Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2003, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2003, Page 14
74 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 Anna ætlaði bara að kaupa sér nýjan jakka segir vinkona Önnu Lindh sem fór með henni í innkaupaferðina örlagaríku FRÉTTAUÓS Erlingur Kristensson erlingur@dv.is Vinkona Önnu Lindh, utanríkis- ráðherra Svíðþjóðar, sem fór með henni í innkaupaferðina örlagaríku í NK-vöruhúsið í Stokkhólmi á miðvikudaginn í síðustu viku, þar sem Anna varð fyrir grimmilegri hnífstungu- árás sem leidda hana til dauða daginn eftir, kom fram í frétta- þætti á sænsku TV2 sjónvarps- stöðinni í fyrradag og lýsti þar aðdraganda árásarinnar og síð- ustu samverustundinni með Önnu. „Þetta var hræðilegt og það fyrsta sem ég hugsaði var að koma henni til hjálpar og hrópa eftir sjúkrabíl,“ sagði þessi samstarfsmaður og vin- kona Önnu Lindh til margra ára í viðtali við Peder Carlquist, frétta- mann TV2, þegar hún var spurð um fyrstu viðbrögð sín við árásinni. Vinkonan hafði áður rætt lítillega við blaðamann Aftonbladet um atburðarásina en ekki áður fengist til þess að lýsa nákvæmlega síðustu mínútunum fyrir árásina og segja frá því hvað þær vinkonurnar höfðu verið að gera og ræða áður en árás- armaðurinn lét til skarar skríða í NK-vöruhúsinu og eftirleik árásar- innar meðan Anna lá helsærð í blóði sínu á gólfinu. Hún kaus að koma fram f þætt- inum án þess að andlit hennar þekktist en ræddi þó opinskátt um vináttu þeirra og það sem fór á milli þeirra í verslunarleiðangrinum „Það var virkilega gaman að því að fara með Önnu í fataverslanir hvort sem það var heima í Stokk- hólmi eða erlendis og sjálf lifði hún sig inn í það eins og flestar aðrar konur gera.“ Örlagadagurinn 10. sept. Örlagadagurinn 10. september rann upp og spennan var í hámarki hjá Önnu Lindh vegna fyrirhugaðra sjónvarpskappræðna sem fram áttu að fara um kvöldið á TV4 sjónvarps- stöðinni vegna þjóðaratkvæða- greiðslunnar um upptöku evrunnar í Svíþjóð sem fram fór á sunnu- daginn. Kosningabaráttan var á loka- sprettinum og mikil ábyrgð lögð á herðar Önnu sem var teflt fram sem helsta talsmanni ríkisstjórnarinnar í „já-baráttunni“. Síðustu skoðana- kannanir höfðu sýnt að fylgið var að jafnast eftir að fyrri kannanir höfðu sýnt mun sterkari stöðu andstæð- inganna og því talið að góð frammi- staða hennar í sjónvarpskappræð- unum gætu skipt sköpum. Væntingar voru því miklar og vonast til þess að hún gæti með sannfæringarkrafti sínum og út- geislun tryggt sigur „já-manna“. Kröfur um klæðaburð Að sögn vinkonunnar gerðu stjórnendur kappræðnanna strang- ar kröfur um ldæðaburð þátttak- endanna og að þeir yrðu helst að koma í nýjum fötum. „Anna trúði mér fyrir því að hún ætti ekkert til þess að fara í og bað mig því að koma með sér í inn- kaupaleiðangur síðdegis. Hún yrði að fá sér einhver ný föt vegna ÖNNU LINDH ER SÁRT SAKNAÐ: Strangar kröfur um klæðaburð í kappraeðum urðu til þess að hún fór með vinukonu sinni í verslunarleiðangurinn örlagaríka. „Anna vildi byrja á því að kíkja á peysu sem ég hafði séð í verslun ná- lægt utanríkisráðuneytinu og þang- að var ferðinni fyrst heitið. Þegar við komum þangað var peysan ennþá til og keypi Anna hana án þess að hugsa sig um. Það var þá sem hún fór að tala um það að hana vantaði nýjan jakka og með pokann í hendinni gengum við yfir í NK-vöruhúsið. „Anna trúði mér fyrir því að hún ætti ekkert til þess að fara í og bað mig því að koma með sér í innkaupaleið- angur. Hún yrði að fá sér einhver ný föt vegna