir það mjög miður að þessi staða skuli vera komin upp. Við ætlum að sjálf- sögðu bara að kynna okkur málið ofan í kjölinn á morgun. Við höfum ekki enn haft tækifæri til þess og við munum reyna að skoða málið frá öllum hliðum. Ég hef rætt við Patrek sjálfan en að öðru leyti hef ég engar upplýsingar um þetta mál nema það sem komið hefur fram í fjölmiðlum. Ég mun auðvitað setja mig í samband við þýska hand- knattleikssambandið á morgun og fá afrit af skýrslunni úr leiknum þannig að við getum skoðað málið frá öllum hliðum. Svo munum við kynna okkur hvaða afleiðingar þetta hefur fyrir Patrek, sem og fyr- ir okkur.“ -HBG Glasgow Rangers varð í gær skoskur meistari í 50. skipti. Rangers lagði Dunfermline, 6-1, á sama tíma og erkifjendurnir í Glas- gow Celtic lögðu Kilmamock, 4-0. Þar með höfðu Rangers og Celtic hlotið jafn mörg stig í vetur en Rangers varð meistari þar sem markahlutfall þeirra var betra. „Það er mjög fín lina á milli sig- urs og taps og það var mikil spenna í allan dag en ég er hreint í skýjun- Alex McLeish, þjálfari Rangers, í leikslok. „Frammistaða leikmann- anna á þessari leiktíð hefur farið langt fram úr mínum björtustu vonum og ég er virkilega stoltur af strákunum," sagði McLeish. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1986 sem titillinn ræðst á markamun og þetta var annað stóra áfallið á einni viku hjá Celtic því þeir töp- uðu fyrir Porto í framlengdum leik í úrslitum Evrópukeppni félagsliða fyrr í vikunni. „Ég verð að hrósa leikmönnum og stuðningsmönnum félagsins. Þeir hafa staðið sig frábærlega og lagt sig alla fram í allan vetur,“ sagöi Martin O'Neill, stjóri Celtic, en þeir áttu rosalegan endasprett í deildinni eftir að margir voru bún- ir aö afskrifa þá og að lokum mun- aði svo litlu að þeim tækist að ná titlinum. -HBG Söpenstam grét - sænska golfdrottningin komst ekki í gegnum niöurskuröinn Sænska golfdrottningin Annika Sörenstam varð i síðustu viku fyrsta konan síðan 1945 til þess aö taka þátt í PGA-mótaröðinni í golfi þegar hún tók þátt i Colonial-mót- inu í Texas. Hún stóð sig frábærlega þegar hún spilaði fyrsta hringinn sem hún fór á 71 höggi, eða einu yfir pari. Annan hringinn fór hún á 74 höggum, eða fjórum yfir pari, og fyrir vikið komst hún ekki í gegn- um niðurskurðinn en hún var fjór- um höggum frá því takmarki sínu. Engu að síður frábær árangur hjá þessum magnaða íþróttamanni sem hefur verið undir miklu álagi vegna þess fjölmiðlafárs sem varð vegna þátttöku hennar í mótinu. „Þetta er búið að vera mikið álag og mikil pressa. Ég væri samt til í að koma aftur á morgun,“ sagði Sörenstam við blaðamenn eftir mótið en hún grét er hún gekk af 18. flötinni. „Ég gaf allt. Ég reyndi og virki- lega gaf allt sem ég átti í þetta mót,“ sagði Sörenstam sem segist ekki ætla að taka þátt í móti með körlunum aftur. „Ég mun ekki endurskoða þá ákvörðun mína. Ég er virkilega þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri en ég veit hvar ég á heima. Ég mun taka með mér þá ótrúlegu reynslu sem ég náði mér í hérna og ég vil halda áfram að vinna mót. Ég vil setja met og sú reynsla sem ég nældi mér í hérna á þessu móti mun hjálpa mér að ná þeim markmiðum mínum," sagði Sörenstam að lokum en hún fékk hlýjar kveðjur frá áhorfendum mótsins er hún kom á flötina á 18. holunni. Áhorfendur stóðu upp fyr- ir henni og öskruðu „Áfram Annika". -HBG Tilfinningarnar báru Anniku Sörenstam ofurliöi er hún lauk keppni á Colon- ial-mótinu og hún brast í grát. Reuters

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.