Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 1.ÁGÚST2003
Unglingalandsmót UMFÍ sett í kvöld
VERSLUNARMANNAHELGI:
Unglingalandsmót UMFl verð-
ur sett á íþróttasvæðinu á Torf-
nesi, (safirði, í kvöld. Meðal
gesta á setningarhátíðinni
veröa forseti Islands, hr. Ólafur
Ragnar Grímsson, og Sturla
Böðvarsson, samgönguráð-
herra og staðgengill mennta-
málaráðherra.
Björn B. Jónsson, formaður
UMFl, mun setja mótið og því
næst verða flutt stutt ávörþ og
sýnd skemmtiatriði. Unglinga-
landsmótið er núna haldið í
sjötta skiþti frá árinu 1992, en
þá var það haldið á Dalvík. Árið
2000 var gerð áherslubreyting
á unglingalandsmótinu. Frá
upphafi unglingalandsmóta,
frá því að vera nánast ein-
göngu íþróttakeþþni fyrir að-
ildarfélög UMFl, hefur ung-
lingalandsmótið þróast út í að
vera ein stærsta skipulagða
fjölskylduhátíðin sem haldin er
um verslunarmannahelgina á
hverju ári.
LANDSMÓT: Það ríkir ávallt mikil
eftirvænting þegar landsmótið er
sett. Forseti Islands verður
viðstaddur athöfnina f kvöld.
Framlengja
LEIGUFLUG: Air Atlanta hefur
framlengt samning sinn við flug-
félagið Southern Winds í Buenos
Aires í Argentínu. Viðaukinn felst í
því að leigja Southern Winds
áfram tvær Boeing 767 breiðþot-
ur ásamt viðhaldi, áhöfnum til
janúar 2004. Verðmæti þessa
samnings er um fjórar milljónir
dollara. Vélarnar munu fljúga frá
Buenos Aires til Madrid og Miami.
Mannabeinin sem fundustá Vitastíg:
Beinin væntan-
lega úr fornum
kirkjugarði
Kennslanefnd ríkislögreglu-
stjóra hefur, að beiðni lögreglu-
stjórans í Reykjavík, lokið at-
hugun á þremur mannabeinum
sem fundust undir þakklæðn-
ingu á íbúðarhúsi á Vitastíg í
Reykjavík þegar unnið var að
endurbótum á húsinu í maí
síðastliðnum.
Nefndin byggir niðurstöður sínar
á skýrslu Hildar Gestsdóttur,
beinafræðings sem rannsakaði
beinin á vegum Þjóðminjasafns ís-
lands. Beinin þrjú eru hægri sköfl-
ungur, vinstri lærleggur og hægri
upparmleggur af tveimur, jafnvel
þremur, fúllvöxnum einstaklingum
sem ætla má að grafnir hafl verið á
sama stað.
Merki eru á öllum bein-
unum um bruna- eða
sótskemmdir eftir að
þau komu úr jörðu.
Mælingar á armlegg þykja benda
til þess að beinið sé af konu sem var
um 150 sentímetrar á hæð en lær-
leggurinn af konu sem hefur verið
um 162 sentímetrar á hæð. Mæl-
ingar á sköflungi eru túlkaðar svo
að líkamshæð hafi verið 155 til 160
sentímetrar en kyn var ekki ekki
greint. Mismunur á lengd armleggs
og lærleggs þykir styðja þá ályktun
að þau geti verið hvort úr sínum
einstaklingi. Samkvæmt upplýs-
ingum frá ríkislögreglustjóra eru
merki á öllum beinunum um
bruna- eða sótskemmdir, eftir að
þau komu úr jörðu, en án þess að
séð verði að reynt hafi verið að
kveikjá í þeim. í Ijós kom að vökva
hafði verið skvett á beinin til að
slökkva eld.
Úr fornum kirkjugarði
I umfjöllun fjölmiðla á sínum tíma
kom fram sú tilgáta að beinin gætu
verið úr kirkjugarðinum í Hafijarðar-
ey í Haffirði. Af því tilefhi voru þau
borin saman við nokkur bein sem
Jón Steffensen og Kristján Eldjám
grófu upp úr þeim garði árið 1947 og
varðveitt eru á Þjóðminjasafhinu. Af
þeim samanburði þykir mjög ólíklegt
að beinin sem fundust á Vitasn'g séu
úr ktrkjugarðinum í Haffjarðarey en
þar voru grafir teknar í sand. Á sam-
anburðarbeinum eru ekki fór eftir
rætur eða leifar róta eins og sjást á
beinunum þremur. Ekki hefur verið
kveðið upp úr um aldur beinanna
sem fundust á Vitastíg en lfldegt þyk-
ir að þau séu úr fomum kirkjugarði
og teljist til fomminja. Samkvæmt
þjóðminjalögum em fomgripir laus-
ar fomminjar, einstakir hlutir, hund-
rað ára og eldri. Allt sem fellur undir
ákvæði 18. greinar laganna, þar á
meðal líkamsleifar manna, skal varð-
veitt á Þjóðminjasafni íslands eða
hlutaðeigandi byggða- eða minja-
safni. -EKÁ
Neista á Hofsósi bætist óvæntur liðsauki:
Baltasar aftur
í fótboltann
Viðvaranir Bandaríkjastjórnar óljósar
Neista á Hofsósi barst óvæntur
liðsauki á dögunum þegar leik-
arinn og leikstjórinn góðkunni,
Baltasar Kormákur, fór að mæta
á æfingar hjá liðinu.
