Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2003, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2003, Blaðsíða 55
4 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST2003 DVSPORT 59 Sigurður Örn hættur KNATTSPYRNA: Varnarmað urinn sterki Sigurður Örn Jóns- son hjá KR hefur lagt skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Sigurður Örn meiddist illa á hné síðla árs 2000 og hefur ekki spilað með KR-liðinu síðan þrátt fyrir stífa endurhæfingu frá því að hann meiddist. Sigurður Örn á að baki 99 deildarleiki með KR og skoraði hann í þeim tvö mörk. Hann hefur leikið 7 A-landsleiki, þann síðasta gegn Tékkum í Teplice 7. október 2000. Sigurður Örn varð tvívegis (s- landsmeistari með KR, árin 1999 og 2000, og var talinn vera með betri varnarmönnum á Islandi áður en hann meidd- istá hné. HÆTTUR: Sigurður Örn Jónsson hefur lagt skóna á hilluna. Litháar til Hauka HANDKNATTLEIKUR: Kvennalið Hauka í handknatt- leik hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi tímabil. Þær heita Ramune Pekarskyte, sem er rétthent skytta, og markvörðurinn Kristina Mat- uzeviéiúte. Forráðamenn liðs- ins vænta mikils af stúlkunum tveimur. Hamann frá fram í nóvember KNATTSPYRNA: Þýski miðjumaðurinn Dietmar Hamann leikur ekki með Liverpool fyrr en í nóvember eftir að meiðsli í legg tóku sig upp á æfingu. Hann var skorinn upp í Þýskalandi í fyrrakvöld en áður hafði hann verið skorinn upp fyrr í sumar. MEIDDUR: Dietmar Hamann verður frá fram í nóvember. Brynjar til Forest Skrífaði undir eins árs samning við enska 1. deiidar liðið Nottingham Forest í gær v- Eins og kom fram í DV í gær skrifaði knattspyrnumaðurinn Brynjar Gunnarsson undir samning við enska 1. deildar liðið Nottingham Forest í gær. Brynjar var einnig með tilboð frá sænska úrvalsdeildarliðinu AIK en ákvað að taka tilboði Nottingham Forest eftir að hafa fengið bæði tilboðin í hendurn- ar. Brynjar var til reynslu hjá Nott- ingham Forest í síðustu viku, spil- aði með því hluta úr tveimur æf- ingaleikjum og þótti standa sig vel. Hann sagði í samtali við DV Sport i gær að honum litist vel á fé- lagið. „Þetta er stórt félag með mikla hefð og ég held að ég móðgi engan þó að ég segi að það séu meiri möguleikar til að vera í toppbarátt- unni með þessu liði en mínu gamla félagi Stoke,“ sagði Brynjar. Sáttur við samninginn Samningur Brynjars er til eins árs og sagðist hann vera sáttur við hann. „Þar á bæ eiga menn ýmislegt ólært í mann- legum samskiptum og mér fannst á stundum framkoma þeirra í minn garð vera langt frá því að vera eðlileg." „Ég held að ég geti ekki verið annað en sáttur. Markaðurinn er erfiður þessa dagana og flestöll lið eru að draga saman seglin í launa- útgjöldum. Ég fékk fínan samning og vonast eftir að ná að endur- gjalda traustið," sagði Brynjar. Aðspurður sagði Brynjar að knattspyrnustjóri Nottingham For- est, Paul Hart, myndi láta hann spila sem varnartengilið eða mið- vörð. „Báðar þessar stöður henta mér mjög vel. Ég fer á mína fyrstu æf- ingu 'á morgun (innsk. blm. f dagj „Ég held að ég geti ekki verið annað en sáttur. Markaðurinn er erfiður þessa dagana og flest- öll lið eru að draga saman seglin í launaút- gjöldum." og sfðasti æflngaleikurinn áður en deildin hefst er á laugardaginn. Það er því naumur tími til stefnu. Ég er hins vegar í góðu formi og hlakka mikið til tímabilsins." Brynjar sagðist