Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 22
-4, 38 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 Sport DV i jfgjssgjpl^ Veiðiáhugamaðurinn Kristihn Kfistinssön Kíkir éftir laxi vtð Pörufösí, rí Laxá H Kjós fyrir nokkrum dögum en ekki er miktö vatn t ánni þessa cfagat etns og sést A rnyndihni. f-tVj>a& fer vpnandi.at :-.;*aýrv .1, fféfta a aitra næstu dögum. t&Vtmynd «en<ie "• Laxveiöin byrjar fyrir alvöru á laugardaginn þegar laxveiöiárnar verða opnaðar: Lannn en komnn fyrir neðan Laxfossim Það eru ekki nema sex dagar þangað til fyrstu laxveiðiárnar verða opnaðar fyrir veiðimönnum sem bíða spenntir eftir að veiðiskapurinn byrji fyrir alvöru. Lax hefur sést í Norðurá í Borgarfirði á nokkrum stööum og veiðimenn sem kíktu í Laxá í Kjós sögðust hafa séð þar laxa. Veiðin gæti byrjað vel, skilyrði eru góð, allavega enn þá, fiskurinn er á leiðinni eða kominn á svæðið. „Ég býst ekki við mikilli veiði í sumar en þetta gæti kannski orðið betra en í fyrra. Við við fáum ekki þessi miklu aflasumur eins og voru héma áður fyrr,“ sagði Þórarinn Sigþórsson er við spurðum hann um stöðuna í laxveiðinni, núna þegar 6 dagar eru þangað til fyrstu laxveiðiámar verða opnaðar fyrir veiðimönnum á þessu sumri. „Laxinum hefur fækkað verulega og fyrir nokkrum árum voru þessar veislur,“ sagði Þórarinn enn fremur. Straumamir verða líka opnaðir 1. júní og þar gætu veiðimenn lent í fjöri á fyrstu klukkutímunum sem veiða má. Mjög góö veiði Mjög góð veiði hefur verið á svæðinu fyrir neðan Mótel Venus í Borgarfirði og veiðimenn verið að fá rígvænar bleikjur og urriða. „Það hefur verið að veiðast hörkusjóhirtingur á svæðinu og margir verið að fá fina veiði," sagöi okkar maður sem var kominn með nokkra fiska. Nemendur Heiðar- sköla í Leirársveit voru á veiðislóðum við Mótel Venus um daginn og fengust nokkrir fiskar. Veðimenn hafa eitthvað verið að reyna í Hópinu og sumir fengið ágæta veiði, einn var þar fyrir skömmu og veiddi fimm faliega fiska. Bleikjan virðist vera snemma á ferðinni og í Hvolsá og Staðarhólsá hafa veiðst um 30 silungar í vorveiðinni. Veiðimenn sem vom þar fyrir fáum dögum sáu mikið af fiski og veiddu vel. Þetta voru allt bleikjur sem vora að gefa sig hjá veiðimönnunum. -G.Bender Veiðimolar Eiríkur Eiríksson. Senn liöur að útkomu Stangaveiði- handbókar- innar frá Skerplu sem allir veiði- áhugamenn bíða spenntir eftir. Eirikur Eiríksson rit- höfundur hef- ur setið sveitt- ur við skriftir og vonast til að klára bókina fljótlega. Þaö styttist heldur betur biðin eftir að laxveiðin byrji fyrir alvöru hjá Iaxveiðimönnum. Á laugardaginn verða fyrstu ámar opnaðar og marg- ir munu fylgjast með fyrstu löxunum sem koma á land í opnun veiðiánna. Áhyggjur veiöimanna þessa dagana liggja í vatnsleysinu sem virðist vera allsráðandi á landinu og þá mest á því vestanverðu. Sumar veiðiámar era hreinlega að þoma upp. Breiódalsá i Breiödal hefur gefið um 180 bleikjur og eru þær stærstu um 4 pund. Eftir að hlýna tók gaf bleikjan sig meira neðarlega í ánni og veiðimenn hafa fengið fina veiði á köflum. Gamla veióihúsiö við Langá á Mýr- um, ensku húsin, eru notuö sem hót- el fyrir ferðmenn. En i húsinu er svo sannarlega hægt að komast í veiði- stuð en þar er að finna eldgamla sögu hússins. Þama er gamlar ljósmyndir og laxar sem hafa veiðst í ánni og verið stoppaðir upp. Myndimar em síðan um og eftir 1900. Góð veiöi hefur verið í Minnivalla- iæk og veiðimenn sem vom þar fyrir skömmu veiddu vel. Þeir fengu 11 fiska og var sá stærsti 8 pund. Veiði- maður sem var að veiða í læknum fékk vel vænan fisk í Djúphylnum sem hann sagði verða kringum 15 pundin. Á ailra næstu dögum verður vígt nýtt veiðihús við Minnivallalæk. Núna eftir helgi kemur út hjá Rit og Rækt Veiðisumarið sem er dreift frítt til veiði- manna á öll- um aldri. Meðal efhis í blaðinu er viðtal við fluguhnýtar- ann góðkunna Gylfa Krist- jánsson á Ak- ureyri, grein um Hörðu- dalsá í Dölum og mikill fróðleikur frá Veiðimála- stofnun. Gylfi Kristjánsson -G.Bender Þingvallavatn kemur vel undan vetri þetta áriö: Margir stórir urriðar veiðast í vatninu „Það var ansi skemmtilegt að veiða þennan væna urriða i vatninu 2 en fiskurinn var 12 pund og hann tók Rappla," sagði Þórarinn Sig- þórsson tannlæknir en hann hefur mest haldið sig við laxinn með góð- um árangri. „Ég hef ekki veitt silung síöan ég var lítill svo það var rosalega gam- an að veiða þennan fisk. Ég veiddi fiskinn út af Amarfelli og baráttan stóð yfir í 10 til 15 mínútur," sagði Þórarinn glaðbeittur eftir veiðitúr- inn. Mjög góð veiði hefur verið í Þing- vallavatni og veiðimenn verið að fá mjög góða veiði og væna fiska. „Það var gaman að leika sér þama með fluguna og fiskurinn er verulega vænn,“ sagði veiðimaður- inn sem hefur veitt mikiö í Þing- vallavatni. Annar veiðimaður lenti í finni veiði i vatninu fyrir fáum dögum og veiddi þá þrjá boltafiska en missti þann fjórða. Tíðarfarið hefur verið gott, fisk- urinn kemur vel undan vetri og veiðimenn eru fyrir löngu byrjaðir aö berja vatnið. Enda gefur stóri fiskurinn sig vel í vatninu um þessar mundir. -G.Bender Það hefur verið mikið fjör á Þingvöllum siðustu daga og vænar bleikjur komið á land. Við höfum veiðileyfin handa þér Bjarnafjarðará, Blanda, Brynjudalsá, Eldvatn, Eystri Rangá, Ferjukotseyrar, Galtalækur, Grenlækur sv. 3, Hafralónsá, Kráká, Langadalsá, Laugardalsá, Laxá í Aðaldal - Árbót, Múlatorfa og Staðartorfa, Laxá á Ásum, Litlá, Miðfjarðará, Sog - Tannastaðatangi og Þrastarlundur, Svartá, Straumarnir, Tungufljót, Vatnasvæði Lýsu, Vesturbakki Hólsár, Ytri Rangá o.fl. STANGVEIÐIFELAGIÐ Vatnsendabletti 181 203 Kópavogi Sími 557 6100 lax-a@lax-a.is www.lax-a.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.