Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2003, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2003, Side 2
2 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 ÖTGAFUFéLAG: Útgáfufélagið DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Örn Valdimarsson AÐALRITSTJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýslngar: auglys- ingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö og prentun: Arvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Efni blaðsins Stóraukin ásókn fjár- glæfrafyrirtækja - frétt bls. 4 Umbrot í viðskiptalífinu - frétt bls. 8 Ætlaði að kaupa sér nýjan jakka - erlent fréttaljós bls. 14 Madonna venjuleg - Helgarblað bls. 16 Hrefnukjötsuppskrift - Matur og vín bls. 24-25 Spennandi lokaumferð - DV Sport bls. 40-41 Krókódílar á grein Maður hringdi á dögunum í dýragarð í Suður-Afríku og sagði frá tveimur krókódflum á grein uppi í tré í garðinum hjá sér. Starfsmenn dýragarðsins vildu ekki kaupa þessa sögu hráa, sögðust vantrúaðir á að krókódíl- ar gætu klifrað (trjám. Þeir vildu þó hafa vaðið fyrir neðan sig og sendu fulltrúa sinn á staðinn. Sá gapti af undrun að sjá tvo lida krókódíla engjast í trjágreinun- um. Dýrin þjáðust mjög af vatns- skorti og dóu skömmu síðar þrátt fyrir lífgunartiiraunir. Ekld er vitað hvemig kvikindin komust upp í tréð en menn leiða getum að því að flðmð máltíð hafi freistað þeirra. Fyrirgefa mistök og sárindi Ræninginn gengur laus ÞINGFLOKKAFt Miðstjórn Frjálslynda flokksins fjallaði um mál Gunnars Örlygssonar á fundi á fimmtudag og tók af- stöðu til skriflegrar afsökunar- beiðni hans. (tilkynningu seg- ir: „Miðstjórn var Ijóst fyrir al- þingiskosningar sl. vor að Gunnar Örlygsson yrði að af- plána þriggja mánaða refsingu og inna af hendi sektargreiðslu sem þingmaður ef hann næði kjöri til Alþingis. Miðstjórn var einnig sammála þeirri máls- meðferð sem að Frjálslynda flokknum sneri, að Gunnar Ör- lygsson kæmi ekki til starfa á Alþingi fýrr en hans mál væru uppgerð og refsingu lokið." Og síðan segir: „Miðstjórn harmar þetta mál, en sárindi og mistök ber að fýrirgefa.“ RÁN: Lögreglan heldur áfram að reyna að upplýsa hver það var sem rændi fjármunum úr (slandsbanka í Lóuhólum síð- degis á fimmtudag. „Það er ekkert nýtt, menn eru engu nær um hver maðurinn er. Það er verið að vinna úr þeim upp- lýsingum sem voru á staðn- um,"sagði Hörður Jóhannes- son yfirlögregluþjónn við DV um miðjan dag í gær. Ekki hef- ur verið gefið upp hve miklum peningum ræninginn náði. Hann gekk inn í bankann, stökk yfir afgreiðsluborð og yfir í gjaldkerastúku sem var mannlaus. Þar hrifsaði hann peninga úr skúffu. Eftir mjög skamman tíma, langt innan við mínútu, var maðurinn kominn út aftur. Starfsmaður hljóp á eftir honum til að freista þess að stöðva för hans en án árangurs. Hörður segir að óvíst sé að hve miklu gagni myndir úr öryggisvél komi. Ræninginn hafi verið þannig útbúinn að erfitt hafi verið að bera á hann kennsl. Var hann með hettu eða húfu sem huldi andlit, annað en augu, og trefil sem hluldi neðri hluta höfuðs. Héraðsdómur Vestfjarða dæmir bræður fyrir brot gegn valdstjórninni: Bitu, slógu og skölluðu þrjá lögreglumenn Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í gær bræður á þrítugs- aldri seka um brot gegn vald- stjórninni. Bræðrunum var gef- ið að sökað hafa bitið lögreglu- mann í fingurinn, slegið