Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Qupperneq 12
28 + 29 Sport MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 I>V DV Sport B^Jdur Bjarnason, leikmaður Fram: Attum skið aðsigra - vantaði slagkraft, sagði Willum Þór „Nei, mér fannst þetta ekki vera sanngjöm niðurstaða þegar allt kemur tO alls,” sagði Baldur Bjama- son, vamarmaður Fram, eftir leik. „Það var þó ásættanlegt að jafna leikinn eftir að andstæðingurinn komst yfir þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum og get ég því ekki verið annað en sáttur, úr því sem komið var.“ Baldur, ásamt félögum sínum í vöm Fram, leysti sitt hlutverk vel, þá sérstaklega gegn jafn sterku sóknarliði og KR hefur að geyma. „Vissulega eru þeir stórhættulegir og það vita líka allir. Við erum bara 11 eins og þeir og því ekkert annað að gera en vera vakandi og sífeUt á tánum. Vamarleikur okkar var tals- vert gagnrýndur eftir síðasta leik og tókst okkur að laga það sem að var, að mínu mati. Við töluðum betur saman og vomm mun meira með- vitaðir hver um annan. Svo vorum við ekki eins rosalega flatir og við vorum fyrsta korteriö gegn Fylki,” sagði Baldur. Vantaöi slagkraftinn „Við sýndum ágæta tUburði í fyrri hálfleik, að mér fannst,” sagði WUlum Þór Þórsson, þjálfari KR. „Það vantaði þó herslumuninn og þann slagkraft sem þurfti tU að klára sóknimar. En að sama skapi gáfum við ekki færi á okkur og vor- um þéttir fyrir. Við vissum vel aö þetta yröi jafn mikUl baráttuleikur og hann varð enda þurftu Framarar að bæta fyrir skeUinn sem þeir fengu í fyrsta leiknum. Eftir að okk- ur hafði tekist að koma boltanum svo í markið á kjörstundu var svo- lítið sárt að sjá þá jafna leikinn og líður manni eins og tvö stig hafi tap- ast. En miðað við gang leiksins held ég að jafntefli hafi verið fyUUega sanngjöm niðurstaða.” WUlum kveðst ekki vera ósáttur við dómara leiksins fyrir að dæma aukaspymuna sem Fram skoraði úr á síðustu stundu og segir að þeir geti sjálfum sér um kennt. „Ef menn detta á þessu svæði get- um við vel búist við því aö það verði dæmd aukaspyma. Þetta gerð- ist líka í síðasta leik og vomm við klaufar að vera ekki löngu búnir að hreinsa boltann frá,” sagði WUlum Þór Þórsson, þjálfari KR, viö DV- Sport í leikslok. -esá KR-ingurinn Veigar Páll og Framarinn Eggert Stefánsson berjast hér um boltann í Dalnum í gær. DV-mynd Hilmar Pór Fnam-KR 1-1 (0-0) 0-1 Veigar Páll Gunnarsson (76., skot í vltateig, sending frá Bjarka). 1-1 Ágúst Gylfason (89., úr aukaspymu, hafði viðkomu í vamarmanni). Laugardalsvollur 25. maí 2003 - 2. umferft Fram (4-5-1) Gunnar Sigurðsson ......3 Ragnar Ámason .......... 4 (79., Freyr Karlsson....-) Baldur Bjamason ........4 Bjami H. Aðalsteinsson ... 3 Gunnar Þór Gunnarsson .. 3 Ómar Hákonarson.........2 (71., Daði Guðmundsson ... 2) Ágúst Gylfason .........4 Eggert Stefánsson ......2 (60., Viðar Guðjónsson .... 3) Ingvar Ólason ..........4 Guðmundur Steinarsson .. 3 Kristján Brooks..........3 Gul spiöld: Fram: Bjami, Kristján, Ingvar. KR: Þórhallur, Kristján. Rauð spiold: Engin. Skot (á mark): 11 (3) - 4 (2) Horn: 9-6 Aukaspyrnur: 19-12 KR (4-3-3) Kristján Finnbogason .... 