Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 21
37 »
fl
MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003
Sport unglinga
Þróttur í Reykjavík stendur ann-
aö árið í röð fyrir Visa Rey-Cup,
sem er knattspymuhátíð fyrir 3. og
4. flokk pilta og stúikna og er hald-
in á félagssvæði Þróttar í Laugar-
dai. Mótið er alþjóðlegt og er von á
nokkrum erlendum knattspymulið-
um, frá Evrópu og Bandaríkjunum,
auk þess sem nú er jafhvel von á
liðum frá Afriku. Gera má ráð fyrir
að á annað þúsund manns komi að
hátíðinni, leikmenn, fararstjórar,
foreldrar og fleiri.
Kristinn Einarsson, sem er for-
maður Þróttar, sagði í samtali við
DV-Sport aö það væri mikill hugur
í félagsmönnum fyrir þetta mót sem
fram fer dagana 23.-27. júlí næst-
komandi.
Góður valkostur
„Þetta er mót sem er hugsaö fyr-
ir aldurshópinn 13-16 ára, jafnt
stúlkur og drengi. Þetta mót er tfl
að mæta þeirri þörf sem skapast
þegar þessir aldurshópar era búnir
að fara tvisvar á Vestmannaeyja-
mótin og tvisvar á Esso-mót á Ak-
ureyri og á Pæjumót á Siglufírði.
Þegar þeim lýkur er ekki úr miklu
að velja hér á landi og er þá yfirleitt
farið að spá í knattspymumót er-
lendis. Við Þróttarar fóram því að
velta fyrir okkur þeirri hugmynd
að setja á fót alþjóðlegt mót í
Reykjavík fyrir þennan aldurshóp.
Þetta má segja að hafi verið kveikj-
an að þessu móti. Við erum alls
ekki að keppa við knattspymumót
annarra félaga hér á landi heldur
að auka þá möguleika sem liðin
hafa til að sækja mót hér á landi í
stað þess að sækja til útlanda sem
er mun dýrara,“ sagði Kristinn.
Hann segir að í framhaldinu hafi
verið leitað til Harðar Hilmarsson-
ar hjá ÍT-ferðum til að aðstoða við
markaðssetningu á mótinu, enda
hafi hann haft talsverða reynslu á
þessu sviði. Þrátt fyrir að það hafi
verið farið seint af stað í fyrra hafi
tekist nokkuð vel til. 34 liða mót
hafl verið niðurstaðan og þar af tvö
erlend lið, Bolton og Stoke.
Á sjötta tug liða
„í sumar stefnir í að við fáum
hátt í 50 íslensk lið og jafiivel 6-10
erlend lið og ekki ólíklegt að það
verði einhver lið frá Afríku þó að
það sé ekki alveg í hendi enn. Þetta
mót hefur vakið nokkra athygli er-
lendis en vandamálið er, eins og
menn þekkja, að það er dýrt að ferð-
Kristinn Einarsson, formaður Þróttar, fyrir framan höfuðstöðvar félagsins i Laugardalnum í Reykjavík.
ast til íslands þar sem mótið er á
háannatíma í íslenskri ferða-
mennsku. Mér finnst breytingin frá
í fyrra vera að stúlknaflokkamir
séu mun sterkari nú og líklega
verður kynjaskiptingin á mótinu í
sumar 60-40 karlmönnum í hag sem
■er mun jafnara en í fyrra. Þetta ger-
ir alla umgjörð og stemningu á mót-
inu mun betri.“ Um mikilvægi þess
að fá erlend lið til keppni segir
Kristinn að það sé til þess að fá
þetta mótvægi við erlend mót.
Með þessu móti verði til alvöru
keppni þar sem þessir unglingar
geti att kappi við erlend lið og kom-
ist að þvi hvort þeir hafi styrk til að
leika við erlenda jafnaldra sína.
Þegar er Ijóst að lið koma frá Fær-
eyjum, Bandaríkjunum og Englandi
eða Skotlandi, auk hugsanlegrar
þátttöku afrískra liða.
