Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2003, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST2003 ÖV HÉLGARBLAb 21
BÍLNÚMER RAGNHILDAR: Ragnhildur keyrir um á jeppa frá Toyota með þessu glæsilega einkanúmeri en Toyota hefur stutt vel við bakið á
henni. „Golfklúbburinn minn á einnig miklar þakkir skildar," segir Ragnhildur.
sinni, hvert á sínu sviði: Ragnhildur
í golfinu, Einar í enduro-þolakstri
og Sigurður og Sölvi í hestaíþrótt-
um. „Árið 1998 urðum við þrjú af
fjórum Islandsmeistarar sama árið,
hvert á sínu sviði. Ég og Siggi bróð-
ir fengum svo viðurkenningu í lok
ársins sem íþróttamenn í okkar
íþróttagreinum, það var dásamleg
tiifinning," segir Ragnhildur og
heldur áfram: „Foreldrar okkar
vildu að við stæðum okkur vel í öllu
því sem við tækjum okkur fyrir
hendur og alltaf þegar við fórum að
heiman, sama hvert það var, þá
sagði pabbi: „Og verið okkur nú til
sóma.“ Við þorðum náttúrlega ekki
„Það er ekki auðvelt að
vera í keppnisgolfi með
lítil börn. Mamma átti
mjög stóran þátt í þeim
árangri sem ég hefnáð
gegnum tíðina, hvort
sem það voru störfkylf-
usveinsins eða barna-
píunnar."
annað," segir Ragnhildur kímin.
Það er þó ekki bara metnaður og
keppnisskap sem Ragnhildur tekur
með sér á völlinn heldur er ekki
laust við að hún sé örlítið hjátrúar-
full þegar kemur að velgengninni.
„Eg var t.d. lengi með lukku-
bangsa en svo hætti hann að virka
þannig að ég lagði honum. Á lands-
mótinu var ég með hárteygju sem
Berglind Björnsdóttir framtíðar-
meistari hafði lánað mér. Ég var
með hana allt landsmótið og hún
greinilega virkaði," segir Ragnhild-
ur og brosir. Hún segir að móðir
sín, sem lést fyrir þremur árum, sé
heldur aldrei langt undan. „Hún
var með mér í Eyjum, það er enginn
vafi. Áður en ég fór að sofa kvöldið
fyrir vallarmetið flugu í gegnum
hugann allar stundirnar sem hún
hafði staðið sem klettur við hlið
mér og ég vorkenndi sjálfri mér og
óskaði þess að ég hefði hana hjá
mér. Svo mætti hún bara og togaði
í ósýnilega spotta," segir Ragnhild-
ur og bætir við að hún hafi farið
„Þegar ég var 16 ára
gat ég valið hvort ég
yrði íslenskur eða ensk-
ur ríkisborgari og að
sjálfsögðu valdi ég
rétt"
með golfkúlu að leiði móður sinnar
áður en hún fór til Eyja - svo vissu-
lega sé hún hjátrúarfull. Það er
greinilegt að það var kært á milli
þeirra mæðgna og segir Ragnhildur
að móðir sín hafi verið ótrúleg
manneskja sem tók annarra þarfir
endalaust fram yfir sínar eigin og
sinnti þeim. „Það er ekki auðvelt að
vera í keppnisgolfi með lítil börn.
Mamma átti mjög stóran þátt í
þeim árangri sem ég hef náð gegn-
um tíðina, hvort sem það voru störf
kylfusveinsins eða barnapíunnar."
Golf fyriralla
Að sögn Ragnhildar skiptir miklu
máli að vera í góðu andlegu jafri-
vægi þegar að keppni kemur. Ef
hugurinn er við eitthvað annað en
höggið fram undan þá er voðinn
vís. Góður andlegur undirbúningur
er ekki síður mikilvægur heldur en
tækniatriði golfsveiflunnar.
„Ég hita alltaf vel upp, aðallega til
að finna út hvernig dagsformið er,
af því að maður getur ekki alltaf
gengið að því sem vísu að fá sín
bestu högg. Ef höggin eru ekki góð
getur maður reiknað með að það
gerist úti á velli og er síður að
svekkja sig, tekur því sem Guð rétt-
ir manni þann daginn og reynir að
vinna sem best úr því. Mér finnst
gott að nota hugarþjálfun og á
kvöidin þegar ég var komin upp í
rúm í Eyjum þá spilaði ég völlinn í
huganum og reyndi alltaf að slá
mín bestu högg. Það að sjá fyrir sér
og finna hvernig maður stendur á
teignum, að sjá boltann fljúga og
sjá hann lenda á brautinni gerir
það að verkum að manni finnst
maður hafa spilað völlinn oftar en
ella og það vel!“ Aðspurð um
óhöpp í golfinu segist hún reyna að
gleyma öllum óhöppum strax en
þó man hún eftir meistaramóti sem
unglingur þar sem hún fékk 14
högg á fimmtándu holu. „15-braut-
in í Grafarholtinu hefur reynst
mörgum ansi strembin, með
skurðum báðum megin og vatni
fyrir framan flötina sem óhjá-
kvæmilegt er að slá yfir vilji maður
að kúlan endi í holunni. Ég dældi
kúlum í vatnið, endaði á 14 högg-
um og uppskar þriðja sætið að
launum," segir Ragnhildur og hlær.
Maðurinn og börnin spila líka
golf, dæturnar gengu í golfklúbb-
inn Kjöl í Mosfellsbæ í vor og Þor-
varður grípur einnig til kylfunnar
en hann er með 20 í forgjöf.
„í goffinu er keppt á jafnréttis-
grundvelli; afar, ömmur, pabbar og
mömmur, börn og barnabörn leika
sér saman. Það er án efa ein af
ástæðunum fyrir þeirri sprengingu
sem hefur orðið í íþróttinni hin síð-
ustu ár, ásamt hollri útiveru og
skeinmtilegum leik,“ segir Ragn-
hildur og bætir við að þrátt fyrir að
kynjaskiptingin í íþróttinni sé mjög
óhagstæð fyrir konur þá sé greini-
lega mikiluppsveifla hjá stelpum.
Sjálf vinnur hún við það að halda
utan um stelpustarfið hjá Golf-
klúbbi Reykjavíkur. Einnig hafa
kvenkyns nemendur hennar úr Ár-
bæjarskóla sótt námskeið í sumar.
„Ég hengdi í vor upp auglýsingu í
Árbæjarskóla þar sem auglýst var
ókeypis golfnámskeið fyrir stelpur
og skráðu sig 39 stelpur úr ung-
lingadeildinni. Ég sé einstaklinga
með mikla hæfileika í þeim hópi,“
segir Ragnhildur en svo er bara að
sjá hvort þær hafa áhuga á að halda
áfram.
„Iþróttamennska er í heiðri höfð
í golfinu, á vellinum er ekki til siðs
að sýna svipbrigði eða einhverja
neikvæða hegðun gagnvart and-
stæðingnum. Kylfingar hrósa hver
öðrum og stappa stálinu hver í
annan, það er annar andi en maður
upplifir oftar en ekki á fótboltaleikj-
um þar sem er gargað og gólað á
liðsmenn, blammeringar og sví-
virðingar fá að fjúka, jafnvel frá for-
eldrum - slíkir einstaklingar ættu
að skammast sín og fengju ekki að
vera langa stund á golfvelli," segir
Ragnhildur að lokum og hristir
höfuðið. snaeja@dv.is
■ og <&££)}}§
Q vodafone i (gefuw
útvarp hátíðarinnar