3 Sigþór Júlíusson ........3 Gunnar Einarsson........2 Kristján Sigurðsson......4 Jón Skaftason ...........3 Kristinn Hafliðason......2 Bjarki Gunnlaugsson......3 (79. Sölvi Davíðsson.....-) Þórhaliur Hinriksson.....1 Veigar Páll Gunnarsson ... 4 Sigurður R. Eyjólfsson .... 2 (75., Garðar Jóhannsson ... -) Arnar Gunnlaugsson.......4 Dómari: Magnús Þórisson Áhorfendur: 1974. Rangstöður: 4-7 Varin skot' Gunnar 1 - Kristján 1. Gæði leiks: Maður leiksins hjá DV-Sporti: Veigar Páll Gunnarsson, KR Framarar vom heldur hressari og bjuggu til nokkrar góöar sóknir, án þess þó að þeim, eins og KR, tækist að koma skoti að marki. Ingvar Óla- son var búinn að búa til gott færi eft- ir frábæran sprett í gegnum vörn KR á 10. mínútu en ekkert varð úr því. Þá voru KR-ingar nærri búnir að skora sjálfsmark eftir horn en Krist- ján reddaði sínum mönnum. Kristján Brooks komst í kjörið skotfæri á 23. mínútu en varnarmaður KR komst fyrir skotið. Leikurinn hressist í hálfleiknum stytti upp og tók meira að segja sólin aö skína. Leik- menn liðanna létu ekki á sér standa og lyftu leiknum á aðeins hærra plan. Greinilegt var að Willum Þór náði eitthvað að hrista upp í sínum mönn- um því öllu meira lífsmark var með þeim eftir hlé. Strax á 54. minútu fengu þeir fyrsta almennilega færiö sitt þegar Jón Skaftason fékk boltann eftir mikinn baming í teig Framara og gaf hann háan bolta inn í miðja þvöguna. Þar stökk Sigurður Ragnar hæst manna og skallaöi yfir Gunnar markvörð sem var heldur illa stað- settur en rataði boltinn sömuleiðis yfir sjálft markið. Stuttu síðar komst Eggert Stefánsson í tvö kjörin skot- færi hinum megin á vellinum en fór skammarlega illa með þau. Upp úr því kom homspyrna sem rataði beint á Ragnar Ámason en gott skot hans hafnaði í stöng. Loksins kom markiö Áhorfendur glöddust heldur við þessi tilþrif og þóttust sjá mark í sjónmáli. Margir hváðu þegar Þór- hallur Örn skaut góðu skoti á 61. mínútu eftir sendingu Kristins Haf- liðasonar en Gunnari markverði tókst að verja heldur skrautlega með vinstri fæti eftir að hafa greinilega verið kominn úr jafnvægi. Um stundarfjórðungi síðar kom svo fyrsta mark leiksins. Jón Skafta- son tók aukaspyrnu á hægri kant- inum inn í miðjan vítateig og barst boltinn út aftur til Bjarka Gunnlaugs- sonar sem gaf háan bolta yfir þvera þvöguna þar sem Veigar Páll tók við honum, einn og óvaldaður, og kom honum fram hjá Gunnari í markinu. KR-ingar íognuðu mikið enda búnir að bíöa lengi eftir marki. Eftir þetta héldu margir að úrslitin væru ráðin. KR-ingum, sem voru til þessa heldur lakari aðilinn í leikn- um, hafði tekist að berja af sér allar sóknir heimamanna og fóru að leika heldur skynsamlegar eftir markið. Þeir héldu boltanum vel og héldu sinni stöðu á vellinum í stað þess að bakka í vörn og bjóða hættunni heim. Engin hættuleg færi litu dags- ins ljós og það virtist vera einungis formsatriði fyrir KR að klára dæmið. En fyrir klókindi Guðmundar Stein- arssonar varð þeim ekki kápan úr