ekki bera neinn kala til Stoke þrátt fyrir að vist hans hjá félaginu hefði ekki endað á skemmtilegan hátt. Léleg mannleg samskipti „Ég ber engan kala til félagsins. Ég átti mjög góð ár þar og átti alltaf góð samskipti við þjálfara liðsins, hvort heldur sem það var Guðjón eða aðrir. Það er hins vegar hægt að segja annað um samskipti mín og stjómarinnar. Þar á bæ eiga menn ýmislegt ólært f mannlegum sam- skiptum og mér fannst á stundum framkoma þeirra í minn garð vera langt frá því að vera eðlileg. Ég var einn af reynslumestu mönnum liðsins en þeir komu fram við mig eins og hvern annan skít. Svona hefúr þetta alltaf verið og sýnir kannski að það sem gekk á þegar Guðjón Þórðarson hætti hjá félag- inu var ekki endilega alfarið hans sök. Þetta hefur smitast út til leik- mannanna og andinn hjá félaginu er ekkert sérstaklega góður," sagði Brynjar. oskar@dv.is Samningaviðræður á eigin forsendum Pétur Marteinsson hefur fengið sama starfslokasamninginn tvisvar frá stjórn Stoke Stjórn Stoke rær nú öllum ár- um að því að losna við Pétur Marteinsson frá félaginu. Hann hefur ítrekað fengið þau skilaboð frá félaginu að hann hafi spila sinn síðasta leik í treyju þess jafnvel þótt hann eigi eitt ár eftir af samningi sínum við það. Stjórn Stoke gerði Pétri á dög- unum tilboð um starfslokasamn- ing sem Pétur hafnaði alfarið. I gter fékk Pétur síðan annað tilboð um starfslokasamning og sagði Pétur í samtali við DV Sport í gær að það hefði komið sér verulega á ðvart. „Ég fékk nýtt tilboð frá þeim í gær ef nýtt skyldi kalla því að það var nákvæmlega sama tilboð og þeir buðu mér fýrst. Ég þurfti ekki langan umhugsunarfrest í gær frekar en síðast og hafnaði tilboð- inu strax," sagði Pétur. Engin laun fyrir júlí Pétur sagði jafnframt að hann skildi ekki alveg þetta ferli sem væri í gangi hjá stjórn Stoke. „Ég er eini Ieikmaður liðsins sem hefur ekki fengið laun fyrir júlímánuð en forráðamenn félags- ins segja það vera vegna þess að við stöndum í samningaviðræð- um um starfslokasamning. Ég lít hins vegar ekki á þetta sem neinar samningaviðræður því þetta er al- gjörlega á þeirra forsendum. Það eru engar samningaviðræður og „Ég fékk nýtt tilboð frá þeim í gær efnýtt skyldi kalla því að það var nákvæmlega sama tilboð og þeir buðu mér fyrst." það væri ágætt að fara að fá Iaun- in sem ég hef unnið fyrir með því að mæta í vinnuna á hverjum ein- asta degi,“ sagði Pétur Marteins- son í samtali við DV Sport um miðjan dag í gær. Samningaviðræðum lokið Gunnar Þór Gíslason, stjórnar- formaður Stoke, sagði í samtali við DV Sport í gærkvöld að stjórn Stoke hefði ákveðið að slíta samn- ingaviðræðum við Pétur Mart- einsson um starfslok. „Hann verður leikmaður Stoke þar til í maí á næsta ári því að það er einsýnt að við munum ekki komast að samkomulagi," sagði Gunnar Þór. Aðspurður sagði Gunnar Þór að Pétur hefði ekki fengið laun fyrir júlímánuð þar sem samingavið- ræður um starfslok hefðu staðið yfír. Nú væru þær hins vegar á enda og því hefði verið gengið frá launum Péturs seinni partinn í gær. Gunnar Þór sagði að Pétur yrði notaður eins og aðrir leikmenn liðsins þegar knattspyrnustjórinn teldi sig hafa þörf fyrir hann. „Hann getur hins vegar metið sjálfur hvaða álit knattspyrnu- stjórinn hefur á honum miðað við það hvað hann spilaði mikið í fyrra." oskar@dv.is jr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.