Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 20
« 36 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 Sport Irlpitiii BALD vinstri) og Siguröar (tii hægri). Sighvati Sigurössyni og Úlfari Eysteinssyni á Jeep Cherokee tókst meö snarræöi aö halda jeppanum á bryggjunni eftir aö þeir misstu hann < hliöarskriö á næstsíöustu sérleiö. Bræðurnir sigruðu - Rúnar og Baldur Jónssynir komu fyrstir í mark í Bílar & hjól rallinu, fyrsta ralli ársins Bræðumir Rúnar og Baldur Jóns- synir, á Subaru Legacy 2000 turbo 4x4, sigruðu í fyrstu umferð íslands- meistaramótsins í ralli sem ekin var á laugardaginn á Reykjanesi. Ár er liðið síðan Rúnar þurfti að hætta keppni þegar hann greindist með heilaæxli og í kjölfar þess fylgdi erf- ið aögerð en nú virðist sem hann sé að mestu búinn að ná aftur fyrri fæmi i railakstri. Rúnar datt í gírinn "Þetta er búið aö ganga mjög vel i dag,” sagði Rúnar þegar tvær sér- leiðir vora eftir af keppninni. "Ég fór rólega af stað i fyrstu en ók samt mjög þétt til að prufa hvemig ég myndi ráða við þennan akstur. Svo bætti ég smám saman í og prófaði mig áfram. Þetta er bara búið að ganga vel. Sigurður Bragi tók 6 sek. af okkur á fyrstu leið. Svo héldum við jöfnu á annarri. Síðan bættum við sjö sekúndum við for- skot okkar í tvígang og síðan tveim- ur sekúndum og aftur flmm þannig að við vorum með 15 sekúndna for- skot þegar tvær sérleiðir voru eftir. Þetta hefur gengið eins og við vor- um að vona að þetta myndi þróast en við vissum ekkert hvemig ég næði að keyra. Þetta gekk vonum framar og ég þarf bara að venjast hraðanum upp á nýtt. Baldur stendur sig einnig frábærlega og les leiðarlýsingamar alveg gríðarlega vel." Eftir að hafa lokið tveimur síð- ustu sérleiðunum sagði Rúnar: "Þetta var frábær dagur fyrir mig og mína. Við ókum tvær siðustu sér- leiðimar af öryggi svo aö ekkert óvænt kæmi up á og það gekk eftir. Við töpuðum að vísu nokkrum sekúndm en höfðum alveg efni á þvi og þurftum ekki að gráta það. Það er alveg frábært að enda í fyrsta sæti í dag þar sem ég hafði varla von um það. Ég hugsaði bara um að keyra þessa keppni í gegn og finna sjálfan mig. Þetta varð niðurstaðan og við emm alveg i skýjunum með það," sagði Rúnar kampakátur. Fullgildur fjölskyldumeðlimur "Það var jöfn stígandi í þessu hjá okkur í dag,” sagði Baldur eftir keppnina. "Rúnar var hálf hikandi á fyrstu leiðunum en ég fann hvemig hann bætti sig með hverri leið. Tók betur og betur á og það kom okkur öllum á óvart hversu vel honum gekk að aka. Við bjuggumst við að þetta yrði miklu erfiðara fyrir hann en það var bara eins og þetta ætti að vera í lagi. Hann var ótrúlega fljótur að detta í gírinn með aksturinn. Við bjuggumst alveg eins við að hann myndi ekki ráða viö að aka Djúpavatnsleiðina, sem er löng og erfið, en hann náði að klára hana vel. Eftir þá leið hafði ég fulla trú á að hann myndi ná að klára þetta." Á síðasta ári tók Baldur við stýri Subarus-ins og varð íslandsmeistari sem ökumaður. "Ég er ótrúlega sátt- ur við að vera kominn aftur í að- stoðarökumannssætið. Þó svo að ég hafi verið með stýrið í fyrra finnst mér ágætt að vera í aðstoðaröku- mannssætinu," sagði Baldur. "Mig langar líka að ná í íslands- meistaratitii sem aðstoðarökumað- ur og nú er tækifæri tU þess. Ég á það eftir og ef ég næ þvi er ég búinn að gera það sama og hinir og verð þá fuUgUdur meðlimur í fjölskyld- unni, sagði Baldur hlæjandi. á síðustu fjórum leiðum og það er aUtof mikið. Það sem ég get gert núna er að keyra eins og ég get og setja þannig nógu mikla pressu á Rúnar í þeirri von að hann geri ein- hver mistök. Sigurði Braga tókst ekki að koma Rúnari úr jafnvægi á síðustu tveim- ur leiðunum en saxaði þó aðeins á forskot bræðranna. "Það munaði 15 sekúndum á okkur fyrir tvær síð- ustu sérleiðimar en þar tókst okkur að taka fjórar sekúndur af þeim," sagði Sigurður Bragi. "Munurinn var 11 sekúndur og þeir hefðu þurft að gera einhver mistök tU að við ættum einhverja möguleika á sigri. Það góða við þetta er að það hefur ekki munað minna í íslensku raUi í mjög mörg ár.“ -JAK Urslit i Bilar og hjól rallinu Rúnar Jónsson/Baldur Jónsson Sigurður Guðmundss./ísak Guðjónss. Sighvatur Sigurðss./Úlfar Eysteinss. Þorsteinn Sverriss./Witek Bogdanski Hlöðver Baldurss./Halldór Sverriss. Daníel Sigurðss./Sunneva Ólafsd. Sigurður Gunnarss./Elsa Sigurðard. Guömundur Guðmundss./Jón Bergss. Ingólfur Kolbeinss./G. Mckinstry Kristinn Sveinss./Jóhannes Óskarss. Karl Eysteins og Amar Sveinbjömss. Hilmar B. Þráinss./Ingvar A. Arason Þorsteinn Mckinstry/Þórður Mckinstry Ragnar Karlsson/Ámi Jónsson Guðmundur Gunnarss./Borgar Ólafss. Daniel E. Rogers/Halldór Vilberg Metro-inn vantar afl Sigurður Bragi Guðmundsson og ísak Guðjónsson á Metro gerðu harða atlögu að bræðrunum. "Þetta byrjaði sæmilega hjá okk- ur í morgun en svo fór að síga á ógæfuhliðina hjá okkur," sagði Sig- urður Bragi. "Það dró í sundur með okkur, jafnvel á leiðum sem ég hélt að við myndum vinna. Leiöum sem eru mjög beinar og hraðar og em þær leiðir sem þessi 20 ára gamli Metro á að vera jafn góður á og Subaru-inn en hann tekur okkur jafnvel þar. Það er bara of mikill munur á þessum bílum til að ég geti haldið einhverri spennu í þessu móti. Rúnar tók af mér 16 sekúndur Bragi ftir keppnina j Guðmundsson Si5 uröur Rú nam Jón Ragnarsson, akstursiþrottamaður sfðustu aldar, var ánægöur með syni sfna, Rúnar og Baldur, eftir aö þeir höfðu sigrað í fyrstu ralikeppni sumarsins. DV-myndir JAK og kkað hon clrengjiegð Röpphí. A myndu V I œmmzL aib& Æamm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.