Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 39 Sport il’ÍNKKK! Toyota-mota- röðin í golfi Úrslit á Búnaöarbankamótinu Varð að stimpla mig inn - sagöi sigurvegarinn Heiðar Davíö Bragason eftir mótiö „Það var kominn tími á þennan sigur. Ég hef aldrei unnið almenni- legt mót á ævinni og það var ekki seinna vænna að stimpla sig inn,“ sagði Heiðar Davíð Bragason, sigur- vegari í karlaflokki á fyrsta stiga- móti Toyota-mótaraðarinnar i golfi. „Ég setti stefnuna á að vinna eitt mót í sumarog það er ekki leiðinlegt að markmiðið skyldi nást strax. Það hefur gengið illa hjá mér að ná stöð- ugleika á heilu móti en loksins tókst það.“ Allt gekk upp Heiðar Davíð setti glæsiiegt vall- armet á fyrsta hring þegar hann lék á 66 höggum eða fimm höggum und- ir pari og sagði spurður að það hefði allt gengið upp hjá sér á þeim hring. „Ég spilaði ótrúlega stöðugt á þessum hring. Ég fékk aldrei skolla, náði fímm fuglum og þetta lék ein- hvem veginn í höndunum á mér. Stundum gerist það og það var frá- bært að það skyldi gerast hjá mér á þessu móti. Síðasti hringurinn var lika mjög spennandi. Við skiptumst á að leiða en ég náði yfirhendinni undir lokin, hafði tveggja högga for- ystu fyrir síðustu holuna og spilað hana af öryggi á pari.“ Heiðar Davíð sagði að hann hefði æft mjög vel í vetur og lagt sérstaka áherslu á tæknilegu hliðina. „Ég hef spilað fjórum til fímm sinnum í viku í allan vetur, lagt mikla áherslu á tæknihliðina en ég hef einnig hlaupið úti og lyft. Þaö gerir það að verkum að ég er í mjög góðu formi, sem hefur sennilega haft eitthvað að segja á þessu móti.“ Ætla út Heiðar Davið sagði spurður að hann stefndi að því að fara utan næsta haust og æfa við betri að- stæður. »Ég er laus og liðugur og fæ sennilega ekki betra tækifæri til aö fara út og spila golf. Ég stefni ekkert sérstaklega á atvinnumennsku en ég vonast til að geta fundið mér vinnu og spilað golf með. Ég hef bætt mig mikiö undanfarin tvö ár en finnst að ég þurfí aðeins að breyta til í haust. Vonandi hjálpar það mér og gerir mig að betri kylfmgi," sagði Heiðar Davíð Braga- son.“ -ósk Heiðar Davíð Bragason og Þórdís Geirsdóttir báru sigur úr býtum á fyrsta stigamóti Toyota-mótaraðarinnar sem fram fór um helgina. DV-mynd ÞÖK Karlar Heiðar Davíð Bragason, GKJ ... 212 Magnús Lárusson, GKJ............214 Öm Ævar Hjartarson, GS .........215 Sigurþór Jónsson, GK ...........222 Sigurpáll Geir Sveinsson, GA ... 224 Sigmundur Einar Másson, GKG . 224 Björgvin Þorsteinsson, GV ..... 225 Stefán Orri Ólafsson, GL........228 Helgi Dan Steinsson, GS ........230 Nökkvi Gunnarsson, NK ..........230 Rögnvaldur Ólafsson, GJO........231 Birgir M. Vigfússon, GR ........232 Helgi Birkir Þórisson, GS ......232 Hlynur Geir Hjartarson, GOS .. 232 Tryggvi Pétursson, GR...........232 Ingvar Ingvarsson jr., GSG .... 233 Guðjón Karl Þórisson, GKJ .... 233 Pétur Óskar Sigurðsson, GR ... 234 Sigurjón Amarsson, GR...........234 Kristvin Bjarnason, GL..........236 Ólafur Magni Sverrisson, GOS . . 238 Rúnar Óli Einarsson, GS.........238 Brynjólfur E. Sigmarsson, GKG . 239 Snorri Páll Ólafsson, GR .......239 Karl Haraldsson, GV.............239 Guðmundur Ingvi Einarsson, GR 239 Haukur Már Ólafsson, GKG .... 239 Jón Elvar Steindórsson, GKJ ... 240 Ámi Páll Hansson, NK ...........241 Bergur Sverrisson, GOS..........241 Ásgeir Jón Guðbjartsson, GK ... 241 Stefán Már Stefánsson, GR.......242 Davíð Viðarsson, GS ............243 Gunnar Páll Þórisson, GKG .... 243 Örlygur Helgi Grímsson, GV ... 243 Hróðmar Halldórsson, GL ........244 Gauti Grétarsson, NK ...........244 Ragnar Þór Ragnarsson, GKG .. 244 Bjami S. Sigurðsson, GSG........245 Birgir Guðjónsson, GR...........245 Gunnar Þór Ásgeirsson, GS .... 246 Ólafur B. Loftsson, NK...........246 Konur Þórdís Geirsdóttir, GK..........235 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR .. 240 Karlotta Einarsdóttir, GKJ......246 Anna Lísa Jóhannsdóttir, GR ... 