Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2003, Side 17
f
MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 DV HELGARBLAÐ 17
frönsku - þeir eru útgefendur Litla prinsins - og að útgáfu-
hófið yrði haldið í heimalandi hans."
Pabbi las fyrir systkinin átta
Uppákoman í París var tvískipt, annars vegar blaða-
mannafundur á Hótel Ritz með fulltrúum þrjátíu landa,
hins vegar veisla í fögrum garði Gallimard-útgáfunnar.
„Meðal blaðamannanna voru fáein börn og tvær mjög
ungar stúlkur spurðu fyrstu spuminganna," segir Sigþrúð-
ur. „Þær spurðu hvað Madonna hefði lesið þegar hún var
krakki og hvort það væri eins að semja bók og músík.
Madonna reyndist hafa lesið mikið sem bam - hélt til
dæmis upp á Namíubækur C.S. Lewis, Lísu í Undralandi
og bækurnar hans E.B. White, Vefinn hennar Karlottu og
Stúart litla. En henni vafðist tunga um tönn við seinni
spuminguna, sagðist svo leggja að minnsta kosti jafnmikið
af sjálffi sér í bækumar og lögin en það væri miklu miklu
meiri vinna að semja svona barnabók en lag.
I æsku bjó Madonna með föður sínum og einum sjö
systkinum í litlu húsi og hún sagði að pabbi sinn hefði
alltaf lesið fyrir þau á kvöldin. I húsinu vom mörg lítil her-
bergi þar sem bömin sváfú og þegar þau vom komin í bólið
settist pabbinn á stól á ganginum og las fyrir þau, öll í einu!
Hún talaði óskaplega fallega um pabba sinn og uppeldi
sitt."
—Átti hún ekki mömmu?
„Nei, hún var móðurlaus eins
og Binna í sögunni. Hún var
spurð á fundinum hverja hún
hefði öfundað sem krakki og hún
sagðist hafa öfundað krakka sem
áttu mömmu. Þannig að hún er
að vinna úr eigin reynslu líka í
bókinni."
Hart var gengið á Madonnu
með það hvort hún læsi fyrir
börnin sín og hve oft. Loks svar-
aði hún þvf til að hún læsi fyrir þau um það bil á hverju
kvöldi. En hvað les hún?
„Hún lagði mikla áherslu á að hún læsi fallegar sögur og
góðar," segir Sigþrúður og grettir sig pínulítið. „Þá spurði
einn sænsku blaðamannnanna hvort hún læsi Astrid Lind-
gren og hún spurði á móti hvort það væri konan sem skrif-
aði Línu langsokk. Svo sagðist hún oft lesa úr hennar bók-
um, þannig að það em ekki bara hámóralskar sögur sem
hún les, Lola litla fær líka að heyra um prakkarastrik Línu
og Emils."
Svör á reiðum höndum
Kaballa tengist gyðingdómi og mikill Madonnuaðdá-
andi ffá ísrael spurði hvort Madonna kæmi ekki pílagríms-
ferð til ísraels tU að kynna sér gyðingatrú nánar. Madonna
þvemeitaði því, trúarbrögð skiptu fólki bara í fylkingar og
bækumar hennar hefðu ekkert með gyðingdóm að gera,
þær boðuðu eingöngu kærleika.
„Enn meiri aðdáandi var frönsk stúlka ffá einhverjum
netmiðli," segir Sigþrúður, „ég skildi hana ekki vel en hún
virtist fyrst ætla að spyrja spumingar eins og aðrir. Fljót-
lega fór hún þó að gera kröfur tU Madonnu - um að taka við
gjöf og kyssa hana - svo hrópaði hún hvað eftir annað „ég
elska þig, ég elska þig, ég elska þig“ - og var borin út!“
Madonna var spurð að því hvort öfundin gæti ekki verið
góð í bland - hvort hún gæti ekki drifið fóUc tU stórra verka
ef það væri að keppa við aðra. Madonna sagði það fjarri
lagi: „Öfund er alltaf af hinu Ula, hún grefur alltaf undan
sjálfstrausti fólks og það er alltaf slæmt."
„Hún hafði svör á reiðum höndum við öllu," segir Sig-
þrúður. „Hún var til dæmis spurð hvort hún ætlaði að
halda áfram að skrifa eftir þessar fimm bækur og hún sagð-
ist hafa áhuga á því - og ekki bara fyrir böm. Þá var hún
minnt á að síðasta bók sem hún gaf út hefði verið ljós-
myndabókin SEX og spurð hvort ekki væri einkennilegt að
manneskja með þá fortíð sneri sér að mórölskum barna-
sögum. Hún hélt nú ekki, þetta væri allt saman rökrétt þró-
un. Þegar hún gaf út SEX var hún upptekin af sjálfri sér,
vildi sýna sig og vera flott, síðan væru liðin tíu ár og núna
væri hún upptekin af allt öðmm hlutum. Hún væri orðin
móðir og vildi koma fallegum boðskap á framfæri. Hún var
líka spurð út í koss þeirra Britney Spears og hvort hún vildi
láta líta á sig sem viUta poppdrottningu eða stUltan bama-
bókahöfund. Hún sagðist ekkert hugsa um það, vUdi bara
fá að vera sú sem hún væri hverju sinni."
