Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 9
25 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 y 2-2, gegn meistaraefnunum í Val í hörkuleik Við markið gerði Vanda Sigur- geirsdóttir róttækar breytingar á liðsuppstillingu sinni. Ema Erlends- dóttir, hægri kantmaður, fór út af og Guðrún 'Jóna Kristjánsdóttir kom inn á í vömina. Við þetta færðist Þómnn Helga á miðjuna, Ásthildur í sóknina og Katrín Ómarsdóttir í stöðu Emu. Breytingin virtist ætla að skila árangri á 38. mínútu en ágætur skalli Ásthildar, eftir langa sendingu Eddu, var vel varinn af Guðbjörgu. Hún kom þó engum vörnum við í svipuðu færi á 51. mínútu. Þá var það reyndar slæmt úthlaup hennar sem gerði Ásthildi kleift að skalla boltann yfir hana og í autt markið. Hrefna Jó- hannesdóttir fékk síðan sitt besta færi skömmu síðar en góður skalli hennar var vel varinn. Annað mark Vals kom eins og þnuna úr heiðskíru lofti. Kristín Ýr fékk boltann frá Dóru Stefánsdóttur, skaut lausu skoti í varnarmann og fékk boltann aftur og brást þá ekki bogalistin. Gott skot þar sem boltinn hafnaði í fjærhorninu. KR-ingar vom svo nálægt því að jafna á 74. mínútu. Edda tók horn og Hrefna átti gott skot í slá. Boltinn barst svo aftur til Eddu sem skaut af löngu færi en aftur hafnaði boltinn í slánni. Þremur mínútum síðar kom svo jöfnunarmarkið, sem var þó afar klaufalegt. Boltinn barst til ÁsthOdar og virtist Guðbjörg ætla að ná að fanga boltann en fyrirliði KR náði að skaila hann fram hjá henni þar sem hún renndi honum yfir markiínuna. Heimaliðið var nær því að skora sigurmarkið en Valur. Varamaður- inn Anna Berglind Jónsdóttir fékk tvö kjörin færi en skaut á 80. mínútu í slá af löngu færi og á næstsíðustu mínútunni lét hún veija frá sér í upp- lögðu færi. "Þær skutu kannski oftar en okkar skot vom betri," sagði Edda Garðars- dóttir, leikmaöur KR, eftir leik. "Við emm samt ágætlega sáttar við stigið enda Valur með gott lið. Nú mætum við Blikum næst og sá leikur verður sjálfsagt ekkert auðveldari," sagði Edda. Hún ásamt Ásthildi var í al- gjöra aðalhlutverki í sínu liði enda upphafsmaðurinn að flestum sóknum KR-liðsins. Einnig ' var gaman að fylgjast með Þóranni Helgu sem var mjög dugleg allan leikinn og gilti þar einu hvort hún var í vörn eða á miðju. Hjá Valsstúlkum var Katrín Heiða best í annars fremur jöfnu liði. Mál- fríður og Pála voru duglegar í vörn- inni og Dóra María var algeru lykil- hlutverki í sóknarleik liðsins þar sem allir boltar virtust rata á hana. "Við hefðum mátt halda þetta út fyrst við komumst yfir," sagði Katrín Heiða í samtali við DV-Sport. "En þetta var hörkuleikur og bæði lið hefðu, þannig séð, geta unnið í dag. Við lögðum auðvitað upp með að vinna og einhvern tímann hefðum við sætt okkur við stig á þessum velli en ekki í dag. Við vildum vinna,“ sagði Kristín. -esá KR-Valup 2-2 0-1 Laufey Ólafsdóttir .........33. skot úr teig . Kristín Ýr Bjamadóttir 1-1 Ásthildur Helgadóttir .... 51. skalli úr teig . . . Edda Garðarsdóttir 1- 2 Kristín Ýr Bjamadóttir . . 71. skot utan teigs . . Dóra Stefánsdóttir 2- 2 Ásthildur Helgadóttir .... 77. skot úr teig .... Edda Garðarsdóttir Skot (á mark): 11 (8) - 16 (10) Horn: 2-3 Aukaspyrnur: 10-6 Rangstöóur: 3 -3 Varin skot: Þóra 8 - Guðbjörg 4. 1 r Besta Irammistaðan á vellinum: Ásthildur Helgadóttir, KR @@ Ásthildur Helgadóttir, Edda Garðarsdóttir, KR - Katrín Heiða Jónsdóttir, Val. @ Þóra Helgadóttir, Þórunn Helga Jónsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Ólína Kristin Sigurgeirsdóttir, KR - Mál- fríður Sigurðardóttir, Pála Marie Ein- arsdóttir, Laufey Jóhannesdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Kristín Ýr Bjamadóttir, Dóra María Lárusdóttir, Val. Sport Grindvíkingar veröa fyrir miklu áfalli: Grétan brotinn - leikur ekki knattspyrnu næstu vikurnar Markakóngur efstu deildar karla á síðustu leiktíð, Grétar Ólafur Hjartarson, leikur ekki knattspyrnu næstu 2-4 vikumar eftir að í Ijós kom að hann er ökklabrotinn. Grét- ar hefur ekkert leikið knattspymu síðan í deildarbikamum gegn Keflavík er hann varð fyrir meiðslunum. í fyrstu var talið aö meiðslin væru minniháttar en í gær kom í ijós að hann er ökklabrot- inn. Mikið áfail „Þetta er gríðarlega mik- Grétar ið áfall enda er Grétar okk- Hjartarson. ar skæðasti sóknarmaður,“ sagði Bjami Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur, er DV-Sport náði tali af honum í gærkvöld. „Þetta setur mikið strik í reikn- inginn og þá sérstaklega