Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2003, Blaðsíða 18
4 78 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 Súkkulaði, kynlíf, rauðvín og vindlar Freistingor eru til þess að falla fyrir þeim, sagði einhver spekingur og má rétt vera. Allt sem manninum finnst gott er sennilega óhollt, ólöglegt eða ósiðlegt. Það hefur einhvern tfmann verið sagt að allt sem er gott sé annaðhvort ósiðlegt, ólöglegt eða óhollt. Það getur hver og einn litið inn í hjarta sitt þessu til staðfest- ingar. Nútfmamaðurinn er umkringdur freistingum í mat og drykk sem há þróaður auglýsingaiðnaður heldur að honum af slíkum krafti að eng- in leið verður að standast allar freistingarnar. Þetta sést best af tölum um stöðugt hækkandi með- alþyngd fólks í flestum ríkjum þar sem velmegun er hvað mest. Lítum á nokkur dæmi: Aftur í glasið? Nýjar rannsóknir sýna að í góðu rauðvínsglasi kann að leynast lyk- illinn að langlífi. Vísindamenn hafa fundið í rauðvíni efni sem lengir líf einfaldra gersveppa um 80%. Tilraunir á rannsóknarstofu sýna einnig að þetta efni eykur þol frumna úr mönnum gegn geislun. Það kann að vera dálítið stökk frá þessum uppgötvunum yfir í fram- leiðslu á lyfi sem lengir líf fólks en það er sjálfsagt það sem flestir sem koma að málinu eru að hugsa um. Þetta efni finnst einnig í ávöxtum og grænmeti auk ólífuolíu. Þetta er allt gott og blessað og þegar við bætum þessu við að lengi hefur því verið haldið að fólki að eitt rauðvínsglas á dag hafi aldeilis sérlega góð áhrif á hjarta og æða- kerfið þá ætti að vera í lagi að fá sér aftur í glasið. En of mikil neysla á rauðvíni rétt eins og öðru áfengi leiðir til áfengissýki, þunglyndis, skorpulifrar og styttir lff manna. Blessaður bjórinn Annað dæmi af þessu tagi er bjórinn sem Islendingar fengu loksins að drekka óhindrað árið 1989 og hafa lítið dregið af sér við drykkj - una síðan. Það hefur margt verið sagt fallegt um bjórinn eins og að hann sé ígildi brauðs og þar með er gefið í skyn að sá sem á nógan bjór þurfi ekki að borða eins mikið. Bjórinn hefur einnig jákvæð áhrif á samfélög og sam- skipti manna, hvetur til söngs og gleði og er freyðandi gleðigjafi nánast hvernig sem á það er litið. Sá sem borðar mikið verður feitur, eða fær fyrir hjartað eða þjáist af langvinnum meltingartruflunum vegna of- áts eða óhóflegrar krydd- neyslu. Þetta getur ekki endað nema á einn veg. En þeir sem drekka of mikið af bjór geta orðið áfengissjúklingar, þá safna þeir svokall- aðri bjórvömb sem seint verður talin til prýði á nokkrum manni, nefið verður rautt og þrútið og of mikil fitusöfnun á kviðarholi styttir vinnulengd getnaðarlims og það hefur ekki góð áhrif á kynlífið. Viltu nammi, væna? Súkkulaði er gott. Þetta er eitt af því fáa sem heimurinn er líklega að mestu sammála um. Við getum fengið svo mikið af súkkulaði því að framleiðendur keppast við að bjóða okkur það í risapökkum í Bónus, í háklassa sérpakkningum í konfektbúðum eða fram- andi og freistandi í Fríhöfninni. Það eru til rannsóknir sem sýna að í súkkulaði leynist efni sem lætur okkur beinlínis líða vel. Þetta eru efni sem heili mannsins framleiðir og losar þegar við eru mjög glöð eða ástfangin eða eitthvað af því tagi. Þessi vellíðunartilfinning sem súkkulaðið getur kallað fram hefur getið af sér kannanir sem sýna að meira en helmingur aðspurðra kvenna sagðist frekar vilja súkkulaði en kynlíf ef þær mættu velja. Súkkulaði inniheldur um það bil 550 hitaeiningar í hverjum 100 grömmum. Það þýðir til dæmis að fjögur stór Snickers eru ágætur dagskammtur fyrir vinnandi fólk. Þetta er ekki erfitt. Þeir sem borða mikið af súkkulaðinu góða verða feitir vegna þessara umframhitaeininga sem þeir innbyrða. Það þykir ekki alls kostar fi'nt að vera feitur og það getur fækkað verulega tækifær- um fólks til að velja um súkkulaði eða kynlíf. Áttu eld? Það er orðið frekar langt síðan nokkrum manni datt í hug að halda því fram í alvöru að það væri hollt að reykja. Það getur hins vegar enginn sem nokkru sinni