Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2003, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2003, Qupperneq 16
16 DVHELGARBLAÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST2003 DvHelgarblað Umsjón: Snæfríður Ingadóttir og Finnur Vilhjálmsson Netfang: snaeja@dv.is / fin@dv.is Sími: 550 5891 Pútter Ragnhildur íslandsmeistarinn Ragnhiidur Sigurðardóttirsegirfrá golfferlinum og fleiru. Ást á útihátíð Er verslunarmannahelgin rómantískasta helgi ársinsfMargirfinnasér allavegna maka um þessa helgi. Brynjartil Forest Skrifaði undir eins árs samning við eitt af toppliðum ensku i. deildarinnar í gær. Bls. 20 Bls. 28 Bls. 59 Hugsjónirog hátíðin vestra Ein af hátíðunum sem haldnar eru um verslunarmannahelgina er unglinga- landsmót Ungmennafélags fslands vest- ur á fsafirði. Búast má við rúmlega þús- und keppendum til leiks en mótsgestir verða stórum fleiri. Björn Bjarndal Jóns- son er formaður UMFÍ. „Að minni hyggju eru það margir samverk- andi þættir sem valda því að svo ágætur hljómgrunnur er fyrir unglingalandsmóti. Fyrir fáum árum hefði þótt fjarstæðukennt að efna til svona hátíðar um verslunar- mannahelgi. Þeirra viðhorfa gætir alls ekki nú,“ segir Björn f viðtali við DV. Hann kveðst f inna til þakklætis til UMFÍ vegna þessa - það er að félagið sé tilbúið að segja sukkinu sem hefur fylgt þessari helgi stríð á hendur. „Gildi ungmennafélagshreyfingarinnar koma hér vel fram. Við boðum að hornsteinn þjóðfélagsins sé íjölskyldan. Það er hollt að taka þátt í heilbrigðum leik, hvort sem það er í íþróttum eða öðrum tómstundum, sér til gagns og gleði. Þessi gildi eiga svo sannarlega upp á pallborðið í dag.“ Gerir starfið eftirsóknarvert Björn segir að margt valdi því að málflutn- ingur og gildi UMFÍ nái til fólks. „Það er ekki allra að stunda íþróttir. Því er mikilvægt að hafa eitthvað handa þeim að gera sem vilja taka þátt í félagsstarf! en finna sig ekki í íþróttum. Leiklist, Iandgræðsla, skógrækt, dans, félagsmál og fleira er nokkuð sem við höfum alla tíð boðið upp á og gerir starfið eft- irsóknarverðara," segir Björn og bætir við að á landsmótinu vestra megi vel sjá fjöl- breytnina í starfi félagsins og það í hverri ein- ustu byggð landsins. „Miðað við reynslu af fyrri mótum munu á annað þúsund keppendur taka þátt í mótinu og gestir verða fimm til sjö þúsund. Lands- mót á Sauðárkróki á næsta ári verður aðra helgina í júlí. Hvað við gerum um næstu verslunarmannahelgi veit ég ekki. Margir telja að unglingalandsmót séu komin til að vera árlega og þá um þessa helgi. Það er þings UMFÍ í haust að ákveða framhaldið." Ekki á sauðskinnsskóm Allt frá því að Ungmennafélag íslands var stofnað árið 1907 hefur ræktun lýðs og lands í víðustu merkingu þeirra orða verið megin- stefið í starfi félagsins. Það hafði líka með starfi sínu og gildum mikil áhrif í sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar. Björn segir að þetta meginmarkmið í starfinu sé áfram hið sama. „En við göngum ekki lengur í sauðskinns- skóm frekar en aðrir. Félagið hefur náð að aðlaga sig breytingum í þjóðfélaginu. Flestir þekkja hugsjónastarf í skógrækt. Það tók langan tíma að sanna fyrir þjóðinni að hægt væri að endurheimta skóga Islands en það tókst. f dag erum við með nokkur baráttumál - eins og að fá sem flesta til að hreyfa sig í lengri sem styttri gönguferðum - bæta heils- una og kynnast náttúru landsins betur f leið- inni.