sóknar- leikinn. Þannig að við verðum að finna einhverja lausn á þessu,“ sagði Bjami. Hann útilokar ekki að Grindvíkingamir leiti út fyrir land- steinana til þess að frnna mann til að leysa Grétar af. Höldum öllu opnu „Við höldum öllu opnu með það en við verðum að hafa hraðar hendur þar sem það lokast fyrir fé- lagaskiptin núna um mán- aðamótin. Við erum ekki með neina leikmenn í sigt- inu eins og er. Við eram bara að reyna að jafna okk- ur á þessu og svo eigum við leik á morgun þannig að við skoð- um væntanlega málið eftir Fylkis- leikinn,“ sagði Bjami Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur, að lokum í samtali við DV-Sport. -HBG Ólafur Breiöablik lagöi FH, 2-0, í Kaplakrikanum: Mangrét gerði gæfumuninn - kom inn á í síðari hálfleik og lagði grunninn að sigrinum Breiðablik sigraði FH 0_2 i Kaplakrikanum á laugardaginn í Landsbankadeild kvenna. Leikurinn sem spilaður var á frjálsíþróttavelli Hafnarfjarðarliðs- ins einkenndist af mikilli baráttu á miðjunni en marktækifærin vora aftur á móti af skomum skammti. Sigur Breiðabliks var helst að þakka innkomu Margrétar Ólafsdótt- ur í siðari hálfleik, en í fyrri hálf- leik höfðu gestirnir í Kópavogi ekki náð að ógna marki FH að neinu ráði. Staðan í lékhléi var markalaus en á upphafsmínútu síðari hálfleiks lék Margrét vöm FH grátt og náöi að senda góða sendingu fyrir markiö og þar var Gréta Mjöll Samúelsdótt- ir og skoraði hún í annarri tilraun eftir að Sigrún Ingólfsdóttir hafði varið fyrra skot hennar. Breiðablik bætti síðan öðru marki við tíu mín- útum síðar þegar Helga Hannesdótt- ir náði boltanum eftir mistök í vöm FH og lyfti hún boltanum öragglega yflr Sigrúnu. Eftir þetta var leikur- inn í raun búinn þar sem FH-stúlkur sköpuðu sér aldrei nein hættuleg marktækifæri. Sif Atladóttir átti þó góðan leik í framlínu FH og fékk hún gott færi á 81. mín þegar hún slapp inn fyrir vörn Breiðabliks en hún skaut fram hjá. Sif sýndi oft og tíðum góð tilþrif en hana vantaði stuðning frá stöllum sínum í FH sem einbeittu sér nær allar að vamarleiknum. FH-stúlkur eiga þó hrós skilið fyrir annars ágætan varnarleik og með Sigrúnu í mark- inu áttu Breiðablikstúlkur í mesta basli með sóknarleikinn lengst af. Innkoma Margrétar skipti sköpum fyrir Breiðablik en þær höfðu samt talsverða yfirburði í leiknum. Á lokamínútu fyrri hálfleiks urðu Breiðabliksstúlkur fyrir áfalli þegar Björg Ásta Þórðardóttir meiddist á ökkla, en þetta var fyrsti leikur hennar eftir langvarandi meiðsli i ökklanum, og vonandi að meiðslin séu ekki eins alvarleg og þau virtist vera. Breiðabliksstúlkur eru eftir sigurinn með fullt hús stiga en FH hefur mátt þola tvo tveggja marka ósigra, reyndar gegn tveimur af sterkustu liðum deildarinnar. Þær geta því gengið uppréttar af velli og með agaðri sóknarleik gætu þær far- ið að hala inn stig. "Okkur vantar stigin og ég hef fulla trú á að þau fari að koma. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik en leik- urinn breyttist þegar Margrét kom inn á, hún er frábær leikmaður og breytir liðinu hjá þeim og þær byrjuðu vel með tveimur mörkum á fyrstu tíu mínútunum. Við komum síðan aftur inn i leikinn en náðum ekki að skora og það er nokkuð sem við þurfum að gera tfl að ná í stigin," sagði Sigurður Víðisson, þjálfari FH, að leik loknum. Gríðarlegur styrkur „Við þurftum að hafa fyrir þessu en þetta var mjög góður sigur. Þetta breyttist að sjálfsögðu með innkomu Margrétar og hún er gríðarlegur styrkur fyrir okkur en leikurinn var samt ekkert í hættu fram að því. FH-stelpurnar voru mjög sprækar og við spiluðum við Þór/KA/KS síð- ast. Það var erfiður leikur og deild- in virðist vera frekar jöfn og von- andi helst það þannig áfram,“ sagöi Ólafur Þ. Guðbjörnsson, þjálfari Breiðabliks, við DV-Sport að leik loknum. -ÞAÞ 0-1 Greta M. Samúelsdóttir . . 46. skot úr markteig . . Margrét Ólafsd. 0-2 Helga Ósk Hannesdóttir . . 55. skot úr teig .......vann boltann Skot (á mark): 10 (3) - 10 (6) Horn: 2-7 Aukaspyrnur: 7-10 Rangstööur: 0 -4 Varin skot: Elsa 3 - Sigrún 3. íl Pl i Besta frammistaðan á vellinum: Margrét Ólafsdóttir, Breiðabl. @® Sigrún Ingólfsdóttir, Sif Atladóttir (FH) - Margrét Ólafs- dóttir, Helga Hannesdóttir, Gréta Mjöll Samúelsdóttir (UBK). @ Hlín Pétursdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Valdís Rögn- valdsdóttir (FH) - Bryndís Bjamadóttir, Ema B. Sigurðs- dóttir, Elín Steinarsdóttir. Björg Ásta Þórðardóttir (UBK).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.