Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2003, Page 31
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST2003 DV HELGARBLAÐ 35
VEIFAÐ TIL FJOLDANS: Eyjólfur veifar til aðdáenda
sem fjölmenntu til þess að sjá hann spila í síðasta sinn
í búningi Herthu.
HETJAN KVÖDD: Áhangendur hylltu Eyjólf, eða Jolly
eins og þeir kalla hann, lengi að leik loknum enda
hefur hann þjónað liðinu vel í átta ár.
EKKERT GEFIÐ EFTIR: Eyjólfur og Michael Preezt gáfu
ekkert eftir í síðasta leik sínum, eins og þessar myndir
bera með sér.
SteASTI SPRETTURINN: Félagarnir Eyjólfur og Preezt
hlaupa hér síðasta sprettinn fyrir Herthu fyrir framan
fjölda áhorfenda á Ólympíuleikvanginum f Berlín.
FAGNAÐ AF 35 ÞÚSUND ÁHORFENDUM: Um 35 þúsund áhorfendur mættu á kveðjuleik Eyjólfs Sverrissonar sem
haldinn var um síðustu helgi á Ólympfuleikvanginum í Berlín. Ákaft var fagnað þegar Eyjólfur og félagi hans,
Michael Preezt, gengu af velli f síðasta sinn en þeir hafa verið mjög góðir vinir þau átta ár sem þeir hafa leikið
saman með Herthu. Eyjólfur segir það hafa verið einstaka tilfinningu að ganga af velli f sfðasta sinn.
mörgum af bestu knattspyrnumönnum
heims. Eyjólfur segir margt standa upp úr á
ferlinum en nefnir þó nokkrar minningar
sem honum eru kærari en aðrar.
„Það er margt sem stendur upp úr. Meist-
aratitillinn með Stuttgart var t.d. mjög eftir-
minnilegur rétt eins og meistaratitillinn sem
við unnum í Tyrklandi. Svo var sérstaklega
gaman að taka þátt í meistaradeildinni með
Herthu Berlín þar sem við mættum mörgum
af bestu liðum heims. Svo man ég líka vel eft-
ir leik með Herthu þar sem við vorum að
berjast um að komast upp í efstu deild í
Þýsklandi þar sem 76 þúsund áhorfendur
horfðu á okkur sigra. Þetta eru allt ógleyman-
legar stundir,“ segir Eyjólfur sem segist eiga
góðar minningar með hverju liðið fyrir sig.
„Svo var gaman þegar landsliðið var að
spila við Frakkana þar sem við náðum aldeil-
is að stríða þessu stjörnum prýdda liði þeirra.
Svo á maður líka góðar minningar með
Tindastóli, t.d. þegar við slógum KR út úr bik-
arnum. Það eru nokkur svona augnablik þar
sem maður fær beinlínis gæsahúð af því að
hugsa til baka. En svo eru líka leikir sem fóru
illa og maður á heldur aldrei eftir að gleyma.
Eins og 6-0 tapið á móti Dönum sem var
minn síðasti landsleikur. Það er nokkuð sem
gleymist ekki heldur. En maður verður auð-
vitað að kunna að tapa líka og það er alveg
jafnmikill hluti af þessu,“ segir Eyjólfur og
brosir út í annað.
Þegar hann er inntur eftir því hvaða leik-
mönnum og þjálfurum hann muni helst eftir
þarf hann ekki langan umhugsunarfrest og
svarar um hæl: „Michael Preezt er sá sam-
herji sem ég hef hvað mestar mætur á. Við
spiluðum saman kveðjuleik fyrir Herthu um
síðustu helgi og við höfum verið mjög góðir
vinir þau átta ár sem við vorum saman hjá í
Berlín, innan vallar sem utan. Svo hef ég líka
sterkar taugar til þjálfara eins og Christops
Daums sem hefur komið mikið við sögu á at-
vinnumannsferli mínum. Svo er Bjarni Jó-
hannsson líka eftirminnilegur en hann er sá
maður sem fékk mig til þess að halda áfram
að spila fótbolta þegar ég var að hugsa um að
skipta yfir í körfuna á sínum tíma. Svo hafa
bræður mínir líka haft mikil áhrif á mig,“ seg-
ir Eyjólfur.
„Hvað mótherjana varðar get ég nefnt
mjög marga. Franska landsliðið var náttúr-
lega erfitt en svo man ég líka vel eftir því þeg-
ar við í Herthu spiluðum við Barcelona og AC
Milan þar sem maður mætti stórstjörnum á
borð við Maldini og Figo. Svo eru margir í
þýsku deildinni sem hafa verið erfíðir, eins og
Elber sem er martröð hvers varnarmanns."
Vantar einn leik upp á
Eins og kunnugt er eru laun atvinnumanna
á borð við Eyjólf Sverrisson í hærri kantinum
miðað við það sem gengur og gerist. Þegar
Eyjólfur er spurður út í þann þátt atvinnu-
mennskunnar segist hann hafa komið sér vel
fyrir og hugsað fram í tímann.
„Ég er búinn að vera í þessu lengi og hef
haft vit á því að hugsa fram í tímann. Ég er
búinn að koma mér vel fyrir og hef ekki yfir
neinu að kvarta. Það er staðreynd að menn fá
vel borgað í atvinnumennskunni en það er
ekkert sem varir að eilífu og menn verða að
huga að því eins og öðru og halda rétt á spöð-
unum,“ segir Eyjólfur, en sögumar herma að
hann hafi gert nokkrar arðbærar íjárfestingar
úti í Þýskalandi, m.a. fyrir tilstuðlan Dieters
Hoeness sem þjálfaði hann bæði hjá Stutt-
gart og Herthu Berlín.
„Ég hef þekkt Dieter frá því í Stuttgart og
við emm miklir mátar. Það er svo sem ekkert
Ieyndarmál að við vomm saman í ákveðnu
fjárfestingardæmi á sínum tíma en við erum
engir viðskiptafélagar, ef þannig mætti að
orði komast. Hann var mér ótrúlega hjálpleg-
ur, sérstaklega þegar ég kom fyrst til Þýska-
lands og vissi lítið um það hvert ég ætti að
snúa mér. Þá er eðlilegt að maður spyrji þá
sem em í kringum sig og hafa vit á hlutunum
þannig að það lá beint við að ég leitaði til
hans, líkt og Ásgeir Sigurvinsson gerði á
sínum tíma. Dieter er toppmaður sem hefur
alla tíð verið mér mjög góður," segir Eyjólíúr
og hefur ekki fleiri orð um það.
Að lokum lék blaðamanni DV forvitni á að
vita hvort ekki væri mögulegt að Eyjólfur
myndi leika eins og einn leik með sínum
gömlu félögum í Tindastóli á Sauðárkróki
áður en hann legði skóna endanlega á hill-
una.
„Ég útiloka ekkert. Ég held alveg örugglega
að ég sé búinn að spila 99 leiki fyrir Tindastól
um ævina þannig að það vantar eiginlega
bara einn upp á til þess að fullkomna þetta.
Það gæti því alveg gerst að ég spilaði hundr-
aðasta leikinn fyrir Tindastól einhvem tíma.
Maður verður bara að sjá til og athuga hvort
maður fær tækifæri til þess.“ agust@dv.is