til ann- ars með krepptum hnefa og handjárnum og skallað þann þriðja í andlitið. Þeir hlutu báð- ir skilorðsbundna dóma fyrir brot sín. Málsatvik voru þau að lögregla hafði í október á síðasta ári afskipti af bræðrunum þar sem þeir slógust fyrir utan skemmtistað í Bolungar- vík. Beita þurfti úðavopni til þess að skilja mennina að en þeir brugð- ust illa við afskiptum lögreglunnar og til harkalegra átaka kom er lög- regla hugðist færa mennina í járn. Þá var meðal annars slegið til lög- reglumannanna, ýmist með krepptum hnefa eða handjárnum sem fest höfðu verið við úlnlið ann- Mönnunum var gefið að sök að hafa bitið lögreglumann í fingur- inn, slegið til annars með krepptum hnefa og handjárnum og skallað þann þriðja í andlitið. ars mannsins. Lögreglumönnun- um tókst að forðast öll höggin nema eitt en þeir kölluðu síðan eft- ir aðstoð frá kollegum sínum á Isa- ftrði. í öllum þessum hamagangi LENDA OFTIHÆTTU: Starf lögreglumanna getur á stundum verið haettulegt eins og fram kemur í meðfylgjandi frétt. Þessi mynd tengist ekki því máli en sýnir lögregluna að störfum. komst annar bræðranna svo undan en tveir lögreglumenn veittu hon- um eftirför á meðan sá þriðji ók með hinn bróðurinn á brott. Hon- um tókst hins vegar að komast út úr lögreglubifreiðinni og þegar lög- reglumaðurinn reyndi að þvinga hann aftur inn í bílinn skallaði hann lögreglumanninn í andlitið. Sá sem komist hafði undan var handtekinn stuttu síðar og færður á lögreglustöð. í dómi héraðsdóms Vestfjarða kemur fram að bræðurnir hafi sýnt einbeittan árásarvilja en annar þeirra hefur tvívegis áður hlotið dóma vegna líkamsárása og var hann á skilorði er brotin voru fram- in. Sá hlaut fjögurra mánaða fang- elsisdóm en hinn var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Sá síðarnefndi hafði áður gerst sekur um umferðarlagabrot en refsing hans fellur niður að þremur árum liðnum haldi hann almennt skilorð. agust@dv.is VINSÆLUSTU BARNABÆKURNAR HERRA SUBBI HERRA KITLI HERRA LITILL HERRA SKELLUR Framhaldsskólakenn- arar án starfsþjálfunar Útlit er fyrir að Háskóli fslands brautskrái næsta vor um 80 verðandi framhaldsskólakenn- ara án nokkurrar kennsluþjálf- unar. Guðný Guðbjömsdóttir, formað- ur Uppeldis- og menntunar- fræðiskorar Félagsvísindadeildar HÍ, og Hafdís Ingvarsdóttir, um- sjónarmaður kennslufræði til kennsluréttinda, segja að 8-10 milljónir króna vanti upp á til að hægt sé að senda nema sem em í kennsluréttindanámi við HÍ í vetur í starfsþjálfun í framhaldsskólum samkvæmt gildandi kjarasamningi. Er þá gert ráð fyrir að æfrnga- kennsla verði felld niður á gmnn- skólastigi. Háskóli fslands hefur farið fram á 8 milljóna króna auka- fjárveitingu frá menntamálaráðu- neytinu svo nemar geti fengið starfsþjálfún í framhaldsskólum. Formlegt svar hefur ekki borist og þykja viðbrögð ekki gefa tilefni til bjartsýni. Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir þetta til þess að bæta gráu ofan á svart. f fýrra vom æfinga- kennslutímar skornir niður um helming. Hún segir að þetta mál verði að leysa hið fyrsta. Umræða um agaleysi í skólum landsins hafi verið nokkuð áberandi síðustu misseri og það sé hrein lítilsvirðing af hálfu menntamálaráðuneytisins í garð nemenda sem og foreldra þeirra að stefna reynslulausum framhaldsskólakennumm inn í þá. gg@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.