því klæðinu. Guðmundur klókur Guömundi tókst að flska auka- spymu á besta stað, rétt utan miðs vítateigs KR. Brotið virtist ekki vera gróft en nóg til þess að Magnús Þór- isson dæmdi aukaspyrnu. Guðmund- ur og Ágúst Gylfason stilltu sér upp við boltann, sá fyrri hljóp yfir hann og Ágúst lét vaða og inn fór hann, þó með viðkomu í varnarmanni. Fögn- uður Framara var gífurlegur, enda sjálfsagt flestir búnir að gefa upp alla von. KR í meiðslum Ekkert lið í Landsbankadeildinni á jafn marga menn í meiðslum og KR. Af þeim sem voru fjarverandi í gær má meðal annars nefna Sigurstein Gíslason, Sigurvin Ólafsson, Hilmar Bjömsson og Einar Þór Daníelsson. Aflt miklir reynsluboltar sem bæta hvaða lið sem er töluvert. En þrátt fyrir það tókst þeim að mynda sterkt byrjunarlið meö unga og frambæri- lega leikmenn á bekknum. Leikur þeirra olli mönnum engu að síður þó- nokkrum vonbrigðum, þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem sóknarþungi þeirra var nánast enginn. íslands- meisturunum tókst að bæta sinn leik töluvert eftir hlé og vom sjálfsagt óheppnir að innbyrða ekki öll 3 stig- in. Engu að síður var niðurstaðan sanngjörn og þurfti afskaplega lítið tfl þess að leikurinn hefði þróast allt öðruvísi. Framarar byrjuðu tímabilið flla og vildu bæta upp fyrir tapið gegn Fylki. Leikur þeirra í gær var mun betur skipulagður og þá sérstaklega í vöm- inni, þar sem þeim tókst að halda aft- ur af sóknarmönnum KR í langan tíma. Miðjan var sterk en allar sókn- ir þeirra fjöruðu út þegar þeir komust nálægt marki KR. Eins og áður segir var baráttan mikil i leiknum og tók sinn toll. Einn besti leikmaður Fram í leiknum, Baldur Bjamason, tognaði í vöðva aftan á læri og verður frá í minnst 2 vikur. -esá Agúst Gylfason skoraöi jofnunarmark Framara ur aukaspyrnu ó siöustu min- utu leiksins. Félagar hans i Framliöinu fagna honum hér innilega eftir aö hann haföi skoraö markiö mikilvæga. DV- mynd Hilmar Þor í gærkvöld töpuðu íslandsmeistar- ar KR sínum fyrstu stigum í sumar. Þeir öttu kappi við lið Fram á Laug- ardalsvellinum og var niðurstaðan sanngjamt jafntefli, 1-1. Það var napurt í veðri og rign- ingarúði þegar leikurinn hófst og voru tilþrif leiksins í fyrri hálfleik í samræmi við veðráttuna, þungbúin og óspennandi. í þessum fyrri hálf- leik var miðjubamingur einkennis- orðið og urðu skot samtals 4, þar af ekkert sem hæfði markið. Sigurður Ragnar Eyjólfsson var reyndar nærri búinn að koma sínum mönnum yfir strax á fyrstu mínútu eftir sendingu frá vinstri kanti en Frömurum tókst að hreinsa í horn. Hann kom einnig við sögu í hinu markfæri KR í fyrri hálfleik, ef mark- færi skyldi kafla, þegar hann sendi góða stungusendingu inn fyrir vöm Fram á Veigar Pál sem kom boltanum fyrir markið þar sem Arnar kom að- vífandi en Gunnar markvörður varð fyrri til. Ef frá er talið fyrsta og eina markskot KR á 35. minútu gerðist ekkert annað markvert hjá gestunum. Þaö var ekkert gefiö eftir á Laugardalsvellinum í gær. Hér kljást Framarinn Bjarni Hólm Aöalsteinsson og KR-ingurinn Kristján Örn Sigurösson. DV-mynd Hilmar