Baltasar var þar með að rifja upp
góða takta frá því hann lék síðast
með Breiðabliki í 3. flokki sumarið
1981.
„Þetta er geysilega skemmtilegt.
Ég fékk þó no.kkra strengi eftir
fýrstu æfingarnar, enda hefur mað-
ur ekki notað þessa vöðva lengi,“
sagði Baltasar í samtali við DV. Til
stóð að Baltasar yrði með í sigur-
leiknum á tnóti Snerti frá Kópaskeri
á dögunum en því miður var ekki
nuiö aö ganga trá téla
Kappinn þykir hafa
sýnt góða takta á
æfingum
skiptunum.
Samkvæmt ömggum heimildum
DV er Baltasar hins vegar orðinn
löglegur leikmaður Neista og náðu
félagaskiptin fram að ganga þann
FOTBOLTAMtNN: Baltasar Kormákur ásamt Magnúsi G. Jóhannessyni, fyrirliða Neista, og
Dusko Dimitrivich þjálfara. DV-mynd Þórhallur
29. júlí sl. Kappinn þykir hafa sýnt
góða takta á æfmgum og þykir vel
brúklegur í 3. deildinni.
Baltasar hefur dvalið í sumar
ásamt fjölskyldu sinni á ættaróðal-
inu Hofi, sem er við bæjardyr Hofs-
óss. Hestamennskan hefur löngum
verið eitt mesta áhugamál
Baltasars og mun hann margsinnis
hafa riðið fram hjá fótboltavellin-
um í sumar og séð þar Neistamenn
á æfingum. Sjálfur sagði hann að
það hefði kitlað sig enda orðið
tímabært að hreyfa sig. Neista-
menn fagna nýjum liðsmanni. Þeir
munu hafa gantast með að Baltasar
væri líklega að leita uppi leikara í
næstu bíómynd enda hafa nokkrir í
liðinu >stigið á fjalirnar við góðar
undirtéktir.
--3-
Guðjón Arngrfmsson, upplýsinga-
fulltrúi Flugleiða, segir að viðvar-
anir Bandaríkjastjórnar um hugs-
anleg flugrán og hryðjuverkaárásir í
líkingu við þær sem gerðar voru 11.
september 2001 séu nokkuð óljós-
ar. Hann segir að svo virðist sem
Bandaríkjamenn hafi mestar
áhyggjur af flugfarþegum sem
hyggjast fljúga um Bandaríkin með
millilendingu þar. Guðjón segir
hins vegar erfitt fyrir flugfélögin
sjálf að bregðast við siíkum viðvör-
unum - öryggiseftirlit sé í höndum
flugvallaryfirvalda og flugmála-
stjórnar á hverjum stað.
Viðvarimar em byggðar á yfir-
heyrslum yfir föngum á vegum al-
Qaeda og hlerunum. Hingað til hef-
ur ekkert orðið úr þeim árásum
sem taldar hafa verið yfirvofandi.
Bandarflcjastjórn hefur ekki talið
þörf á að hækka viðvömnarstig í
Bandaríkjunum vegna málsins.
mmm ?
Norðan 3 8
'eðrið ámorgun sssv„
©JO
A A
' -
norðan- og auítanlands en I
Sólarlag í
kvöld
Rvík 22.33
Ak. 22.36
Sólarupprás á
morgun
Rvík 04.36
Ak. 04.01
Síðdegisflóð
Rvík 20.41
Ak. 12.58
Árdegisflóð
Rvík 09.06
Ak.01.14
ða12
Veðriðídag
Veörið kl. 61 morgun
Akureyri skýjað 12
Reykjavík skýjað 10
Bolungarvík rigning 11
Egilsstaðir þokumóða 10
Stórhöfði rigning 12
Kaupmannah. Ósló skúr 18
Stokkhólmur 23
Þórshöfn skúr 13
London rigning 16
Barcelona léttskýjað 25
NewYork rigning 20
París léttskýjað 24
Winnipeg léttskýjað 15