hefur reykt haldið því fram að það sé ekki gott. Einu já- kvæðu fréttirnar sem ég hef nokkru sinni heyrt af virkni og áhrifum tóbaks gengu út á að nikótín skerpti heilastarfsemina tímabundið. En óumdeilt veldur það mikilli vellíðan og þeir sem hafa barist hvað harðast við tó- baksfíkn segja að það sé erfiðara að venja sig af reykingum en heróínfíkn. Þess vegna er ekkert skrýtið þótt fólk leggi það á sig að láta úthýsa sér á heimilum og vinnustöðum, láti okra á sér og fórni síðan lífi sínu, vellíðan og heilsu ofan í kaupið, Allt fyr- ir reykingarnar. Þetta er fólkið sem getur ekki hætt og tóbakið mun að lokum drepa það. En vegna þess hve reykingar eru sterkur og magnaður ávani á tóbakið heima í þessari grein. Viltu koma heim með mér? Menn geta áreiðanlega verið nokkuð almennt sammála um gæði kynlífs. Fjölmargar rannsóknir sýna að það er margt jákvætt við kynlíf annað en að það viðheldur mannkyninu. Það stuðlar að vellíðan og ástúð, eyk- ur líkamlegt þol, brennir óþarfa hitaeiningum og er sannkall aður gleðigjafi þegar ekki er völ á annarri skemmtan enda er kynlíf oft kallað ópera fá- tæka mannsins. En þeir sem halda að það sé ekkert athugavert við að stunda kynlíf í óhófi þurfa að rifja upp ýmsa lífshættulega sjúkdóma sem geta borist milli fólks við kyn- lífsiðkun, kynli'fsfíkn hefur steypt mörgum manninum í glötun og rústað fjárhag þeirra sem ánetjast dónalegum símalín- um, vændiskonum og dansmeyjum. Kynlíf og vangeta manna til þess að standast freist- ingar á því sviði hefur lagt legíó hjónabanda í rúst, gert börn heimilislaus ef ekld munaðar- Skál! Þótt hóflega drukkið vín gleðji vissulega manns- ins hjarta leynast hættur í glasinu eins og öllu sem er gott. Nektin helllar Sumir telja að á okkar tímum sé kynlíf ofnotað og kynhegðun fólks sé komin úr öllum böndum. laus og valdið meiri annað böl manna. óhamingju en margt Komdu að borða Matur er mannsins megin og sjaldan hefur verið eins auð- velt að vera meistara- kokkur og í dag. Fram- boðið á hráefni er ævin- týralegt, flóð matreiðslu- bóka yfirgengilegt svo ekki sé minnst á öll tímaritin og fylgiblöðin. Svo standa lamie Oliver og Nigella Lawson á skjánum til- búin að sýna hvað það er hlægilega auðvelt að elda smjörsoðin þistilhjörtu með ostasósu eða eitt- hvað. Við tökum að sjálf- sögðu þátt í leiknum og horfum á þættina, kaupum blöðin og reynum eins og við get- um að elda. En matarnautnin felur í sér sínar hættur rétt eins og aðrar nautnir. Sá sem borðar mikið verður feitur, eða fær fyrir hjartað eða þjáist af langvinnum melt- vntu namml, væna? Öllumfinnst ^kkulaði gott og rann- sóknir sýna að margir kjósa það í stað kynlífs en of mikið súkkulaði er ekki gott. ingartruflunum vegna ofáts eða óhóflegrar kryddneyslu. Þetta getur ekki endað nema á einn veg. Það verður að fara að telja hitaein- ingar og fylgjast með fituinnihaldi upp á gramm. Meinlætalíf á ekki vel við lífsglaða sælkera og þeir verða önugir og pirraðir. Allirá iði Offita er skilgreind sem eitt stærsta heil- brigðisvandamál nútímans og fer vaxandi. Það er ekki lengur spurt hvort fólk hreyfi sig reglulega heldur hvernig það haldi sér í formi því auðvitað vill enginn vera feitur þvf það er ekki fallegt og svo er það óhollt. Þess vegna förum við út að skokka, út að hlaupa, göngum á fjöll, hjólum, skíðum, förum í líkamsrækt og lyftum lóðum, hoppum og stökkvum í þolfimi, syndum, kraftgöngum, gerum jógaæfingar, stundum sjósund svo fátt eitt sé nefnt sem tryggir heilbrigða sál í hraustum líkama. En sá sem þjálfar of mikið býr við stöðug meiðsli og vanlíðan. Ofþjálfun veikir ónæmis- kerfið, slítur ganglimum, liðum og þófum margfalt of hratt. Niðurgangur, líkþorn, bein- himnubólga, rifnir liðþófar, slitin liðbönd og krónískt kvef er meðal þess sem of mikil lfk- amleg áreynsla getur leitt af sér. Eina rökrétta niðurstaðan sem hægt er að draga af þessu er auðvitað sú að hóf sé best í hverjum hlut. polli@dv.is -VT .m ™ w ■ T-':.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.