Þór Sannfærandi - sigur Skagamanna á Þrótti á Akranesi á laugardaginn Sigur Skagamanna á Þróttumm á laugardaginn var mjög sanngjam. Eftir hrútleiðinlegan fyrri hálfleik reimuðu heimamenn á sig betri skóna í hálfleiknum og yfirspiluðu kjarklausa og hugmyndasnauða Þróttara. Reyndar sá Unnar Val- geirsson ástæðu til þess að hleypa Þrótturum inn i leikinn tíu mínút- um fyrir leikslok en Garðar Gunn- laugsson gerði endanlega út um von- ir Þróttara á stigi mínútu fyrir leiks- lok. Eins og áður segir var fyrri hálf- leikurinn ekki upp á marga fiska en það voru Skagamenn sem stýrðu umferðinni strax frá fyrstu mínútu. Þeim gekk þó bölvanlega að sauma sig i gegnum þétta og vel skipulagða vöm Þróttar. Eina verulega færi þeirra kom eftir rúmlega hálftíma leik þegar Grétar fékk ágætt færi í teignum en skot hans fór yfir mark Þróttar. Gestimir hefðu hæglega get- að tekið forystuna átta mínútum fyr- ir hlé þegar Halldór Hilmisson átti fina sendingu inn fyrir vöm Skaga- manna þar sem Sören Hermansen var í auðum sjó en Þórður varði skot hans vel. Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem Sören slapp úr klóm vamarmanna Skagamanna. Að þessu færi frátöldu gerðu Þróttarar mjög lítið með boltann og sóknar- leikur þeirra var afar hugmynda- snauður. Skagamenn byrjuðu siðari hálf- leikinn með látum og eftir 50 sek- úndur lá knötturinn i netinu hjá Fjalari. Ágætt samspil Guðjóns og Stefáns endaði með því að Stefán skaut fostu skoti á nærstöng sem fór í netið en Fjalar heföi þó getað kom- ið í veg fyrir markið. Sanngjöm for- ysta Skagamanna því staðreynd og þeir tóku leikinn heljartökum eftir markið. Þeir bættu svo við forystuna þeg- ar Pálmi Haraldsson skoraði glæsi- legt mark með skoti rétt fyrir utan teig. Hann fékk boltann eftir að aukaspyma Unnars Valgeirssonar hafði lent í vamarvegg Þróttara og hann jarðaði boltann í horninu. Unnar Valgeirsson var svo fullgest- risinn þegar hann hrinti Sören inni i teignum tíu mínútum fyrir leiks- lok. Erlendur dæmdi réttilega víta- spymu og Sören skoraði ömgglega úr henni. Þróttarar hresstust eilítið við markið en náðu samt aldrei að ógna Skagamarkinu almennilega og það var mjög sanngjamt þegar Garð- ar kláraði leikinn mínútu fyrir leikslok með fallegu skoti af 40 metra færi en hann hefði vart tekið skotið ef Fjalar hefði ekki mætt hon- um í ævintýralegu úthlaupi. Skagamenn léku ágætlega í þes: um leik og vora betri en Þróttarar öllum sviðum knattspymunnar a þessu sinni. Boltinn flaut vel hj þeim. Miðjan var þétt með Grétar o Pálma öfluga og þá var Pálmi séi staklega góður. Hann vann vel, ski aði boltanum vel frá sér og skorac markið sem nánast tryggði ÍA sigui inn. Vömin var mjög þétt. Ekkei lak í gegnum þá Gunnlaug og Reyr og þeir voru með Sören í vasanui nánast allan leikinn en hann slap aðeins einu sinni frá þeim. Andi var einnig mjög fastur fyrir og Um ar átti finan leik. Þá sérstakleg framan af en hann missti sig aðein í fíflaskap í síðari hálfleik og var raun ljónheppinn að vera ekki rel inn af velli. Framheijar liðsins haf aftur á móti oft átt