Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 24
MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 ^ 40 * * keppni í hverju orði Rafpostur: dvsport&dv.is Bipgir Lelfup lék vel í Hollandi Birgir Leifur Hafþórsson hafn- aöi í 16.-20. sæti á Fortis Open í Hollandi sem lauk i gær en mót- ið er hluti af áskorendamótaröð- inni í golfi. Birgir Leifur spOaði frábær- lega fyrsta daginn, lék á þremur höggum undir pari og var í 4.-12. sæti. Honum gekk illa á öðrum degi, lék á 78 höggum eða sex höggum yfir pari og var í 49.-66. sæti eftir annan dag. Hann reif sig síðan upp á þriðja degi, sýndi frábæra takta þegar hann lék á fjórum höggum undir pari og komst upp í 28.-32. sæti mótsins. Birgir Leifur náði síðan að fylgja eftir góðum þriðja degi í gær, lék á tveimur höggum und- ir pari og endaði í 16.-20. sæti á þremur höggum undir pari. Þetta var fyrsta mót Birgis Leifs á tímabilinu og lofar það góðu upp á framhaldið. -ósk Jason Kidd, leikstjórnandi New Jersey Nets, sést hér meö sigurlaun- in sem liöiö fékk fyrir aö bera sigur úr býtum í austur- deild NBA- deildarinnar en liöiö fékk bikar- inn afhentan eftir fjóröa leik- inn gegn Detroit. Reuters Ama María hætt að þjálfa Körfuboltadrottningin Anna María Sveinsdóttir, sem var spilandi þjálfari Kefla- víkur sl. tvö tímabil, hefur ákveðið að segja skilið við þjáifun liðsins og einbeita sér að því að leika með liðinu næsta tímabil. Ekki hefur verið gengið frá arftaka hennar en ljóst er aö með hana innanborðs verður Keflavíkurliðið mjög sterkt þar sem allt bendir til þess að aðrir leikmenn verði áfram. Þá er Erla Reynisdóttir komin heim eftir að hafa leikið í háskólaboltanum síð- ustu ár og mun hún styrkja liðið enn frekar, en Erla var einn besti leikmaður landsins áður en hún fór vestur um haf. -Ben KQRFUBOLTI J Ga b & ■ f Urslit vesturdeildar 23. maí 2003 Dallas-San Antonio 86-93 Stig Dallas: Nick Van Exel 16, Dirk Nowitzki 15 (9 frák.), Raja Beli 14, Michael Finley 11, Steve Nash 10 (9 stoðs.), Raef LaFrentz 10, Walt Willi- ams 5, Adrian Griffin 2. Stig San Antonio: Tim Duncan 34 (24 frák.), Tony Parker 29 (8 stoðs.), Bruce Bowen 13, Stephen Jackson 12, David Robinson 4, Malik Rose 2 (8 frák.), Emanuel Ginobili 2. 25. maí 2003 Dallas-San Antonio 95-102 Stig Dallas: Steve Nash 25, Michael Finley 25, Nick Van Exel 22 (8 frá- köst, 3 stoðsendingar), Raef LaFrentz 7, Walt Williams 7 (8 fráköst, 3 stoðs- sendingar), Raja BeU 5, Eduardo Najera 4. Dirk Nowitzki lék ekki með vegna meiðsla. Stig San Antonio: Tony Parker 25 (5 stoðsendingar), Tim Duncan 21 (20 fráköst, 7 stoðsendingar), Emmanuel GinobUi 21 (6 fráköst), Stephen Jackson 17 (3 stoðsendingar), Malik Rose 8 (8 fráköst), Bruce Bowen 4, David Robinson 2, Speedy Claxton 2, Steve Kerr 2. Staöan í einviginu er 3-1 fyrir San Antonio, sem getur unniö Vesturdeild- ina með sigri á þriðjudag. KORFUBOLTI J GO B Æ jL, Urslit austurdeildar 24. maí 2003 Urslitakeppnin í NBA-deildinni í fullum gangi um helgina: NewJersey-Detroit 102-82 Þurftu bara fjora - New Jersey Nets er komið í úrslit NBA-deildarinnar eftir að hafa sópað Detroit Pistons, 4-0 Stig New Jersey: Jason Kidd 26 (12 frák., 7 stoðs.), Kenyon Martin 14 (10 frák.), Richard Jefferson 14, Jason CoUins 10, Rodney Rogers 10, Kerry Kittles 9, Lucious Harris 9, Aaron WiUiams 8, Brian Scalabrine 2. Stig Detroit: Clifford Robinson 21, Richard HamUton 20, Ben WaUace 10 (13 frák.), Jon Barry 8, Chauncey BiUups 6, Corliss WiUiamson 6, Tayshaun Prince 4, Mehmet Okur 4, Chucky Atkins 3. New Jersey vann einvígiö, 4-0. New Jersey Nets þurfti ekki nema fjóra leiki til að klára Detroit Pistons og komast í úrslit NBA- deildarinnar annað árið í röð. í fyrra mætti liðið Los Angeles Lakers í úrslitum, átti aldrei mögu- leika og tapaði að lokum, 4-0. Núna telja bæði leikmenn og for- ráðamenn liðsins að liðið sé betur í stakk búið til að spila úrslitaleikina og ætla sér stóra hluti. Sá leikmaður sem hefur fremur öðrum borið lið New Jersey Nets uppi í úrslitakeppninni er leik- stjórnandinn Jason Kidd. Hann hef- ur farið hamförum, stjómað sínum mönnum af mikilli festu og verið duglegur við að keyra upp hraðann þegar það hefur átt