“ Björn segist hugsjónamaður og hugsjónir gildi í mörgum þáttum innan starfs ung- mennafélaga. Aukin samvera fjölskyldunnar sé sér kært mál og nokkuð sem ungmennafé- lögin vinni að með margvíslegu móti. BARÁTTUMAÐURINN: „Það er ekki allra að stunda íþróttir. Því er mikilvægt að hafa eitthvað handa þeim að gera sem vilja taka þátt í félagsstarfi en flnna sig ekki í íþróttum," segir Björn Bjarndal Jónsson. DV- mynd:Teitur Mikil uppbygging „Hver og einn íslendingur á að vera sér meðvitandi um uppruna sinn og hafa það að markmiði að vinna landi sínu og þjóð gagn,“ segir Bjöm. Spurður segir hann ekki auðvelt að svara því hvort ungmennafélagshreyfing- in hafi nú sambærilegt hlutverk og í fullveld- isbaráttunni á sínum tíma. Hann segir UMFÍ hafa reynt að berjast gegn fólksflótta af landsbyggðinni og gert sitthvað í þeim efnum. „Þar sem landsmót UMFÍ hafa verið haldin hefur orðið mikil uppbygging sem ella hefði ekki orðið. Þá höfum við opnað þjónustumiðstöðvar hring- inn í kringum landið og eiga þær að styrkja æskulýðsstarf á landsbyggðinni. Þá vinnum við gegn vímuefnum en besta forvörnin er vitaskuld gott fjölskyldulíf og öflugt æsku- lýðsstarf." Breiddin er einkenni Verulegur eðlismunur er, að mati Björns, á starfi ungmennafélaganna og íþróttasam- taka eins og til dæmis KSÍ, HSÍ og slíkra sam- taka. „Breiddin í starfl ungmennafélaganna er einkenni hennar, hvort heldur litið er til starfsins sjálfs eða aldurs þátttakenda. Hug- sjónin gerir ekki ráð fyrir að nokkur verði of gamall fyrir holla hreyfingu eða til að stunda félagsstarf. Við erum og viljum vera í grasrót- arstarfi og sinnum afreksíþróttum þar af leiðandi lítið. Það er hlutverk sérsambanda og ÍSÍ að sinna þeim málum," segir Björn. Á seinni árum hefur talsvert verið rætt um að peningarnir séu að ná öllum tökum á íþróttunum. Björn segir það í góðu lagi að greiða íþróttafólki laun en innistæðan þurfi þá að vera fyrir hendi. Því miður hafi grasrót- arstarf liðið fyrir að drjúgur hluti af tekjum íþróttafélaga hefur farið til þeirra sem komn- ir eru í meistaraflokk og f kostnað við þjálfun þeirra. „Þetta er sem betur fer að lagast. For- svarsmenn félaga gera sér nú betur grein fyr- ir því að íslenski markaðurinn er ekki svo stór að hann þoli þetta." Jöfn tækifæri Sjálfboðastarf innan UMFÍ hefur og alltaf verið mikið og segir Björn að ef greiða ætti laun fyrir það sjálfboðastarf sem unnið er innan félagsins yrðu tekjur að aukast um einn til tvo milljarða. „Það gengur ekki upp og því er vonandi að sjálfboðastarfið haldi áfram af fullum krafti enda er það þar sem ungmennafélagshug- sjónin nýtur sín hvað best,“ segir hann og telur almenningsíþróttirnar sérlega mikil- vægar í því sambandi. „Við leggjum áherslu á að almenningur taki þátt í hollri hreyfingu. Það skiptir ekki öllu máli hjá okkur að hafa óteljandi sigur- vegara. Meginmálið er að allir séu með og hafi jöfn tækifæri til þátttöku." sigbogi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.