betri daga. Þróttarar sáu aldrei til sólar þessum leik. Þeir lögðu augljósleg upp með að halda hreinu og ná í sti og fyrir vikið var sóknarleikur lið: ins hvorki fugl né fiskur og miðji menn liðsins studdu ifla við fran heijana þegar þeir fengu færi á a sækja. Sören mátti sín lítils sem o Hjálmar sem gisti í vasanum Andra allan leikinn. Hallur og Hal dór náðu aldrei neinum takti vi leikinn en Páll hélt þeim aftur móti á floti og strönduðu ófáa Skagasóknimar á honum. Vömi var samt öflug eins og síðast þar sei vom í fararbroddi þeir Eysteinn o Jens en þeir ná einkar vel sama fyrir miðju varnar. í. Betri allan tímann „Við vorum betra liðið allan tín ann fannst mér. Þeir áttu 10-15 míi útna kafla í fyrri og seinni hálflei þar sem þeir voru ágætir en annar fannst mér við mun betri. Það va óþarfi hjá okkur að hleypa þeim in í leikinn með því að gefa þessa vít< spymu. En þriðja markið slátrac þessu og við unnum sanngjamt, sagði Ólafur Þórðarson, þjálfai Skagamanna, i leikslok. Kollegi hans hjá Þrótti, Ásgeir E íasson, var ekki eins kátur er D\ Sport náði tali af honum. „Við vorum klaufar í fyrri hál leik. Við fengum tækifæri til þess a skora en menn voru of æstir þega * kom að því að senda úrslitasendinf una. Við ætluðum að ná í einn punl héma en gerðum okkur alveg grei fyrir því að þetta gæti farið svon; Við erum ekkert farnir að örvænt þrátt fyrir stigaleysið enda andstæi ingamir í báðum okkar leikjum er iðir.“ -HB( Þróttur 3-1 (0-0) Akranesvöllur 24. maí 2003 - 2. umforð 1- 0 Stefán Þórðarson (46., skot úr teig eftir þríhymingsspil við Guöjón). 2- 0 Pálmi Haraldsson (60., skot af 20 metra færi, tók frákast eftir aukaspymu). 2- 1 Sören Hermansen (80., víti, Unnar braut á Sören við markteig). 3- 1 Garðar Gunnlaugsson (89., skot af 40 metra, fékk stungusendingu frá Pálma). IA (4-3-3) Þórður Þórðarson ........4 Andri Karvelsson ........4 Unnar Valgeirsson........4 Gunnlaugur Jónsson ......4 Reynir Leósson ..........4 Pálmi Haraldsson ........4 Grétar Rafn Steinsson .... 3 Kári Steinn Reynisson .... 3 (Ellert Jón Bjömsson, 81. .. -) Guðjón Sveinsson ........3 Hjörtur Hjartarson ......2 (Baldur Aðalsteinsso., 81. .. -) Stefán Þórðarson.........2 (Garðar Gunnlaugsson., 87. -) Dómari: Erlendur Eiríksson (2). Áhorfendur: 700. Gul spiöid: ÍA: Stefán (21.), Unnar (79.) Þróttur: Jens (62.), Guðfmnur (65.) Rauð spjöld: Engin. Skot (ú mark): 19 (13) - 9 (7) Horn: 8-2 Aukaspyrnur: 18-21 Rangstöóur: 3-6 Varin skot: Þórður 6 - Fjalar 10. Þröttur (4-3-3) Fjalar Þorgeirsson.......4 Ingvi Sveinsson..........3 Ólafur Tryggvason........3 Eysteinn Lámsson.........4 Jens Sævarsson...........4 Páll Einarsson...........4 Halldór Hilmisson........3 Hallur Hallsson..........2 (Charlie McCormick, 59. .. 2) Guðfmnur Ómarsson........2 (Björgúlfur Takefusa, 70. .. 2) Hjálmar Þórarinsson......2 Sören Hermansen ........2 Gæðl leiks: Maður leiksins hjá DV-Sporti: Pálmi Haraldsson, ÍA flgúst bjangaði stigi - skoraði jöfnunarmark Framara gegn íslandsmeisturam KR þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.