við. New Jersey hefur nú unnið tíu leiki í röð í úr- slitakeppninni og nálgast óðfluga met San Antonio Spurs frá tímabil- inu 1999 þegar liðið vann 12 leiki í röð. >, * Jafnar sig fljótt Það er. þó ekki laust við að þaö hafi farið um stuðningsmenn New Jersey Nets í fjórða leiknum á laug- ardagskvöldið þegar rétt tæpar sjö mínútur voru til leiksloka. Þá missteig Kidd sig og lá í gólfinu, sár- kvalinn og sáu hörðustu aðdáendur liðsins möguleikana á titli hverfa út um gluggann í einu vetfangi. Þessir sömu stuðningsmenn ættu þó aö vera famir að þekkja hörkuna í Kidd því hann var aðeins utan vall- ar í 45 sekúndur og leiddi sína menn til sigurs. Byron Scott, þjálfari New Jersey Nets, sagði eftir leikinn að hann hefði verið smeykur þegar Kidd meiddist. „Ég skal viðurkenna það að ég vildi ekki hugsa þá hugsun til enda ef Kidd myndi meiðast. Það væri skelfilegt fyrir okkur. Ég er þakklát- ur fyrir það að við skulum fá tíu daga hvíld núna - það veitir ekki af. Ég tók áhættu með því að setja hann inn á aftur í því ásigkomulagi sem hann var í en hann hefur bara svo góð áhrif á aðra leikmenn liðs- ins. Hann verður slæmur í ökklan- um í nokkra daga en jafnar sig síð- an fljótt,“ sagði Scott. Mikil vonbrigöi Úrslit einvígisins gegn New Jers- ey voru mikil vonbrigði fyrir for- ráðamenn og leikmenn Detroit Pi- stons. „Það er skelfilegt að tapa á þenn- an hátt. Þetta færir okkur sönnur fyrir því að þótt tímabilið sem slíkt hafi verið gott þá er fullt af veikum punktum hjá okkur sem við þurfum að bæta. Ég held að það þurfi ekki að hvetja menn til að æfa í sumar, vonbrigðin núna kveikja i mönn- um,“ sagöi Joe Dumars, forseti Detroit, eftir leikinn á laugardags- kvöldið. Meiri reynsla Clifford Robinson, hinn marg- reyndi leikmaður Detroit, sem hef- ur marga úrslitakeppnisfjöruna sop- ið með Portland, var með skýring- amir á gengi Detroit gegn New Jers- ey. „Það skal enginn segja mér að þeir séu með betra lið en við. Þeir hafa hins vegar meiri reynslu en okkar lið eftir árið í fyrra og ég er sannfærður um að þar skildi með liðunum í þessu einvígi. Við gerð- um okkur einfaldlega ekki grein fyr- ir alvöru málsins - það voru okkar mistök," sagði Robinson. Það skipti líka miklu máli fyrir Detroit að leikstjórnandi liðsins, Chauncey Billups, sem hafði farið mikinn í úrslitakeppninni, var meiddur og gat ekkert beitt sér gegn Jason Kidd, besta manni New Jers- ey Nets. „Það hefði verið frábært að geta mætt Kidd og leikið gegn honum á fullu,“ sagði Billups. Detroit þarf þó ekki að örvænta því að liðið á annan valrétt í nýliða- valinu í sumar. Það þykir mjög lík- legt að liðið velji Júgóslavann Dar- ko Milicic, 2,20 metra háan ungling, sem þykir vera gífurlegt efni. Hann ætti að styrkja liðið mikið. -ósk Guðmundur jafnaði met Vais í gær Guðmundur Bragason jafhaði landsleikjamet Vals Ingimundarsonar í 85-76 sigurieik á Noregi í gær- kvöldi - Gummi hefur spilað 164 leiki og slær því metið verði hann með á Smáþjóðaleikunum. Hann var sáttur með hlutina eftir þessa þrjá leiki: „Það er gaman að vera kominn inn í þetta aftur og mér finnst liðið líta ágætlega út - þetta eru sprækir strákar og það er góður andi í liðinu og við erum bjartsýnir. Við erum búnir að nota tækifærið í þess- um þremur leikjum og prófa marga hluti og ýmsar samsetningar og þetta er allt á réttir leið.“ Tíu ár síöan aö gulliö vannst En hvað um Smáþjóðaleikana - er ekki steöian sett á gullið? „Að sjálfsögðu," segir Guðmundur og bætir við: „Það eru liðin tíu ár frá því að við unnum það mót síðast og kominn tími á að ná í gullið og ef menn verða á tánum og halda einbeitningunni þá er mögu- leikinn til staðar - engin spurning," sagði Guðmund- ur en hann hefur ekki enn ákveöið hvort hann muni spila á næsta keppnistímabili en miðað við glottið á andlitinu á honum þegar hann er spurður um það verður það að teljast lík- legra en ekki enda á kallinn nóg inni. Guðmundur skoraði 12 stig og tók 5 fráköst á 20 mínútum sem hann spilaði í gær. Nánar er fjallað um landsleikina gegn Norðmönnum á síðum 20 og 21 í DV-Sporti í dag en íslensku A-landsliðin unnu þar sex góða sigra. -SMS/ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.