strangra krafna sjónvarpsmanna. Þar fórum við upp á aðra hæðina í rúllustiganum og beina leið inn í dömudeildina. Þar fundum við ekk- ert og ákváðum því að kíkja í tísku- deildina við hliðina. Lofaði lögreglunni að þegja Það var þar sem árásarmaðurinn réðst til atlögu þegar klukkan var kortér gengin í fimm aðeins hálfri klukkustund eftir að þær höfðu lagt af stað og vöruhúsið fullt af fólki. Um sjálfa árásina og manninn eða hvað hann sagði og gerði, vildi vin- konan ekkert segja. „Ég er búin að lofa lögreglunni að þegja um viss at- riði og get því ekkert sagt um það.“ Hún var aftur á móti tilbúin til þess að lýsa því sem gerðist eftir árásina þegar árásarmaðurinn var hlaupinn í burtu. „Þetta var hræðileg lífsreynsla og það fyrsta sem ég gerði var að kalla á hjáfp. Einhver reyndi að stöðva blæðinguna og á meðan beygði ég mig niður til hennar, strauk henni um ennið og talaði við hana. Hún bað mig að hafa samband við fjölskylduna sína og ég reyndi að róa hana með því að strjúka henni um ennið. Hún var öll blóðug og ennið var eini staðurinn sem ég gat snert. Mér virtist hún ekki með fullri meðvitund. Andlitið var hvítt og sviplaust og augun útglennt vegna lostsins. Hún virtist mikið kvalin og auðséð að ástand hennar var mjög alvarlegt." Missti fljótlega meðvitund Að sögn vinkonunnar kom sjúkraliði, sem staddur var í versl- uninni, fljótlega á vettvang, þannig að Anna fékk strax góða umönnun þar sem hún lá á gólfinu. „Anna sagði ekkert meira og fljótlega missti hún alla meðvitund." „Strax og það kvisaðist út að það væri Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sem orðið hefði fyrir árásinni var fólk fljótt að hópast á vettvang og það var skelfilegt að sjá það troðast að Önnu bara til þess að forvitnast. Það voru að minnsta kosti fimm- tíu manns sem reyndu að troðast áfram bara til þess að sjá hana liggjandi á gólfinu. Ég varð öskureið og blótaði fólkinu um leið og ég reyndi að halda því frá,“ sagði vin- konan sem tilkynnti forsætisráðu- neytinu strax um árásina meðan beðið var eftir sjúkrabflnum. strangra krafna sjónvarpsmanna og það sem hún ætti í klæðaskápnum stæðist engan veginn kröfur þeirra." Hrædd við að kasta upp „Við lögðum af stað án öryggis- varða eins og venjulega þegar við fórum út að versla. Við gengum hratt og eins og alltaf hlógum við og gerðum að gamni okkar á leiðinni. Það var alltaf létt yfir Önnu og þó álagið væri oft mikið eins og þennan örlagaríka dag þá var hún alltaf létt og þægileg og stutt í grínið. Sjálf sagðist hún vera hálfkvíðin og taugaóstyrk fyrir kappræðurnar og sagði í gríni að hún væri hrædd um að kasta upp fyrir framan myndavélarnar í beinni útsendingu. Ég svaraði þá á móti að kapp- ræðurnar myndu þá örugglega standa stutt," sagði vinkonan. í áðurnefndu viðtali við Afton- bladet sagði vinkonan að þær Anna hefðu í raun verið æstar í það að fara saman út að versla enda hefðu þær haft svipaðan smekk. „Ég var ekki bara burðardýrið í þessum innkaupaferðum því við vorum báðar jafn duglegar við þetta. Stundum fann hún eitthvað fyrir mig og stundum ég eitthvað fyrir hana. Við vorum mjög sam- stiga og ef ég væri aðeins grennri þá hefðum við notað sama númerið.“ Klukkutími til stefnu Klukkuna vantaði kortér í fjögur þegar þær vinkonurnar gengu út úr utanríkisráðneytinu við Gustafs Adolfs-torg og þær höfðu aðeins einn klukkutíma til stefnu. ÖNNU LINDH MINNST: Göran Persson, forsætisráðherra Sviþjóðar, minnist Önnu Lindh við fjölmenna minningarathöfn sem fram fór í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.