Fyndin og afslöppuð
- Hvemig kom hún fyrir?
„Ég sat á fremsta bekk, mjög nálægt henni, þannig að ég
gat fylgst vel með henni," segir Sigþrúður. „Hún lét bíða
lengi eftir sér og virtist stressuð þegar hún loksins kom. En
þegar hún var sest við háborðið fór henni að líða vel. Hún
fékk mikið af heimskulegum
spumingum en svaraði öllu
skemmtUega, var fyndin og
afslöppuð. Hún var ekki lengi í
veislunni en hún spjaUaði við
frönsk böm sem höfðu sungið
fyrir hana og áritaði bækur
handa þeim, svo var hún mynd-
uð með öUum útgefendunum og
við fengum að skiptast á orðum
við hana."
- Hvað sagði hún við þig?
„Hún tók íslensku bókina af mér og las titilinn, Ensku
rósimar, og náði ffamburðinum ágætlega - hann myndi
ekki vefjast fyrir henni ef hún lærði íslensku! Svo spurði
hún hvort hún fengi ekki bókina á íslensku og ég gaf henni
eintakið sem ég var með - áritað! Úr því að hún vUdi ekki
árita bók fyrir mig þá áritaði ég bara bók fyrir hana! Svo
sagði hún að henni þætti gaman að koma út á íslandi og
líklega urðu orðin ekki fleiri. Við brostum framan í linsuna
og þar með var minn tími búinn!"
- Hvemig leið þér?
„Mjög einkennUega. Þetta er ólíkt öllu sem ég hef
nokkum tíma lent í. Madonna er auðvitað ofurstjama, ein
ffægasta kona í heimi, en manni verður Ijóst í svona návígi
að þetta er bara venjuleg manneskja. Þama gekk hún um
með sína litlu dóttur eins og ég hefði getað gert líka. Þó að
þetta atvik eigi ekki eftir að hafa gagnger áhrif á líf manns
héðan í ffá var það mjög skemmtUegt. Það er gaman að fá
einu sinni að komast í návígi við svona stjömu."
Aðdáendur hópuðust að sjálfsögðu saman fyrir utan Ritz
og Gallimard í von um að sjá drottningunni bregða fyrir, og
Sigþrúður segir að þegar hún hafi haldið út í Parísamótt-
ina, löngu eftir að Madonna var farin brott með dóttur
sína, hafi fólk enn staðið þar fyrir utan, spilað og sungið
Madonnulög og gert gleðihróp að þeim sem komu út úr
þessu eftirsótta húsi. poM@dv.is
Fljótlega fór hún þó að gera kröf-
ur til Madonnu - um að taka við
gjöfog kyssa hana - svo hrópaði
hún hvað eftir annað„ég elska
þig, ég elska þig, ég elska þig"-
ogvarborinútl"
Stórball ársins
í Iíaplakrika
á iaugardagimi
20. september 2003
Forsala aðgöngumiða
á Súfistanum Hafnarfirði og í Kaplakrika
Húsið opnað kl. 23:00
Nú mæta ailir á eitt besta ball ársins í Hafnarfirði!
a\
adidas
Smáauglýsingar
ertu aö kaupa
eða selja?
550 5000
P t
I Allnr ir
Yfir 30 mismunandi uppstillingar til sýnis í verslun okkar. ■ Allar innréttingar til afgreiðslu af lager
Úflif: Spónl. hlynur f% Úflif: Hvíf fulning
Breidd 120 sm
.... bpor....f..
Breiad 1 20 sm
Sturtuhorn.
Öryggisgler,
segullæsing.
70x70 sm kr.
20.750, * stgr.
80x80 sm kr.
20.750, - stgr.
Útlit: Ölur
Breidd 80 sm
Sturtuhorn rúnnaS.
Heil sveigS
örygg'sgleG
segulíæsing.
80x80 sm kr.
37.950, - stgr.
90x90 sm kr.
41.950, - stgr.
Einnarhandar
blöndunartæki
f. handlaug m. lyftit.
Kr. 5.900,- stgr
HitastýrS blöndunartæki
m. bruna- og
vatnsöryggi.
Fró kr. 9.800,- stgr.
Útlit: Hvít fulning
Breidd 90 sm
Útlit: Ölur
Breidd 125 sm
Útlit: Kirsub.fulning
Breidd 90 sm
Útlit: Hvít slétt
Breidd 95 sm
Útlit: Kirsuberjafulning
Breidd 1 20 sm
Sturtuhlíf f.
baSkar
þrískipt.
Öryggisgler.
125x140 sm kr.
16.900,- stgr.
Gala Nila
handlaug í borS
56x47 sm
Verð kr.
7.900,- stgr.
Uppgefnar breiddir miSast viS
neSri skápa, ekki heildarbreidd.
Einnarhandar
blöndunartæki
f. baS m. sturtusetti
Kr. 5.900,- stgr i~
WC meS festingum og
harSri setu. Tvötöld skolun.
Stútur í vegg eSa gólf.
Verð frá kr.
17.900,- stgr.
Innbyqqt WC.
MeS öllum fylgihl.
Verð kr.
37.450,- stgr.
V. Fellsmúla • S. 588 7332
OpiS: Mán. - föst. 9-18,
Laugardaga 10-14