250 Tinna Jóhannsdóttir, GK.........251 Katrín Dögg Hilmarsdóttir, GKJ 253 Maria Ósk Jónsdóttir, GA .......253 Anna Jódís Sigurbergsdóttir, GK 261 Kristín Rós Kristjánsdóttir, GR . 261 Tinna Ósk Óskarsdóttir, GKG .. 261 Sólveig Ágústsdóttir, GR .......265 Snæfríður Magnúsdóttir, GKJ .. 267 Ama Rún Oddsdóttir, GH .........281 Unnur Sæmundsdóttir, GK .... 299 Kristín Sigurbergsdóttir, GK .. . 301 Heiðar Davíð Bragason, Golfklúbbnum Kili, fagnar hér sigri sínum í karlaflokki á fyrsta stigamóti Toyota-mótaraöarinnar sem fram fór á Korpúlfsstaöavelli um helgina. DV-mynd ÞÖK Fyrsta stigamót sumarsins í Toyota-mótaröðinni í golfi fór fram á Korpúlfsstaðavelli um helgina. Óhætt er að segja að aðstæður hafi verið fjölbreyttar því að á laugardag- inn var sól og logn en strekkingsvind- ur í gær þegar keppendur léku átján holur. Það kom niður á skori kepp- enda sem var langslakast á síðasta hring. Heiöar meö vallarmet Keppnin í karlaflokki var mjög spennandi, allt fram á sfðustu holur. Heiðar Davíð Bragason, úr Golf- klúbbnum Kili, byrjaði á því að setja vallarmet á fyrsta hring, lék hringinn á 66 höggum eða fimm höggum undir pari. Öm Ævar Hjartarson, Golf- klúbbi Suðurnesja, og Magnús Lárus- son úr Golfklúbbnum Kili, fylgdu honum þó fast eftir og í lok fyrri dagsins, þegar leiknar höfðu verið 36 holur, voru Heiðar Davið og öm Æv- ar efstir á 140 höggum, tveimur högg- um undir pari, og Magnús kom næst- ur á 142 högggum. Spennan var mikil á síðasta hring. Þremenningamir skiptust á að leiða en undir lokin skutust Heiðar Davíð og Magnús fram úr Emi Ævari og tryggðu sér tvö efstu sætin. Heiðar Davíð tyrggði sér tveggja högga forystu á næstsíð- ustu holu og spilaði síðan síðustu hol- una ömgglega á pari. Hann lék hring- ina þrjá á 212 höggum, einu höggi undir pari en Magnús lék' hringina þrjá á tveimur höggum meira. Öm Ævar kom síðan í þriðja sæti á 215 höggum. Öruggt hjá Þórdísi Þórdis Geirsdóttir úr Golfklúbbn- um Keili sigraði öragglega í kvenna- flokki. Hún hafði forystu allan tím- ann, lék hringina þrjá á 235 höggum, fimm höggum minna en Ragnhildur Sigurðardóttir úr Golfklúbbi Reykja- víkur. Karlotta Einarsdóttir úr Golf- klúbbnum Kili hafhaði í þriðja sæti á 246 höggum. Þórdís var ánægð með sigurinn þegar DV-Sport ræddi við hana að loknu móti. „Ég hef aldrei spilað á þessum velli áður en ég var svo sem ekkert að hugsa um það. Ég einbeitti mér bara að því að spila mitt golf og það kom mér í sjálfú sér ekki á óvart að ég skyldi vinna. Ég hef æft vel í vetur og vonandi er þetta bara það sem koma skal. Astæður voru mjög misjafnar, frábært veður í gær [á laugardaginn] en mikill vindur gerði okkur erfitt fyrir í dag [í gær]. Það sést best á skorinu sem var mjög lélegt í dag,“ sagði Þórdís Geirsdóttir. „Það var gaman að sýna öllum að ég get þetta enn þá en eins og staðan er núna er ég bara að spila fyrir sjálfa mig. Ég er víst orðin of gömul fyrir landsliðið, að mati landsliðsþjáífar- ans [Staffans Johanssons], þótt ég sé reyndar ekki sammála því. Ég get vel skilið að hann vilji byggja upp fram- tíðarlandslið en það er samt algjör óþarfi að loka á konur vegna aldurs. Hann er afstæður í golfi og ég get sagt fyrir sjálfa mig að ég er ekki að spila verr heldur en þegar ég var yngri. Með aldrinum kemur reynsla og ákveðin hugarró og það nýtist vel í golfinu. Ég er samt ekkert að velta mér upp úr þessu heldur ætla að njóta þess að spila golf í sumar. Von- andi verður framhald á þessari spila- mennsku og það verður gaman að sjá hvað gerist ef svo verður,“ sagði Þór- dís og viðurkenndi að það gætti nokk- urrar óánægju meðal kvenkylfinga með störf Johanssons. -ósk \) j lARBANKINN * -I tauilur banki % asEw i .# -V gfew • TráÚstur tianfcí 1 MJC.ERFÍ III ® BiJNAÐAi j^yrsta stigamót Toyota-mótaraöarinnar fór fram um helgina á Heiðar og Þórdís unnu * *. ,< 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.