Kristinn segir að yfírskriftin á
mótinu sé „fótbolti og fjör“ enda er
verið að höfða þama til unglinga á
gelgjuskeiðinu og það stendur
margt til boða fyrir utan það að
spila knattspymu og er mikið gert
úr þeim viðburðum. Sem dæmi má
nefna sundlaugarpartí fyrsta kvöld-
ið, haldið í Laugardalslauginni, þar
sem tónlist fær að njóta sín. Þá er
haldið diskótek í Skautahöllinni,
ball á Broadway og siðast en ekki
síst hátíðarkvöldverður á sama
stað.“
Eins og fulloröið fólk
„Þama er stillt upp dúkuðum
boröum, tauservíettum og tilheyr-
andi þar sem við komum fram við
unglingana eins og fulloröið fólk,
en gefum þeim ekki að borða á
pappadiskum. Við emm þannig að
reyna að færa standardinn á mót-
inu upp fyrir pappadiskana og
svörtu ruslapokana sem við þekkj-
um svo vel.“
Miðað viö þá aðstööu sem Þrótt-
ur hefur í Laugardalnum sér Krist-
inn ekki fyrir sér að þetta mót geti
orðið stærra, nema önnur félög taki
höndum saman við Þróttara um
mótshaldið í framtíðinni. „Við sjá-
um þetta fyrir strax á næsta ári og
þá þurfum við að leita til nágranna-
félaga okkar um samstarf."
Það liggur heilmikil vinna að
baki móti sem þessu. Kristinn segir
að skipaðir hafl verið 12-15 vinnu-
hópar sem skipaðir era sjálfboðalið-
um úr hópi foreldra barna innan fé-
lagsins. Hver hópur hafi sitt
DV-mynd Pjetur
ábyrgðarsvið s.s. skólagistingu,
leiðsögu um borgina fyrir erlend
lið, matinn og svo mætti áfram
telja. Þessir hópar vinna undir
styrkri stjórn mótsstjórans
Guðmundar Vignis Óskarssonar.
Borgin á lof skilið
Kristinn hrósar í hástert sam-
starfmu við Reykjavíkurborg um
þetta mót og segir að borgaryfirvöld
sjái þama greinilega hugmynd sem
framkvæmd sé vel og þau sjá
ástæðu til að styðja og styrkja. *
Stuðningur er bæði fjárhagslegur
þar sem þau vinna að markaðssetn-
ingu auk þess sem borgin leggur til
skólana fyrir gistingu liðanna. Þá
hefur mótiö einnig verið stutt
dyggilega af VISA hér á landi, auk
þess sem mótið hefur náð nokkuð
hagstæðum samningum við Flug-
leiðir um flug erlendu liðanna.
Munurinn á kostnaði við aö taka
þátt í mótum hér á landi, s.s. eins
og Visa Rey-Cup, og að halda utan
er gríðarlega mikill. Kristinn segir
að það kosti um 13 þúsund krónur
fyrir hvern þátttakanda með
gistingu, fullu fæði, auk þess sem
miðað er við að viðkomandi taki
þátt í öllum viðburðum mótsins, A
s.s. sundlaugarpartíi, grillveislu og
fleira. Ef haldið er á mót erlendis
hleypur kostnaðurinn á tugum þús-
unda enda ferðakostnaðurinn þá
mun hærri.
„Menn em sammála um það að
mótshaldið tókst mjög vel í fyrra og
má þakka það meðal annars góöum
viðbrögðum félaga á borð við Fjölni
og fleiri félaga sem tóku mótinu
mjög vel og sendu stórar sveitir til
keppni. Við einsettum okkur að
gera þetta vel og það tókst. Það er
alls ekki ætlunin að hagnast á
þessu móti og við gerðum það ekki ^.
í fyrra.“
Hægt er aö tilkynna þátttöku í
mótið fyrir 31. maí næstkomandi og
þá er starfandi öflug heimasíða
www.reycup.is
-PS
Alþjóölega Visa Rey-Cup mótiö fer nú fram annað áriö í röö í Laugardalnum:
Koma félagsH frá Afrtku?
-DV-Sport ræöir viö Kristin Einarsson, formann Knattspyrnudeildar Þróttar
Liö Bolton sigraöi á Rey-Cup á síöasta ári.
?